Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Blaðsíða 13
LEIÐ 64 HLEMMUR - PÉTURSTORG Framhald af bls. 9. á báöa bóga. Síöan var honum ekið aö sviöinu og settist hann í stólinn mikla og flutti hálfsannarstíma ræöu. Hann talaöi lengst á ítölsku, en með greinilegum slavneskum hreim. Einnig mælti hann á frönsku, pólsku og ensku undir lokin. Enskan var auðvitaö þaö eina, sem ég skildi og páfi var aö þakka og blessa hóp af fötluðu fólki frá Englandi, sem þarna var statt. En enginn þurfti aö láta sér leiðast þennan sólskinsdag á Péturstorg- inu, þó aö hann skildi ekki orö af ræöu páfa, svo fjölbreytilegt var mannlífiö allt um kring. (Svo var líka hægt aö skreppa snöggvast frá og hressa sig á næstu ölkrá.) Sumir eins og Þingeyingar — en töluðu ítölsku Hiö næsta okkur stóö afskaplega fín og velklædd þýzkumælandi fjölskylda, bjón meö gjafvaxta dóttur. Mæögurnar létu mikiö til sín taka, sáu um myndatök- lir og töluöu mikiö, en heimilisfaðirinn virtist alveg undirokaöur, sagöi varla orö, en svitnaði mikið í fínu, hvítu skyrtunni sinni. Ekki minnkaði veldiö á mæögun- um, þegar ungur myndarlegur prestur í hnepptri og felldri hempu kom og gaf sig á tal viö þær, greinilega ættingi eöa góöur kunningi aö heiman. Þarna rétt hjá var líka ósköp blátt áfram sveitafólk, gæti hafa komið norðan úr Þingeyjarsýslu, ef það heföi ekki talað ítölsku, tvær gamlar konur meö fléttur í körfu í hnakkanum, golftreyju utanyfir kjólunum og lághæluö- um, reimuðum svörtum skóm, gamall gráhæröur og veðurbarinn maöur á grænköflóttri skyrtu og þeim fylgdi aidr- aður, gráskeggjaöur munkur í dökkbrún- um kufli meö svert reipi bundiö um mittiö og ósköp fannst mér skrýtiö aö sjá hann drekka Pepsí úr rauðmálaöri blikkdós — en hann var auövitaö þyrstur og honum var heitt eins og öörum. Þarna voru austurlenzkar konur í síöum, litríkum silkikjólum og sari og alveg gríöarlegur fjöldi af nunnum af öllum stæröum og gerðum, svart-hvít-blá- eöa brúnklædd- um, enda beindi páfi ekki sízt máli sínu til þeirra eftir áreksturinn viö amerísku nunnuna í Boston. Eftir ræðuna gekk stór hópur geist- legra manna í svörtum hempum meö fjólubláa silkilinda um mittið og fjólubláar kollur á höföinu fyrir páfa inni í skýlinu. Páfi hvarf nú í jeppanum sínum inn í Vatíkanið, en kór hóf aftur upp raust sína og mannfjöldinn tók undir. Sungið var góöa stund og lögin uröu sífellt léttari og léttari og endaöi söngurinn á „For he is a jolly good fellow“. Nú tóku margir upp nesti sitt og sátu aö snæöingi á sjálfu Péturstorginu. Nunna sat undir sólhlíf ásamt rosknum föður sínum og snæddu þau af góöri lyst úr nestlspakka. Viö brugöum okkur á nærliggjandi matsölustaö, þar sem hópur presta og kunningja þeirra boröuöu og drukku af miklu fjöri. Handan götunnar blasti viö eitt af útibúum Banco di Santo Spirito (Banki heilags anda), en súlna- göng Péturskirkjunnar í baksýn. Lítið eftir af stóru- tánni á Pétri Þegar viö gengum inn í Péturskirkjuna, féllu tveir gríöarmlklir sólstafir á ská niður yfir háaltariö. Enga engla sáum viö þó renna sór niöur þessa sólstiga eins og á málverkinu stóra af Jesú í musterinu, sem viö komum auga á eftir stutta göngu um kirkjuna. Ég ætla ekki aö gera minnstu tilraun tii aö lýsa öllum þeim málverkum, stand- myndum, altaristöflum og minnismerkj- um páfanna í þessari risastóru byggingu. Pieta Michelangelós er inni í glerbúri SJÁ NÆSTU SÍÐU Að dœrna menn að verðleikum Álit Lúövíks Jósepssonar á störf- um Þjóöhagsstofnunar, sem birst hefur í nokkrum dagblaöanna und- anfariö, hefur skoriö sig nokkuö úr þeirri gagnrýni, er blaöalesendur geta