Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 12
Þrjú Dósóþeus Tímóteusson Það er dimmur hver dagur Það er dimmur hver dagur hér syðra og dapurt í hjarta mér. Þú ert stormur og sól minna söngva og söknuður hvar sem ég fer. Þú hylst mér í hafdjúpri fjarlægð handan við Jökul og Skor með Afríkumyrkur í augum, um ennið hið norræna vor. Sigrún Guðjónsdóttir Vetrar- fögnuður Þær frjósa vakdrnar, hægt og hljótt. Það heyrist grátur í vindi. Samt er hlegið í haustsins nótt hátt — af gleði og yndi, hvort leikur allt ekki í lyndi. — Samt frjósa vakirnar hægt og hljótt. Samt heyrist grátur í vindi. Þórarinn Guðmundsson Ljúf- lingur Fjarræn birtan úr sál þinni, bamið miit, er faðmlag ölduhriruga augna þinna frá opnum akri væntumþykjunnar, og ég lít í hraðbliki liðnar aldir, sem báru jafngilda þrá frá kynslóð til kynslóðar, þungaða þrá af frjómagni frá faðmi friðarins, en svo stutt reyndist oft til örbylgju deilubrtmnsins, að fallþungi hinna i'listöðvandi fossa græðgi og vangátar brenndi beiskum úða allt grænflos samkenndarinnar, og við stóðum eftir nakin og skulfum andspænis eigin kuida frá samhringnum. Þó finn ég djúpt í auga þér, barnið mitt, enn hina duldu þrá eftir samúð og friði. Hversu lenigi getum við verndað þessa tæru þrá upphafsins í auga þér, ljúflingur, í heimi sjálfselskunnar? Dálítið um skriffinnsku Skömmu síðar barði hún hóg værlega að dyrum og kom inn með bunka af blöðum til und- irskriftar. Ég varð undrandi, þar sem ég hafði hvorki lesið fyrir eða skrifað nein bréf. En þetta var þá heillaóska- skeytið i fjórum eða fimm ein- tökum, sem hún kom með. „Allt verður að hafa sinn gang. Allt í reglunni", og þess vegna þurfti ég að skrifa upp á þetta, áður en það væri sett í skjala- skápinn. Það reyndist árangurslaust að útskýra það fyrir henni að þetta væri tóm vitleysa, skeyt- ið væri mitt einkamál, og hún skyldi bara segja mér, hvað það kostaði, og svo borgaði ég það. Nei, nei. Það kom ekki til mála. Nei, nei, allir í stofnun- inni hefðu þennan hátt á, þeg- ar um væri að ræða prívat sím- skeyti, símtöl milli landa eða póstsendingar. Þetta færi allt „overhead", sagði hún, það væri ekki um það að ræða, en hún hefði fyrirmæli um það, að allt, sem hún skrifaði, yrði að áritast, áður en hún setti það í skjalasafnið. Það væri alveg nóg, að ég setti upphafsstafi 12 mina á blöðin, fullyrti hún. Þar sem ég hélt áfram að vera með undrunarsvip, bætti hún við, eins og til að róa mig, að það myndi aldrei nokkur lif- andi maður líta á þessa papp- íra framar. ÞessL elskulega skrifstofu- stúlka var aðeins mátt- vana hjól í risastórri vél, sem hafði nýtt hina „persónulegu alúð“ hennar og rænt henni „óþarfa" hluta hennar eigin hugsunar. Með sorg í hjarta gerði ég mér grein fyrir því, að per- sónuleg greiðvikni ætti ekki heima í þessari vél, hún myndi bara valda flækju og trufla vélganginn, svo að ég áritaði öll heillaóskaskeyt- in með tveimur upphafsstöfum og lét þau fara inn í hið al- þjóðlega skjalasafn. Ég lauk við skýrslu mína, sem fjallaði um ömurlegt ástand einhvers staðar í Þýzka landi, fór síðan með hana til skrifstofudömunnar og bað hana að vélrita hana i eins mörgum eintökum og á eins mörgum tungumálum og kerfið krefðist og gjöra svo vel að leiðrétta þær villur, sem hún rækist á. Að því búnu tók ég tösku mína og gekk út og nið- ur hinar miklu marmaratröpp- ur, unz ég var kominn í hið glæsilega anddyri hússins eða öllu heldur hallarinnar. Þar