Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 13
FORRÁÐAMENN allra dagblaðanna i Reykjavík. hljóta að gera sér Ijóst, að lít- ið tjóir að stefna að aukinni útbreiðslu blaða þeirra, ef ekki tekst að koma þeim til áskrifenda. Og einn er sá hópur í þessu þjóðfélagi, sem algerlega hefur orðið út undan í baráttunni um betri kjör: það eru mörg hundruð blaðburðarbarna, sem vakna fyrir allar aldir, sex morgna í viku árið um kring og rogast síðan út með pokana sína og byrja að dreifa blöðunum. Flest þessara barna þurfa að vera komin í skóla klukkan átta að morgni og verða því að láta hendur standa fram úr erm- um eigi það að takast. Glöggur maður orðaði það svo í mín eyru á dögunum, að blaðaútburðurinn vœri síðustu leifar af vinnuþrœlkun á börnum á fslandi. Ekki er ég alls kostar sammála því. Ég held, að börnum sé hollt að leggja dálítið að sér í vinnu, þau drolla frameftir og auk þess er gott fyrir þau að geta sjálf aflað nokkurs fjár til vasaeyris, einhverra hluta sem áhugi er á að eignast, eða létta undir með eigin heimili, með því að leggja fram einhvern skerf. Enda œtlaði ég ekki að fara svo grannt út í þá sálma, heldur gera að umtalsefni þau aumu kjör, sem þessi fjölmenni hóp- ur smáfólks — ómissandi í nútímaþjóðfé- lagi — er látinn búa við. Það kemur upp úr kafinu, að barn, sem ber út 100 eintök af Morgunblaðinu í 26 daga í mánuði fær greiddar 10 krónur pr. kaupanda. Fyrir innheinutu getur það í hœsta lagi fengið kr. 1350.— Auk þess greiðir Morgunblaðið 90 krónur fyrir aukablað eða iþróttablað. Lesbók er ekki greidd aukalega, nema jólalesbók. Ef fullorðinn maður ber út fœr hann 13 kr. á kaupanda, en sama hlutfall af inn- heimtu. Ætla má að innheimta taki aldrei skemmri tíma en 10—12 daga í 100 blaða hverfi. Hjá dagblaðinu Vísi eru greiddar 8 krónur á kaupanda og sjö prósent af innheimtu. Hjá Tímanum eru greiddar 10 —12 krónur á kaupanda og 7—10% af innheimtu og fer það eftir dugnaði við- komandi blaðburðarbarns, en ekki eftir aldri. Hjá Þjóðviljanum eru greiddar 15 krónur á kaupanda og 7% af innheimtu. Þess skal þó gœtt, þegar minni blöðin eiga í hlut, að þar er hvert hverfi yfir- leitt mun stœrra en hjá Morgunblaðinu, vegna dreifðari kaupenda. Það eru því ekki stórar upphæðir, sem renna til þessara barna við hver mánaða- mót. Áskrifendur blaða eru manna óþol- inmóðastir, þeir vilja fá blöðin sín með skilum og helzt fyrir klukkan átta á morgnana. Það verður uppi fótur og fit á ótal heimilum, ef útkomu blaðanna seinkar einn daginn, svo að blaðburðar- börnin fá ekki lokið útburði, áður en þau fara í skólann. Sama máli gegnir, ef barn hættir að bera út í hverfi sínu og ekki fœst samstundis annað í þess stað. Þá er rokið upp til handa og fóta og kaupend- ur eru sáróánægðir. Enda eiga þeir að sjálfsögðu fulla heimtingu á að fá blöð- in heim til sín með skilum. En smáfólkið, sem sér um þessa mikilvœgu þjónustu á líka heimtingu á að fá sitt og vera ekki olnbogastétt velferðarþjóðfélagsins á h- landi. Jóhanna Kristjónsdóttir. Það var ekki mikið orðið eft- ir af þeim vonum, en ég hugg- aði mig við það, að enn vœri ég frjáls maður, sem gæti sagt og meint, það sem mér sýnd- ist. Ég var meira að segja „sérfræðingur" og „per- sónulegur ráðgjafi", og enn hafði ég von um, að „sérfræði- leg þekking" mín og „persónu- leg ráð“ myndu vinna bug á andúð og hleypidómum, jafn- vel hjá þeirn, sem ég fyrst og fremst átti að gefa „ráð“, en sem ég þegar hafði fundið að væri stútfullur