Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 7
Gloria til hægri ásamt forustukomun úr jafnréttindabarát tunni. I kosningaundirbúningi ásamt McGovern. Gloria hefur af ásettu ráöi allt- af aöra konu með sér á fyrirlestr- um sínum og er sú kona oftast svört. Þannig sýnir hún lítillæti sitt og aö hún vill ekki endilega vera sjálf í sviðsljósinu. Hún er alltaf tilbúin aö gefa konum góö ráð og hefur gefiö mörgum þeirra sem eru fréttaritarar, gagnlegar upplýsingar. Hún er fljót aö sjá, hver hefur á réttu að standa og reynir að koma kvenfólki á fram færi við forkólfa frelsishreyfing- arinnar. Starf Gloriu er óeigingjarnt og hugmynd hennar á sér enn dýpri rætur. Hún er nefnilega sannfærö um, að kvenfólkinu sé ekki einungis haldið niöri af þjóð félagslegum ástæðum, sem mynd- azt hafí gegnum aldirnar, heldur einnig af kringumstæðum, sem hafi skapazt vegna stjórnmála sem eru mynduð og búin til af karlmönnunum einum. Þessir karlmenn halda kvenfólkinu niðri af ásettu ráði í heljartaki siðferðislegra og guðfræðilegra kenninga, þar sem því er haldið fram, að kvenfólk sé skapað til að eiga börn og þjóna mönnum sínum. Þar með getur karlmaður inn byggt upp þægilegt þjóðfé- lag, þar sem konan er ódýr eða ókeypis vinnukraftur. Þessi kenn ing er ekki ný; Karl Marx, Gunn ar Myrdal og Grace Atkinson eru meðal þeirra, sem hafa haldið þessu fram. Um margra ára skeið hefur Gloria Steinem velt þessum mál- um fyrir sér. Árið 1968 var hún blaðafulltrúi á fundi, þar sem ver ið var að ræða um ný og strangari lög gegn fóstureyðingu. Þá rann upp fyrir henni, hversu ógurlegt ranglæti væri verið að vinna kven þjóðinni og hún ákvað þá að helga sig baráttumálum kvenna. Þar komst hún að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa hlustað á þær þján- ingar og sálarkvalir, sem ein kona gengur í gegnum við fóstur- eyðingu, að kvenþjóðin væri kúg uð sem heild og þyrfti þess vegna að berjast saman sem ein sam- einuð heild. Áöur hélt hún, að hún væri einasta konan í veröld- inni, sem hefði við ýmis vanda- mál að stríða, sem tilheyrðu kon um einum, en hún komst að ann- arri niðurstöðu eftir þennan fund. Og þess vegna yrði kven- fólkið að standa upp sameinað og berjast til sigurs. Gloriu leiðist að hlusta á vand ræði viðvíkjandi ástarævintýrum kvenna. Henni finnst nefnilega, að ekki sé hægt að tala um neitt ástarsamband milli karls og konu, fyrr en konan hefur losn- aö við það ok, sem hún hefur á herðum sér í dag. Hún hefur mikinn áhuga á öllum málum, sem varða kvenfólkið í heild sinni. Foreldrar Gloriu voru fátæk og af Gyðingaættum, þau höfðu flakkað um eins og Sígaunar. Hún lærði snemma að dansa og kom í fyrsta skipti fram opinberlega 10 ára gömul. Þegar hún var 11 ára skildu foreldrar hennar og tók þá ekki betra við hjá Gloriu litlu. Foreldrar hennar voru ákaf- lega fátækir. Snemma kynnt- ist Gloria hatri því, sem hvítu mennirnir báru til svertingjanna. 