Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 11
 ,i„,viír«.-»-«>s»7fv. •#»/.'///' 'HWKWt..y'/ws’r-r/ííVf*.-,•.'*•'.•-•« íf,.Wf4: ' * w ?r t'. n f i* ir11^«?»f;f;*ri. ODD NANSEN DÁLÍTIÐ UM SKRIF- FINNSKU UM HÖFUNDINN Odd Nansen, höíundur þess- arar ereinar, sem tekin er úr Endurminnineum hans, sem komu út 1970, fæddist úrið 1901, sonur hins fræea heimskauts- fara oe mannvinar, Fridtiofs Nansens. Hann nam húsaeerðar list oe starfaði lengst sem arkitekt í Osló. Odd Nansen fetaðl í fótspor föður síns, sem lé/.t 1930, með |>ví að stofna „Nansenhjelpen" árið 1936. Meeintileaneur þeirr- ar stofnunar var að veita flótta mönnum oe rlkisfaneslausu félki siðferðileea oe fjárhaes- lega aðstoð, sérstaklega i Þýzkalandi oe Mið-Evrópu. Mörgum flóttamönnum hjargaði hann til Norees, en aðstoðinni var ekki lokið, þótt þeim tæk- ist að komast þaneað, því að þetta voru atvinnuleysisár, oe því fór fjarri, oe fjær en marg- ur skyldi lialda nú, að flótta- menn þessir mættu einvörðungu samúð og skilningi, þeear til Noregs kom. Þeir eru svo mare- ir, sem skilja ekki annarrn raunir né vilja þeim trúa, fyrr en þeir reyna hið sama sjálfir. l*css varð þó skammt að bíða, að Norðmenn öðluðust reynslu oe skilnine- Hinir halda áð sjálfsögðu áfram að skilja ckki, þeir sem þá lentu ekki í slikri aðstöðu, oe svo unga kynslóðin, sem allt veit núna, og vill fá að ráða stefnunni. „Nansenhjelpen“ liélt starf- semi sinni áfram á laun eftir hernám Þjóðverja i apríl 1940, en í sambandi við „aðgerðir“ gegn Gyðineum í Noregi í nóvember 1942, var ráðizt inn i skrifstofur stofnunarinnar; þeim lokað og starfsemin bönnuð. En þá hafði tekizt að koma flestum flóttamannanna til Kviþjóðnr. En þegar í janú'ar sama ár. 1942, handtóku Þjóðverjar Odd Nansen og settu hann i hið fræea fangelsi, Grini. l»aðan var hann síðan fluttur tii fanga búða í Þýzkalandi, og var hann í Saehsenhausen og Neueng- amme til stríðsloka. Því starfí iauk, en enn þann dag I dag er það víða um heim, að þjóðfélags kerfið leyfir ekki, að slikir menn sem Odd Nansen fá að eanga lausir, og enginn veit, hvenær þeim verður veitt freisi. Sveinn Ásgeirsson. Einu sinni, það er orðið langt síðan núna, vann ég næstum heilt ár við eina af hinum miklu alþjóðlegu stofnunum, sem myndaðar voru af Samein uðu þjóðunum eða að frum- kvæði þeirra eftir heimsstyrj- öldina siðari. Ég var ekki fast ráðinn í stofnuninni, ég vildi það ekki, heldur hafði ég fengið „stöðu" sem „sérfræð- ingur“ og „persónulegur ráð- gjafi“ aðalforstjórans. Stofnunin hafði höfuðbæki- stöðvar sínar í París í risa- stórri byggingu (nú hefur ver- ið byggt við hana, þanriig að hún er tvöfalt stærri), sem var fyllt í öll horn af starfsfólki, allt frá sendlum, hraðritunar- dömum og fulltrúum til for- stjóra og aðalframkvæmda- stjóra af öllum þjóðern- um, kynþáttum, litum og ætt- kvislum. Stofnunin var nefnilega fyr- ir allan heiminn, og starfsáætl- unin var samin úr svimandi hæðum. Verkefnin voru svo um fangsmikil, að þau náðu út yf- ir öll svæði og svið menning- arlífsins, þannig að þaðan eða héðan í frá, yirtist þeim vera tryggð hin blómlégasta fram- tíð. Starfssvið mitt var Þýzka- land, sem menningarlega séð eftir stríðið og um ófyrirséða tima fremur en nokkurt annað land meinvillt í myrkrinu lá. Þar að auki var það yfirfullt af 10 milljónum flóttamanna úr austri, fyrrverandi Þjóðverj- um, eða eins og Hitler kallaði þá „þjóðþýzkum mönnum", af þvi að það var fólk, sem var „komið af hinum þýzka þjóð stofni," sem nú hafði ekkert af að lifa, var rænt öllu, sem það hafði átt, og rekið burt frá heimilum sinum og heimkynn um, þar sem það hafði búið um aldir. Og nú var það flótta- fólk í