Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Síða 10
Að þurfa að róa og þreyta við þorska á sjó og landi Rætt við BJÖRN EGILSSON frá Sveinsstööum í Lýtingsstaðahreppi Maður er nefndur Björn Eg- ilsson og kenndur við Sveins- staði í Lýtingsstaöahreppi. Hann hefur alið aldur sinn í Skagafirði; var bóndi á Sveins- stöðum, en fluttist á Sauðár- krók eftir að hann brá búi. Hann hefur unnið á Héraðsskjalasafn- inu á Króknum, en verið tjald- stæðisvörður í Varmahlíð á sumrum. Langt er síðan hann tók að stinga niður penna um menn og málefni og hefur Lesbókin notið góðs af því annaö veifiö. Reit hann á sínum tíma ágæta ritgerð um Marka- Leifa að beiðni Lesbókar og birtist hún í blaðinu. En auk hennar hafa birzt í Lesbók greinar eftir Björn um ýmis og óskyld málefni, en vakið athygli fyrir kjarngóða íslenzku og til- finningu fyrir stíl, sem honum er runnin í merg og bein. Gagn- stætt því sem gerist með að- sendar greinar, þarf yfirleitt engu að breyta og ekkert að laga í því sem Björn lætur frá sér fara. Getur hann talizt gott dæmi um þá menn úr alþýðu- stétt — oftast bændur — sem aöeins nutu ófulikominnar skólamenntunar, en skrifa engu að síöur einfalt, hljómmikið og myndrænt mál, sem þó er hverju barni auöskiliö. Þetta er merkilegt fyrirbæri í Ijósi þess að fleiri og fleiri sérfræð- ingar og langskólagengnir menn, virðast ekki geta tjáð sig í rituðu máli um einföldustu efni svo skiljanlegt sé. Þegar Björn var á ferðinni í Reykjavík nálægt áramótunum, leit hann inn hjá Lesbókinni eins og hann er vanur. Einn manna hefur hann þann háttinn á aö fara úr stígvélunum frammi á stigapalli og kemur svo inn á sokkaleistunum, því maðurinn er þrifinn. í þetta sinn bað ég Björn að svara nokkrum spurn- ingum, og þá fyrst, hvort hann sæi yfirleitt einhvern mun á sínu heimafólki í Skagafiröi og Sunnlendingum. Björn: „Ef sá munur er til, þá hef ég ekki komið auga á hann. Aftur á móti voru Þingeyingar taldir vera montnir, — og eru kannski taldir svo enn. Ég tel þó af kynnum mínum af þeim, að þeir hafi aöeins veriö agnarögn öðruvísi. Þaö lá í því, að þeir voru fljótari til viðræðna og opnari. Sumir kölluðu þaö mont. Menn áttu helzt að vera með skottiö á milli fótanna. Hitt er svo annað mál, að þaö er bæöi munur á málfari og umræðuefnum fyrir norðan og sunnan og eftir því tók ég fljótt, þegar ég kom fyrst til Suðurlands 1929. Norðlendingar töluöu oftar um veður, en Sunnlendingar — og þá á ég við Suðurnesjamenn — meira um þorsk og kvenfólk. En það var nú líka í verinu. Annars þótti mér hugsunarhátturinn líkur. Eitt þótti mér þó skrýtiö í Grindavíkinni: Þeir voru óðar komnir í sparifötin og búnir aö setja upp hálstau í landlegum. Ég var ekki vanur að nota sparifötin nema á hátíöum og tyllidögum." „Fyrst þegar mín leið lá noröur, rétt eftir 1950, voru torfbæir æöi víöa í Skagafirði, enda þótt þeir sæust þá yfirhöfuö ekki annarsstaöar nema á eyðibýlum. Hvers vegna voru Skagfirö- ingar svona seinir á sér í þessu efni, svona eldhressir menn?“ „Það er ekki nema von þú Sþyrjir. Ég veit ekki hversvegna torfbæir voru svona lífseigir í Skagafiröi. Ætli þaö hafi ekki bara veriö héraðslægur aumingjaskaþur. Við höfðum þaö að vísu Okkur til afsökunar, að úrkoma er minni þar en fyrir sunnan til dæmis. Hvorttveggja var, að bæir af þessu tagi stóðu betur nyrðra og húslekinn, sem fylgdi þeim, var ekki eins bagalegur þar. Samt man ég vel eftir húsleka; ekki svo mjög í baðstofum, en frekar í göngum og útihúsum. „Heföi nútíma hitaveitufólk skolfiö úr kulda á vökunni, þegar „hríðin buldi á þekjunni“ eins og þaö var oröaö í sögum?“ „Ég skal játa, aö ég geri mér ekki Ijóst, hvert hitastigið var í þessum bæjum. Það hefur ugglaust ekki verið hátt, en var nokkuö jafnt. Uppúr 1920 var fariö aö setja litlar eldavélar í svokallaöar miö- baðstofur, — þar sem baðstofan var í þremur hlutum. Þá var aö einhverju leyti eldað þar og um leiö hitaöi maskínan upp.“ „Og gamalt fólk lá í kör, sem kallaö var; fór ekki úr rúminu þegar kalt var. Manst þú eftir því?“ „Ekki var þaö algengt. Þó man ég eftir konu, sem lá í kör; lá kreppt í rúminu og fór ekki á fætur. Algengt var aö bændur og karlmenn yfirleitt, væru búnir að vera um fimmtugt, — einkum af heymæði, eöa brjóstveiki, en undir þá sjúkdómsgrein- ingu heyröu berklar, veik lungu svo og hjartasjúkdómar. Þar aö auki voru menn einfaldlega slitnir af erfiöisvinnu og ekk- ert svipaö, hvað minna sér á fimmtugum mönnum til sveita nú á dögum. Allt sem gera þurfti hafði í för með sér líkamlegt erfiði, oft vosbúð og breytti engu, þótt talsvert fjölmenni væri á bæjum. Þá tíðkuðust siðir, sem hafa almennt lagzt niður síöar meir, svo sem að slá loku fyrir bæjardyr og gera um leiö krossmark. Það var meðal annars hugs- aö til þess aö bægja frá draugum, samanber vísuna:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.