15 ára gömul fluttist Gloria til systur sinnar í Washington, sem var 10 árum eldri en hún. Þá varð gjörbreyting á lífi hennar, hún settist í góðan háskóla og stundaði þar stjórnvísindi og út skrifaðist þaðan með hæstu ein- kunn. Hún öðlaðist styrk til að fara til Indlands í 1% ár. Þá var hún þegar búin að taka ákvörð- un um að heiga sig stjórnmálum. Eftir að hún kom til baka til Bandaríkjanna ákvað hún- að vinna að bættum lífskjörum þar og kynna löndum sínum líf Asíu- búa. Árið 1958 hafði Gloria Steinem fullan hug á aö koma fram í sjón varpi og blöðum með hugmynd- ir sínar, en henni var neitað um viðtal og blöðin vilou ekki grein- ar hennar. Loks árið 1961 birti tímaritið „Esquire" grein eftir Gloriu og var hún þá 26 ára göm ul. Greinin var um hina margum- töluöu ,,pillu“ og var ekki sér- staklega merkileg, en í lokin segir hún svo: „Aðalhættan vegna þeirrar óskaplegu breytingar, sem verður í lífi kvenna við notkun pillunnar er sú, að hugmyndir karlmannanna í garð kvenfólks- Gloria 1960 við einkaritarastörf ins standi óbreyttar eftir sem áð- ur.“ Þessi spádómur Gloriu eins og margur annar spádómur frá henni, reyndist réttur. Gloria vill ekki ganga í hjóna- band, eins og það er i pottinn búið í nútíma þjóðfélagi. Laga- lega séð getur manneskjan einung is þrifizt að hálfu leyti við nú- verandi skipylag, segir hún. Hún vill ekki eignast barn. Hún er önnum kafin í starfi sínu, hún fer seint að sofa og seint á fætur. Hún er orðin mjög fræg og fær vel borgað fyrir fyrir- lestra sína. Ef hún kærði sig um gæti hún orðið flugrík á skömm- um tíma, en hún er alltof upptek- in af frelsis- og baráttumálum kvenna til að brjóta heilann um slíka hiuti. Gloria Steinem er vel liðin og dáð. Sitt fyrsta tækifæri til að skrifa um stjórnmál fékk hún ár- ið 1968. Þá varð hún blaðakona og skömmu síðar birti hún viðtal við ágætt tímarit í New York viö frú Nixon, sem vakti mikla eftirtekt. Pat Nixon hefur alla tíð verið yfirveguð og róleg í viðtölum sínum við blaðamenn, en Gloriu tókst að æsa hana upp og koma henni úr jafnvægi. Gloria neitar því, að hún hafi gert þetta af ásettu ráði en segist aðeins hafa viljað tala við frú Nixon sem jafningja, en frú Nix- on hafi móðgazt og viljað sýna yfirburði sína. Upp á síðkastið hefur Gloria Steinem skrifað um mörg málefni, sem legið hafa þungt á henni, má þar nefna Vietnam-stríðið, Nixou og . fieiri stjórnmálamenn. Einnig skrifar hún mikið um áhugamál sín; fátækt, kvenfólk og MacGovern. Gloria á marga andstæðinga, jafnvel meðal rauð sokkanna sjálfra, en sannleikur- inn er sá, að Gloria talar miklu betur en hún skrifar og margir vina hennar eru alvarlega að Gloria Steinem talar á sam- konui. hugsa um að hvetja liana til að bjóða sig fram til þings. En Gloria er staðráðin í að halda áfram að skrifa og koma lífsreynslu sinni á framfæri. Ritstíll hennar er e.t.v. ekki beint eins og ætlazt er til að þingmannsefni skrifi í Banda rikjunum í dag, en þegar hugsað er til John F. Kennedys, Ronald Reagans og John Linaseys, sem fullvíst er að hlutu vinsældir sin- ar að miklu leyti vegna útlitsins, er ekki að undra að konu langi að leika sama bragðið. 1969 var sú spurning lögð fyrir bandarísku þjóðina hvort hún’vildi að kona yrði forseti og stjórnaði í Hvíta húsinu og af þeim sem svöruðu voru 54% jákvæð. Og i fyrra, 1971 svöruðu 66% fólks þessari spurningu jákvætt. (Athugasemd þýðandans: Það má sannariega þakka Gloriu Steinem og þeirri frelsishreyfingu, sem hún berst með, þessar framfarir á skynsem isþroska þjóðarinnar).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.