vænst frá mönnum úr Alþýöu- bandalaginu. Þá vekur þaö ekki síöur athygli, aö viö lok stjórnmála- ferils síns telur Lúövík mikilvægast aö koma því rækilega á framfæri, hve hættuleg hann telur aukin áhrif sérfræöinnar og dvínandi þrótt stjórnmálamannanna gagnvart henni. Hér verður ekki fjallaö um hið sígilda umræöuefni um samskipti stjórnmálamanna og sérfræðinga. Hins vegar bent á, aö viöhorf Lúövíks í garð embættismanna og annarra opinberra starfsmanna ber af, þegar litið er til margs þess, sem samflokksmenn hans hafa um þessa aöila sagt um langa hríö. Eins og fram kemur hjá Lúövík er þaö höfuöatriði viö mat á störfum manna aö líta á árangurinn af starfinu en ekki hver vann það. Andróöur Þjóöviljans og ýmissa Alþýöubandalagsmanna gegn ein- stökum opinberum starfsmönnum hefur hingaö til markast mun meira af því hver maðurinn er heldur en hvort hann sé starfi sínu vaxinn. Og því miður veröur að viöurkenna að svo hleypidómafullt mat er ekki aðeins bundiö við Alþýðubanda- lagsmenn. Hér er um mannlegan breyskleika aö ræöa, sem misjafn- lega er á móti staðið, en þó greinilega verst afþeim, sem leggja pólitíska mælistiku á alla þætti mannlegs lífs eins og marxistar gera, trúir hugsjón sinni. Þess sjást víöa merki, hvernig marxistar og fylgisveinar þeirra beita áhrifum sínum samkvæmt kjöroröinu: Tilgangurinn helgar meðalið. Viö erlenda háskóla hefur það víöa gerst, að marxistar hafa komið sér þannig fyrir, að í hinum ólíklegustu námsgreinum setja stjórnmálaskoöanir þeirra svip sinn á kennsluna. Síöastliöið haust mátti lesa um það í dagblööum hér á landi, að nemandi í dönsku í heimspekideild Háskóla íslands hafi formlega kvartaö undan marxísku yfirbragöi yfir dönsku- kennslunni. Opinberlega hefur aö minnsta kosti ekki veriö skýrt frá lyktum þess máls. Umræður um veitingu próf- essorsembættis í almennri sögu viö heimspekideild Háskóla íslands hafa enn á ný beint athyglinni að starfsháttum í þessari háskóla- deild. í Morgunblaðinu 14. febrúar birtist ítarleg frásögn um aödrag- anda þess, að menntamálaráö- herra endursendi heimspekideild dómnefndarálit um umsækjendur um embættið og fól deildinni að fjalla á ný um málið. En deildin varö ekki viö þeirri ósk. í þessu máli hefur einkum veriö fundiö að vinnubrögöum formanns dómnefndarinnar, sem var Björn Þorsteinsson prófessor. Hann hef- ur tekið sér fyrir hendur að flokka doktorsgráður í minna- og meira- próf. Telur hann lítið til þess koma, aö menn hafi lokiö doktorsprófi við breska háskóla og hlotið þar svo- nefnda PhD-gráöu. Telur hann doktorspróf á Norðurlöndum meira viröi og segir á einum stað í grein sem birtist í Þjóðviljanum 17. febrúar: „Frá mínum bæjardyrum séð er þaö réttlætismál íslenskra stúdenta, sem inna af hendi mikil rannsóknastörf hjá mér og öðrum, aö þeim sé ekki skipaður óæðri sess en fjöldaframleiöslunni bresku aö námi loknu. “ Á þessari forsendu dæmir Björn tvo af þeim þremur umsækjendum, sem dómnefndin mælir þó meö, óhæfa. Hvernig sem það fer svo saman við niðurstööu dómnefndarinnar í heild? Opinber embætti eru misjafn- lega hátt metin í hugum manna. Þau eru talin valdamest, sem eru í mestri nálasgð viö miðju valdsins, ef þannig mætti að orði komast. Á þetta má leggja annað mat. Segja má sem svo, að sitji viö völd styrk ríkisstjórn, sem skipuö er vel hæf- um ráöherrum, hljóti þeir aö yfir- skyggja áhrif nánustu embætt- ismanna sinna á þann veg, að embættismennirnir gegni ekki öðru hlutverki en þeir eru ráðnir til: að framkvæma ákvaröanir ríkisstjórn- arinnar. Því fjær sem embættisr mennirnir eru miðju valdsins hafa þeir meira rými til