Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 4
rottinn almáttugur sendi mig lagiausan inn í þennan heim og hefi ég ekki enn get að tfyrirgefið honum þá aðsjálni. Ég hef samt nokkurn unað af fagurri tónlist og ég trúi þvi að hún sé göf- ugust ailra lista og tfæri þann sem hennar nýtur til fulls nær himninum en nokkur önn- ur list. En hafi skilningur minn eitthvað aukizt í þessum efnum, þá á ég það mest út- varpinu að þakka, einkum þó tveim mönnum, Guðmundi Jónssyni og Gunnari Guð- mundssyni. Söguþrugl og óhljóð II. HLUTI Nokkur málefnl tekin til athugunar En fyrst ég er að minnast á útvarpið, þá likar mér það að mörgu leyti vel, en þó hetfur mér þótt sumardagskráin alltof ómerkileg. Ef menn hafa nokk urn skilning á bókmenntum eða listum, þá getur það nær því gert þá vitlausa að hlusta á 3—4 skáldsögur 3—4 sinnum á dag eða um tvo tíma, og flest- ar þeirra eru sára ómerkilegar og mjög misjafniega lesnar. Ég undanskil þó Dalalíf Guð- rúnar frá Lundi, því að hún verður langlíf vegna hinna raunsönnu lýsinga sinna 'á ís- lenzku sveitalífi fyrri hluta þessarar aldar. — En svo er einum 20 mínútum á viku var- ið til að hlúa að og vernda ís- lenzka tungu. Þetta held ég að öllum skynsömum mönnum sé óskiljanlegt. Jafnframt þessu vil ég færa tflytjendum þessara þátta þakkir fyrir vel unnið verk og þó einkum Páli Bjama syni, sem mér þykir taka þeim öllum eða flestum fram. Auðvit að á að stórauka þessa þætti eru unga fólkinu, en stórspilla inu og óhljóðum, sem ætluð eru unga fðlkinu, en stðrspilla lífi þeirra manna sem njóta feg urðar góðrar tónlistar, en geta ekki vegna annars heimilis- fólks lokað fyrir útvarpið. Gælur við guð Við Þórður Sveinsson, lækn- ir á Kleppi, ræddum oft um hin svonetfndu eiiifðarmál. Hann sagði að ég væri „reli- giös“ og læt ég það orð óþýtt. Likiega hefur þetta verið rétt hjá Þórði. Ég trúði í æsku, að guð bænheyrði mig, þegar ég bað hann heitt og innilega úti í fjárhússgarða að lina gigtar- kvalir fóstru minnar, og ég bað hann grátandi að fyrirgefa mér þegar ég drap lóuna. En ég er ekki einn þeirra út völdu sem trúi því, að guð fylgi mér hvert sem ég fer, jafnvel á salernið, og ég hef ekki verið kirkjutrúarmaður. Ég neita meyjarfæðingunni, friðþægingunni og réttlætingu fyrir trú án verka og sérstöku guðdómseðli Krists. Ég ber mik ið þakklæti í brjósti til Síðustu orð syndugs manns margra gömlu klerkanna, sem voru eins konar menning- arvitar sveitanna og áttu meiri þátt i því en nokkur önnur stétt að efla menningu og þroska alþjóðar. Þeir kenndu ungum mönnum oft fyrir lítið eða ekkert gjald undir skóla, þeir ýttu undir aðsjála en vel efnaða bændur til þess að kosta börn sín til menntun- ar, og svo voru sumir þeirra ágætir kynbótamenn, þótt stundum færi leynt. — Nú gefa hinir nýju prestar sig litt að þessum efnum. Ræður þeirra flestra eru gælur við þann guð sem þeir vita ekkert um, frek- ar en ég og þú, og látlaus lof- gerðarrolla um Jesúm Krist er orðin að væminni persónu- dýrkun. — Nokkrir prestar eru þó þarna undanskildir. Séra Árelíus og Sigurður Haukur Guðjónsson hatfa báðir snúið sér að vandamálum þessa heims og séra Sveinn Víkingur og Emil Björnsson hafa báðir gert einarðlega grein fyrir trú sinni, og þá má ekki gleyma þeim, sem snjallast hefur um þetta ritað, Gunnari Benedikts syni rithöfundi, enda varð hann að sleppa embætti sínu vegna þess að hann vildi að ís- lenzka kirkjan væri kreddu- iaus mannúðar- og menningar- stofnun. Meyjarfæðingin eða vandamál samtímans Ég þakka biskupi íslands (ekki biskupinum yfir Islandi, sem er argasta dönskusletta, og ekki heldur herra biskupinum, sem er nú víst sá eini sem ber' þetta sérstaka tignarávarp, því að mér er sagt að forseti Is- lands hafi sleppt því eða óski ekki eftir því) tfyrir forgöngu hans um stofnun Lýðháskólans í Skálholti og bókakaupin til hans. Ég óska þessum skóla alls góðs og geri mér miklar vonir um hann eftir að ég hef bæði lesið og hiustað á hina frábærlega góðu greinargerð skólastjóra hans sr. Heimis Steinssonar. — Listamenn og menntamenn þjóðarinnar eiga að flytja þar erindi: ef áheyr- endasalinn vantar enn eða er of lítill á þá að nota hina veg- legu Skálholtskirkju. — En mér gremst við biskup Islands, sem tvímælalaust er einhver málsnjallasti og ritfærasti mað ur sem kirkjan á nú, að hann skuli