af þeiim og væri hatrammur andstæðingur Þýzkalands og sér í lagi flótta mannanna, sem mátti ekki einu sinni minnast á í hans nærvist. En hann var lika búsettur í annarri heimsálfu og hafði séð og reynt anzi lítið af stríðinu og afleiðingum þess. Mér tókst þó ekki að sigrast á svartsýni minni. Það var eins gott fyrir mig að koma mér í pappírskvömina og skrifa undir framlag dagsins. Pappírsstaflamir jukust dag frá degi bæði í litlu skrifstof- unni minni og iiinum stóru í að- alstöðvum stofnunarinnar. Hundruð þéttskrifaðra arka á þremur tungumálum með hundruðum afrita streymdu án afláts úr ritvélum hundraða ið- inna vélritunarstúlkna og hrúguðust upp á hundruðum skrifborða. Þau voru bor- in inn á vinnutíimanum á degi hverjum, og út að hönum lokn- um af einkennisklæddum þjón- um, svo að pláss væri næsta dag fyrir nýjar birgðir. En Guð má vita, hvert þeir fóru með þetta. Mér verður hugsað til þess, sem formaður amerisku sendi- nefndarinnar á ársfundi stofn- unarinnar sagði það árið, er hann ávarpaði 500 fulltrúa hennar: Það er eitt, sem ég verð að vara ykkur við, og það er hin sivaxandi og yfirþynmandi skriffinnska. Hann bætti því við, að hann hefði látið reikna það út, hvað margar vélritað- ar arkir hefðu verið notaðar bara í þennan ársfund. „Þér haldið náttúrlega, að ég fari með ýkjur, dömur minar og herrar, en ég get fullvissað ykkur um, að könnunin hefur verið gerð af nákvæmum og öruggum starfsmönnum: Ladies and gentlemen. Þetta eru íimrn milljón vélritað- ar arkir.“ Það fór kliður um salinn. Þeim ofbauð öllum fundar- mönnum, sem siðan daginn eft- ir héidu áfram, eins og ekkert væri sjálfsagðara, að bæta nýj- um milljónum við af vélrituð- um örkum i hundruðum kon- tóra i glæstum höllum Endur- reisnartímabilsins. Hið fyrsta, sem var einróma samþykkt á fyrsta árs- • fundi stofnunarinnar, var, að allt, sem sagt væri á fundun- um, yrði skrifað ög deilt út á einu tungumáli í viðbót við hin þrjú, sem fyrir voru. Þegar sendinefnd okkar hélt heimleiðis frá ársfundinum, sem hafði staðið yfir í mánuð, urðum við að taka flutningabíl á leigu til að geta komizt með allan pappírinn með okk- ur. Þetta voru 24 kassar, meira en metri á hæð hver, og ein- kennisbúnir starfsmenn pökk- uðu þessu inn fyrir okk- ur, báru kassana út og komu þeim fyrir í lestinni. En þetta var bara ens'ka útgáfan. Ég veit ekki, hversu mörg tonn af pappír meðalstór verk- smiðja framleiðir á dag, en mér kæmi ekki á óvart, þótt okkar aJheimsstofnun með sín pappírsframleiðandi útibú í öllum löndum veraldar væri með þeim afkastamestu. Ég var sjálfur fulltrúi í norsku sendinefndinni á árs- fundinum í því skyni að leggja fram Þýzkalandsáætlun mína. Ég fékk prýðilegt hljóð, og hinn fullsetni salur virtist hlusta með athygli á ræðu mína. Umræður urðu litlar, því að menn voru svo innilega sammála um það, að þessari áætlun bæri að hrinda í fram- kvæmd. Það var samlþykkt ein- róma. Hin ókrýnda drottning árs- fundarins, ameriska kvik- myndastjarnan Myrna Loy, sýndi mér meira að segja þann heiður að koma til mín á eftir og fullvissa mig um það, að erindi mitt og það mál, sem það fjallaði um, væri merkasti hluturinn, sem fram hefði kom ið á ársfundinum. Þeir voru fleiri sem sögðu hið sama. Þau fallega hugsuðu orð urðu mér mikil hvatning sem og hin einróma samþykkt árs- fundarins. 