aö láta eigin sjónarmiö ráöa. Opinberir starfs- menn, sem ekki eru í skugga ráðherravaldsins, eru yfirleitt í nán- ara sambandi við almenning en hinir, sem sitja innar á bekknum. Alls kyns afgreiðslustörf, er oft snerta mjög einkahagi manna, kennslustörf og störf viö ríkisfjöl- miðla flokkast hér undir, svo aö nokkur dæmi séu nefnd. Þessir opinberu starfsmenn eru á vegum ríkisvaldsins í daglegri snertingu viö fjölda manna og geta í krafti þess látið skoöanir sínar í Ijós eða tekiö margvíslegar ákvaröanir. Viöbrögð heimspekideildar viö málaleitan menntamálaráðherra vegna dómnefndaráUtsins um próf- essorsembætti í almennri sögu eru dæmi um þaö, hvernig sumlr opin- berir starfsmenn líta á hlutverk sitt. Tilmælum ráöherrans var hafnaö. Meirihluti þeirra, sem tóku þátt í deildarfundi um málið, lagöi þannig blessun sína yfir vinnubrögðin öðru sinni. Hvað hefðu menn sagt, ef Seölabanki íslands heföi neitaö aö færa traustari rök fyrir afstööu sinni til mikilvægs máls, eftir aö hafa fengiö jafn eindregin tilmæli frá ráðherra? Eða Þjóöhagsstofnun hefði skirrst við að líta aftur á útreikninga sína viö svipaðar aö- stæöur? í sjálfstæöi háskóla felst ekki heimild til þess að víkja hlutlægu mati til hliðar og láta hleypidóma ráða, til dæmis þegar hæfni manna til kennslustarfa er metin. Innan veggja háskóla eiga menn aö hafa frelsi til aö stunda vísindastörf sín og leita sannleikans í hverju máli. Það er hættuleg þróun, ef menn rugla þessu frelsi saman við þá skyldu, sem hvílir á öttúm mönnum í opinberum störf- um, að geta fært haldbær rök fyrir niðurstöðu sinni og svarað gagn- rýni með málefnalegum hætti. Hér hefur veriö fjallað um af- stööu marxista til embættismanna og starfshætti innan veggja háskól- ans. En ekki er síður ástæða til að minna á, hvernig marxistar koma fram gagnvart listamönnum. Flest- ar listgreinar krefjast þess, að iðkendur þeirra kynni afrakstur vinnu sinnar meðal almennings og leggi hann fram til umræðu manna á meðal. Gagnvart listamönnum er þaö því áhrifaríkt vopn aö geta byggt á traustum kjarna sann- trúaðra marxista, sem meta menn fremur samkvæmt pólitískum lit en að verðleikum. Hótun þessa sanntrúaða kjarna getur verið svo sterk, að menn velji þann kost að leita skjóls af honum, meöal annars af þeim sökum er til hugtakiö „nytsamir sakleysingjar". Hugarfar og starfsaðferðir frjálshyggju- manna eru meö þeim hætti, aö þeir skapa aldrei jafn samstæðan hóp og marxistarnir. Þess vegna liggur þaö í hlutarins eöli, hvor aðilinn myndar sterkari varnarmúr fyrir „sína menn" eins og dæmin sanna. Aðferöirnar, sem gripið er til, eru mjög misjafnar. Hvaða tilgangi þjónar það til dæmis, þegar Árni Bergmann skrifar íritstjórnargrein í Þjóðviljanum (12. október 1979) um ungan sagnfræðing, að hann sé með „réttu Varðbergshugarfari"? Jú, með orðunum er ritstjórinn að benda lesendum sinum á, að það geti verið varhugavert að lesa verk sagnfræðingsins án sérstakra póli- tískra gleraugna. Dr. Þór White- head, sem fékk þessa einkunn hjá Árna Bergmann, er annar þeirra, sem Björn Þorsteinsson var að dæma „óhæfan" til prófessors- starfa um svipað leyti. Það skyldu þó ekki vera meiri tengsl milli einkunnar Árna og niðurstöðu Björns en milli skólaspekinnar um doktora meiri og minni og niður- stöðus Björns? Enda á álit Björns Þorsteinssonar meira skylt við póli- tískt ákæruskjal t.d. í Slanskyrétt- arhöldunum en þeirra gagna, sem menn heföu að óreyndu búist við, aö lögö yrðu til grundvallar viö ákvaröanir heimspekideildar Há- skóla íslands. Björn Bjarnason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.