ekki hafa lagt sig meira fram en hann virðist hatfa gert til þess að þroska og leiðbeina undirmönnum sínum, prestun- um, sem um nökkurt skeið hafa meira að því gert að for- heimska þá sem á þá hafa hlýtt en mennta 'þá. Prestamir eiga að láta guð í friði og meyjarfæðinguna og friðþæginguna afskiptalausa. Þeir eiga í stað þess að gefa sig að vandamálum samtíðar sinnar, einkum uppeldis- og sið ferðismálum. Eitt hið mesta og ægilegasta af þeiim er drykkjuæði unglinganna. Þar eiga prestarnir að taka að sér forystuna og fá í lið með sér lögregluna, kennara og ýmis mannúðar- og menningarfélög. Svo eiga þeir að knýja á stjórn og alþingi að géfa út lög um þegnskyldunámskeið og þang- að eiga að tfara þeir ungling- arnir, sem lengst eru leiddir og þar eiga prestarnir með hjálp kennara og forstjóra að kenna þessum unglingum virðingu fyr ir sjálfum sér og sjálfstjórn. Ef prestarnir gera þetta og verður eitthvað ágengt, þá hafa þeir aftur aflað sér virð- ingar meðal þjóðarinnar og endurheimt forna reisn. Að skýra rétt frá Þá vil ég víkja tfáeinum orð- um að máli sem ég tel alla þjóð ina varða miklu. Árlega að heita má vékja sum mál geysi miklar umræður, bæði á þingi, i blöðum og f jölmiðlum, eins og til dæmis skattamálin. Um mörg þessara mála er mikill skoðanamunur og sum þeirra eru svo mikilvæg að segja má að undir úrslitum þeirra sé vel ferð og hagur þjóðarinnar kom inn. Svo vita kjósendurnir hvorki upp né niður, hvað er satt í öllum þessum málflutn- ingi og svo getur farið að þeir sem snjallastir eru að 'ljúga og blekkja fái mesta áheyrnina og sigri við næstu kosningar. Mér finnst það blátt átfram skylda aliþingis að bæta úr þessu. Er það ekki hægt með þvi að fela einhverri óháðri stofnun t.d. Hagstofunni að skera úr þessum ágreiningi með því að s'kýra má'lið rétt fýr ir almenningi svo að allar blekkingarnar verði að engu. Eða má ekki 'fela þessum trún- aðarmanni, sem frumvarp hef- ur verið flutt um, að annast þetta? Og sjálfsagt eru mörg fleiri ráð til þótt ég kunni ekki að nefna þau. Dagblöðin og tungan Ég held að við höfum 5 dag- blöð. Ef litið er á smæð þeirra og okkar, þá eru þau líklega að vonum, a.m.k. þrjú þeirra. Það eru þessi blöð sem mikill hluti þjóðarinnar les en litið annað, og því liggur það í aug- um uppi 'hversu geysileg sú ábyrgð er sem hvílir á eigend um, útgefendum, ritstjórum og blaðamönnum þessara blaða. Ég ætla ekki að ræða hér um hin stjórnmálalegu áhritf held- ur þau menningarlegu, einkum hvað íslenzkuna snertir. Mér er sagt að upp'lag Morgunbiaðs ins eins séu um 35—40 þúsund eintök, og er þá líklegt að um 100 þúsund manns eða helm- ingur allrar þjóðarinnar lesi það. Ekkert afl, jatfnvel ekki skólarnir eða útvarpið, ræður þvi eins miklu um, hver örlög íslenzkrar tungu verða að nokkrum tugum ára liðnum. Þau flytja, að minnsta kosti 3 eða 4 þeirra, skáldsögur á hverjum degi og getur því hvert blað flutt tvær stórar skáldsögur árlega. Þessar skáldsögur les að minnsta kosti mikill þorri kvenþjóðarinnar, en það er undir konunum kom- ið meira en flestum öðrum ’hver örlög tungunnar verða. Það er því öllum auðsætt hversu afar mikilvægt það er, að sögur þessar séu ritaðar á fögru og hreinu m'áli. Lesbækur fylgja tveimur þessara blaða og þær lesa nær öll þjóðin og skiptir því sízt minna máli um þær. Bezt er auðvitað að saman fari bæði efni og mál, hvort tveggja sé gott, en imiklu mest skiptir þó fyrir tunguna að mál ið sé gott, og því verður það að ganga fyrir öllu. Ég skora á þessa fyrrnefnda menn að gera sér fulla grein fyrir, hve þung ábyrgð hvilir á þeim öllum. Niðurlæging tímaritanna Þá kem ég að tímaritunum og þar er um mikla raunasögu að ræða. Fjöldi tímarita hefur verið að gefa upp öndina: Helgafell er dautt, Iðunn er dauð og Birtingur er dauður. Eimreiðin er I öngviti og veit enginn hvort hún raknar nokk urn tima úr þvi, og einhvers konar uppdráttarsýki sýnist þjá Tímarit Máls og menningar því að enn er ekki síðasta hetfti árgangsins 1971 komið. Og vafalaust eru mörg ótalin, sem dáið hafa hordauða. En hvernig er svo komið fyr r þehn sem enn hjara? Ég skal aðeins geta tveggja, Skírnis og Andvara, sem eru elztu og merkustu tímarit okkar. Skírnir þótti orðinn heldur yfirbragðslítill í höndum Hali- dórs Halldórssonar og raunar Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.