Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Page 2
Kjörbörn þjóðarinnar Varla gerist það sársaukalaust ffyrír þá sem komnir eru til nokkurs þroska, að skipta um þjóðerni; að haffna þannig uppruna sínum og taka sér nýtt föðurland og um leið móðurmál hlýtur að vera viðkvæmt og mikilvægt örlagaspor hverjum einstaklingi, á ekki óskyldan hátt og þegar foreldrar taka kjörbörn til ættleiðingar. Má því telja þannig tilkomna ríkisborgara einskonar kjörbörn þjóðarinnar. Vonandi kemur aldrei til þess að íslendingar verði tilneyddir að yfirgefa land sitt vegna náttúruhamfara eða annarra válegra atburða og kynnist þannig af eigin raun lífsreynslu þeirra flóttamanna, sem hér á landi hafa leitað nýrra heimkynna og íslenska þjóðin hefur gert að kjörbörn- um sínum. Móttaka víetnamskra flóttamanna á síðastliðnu hausti er mönnum í fersku minni og almenn athygli beinist enn að afkomu þeirra og velfarnaði í íslensku þjóðfélagi. Annar slíkur flóttamannahópur kom hingað fyrir rúmum 23 árum frá Ungverjalandi en hefur nú fallið í fyrnsku af eðlilegum orsökum. Hér verður reynt að bregða nokkru Ijósi á reynslu þessa ungverska fólks og hvernig það hefur unað hag sínum á íslandi. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hafði veg og vanda af flutningunum á ungverska flóttafólkinu til íslands. Myndin er tekin á heimili Gunnlaugs við Bergstaðastræti, þar sem Gunnlaugur Scheving bjó. Myndin á bak við Gunnlaug er eftir Grete, konu Schevings. Hvað varð um, ungverska flóttafólkið á íslandi? Eftir Þuríði J. Árnadóttur Ungversku flóttafólki boöiö aö setjast aö á íslandi Svo sem kunnugt er hófst uppreisn í Ungverjalandi þ. 23. október 1956. Rétt- um tveim mánuðum síðar þ. 23. desem- ber komu hingað til lands 52 ungverskir flóttamenn, en þeim hafði fyrir milligöngu Rauða Kross íslands, verið boöið aö setjast hér að og gerast íslenskir borgar- ar. Ljóst er af blaðafregnum frá þessum tíma að Ungverjarnir hafa fengið hinar alúðlegustu viðtökur eins og íslendinga er von og vísa undir slíkum kringumstæð- um. Fyrsti dvalarstaður fólksins var í samkomuhúsinu Hlégarði í Mosfellssveit þar sem það skyldi dvelja vikutíma í sóttkví. Hefur greinilega verið leitast við að gera því jólahátíðina, sem í hönd fór sem bærilegasta í nýjum og framandi heimkynnum, og er þess getið að konur í Mosfellssveit hafi boöist til að sjá um matreiðslu fyrir þennan stóra hóp á meðan á dvölinni í Hlégarði stóð. Má hæglega renna grun í þá eftirvæntingu sem ríkt hefur í hugum þessa fólks á meðan þaö beið þess hvað tæki viö aö dvölinni þar lokinni. Rætt viö dr. Gunnlaug Þóröarson Óhætt er að fullyrða að stærstan hlut aö komu ungverska flóttafólksins hingaö hafi átt dr. Gunnlaugur Þóröarson, en hann var þá formaður framkvæmda- nefndar Rauöa krossins og í stjórn R.K.Í. Hann hefur frá upphafi litið á þetta fólk sem skjólstæðinga sína, fylgst með málefnum þeirra og greitt götu hvers og eins, sem til hans hefur leitað úr þeirra hópi. Hann er því manna fróðastur um hagi þessa fólks, bæöi þeirra sem ílentust í landinu og hinna sem hurfu á burt. Varð hann fúslega við beiðni um að segja nokkuö frá aödraganda og undirbúningi að komu fólksins til landsins og hvað viö tók eftir það. Aöspurður segir dr. Gunnlaugur að sjálfur hafi hann átt hugmyndina, að bjóða hingað til lands nokkrum Ungverj- um úr hópi þeirra fjölmörgu sem flúið höfðu land eftir atburðina í Ungverjalandi haustið 1956, en fólkið hafði þá safnast saman í flóttamannabúðum í Austurríki. Af blaðaúrklippum, sem dr. Gunnlaugur á í fórum sínum, má raóa að nokkur skoðanaskipti hafa oröiö um tilgang og afskipti hans af þessu mannúöarmáli. Um þaö segir hann: „Hugsanlega var þessi hugmynd til orðin í mínum huga vegna þess, að sjálfur er ég af blönduðu þjóðerni í móðurætt, á til danskra, ítalskra og franskra móöur- feðra að telja. £g lít því ekki aðeins á mig sem ísiending, heldur einnig sem Evrópu- búa. Fyrir mér var það þó fyrst og fremst mannúðarmál að greiða götu þessa Ungverjarnir sem urðu íslenzkir ríkisborgarar Nafn Tsl. nafn búseta Maria Csillag María Anna Jósefsd. nú í Bandaríkjunum Adel Horváth María Haraldsdóttir nú í Bandaríkjunum Istvan Juhasz Stefán Jóhannsson býr (Vestmannaeyjum. Istvan Ference Molnár Stefán Antonsson nú í Bandaríkjunum Irón Szmilek írena Sjöfn Jónsd. býr í Reykjavík László Szarvas Lárus Szarvas býr í Borgarnesi Terezia Horvath Teresia Horvath býr í Reykjavík \ .. Vilmos Németh Marteinn Hannesson býr í Kópavogi Veronika Erzsébet Benke Veroníka Elísabet Jóhannesd. býr í Mosfellss. Erzsébet Eszter Csillag Elísabet Lárusdóttir finnst ekki í þjóðskrá György Csillag Georg Jósefsson finnst ekki í þjóðskrá József Csillag Jósef Rafn Gunnarsson býr í Reykjavík Béla HagedUs Bjarni Gústavsson býr á Akranesi József Horváth Jósef Hávarðsson býr á Miönesi, Gullbringus. Máría T. Horváth María Jónasdóttir býr á Miðnesi, Gullbringus. Eva Józsa Eva Jóhannsdóttir býr í Kópavogi Erzsébet Klimits Elísabet Alexandersdóttir býr í Reykjavík János Klimits Jónas Klemens Jónasson býr í Reykjavík Lajos Klimits Lárus Jónasson býr í Reykjavík Ferenc Mágyár Frans Magnússon býr aö Grundartanga Joli Pal Jóna Daníelsdóttir býr í Reykjavík Mihály Töczik Mikael Þórðarson býr á Húsavík Miklos Tölgyes Mikael Fransson býr í Reykjavík József Zsibók Jósef Fransson býr á Akranesi Gabriella Horváth Katrín Þórðardóttir býr í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.