var fleira fólk en í neðanjarð- arbrautarstöð á annatimum. Ég olnbogaði mig gegnum imann- fjöldann út á götu og settist við borð á gangstéttarveitinga- húsi í nágrenninu. Þar bað ég um ískaldan drykk. Mér létti að vera kominn út úr þessari pappírskvörn, sem ég reyndar var nýbúinn að láta i té verkefni, og dró andann af áfergju. Náungi, sem ég kannaðist lít ilsháttar við, hann var hagfræðingur og vann í papp- írskvörninni, kom og settist við borð mitt. Það var mikið loft í honum og hann var hinn ánægð asti. Hann hafði verið að verzla, og var búinn að kaupa sér ljós sumarföt, ljósbláa „Byronskyrtu" og nýja skó, sagði hann, og ennfremur skýrði hann frá því, að hann hefði einmitt verið fluttur á milli launaflokka, þannig að hann hefði farið úr hin- um þrettánda í hinn fjórtánda. Það breytti miklu. Þar með hækkaði hann stórlega í laun- gleyma því. Ég skrifaði efni um, sem hann fékk greidd í doilurum og sem, eins og ég vissi, væru skattfrjáíls! Hann vildi méina það líka, að hann ætti að geta hækkað um einn flokk, áður en ár væri liðið — og kannski fyrr. Annars var hann í miklum vafa um, hvort hann ætti að taka við fulltrúastarfi, sem hon um stæði til boða í einni af hin- um deildunum, sem ynni að áætlun „einhvers staðar í Afriku". Þá myndi hann hækka um einn launa- flokk sjálf-krafa og eins og skot. En það var ekki víst, hvað verkefnið tæki langan tima og jobbið. Ég sat og óskaði þess, að maðurinn væri kominn þangað sem piparinn vex, „einhvers staðar í Afríku," en sagði samt, að ég óskaði honum hjartan- lega til hamingju og hældi nýju fötunum hans, drakk úr glasi mínu og fór. Ég fann annað gang- stéttarveitingahús við Champs- Elysées, sem ekki var langt í burtu, pantaði mér ískaldan drykk og settist við lítið borð í sólskininu. Ég prísaði mig sælan að vera laus við mann- inn í þrettánda launaflokki. Ég var ekki fyrr setztur nið- ur og farinn að njóta þess að vera ekki hjól í alþjóðavélinni en eitt af þeim kom rúllandi og settist við borð mitt. Ég kannaðist lítillega við hann. Hann byrjaði þegar að tala um sjálfan sig. Hann hafði tekið próf í fé lagsfræði og vann nú sem aðal- fulltrúi í félagsmáladeild stofn unarinnar, en hún hafði þann starfa með höndum að vinna að þjóðfélagslegum athugunum meðal flóttafólks og hjá van- rækturn og illa stæðum mann- félagshópum í Vestur-Þýzka- landi. Vandamál hans var það, hvort hann ætti að fara í ferðalag sem ritari námsflokks félagsfræðinga, sem nú var að leggja upp í langa námsferð um Þýzkaland, eða vera áfram í Paris og taka við stöðu deild- arstjóra í stofnuninni og hækka um einn launaflokk. Á þessum ferðum, sem gætu tek- ið marga mánuði, fengju þeir dagpeninga fyrir utan ferða- og hótelkostnað, svo að þetta gæti borgað sig, á meðan á ferðalaginu stæði, en hitt væri kannski öruggara. Hvað fynd- ist mér? Ég var þeirrar skoðunar, að öll félagsmáiadeildin með nárns flokkum sínum, dagpeningum, ferðakostnaði og fleira, mætti fara fjandans til. En ég sagði það ekki. í stað þess ráðlagði ég honum að halda kyrru fyr- ir í París. Ég gerði það yfir- máta kurteislega, bað hann að hafa mig afsakaðan, borgaði og fór. Á þriðja gangstéttarveitinga- húsinu, sem ég valdi vandlega langt frá hættusvæðinu, fékk ég að vera í friði með eggja- köku, ölglas og daprar hug- leiðingar uim þá stofnun og það starf, sem ég hafði skuldbund- izt og gert mér svo mikl- ar vonir um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.