Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Síða 15
I fI MA-PUR MINN! YtÐ M£GUf4 ENCfíN TÍMA MtSSA. VtLU SVÍN/N ERU T/LBÚtN. AU/R ^JBÍGA EFTtR VKKUR' . NEt.AlteVíTAÐ EKKl, hsTRÍKUR... SÚ SKÓGRÆKT TEKUR EKK/ MARGA MANNSALPRA.ME& , HJÁLP KJAR/fA KARNA SJÓÐRtKS HVLJA EtKUR GOPABAKKA UM SÓLARLAG.. . ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA Eftlr Goseixuiy og Uderzo. Birt f samráAi við Fjölvaútifáiuna. 0, SJOÐRIKUi SEIÐKARL,Hi UREU, AV Vtx GETLtM ALLT STÖVVAP Þt SÖGUNNAR- AUÐVELDLEi OGNÚ? FEN EG VONA AÐ WHÖFUA 'ö& ENN NÓ&AN <5* OG EKKI OSKAMtAT FRA HtNUM RÓMVERSKU í RÚSTUM ER SVOLÍTtO RJÓÐUR /' SKÓ&fNUM \ K ÞAR ER NÚ HALP/NN HELDUR E/V EKK/ / f GOÐUR GÓ-9RA V/NA FU/VDUR. ÞETTA fefíW ER ORD/M N/ESTUM ÞVt HEFDBUNPtN 5AMK0MA. PE/R V/N/R OKKAR EFNA |§|j TtL ENN EtNNAR Sl&URHATtDAR YftR \ RÓMVFRJUM 0& OSTÖDVAND/ ÞRÓUN í , SÖ6UNNAR... - ■ <ge»SoM M 'p- Kjörbörn þjóðarinnar Framhald af bls. 3 fyrr en viögerö háfði fariö fram. Útlend- ingaeftirlitiö var búiö aö stimpla okkur út úr landinu og ég fékk ekki aö fara meö fólkið út af flugvellinum. Viö máttum svo sitja í biðsal flugstöövarinnar á annan sólarhring þar til viögerð á vélinni var lokið. Þetta skapaði svo mikinn ugg og óhug, aö ég taldi vafasamt aö ég fengi nokkurn mann til að halda áfram meö mér til íslands." Ungverska flótta- fólkiö á íslandi Dr. Gunnlaugur segir að vissulega hafi þurft aö verja miklum tíma og vinnu til þess aö greiöa götu þessa fólks eftir aö hingað kom. Finna þurfti störf viö þeirra hæfi, húsnæöi og annað sem stuölaöi aö því, aö þessir nýju landsmenn gætu staðið á eigin fótum og oröiö sjálfstæöir einstakl- ingar í þjóðfélaginu. Fyrstu tvö árin hafði dr. Gunnlaugur vissa viötalstíma sérstaklega fyrir fólkiö og smám saman fór þeim fækkandi sem til hans þurftu aö leita; þó kemur enn fyrir að einhverjir úr hópnum leita ráöa og aðstoðar hjá dr. Gunnlaugi. Um reynslu og viökynningu af þessu ungverska fólki segir hann: „Þetta hefur reynst afburða duglegt fólk, enda eru Ungverjar ein harögerö- asta þjóö Evrópu og hafa þurft á því að halda vegna árása annarra þjóða úr ýmsum áttum. Ég var mjög stoltur af þeim, leit á þetta fólk sem skjólstæðinga mína og mig skipti miklu hvernig þeim farnaðist og hvernig þeir reyndust. Ég harma alltaf að fyrir mistök mín voru tveir ungir menn úr þessum hópi sendir úr landi fyrir smávægilega yfirsjón, sem í raun var ekkert til þess aö gera veöur út af, og heföi mér boriö aö sýna meira umburðarlyndi. En þetta sýnir að kannske var ég allt aö því barnalega stoltur af þessu fólki, fannst þaö ætti aö vera vammi firrt um fram annaö fólk; en vitanlega var fjarstæöa aö ætlast til meira af því en íslendingum sjálfum. Nú er um helmingur þessa hóps búsett fólk, ásamt fjölskyldum sínum, víösvegar um landið og má fullyrða aö enginn blettur hafi á þaö fallið.