1 einfeldni minni hélt ég, að þar með væri málið leyst og starfi mínu heillavæn lega lokið. Ég ímyndaði mér meira að segja, að mótspyrn- unni innan stofnunarinnar væri lokið. (1 áætlun minni var meðal annars gert ráð fyrir myndun níu æskulýðsstöðva á ýmsum stöðum í Þýzkalandi. Fjár- magn til framkvæmdanna var að verulegu leyti tryggt með framlagi einstaklinga og bæjar stjóma á viðkomandi stöðum. Það sem máli skipti, var að íá stuðning frá stofnuninni sem slikri sem og siðferðilegan styrk og sérfræðilega aðstoð. Vestur-þýzki fjármálaráðherr- ann fyrir Marshall-hjélpina hafði heitið okkur einni millj- ón marka sem bráðabirgðafram lag, ef þetta tækist). Bftir nokkra lokafundi, sem sumir hverjir voru haldnir í París eftir ársfundinn, gat ég haldið heim til Noregs til hinna vanræktu arkitekta- starfa minna. En áður hafði ég lofað því að vera til taks, ef þurfa þætti, við framkvæmd áætlunarinnar, en öllum undir- búningi var lokið. Áður en ég kem að hinum óvæntu og hryggilegu málalok- um, ætla ég að segja lítilshátt- 'ar í viðbót frá ársfundinum. Ef til vill ætti ég fremur að kalla hann ráðstefnu, þegar höfð er hliðsjón af öllum þeim veizl- um og skemmtunum, sem haldn ar voru milli hinna stuttu vinnudaga — í heilan mánuð. Ráðstefnan var haldin í einni af fegurstu borgum Norður- Italíu, sem var stórauðug af minnismerkjum og listaverk um. Á dagskránni voru alla daga leiðangrar og skoðunarferðir í allar áttir — alla leið 'til Róma borgar, stór og lítil, opinber og einkaboð, ótölulegur fjöldi hanastélsboða, mörg á degi hverjum, og svo að lokum stór- kostlegur lokadansleikur, sem fór fram í mörgum dýrðlegum sölum frá Endurreisnartímabil- inu og ein hljómsveit í hverj- um sal. Fyrir utan höllina voru unaðslegir skrúðgarðar og gos brunnar í mánaljósinu, þar sem glitraði á fegurstu kvöld- kjóla úrvatekvenna heimsins. Það leiftraði af gimsteinum, og ráðstefnan dansaði til morguns. Vissulega var þetta stórkost- legt Alveg makalaust. Ég hef aldrei nokkru sinni séð eða reynt neitt svipað þessu. Og ég skal fúslega viðurkenna, að við, konan mín og ég, tókum þátt í þessu af öllum lífs og sálarkröftum. Sérstaklega eftir að ég var búinn að halda er- indi mitt og taldi mig hafa gilda ástæðu til að halda að starf mitt hefði borið tilætlað- an árangur, og málið væri kom ið heilt í höfn. En ég verð einnig að viður- kenna, að oft varð mér hugsað til þess, hve margar milljónir þetta kostaði, þegar mikill hluti Evrópubúa bjó við neyð, og sú hugsun hrjáði mig. Ég gat ekki annað en hug- leitt, hversu mikið ég gæti gert fyrir þessa peninga til að hrinda í framkvæmd Þýzka- landsáætlun minni, þetta fé, sem ausið var út á hinum und- urfögru, áhyggjulausu ítölsku sumarnóttum til hamslausrar ánægju fyrir skemmtanasjúkt fólk, sem i þokkabót var þarna saman komið til að reisa við niðurbrotinn heim. Frá því sjónarmiði var þetta skelfilegur skripaleikur. Og nú þegar hátíðarvímann er af okkur runnin og léttíynd inu lokið og litið er á hinn lítil fjörlega árangur ráðstefnunn- ar, er varla hægt að skoða þetta frá öðrum sjónarhóli. Eft ir á erum við skömm'ustulegir og viljum helzt gleyma þessu. Og þá er aðeins eftír að skýra frá þvi, sem lesendur er vafalaust þegar farið að gruna, að hin einfeldnislega bjartsýni mín á framkvæmd Þýzkalands áætlunar minnar, sem hafði kostað mig svo langan tíma, mikla vinnu og bollaleggingar og vakið svo margar vonir og var nú icomið I höfn í voldugri alheimsstofnun, var falleg sápukúla, sem sprakk. Þegar áætlun mín hafði reik- að hina löngu og krókóttu leið 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.