Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1972, Blaðsíða 6
Fljótt á lltie uirðist Gloria Steinem ekki vera kona, sem helgi sig vandamálum rauðsokk- anna. Hún er kynþokkafull kona snyrtileg og klædd samkvæmt nýjustu tízku. Gloria Steinem er blaðamá[ður við tímarit í New York og skrif- ar alltaf sama dálkinn, sem er helgaður stjórnmálum. Hún hefur einnig skrifað í fleiri blöð. Nú síðast hefur hún ferðazt um Bandaríkin og haldið fyrirlestra og hvatt fólk til umhugsunar um málefni og frelsi kvenna. Hún hefur vakið á sér mikla athygli og jafnvel unnið sér inn peninga með fyrirlestrum sínum, sem hafa runnið beint til styrktar rauð- sokkahreyfingunni. Gloria Stein- em er öskuvond út í skilnings- leysi fólks á mörgu varðandi kvenfólkið eitt og sagði einu sinni ,,að ef karlmenn þyrftu að ganga með börnin í maga sínum i 9 mánuði yrði að sjálfsögðu um leið litið á fóstureyðinguna sem sjálfsagða, iheilaga athöfn"! Kvenfólkið, sem hlustar með at hygli á Gloriu er úr öllum stétt- um þjóðfélagsins; háskólastúdent ar, húsmæður, sem fá ekki vinnu á vinnumarkaðinum, af því að þær eru húsmæður, vel efnaðar eiginkonur og að sjálfsögðu hóp- ur ungs og fullorðins fólks, sem er fullt af uppreisnaranda og breytingarhug. Gloria Steinem er ein vinsælasta rauðsokka Banda- ríkjanna og blaðamenn skrifa vel um hana. Hún, Shirley Chishplm alþingismaður, Bella Abzug og Betty Friedan hafa gengið í fylk- ingarbrjósti fyrir auknu frelsi kvenna a stjórnmálasviðinu og þær hafa stofnað baráttukvenfé- lög um öll Bandaríkin. Kona, sem helgar sig málum annarra, eins og Gloria Steinem, á ekki margar frístundir. Sumir álíta, að einungis ógiftar og barn- lausar konur séu boðlegar í rauðsokkahreyfinguna; með öðr- um orðum, að ef karlmaður liti ekki við konu verði hún að fara í rauðsokkahreyfinguna, til að berjast gegn karlmönnum með oddi og egg. Því eins og marg- ir vita, þá hafa margar konur frá alda öðli einungis haft það sorg- lega takmark, að ná sér í mann. Sérhver ráðþrota kona, sem ekki veit lengur hvert hún á að snúa sér í lífinu getur hringt í Gloriu Steinem og fær örugglega áheyrn og meira en það, góðan vin að tala við. Og ekki veitir þeim af, þessum vesalings konum mörgum, sem eru þrælar þjóðfélags, sr stjórnað er af karlmönnum. Glor- iu hefur verið líkt við Gandhi <>g Gloria ásamt vinl símim, biökku manninum Bafer Johnson, tugr- þrautarmann inum træga. það er alveg áreiðanlegt, að ræð- ur hennar, greinar og fyrirlestrar eru alls staðar mikils metin. Fólki finnst skrítið að G'oria skuli vera rauðsokka, því hún þurfi ekki að vera, eins og fólk hugsar það; meðal rauðsokkanna eigi einungis að vera konur, sem enginn karlmaður hefur verið svo góCur að skríða upp í rúmið til, geta þeim börn og kvænast þeim. Því miður eru sumir sem líta þessa hreyfingu þessum augum. Þessi frelsishreyfing kvenna eða rauðsokkurnar, eins og þær eru kallaðar a.m.k. á Norðurlöndum, hófst í Bandaríkjunum árið 1963, þegar Betty Friedan gaf út sína stórkostlegu bók „The Feminine Mystique". Gloria Steinem er stórglæsileg kona og hefur átt ástarævintýri með mörgum, vel þekktum mönn- um. Margur karlmaðurinn hefur vist litið hana hýru auga án þess að hún hafi virt hann viðlits. Hún hefur umgengizt gáfað og skemmtilegt fólk og hefur ekki tekið upp baráttuhanzkann fyr- ir kúgað kvenfólk, vegna þess, að hún hafi þurft á því að halda sjálf. Heimurinn í kringum okkur er Gloria 10 ára yfirfullur af kynferðislegum ór- um. Þess vegna eiga svo margir bágt með að skitja raunverulega meiningu orða Gloriu; fólk er yf- irfullt af hugmyndum, sem oft eru víðs fjarri öllum sannleika. Það hafa auðvitað alltaf verið til konur, sem hafa látið til skarar skríða í félags- og stjórnmálum í heimi, sem hefur verið stjórnað af karlmönnum frá fyrstu tíð. Líka þess vegna eru sumir á móti rauðsokkahreyfingunni og ásaka Gloriu fyrir dirfskuna. Einnig hef- ur henni verið legið á hálsi fyrir að leggja um of áherzlu á kyn- ferðislegan mismun karls og konu. Hún er öfunduð af mörg- um, því eins og Betty Friedan hef ur bent réttilega á, hefur Gloria miklu meira til brunns, að bera en fegurðina eina. Gloriá vill ekki að verið sé að tönglast á, að hún sé lagleg; hún vill vera merkisberi þessarar frelsis- og baráttuhug- sjónar kvenfólks frá alda öðli. Hún gengur djarflega til fara, ef því er að skipta. Einu sinni birtist hún með bert bak á fyrirlestri. En hún segist vilja klæðast kvenleg um fatnaði og þetta hafi ekkert að gera með skoðanir hennar á mannréttindum. Rauðsokkan g-erir grín að kan- ínunum. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.