“ — Hafa einhverjir snúiö aftur heim til Ungverjalands? „Tíu manns munu hafa fariö aftur heim og aö minnsta kosti fjórir fóru til Ástralíu og búa þar en munu vera að hugleiöa aö koma aftur til íslands.“ — Var þetta fólk úr strjálbýli eöa borgum í Ungverjalandi? „Eg giska á aö um helmingur hafi veriö frá stærri borgum, t.d. Budapest en hinir úr sveitum." — Úr hvaöa stéttum þjóöfólagsins helst? „Margir voru úr iðnaðarstéttum, aörir námumenn og fleira. Mest voru þetta fjölskyldur og svo einstaklingar, sem jafnvel voru þeim tengdir. Þetta fólk hefur síöan gifst ýmist innbyrðis eöa íslenskum mökum og er nú orðið fjölskyldufólk." — Er þér kunnugt um hvar á landinu þaö býr nú og hvaða störf þaö stundar? „Þetta fólk dreiföist strax í ýmsar starfsgreinar og hefur allstaöar reynst með ágætum. Nokkrir fóru til sjós eða í skyld störf og gegnir nokkurri furöu, þar sem Ungverjaland er landlukt ríki og landsmenn þekkja naumast sjósókn. Aörir fóru í byrjun til Vestmannaeyja en kunnu ekki við sig og hurfu af landi brott og heim. Einn er þó orðinn þar rótgróinn Vestmannaeyingur, Stefán Jóhannsson heitir hann á íslensku. Hann unir þar vel hag sínum og var einn af þeim fyrstu til aö snúa þangað aftur eftir að gosið var um garö gengiö. Aðrir sem mér er kunnugt um munu vera búsettir á Akra- nesi, Sandgerði, Grundarfirði, Húsavík, og svo á Reykjavíkursvæðinu, þó er þetta ekki alveg öruggt." — Telur þú aö þetta ungverska fólk, sem hefur ílenst hér, sé ánægt meö sitt hlutskipti og þakklátt fyrir þín afskipti af málefnum þess? „Erfitt er að segja til um hvernig sjálfboöastörf, sem unnin eru af hugsjón, eru metin, en ég var aldrei á launum hjá R.K.Í. En eftir því sem ég best veit líöur þessu fólki vel hér og hefur farnast hiö besta. Hins vegar verö ég þess var, aö viss tregi gerir vart viö sig. Til dæmis hitti ég nýverið einn af þessum vinum mínum, sem ég tel aö hamingjan hafi leikiö viö síðan hann kom til Islands. Þegar óg haföi orð á þessu viö hann, sagði hann: „Já, þaö er líka þér aö kenna aö ég er hérna.“ Aö endiníju segir dr. Gunnlaugur: „Ég hef alltaf verið því mótfallinn að hafa áhrif á þaö hvaða stefnu fólk tekur í lífinu. Þess vegna var þetta í reynd mér mjög erfitt hlutverk, aö taka örlög þessa fólks svona í mínar hendur. En ég geröi það í þeirri trú, aö með því væri ég að stuðla aö farsæld þess og vinna landi mínu og þjóö gagn jafnframt. Ég hef alltaf álitið ísland eitt besta land í heiminum. Mín rök fyrir því eru þau, aö landiö sé auðugt land, þótt ekki hafi fundist hér málmar. Gullnáman, sem ég álít að aldrei veröi uppurin, er fiskurinn í hafsvæðum landsins; og heita vatniö mun halda áfram að streyma hér úr jöröu löngu eftir aö allar olíulindir eru þrotnar. Og svo heldur veöriö okkur vakandi. Þaö. var viss áhætta aö gangast fyrir því aö fá ungverska flóttafólkiö hingaö; ég tók þá áhættu og held aö ég mundi gera þaö aftur ef tilefnið væri enn fyrir hendi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.