Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Qupperneq 5
Auglýsingateiknarinn Mikael Fransson við vinnu sína hjá SlS fyrir allmörgum árum. * Æ ' JpBfcr''' •fe T* ■■ Fyrir margt löngu úti í ■■ -é Ungverjalandi. iii- Þá hét þessi ■ k: KíSJS ■ ungi maður r Miklos Tölgyes • — og fram- tíðin beið hans á íslandi. auki var ég mállaus á íslensku. Auk þess held ég að vélaverkfræði hafi varla veriö kennd hér þá.“ — En þú hefur strax fengið vinnu? „Rauði krossinn mun hafa s'éð um aö útvega ungverska fólkinu vinnu; en fyrir milligöngu landa míns, Andrésar Alexanderssonar og konu hans, Nönnu Snæland, sem reyndust okkur einnig mjög vel, fékk ég strax vinnu hjá Bæjarsímanum og ári síðar hjá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga í Austur- stræti." Hjá S.Í.S. í Austurstræti hóf Mikael störf í vörugeymslu en tók fljótlega viö útstillingastörfum, sem hann reyndist sérstaklega hæfur til, enda hefur hann fengist við aö mála og teikna frá því á barnsaldri. Síðan hefur hann starfað viö útstillingar og auglýsingateiknun hjá Sam- bandinu þar til nú, aö hann hefur ásamt félaga sínum stofnaö auglýs- ingastofuna ELMI að Klaþparstíg 16. Þaö er dálítiö skrítin tilviljun, að í þessu sama húsi átti hann sína fyrstu vistarveru í Reykjavík, leigu- herbergi í risi. En það var ekki bara framtíöar- starf Mikaels, sem réöist í SÍS í Austurstræti eins og það hét á þeim tíma. Þar kynntist hann Kristjönu Birgis. Hún var þá 18 ára reykvísk blómarós, sennilega í sínu fyrsta starfi sem afgreiðslustúlka, en hún er nú deildarstjóri hjá Torginu á sama staö. Kristjana og Mikael giftust um 5 árum seinna eða 1961 og eiga nú, eins og áður var nefnt, tvær uppkomnar dætur. Mikael er kaþólskrar trúar. Hann segist stöku sinnum hafa sótt kaþ- ólskar guðsþjónustur hér, en fer einnig meö fjölskyldu sinni í kirkju í þeirra kirkjusókn þegar svo ber til. Ungverskir prestar koma nú orðið árlega frá Noregi og hafa þá guðsþjónustur og halda á annan hátt sambandi við landa sína hér á landi. — Hefur þetta ungverska fólk ekki haft samtök um aö halda hópinn? „Einu sinni hefur veriö efnt til samkomu. Þangað komu margir af hópnum, en þá var ekki nema um það bil ár frá því við komum hingaö. Eftir það dreifðist fólkiö meira út um land og síöan hefur ekki verið reynt að ná þessu fólki saman svo mér sé kunnugt. Hins vegar hitti ég stöku sinnum sumt af þessum löndum mínum. Helst er þaö, að við nafni minn, Mikael Þórðar- son, sem býr á Húsavík tölum saman í síma. Þaö er okkur ekki alveg sárs- aukalaust, að þegar við hittumst nú eöa tölumst við í síma, komumst við aö því aö íslenskan er orðin okkur tamari en gamla móðurmáliö: Við ræðumst viö á íslensku." — Hvernig lærðir þú máliö? „Vinir okkar þau Andrés Alexander- son og Nanna Snæland söfnuöu nauö- synlegustu orðum í litla orðabók, sem var svo gefin út af Rauöa krossinum fyrir okkur. Þetta nægði til þess að við gátum gert skiljanlegt í búöum og annars staöar hvaö okkur vanhagaöi um, fyrst eftir komuna hingað. Þótt mér sé ekki kunnugt um, hafa ef til vill einhverjir boöist til aö aöstoöa okkur viö íslenskunám en ekki oröiö af því vegna lélegrar þátttöku." — Hvenær varst þú búinn aö ná tökum á íslenskunni? „Ég er nú ekki búinn aö því ennþá,“ segir Mikael af lítillæti, en hann talar mjög góða íslensku. „Ég hef heyrt," segir hann, „að maður sé farinn að festa rætur í nýju landi, þegar hann fer að dreyma á því máli, sem þar er talað. Ég hef líklega ekki veitt því eftirtekt fyrr en mig dreymdi eitt sinn að ég var kominn bak við lás og slá heima í Ungverjalandi, og í gegnum rimlana sá ég að bíllinn, sem ég var þá vanur aö fara meö í vinnuna á íslandi, var í þann veginn aö fara fram hjá. Þá fannst mér ég hrópa á íslensku til fangavarðanna: „Sjáiö þið ekki aö bíllinn er aö fara, og ég má ekki missa af honum. “ Við þaö vaknaöi ég af þessari martröð.“ — Finnst þér þú vera orðinn íslendingur fremur en útlendingur á íslandi? „Ég geröi mér strax Ijóst þegar ég kom, að til þess aö festa hér rætur, yrði ég að líta á mig sem einn af þjóðinni, með sömu skyldur og réttindi og hver annar íslendingur. Ég hef átt auövelt með að samlagast fólki, og hér hafa allir gert sér far um aö láta mig finna aö ég væri einn af þeim. Ég held að ég geti með góðri samvisku sagt, aö mér finnist ég ekki vera útlendingur á íslandi. Hins vegar verður því ekki breytt, að ég er fæddur Ungverji og mun deyja sem slíkur.“ — Nafnaskiptin hafa ekki orðið þér viökvæmt mál? „Skírnarnafn mitt breyttist ekki svo mikið, og nafn föður míns var Frans eða Ferenc á ungversku, svo ég varö bara ennþá íslenskari við að skrifa mig son föður míns. En svo einfalt er það nú ekki í öllum tilfellum.“ — Hefur þú hugleitt að fara í heimsókn til Ungverjalands? „Ég sakna ættlands míns, en kvelst þó ekki af heimþrá. Ég á svo mikið hér sem mér þykir vænt um. Þegar ég lít til baka, finnst mér þetta hafa verið sú lífsfylling og ævintýri, sem ekki hefði getaö gerst, heföi ég verið frjáls að vera kyrr heima. En ég vona að sá dagur komi aö ég geti farið meö fjölskylduna í heimsókn til Ungverja- lands,“ segir Mikael. Kristjana: „Viö mundum öll óska aö geta farið til Ungverjalands og séö æskustöðvar og ættland Mikaels. Móðir hans er nú látin og fáir ættingjar hans þar. En þar er svo margt, sem ég þekki af frásögn Mikaels og vildi mjög gjarna geta séð með eigin augum.“ „Ég hef ekki farið leynt meö skoðan- ir mínar og látið þær í Ijós hvar og hvenær sem er; af þeim sökum verðum viö aö bíöa meö heimsóknina um sinn. En ég bíö rólegur, þó ég verði orðinn gamall og lasburöa og kominn í hjólastól, fer ég samt — þegar sá tími kemur,“ segir Mikael að lokum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.