Vestur-Þýzkalandi. , Það var deginum ljósara, að þetta lólk boðaði hættu og vanda landinu sjálfu • og Evrópu allri. Þessar milljónir manna voru, til þess að gera málið einfalt, skráðar á reikn- ing Hitlers, en nú var það í Vestur-Þýzkalandi, sem var ör magna og þar sem öngþveiti ríkti. Þar vantaði skóla, menntastofnanir og önnur menningaríyrirtæki, sem nauð- synleg voru þessum lýð. Það var því augljóst mál, að fyrsta og fremsta hlutverk hinn- ar nýju stofnunar var að koma Þýzkalandi á menningarlegar lappir aftur. Ég taldi vegna þekkingar minnar á öllum aðstæðum í Vestur-Þýzkalandi, þar sem ég hafði þegar starfað í eitt ár í þágu flótta manna, að ég myndi með mína reynslu geta látið ým islegt gott af mér leiða með stóra og volduga alþjóðlega stofnun að bakhjarli. Alla vega var það í þeirri trú, sem ég lét undan sterkum þrýstingi og tók að mér starf- ið til bráðabirgða, þótt það yrði á kostnað starfs míns sem arkitekts. Ég varð þess þó fljótt var, að jafnvel innan stofnunarinn ar var leynt og ljóst unnið á .móti mér, en mjög markvisst, o.f meira að segja frá æðstu stöðum. Menn höfðu hvorki samúð né skilning gagnvart hinu þýzka vandamáli og litu alls ekki á það sem neitt aðal- markmið stofnunarinnar að koma Þýzkalandi á fætur á ný. Öllu heldur þvert á móti. Þegar ég var ekki á ferða- lagi um Vestur-Þýzkaland eða Berlín, þar sem ég starfaði mest, var ég á lítilli skrifstofú, sem ég hafði til umráða í aðal- stöðvum stofnunarinnar í París. Þar þurfti ég að gefa að- alritaranum skýrslu munnlega og skriflega, og allt var jafn harðan hraðritað og fjölritað og gefið út í mörgum eintök- um. Heill herskari starfsfólks vann að þessu, og mér bæði leiddist það og það var mér til truflunar og trafala. Skrifstofa min var búin öll- um beztu tækjum og þægind- um, og henni fylgdi einn- ig skrifstofustúlka, sem var af- bragð i hraðritun og vélritun á mörgum tungumálum. Ég hafði stöðugar áhyggjur af þvf að hafa ekki nóg verkefni, þar sem hinir 'framúrskarandi hæfi leikar hennar fengju notið sin. Á skrifborði mínu, þar sem var fjöldi símtóla, sem ég var alltaf að villast á, var tafla með hnöppum og hljóð- nemi, sem ég lærði aldrei að nota. Einn hnappurinn gaf mér samband við mína eigin skrif- stofudömu í fordyrinu, annar beina leið til aðalritarans og tveir komu mér í tengsl við „samstarfsmenn“, sem ég þekkti ekki. Enn einn þjónaði því hlutverki að láta dyravörð vita, ef mig vantaði bíl eða eitt hvað annað, og svo voru fleiri hnappar, sem ég aldre^ vissi, til hvers voru. En skrifstofu- dama mín hafði þó út- skýrt þetta allt fyrir mér, þó að ég lærði það ekki til fulln- ustu. Ég gat, án þess að hreyfa mig í stólnum, vafalaust náð sambandi við hvaða blett sem væri á jarðríki með vísifingri. Stórkostlegt! En ég þurfti ekki á þessu að halda, og ég þrýsti aidrei á neinn einasta hnapp. Hinn eini, sem ég hefði getað notið góðs af, var hnapp urinn, sem gaf mér samband við einkaritara minn, en ég stóð heldur upp og náði í hann, ef ég þurfti á aðstoð stúlkunnar að halda. Ég hef aldrei getað sætt mig við það, að skrifstofustúlka, sem er jafn virðingarverð manneskja og ég sjálfur, komi hlaupandi eins og hver annar hundur, þegar hún heyrir ákveðið hljóð. Einu sinni, þegar ég var að hamast við að skrifa skýrslu, sem mér lá á að ljúka, þurfti ég að senda símskeyti til vin- ar míns, sem átti fimmtug^af- mæli. Kona mín híifði skrifað mér og sagt, að ég mætti ekki skeytisins á blaðsnepil, fór fram til skrifstofudömunnar og bað hana að gjöra svo vel að senda skeytið fyrir mig, því að ég hefði svo mikið að gera. Alltaf sömu elskulegheitin, og það var alveg sjálfsagt. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.