Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Blaðsíða 3
Mikael Fransson auglýsingateiknari segir frá því sem á dagana hefur drifið á íslandi tölum við landarnir saman á íslenzku MikaelFransson hefur haft nóg að gera í fagi sínu sem útstillingamaður og auglýs- ingateiknari og hefur nýlega ásamt öðrum stofnað auglýsingastofuna Elmi við Klapp- arstíg. vegalausa fólks; jafnframt áleit ég þaö vera okkur í hag aö fá hingað dugandi fólk af evrópskum stofni, m.a. til aö vega nokkuö upp á móti þeim fjölda íslendinga sem árlega hverfa úr landi. Var þetta í samræmi viö þær skoðanir, sem ég haföi þegar látiö í Ijós opinberlega, aö hvetja ætti fólk til búsetu á íslandi, t.d. fólk frá Eystrasaltslöndunum, sem þá haföi unn- vörpum veriö aö streyma til Svíþjóöar og reynst þar hinir bestu þjóðfélagsþegnar. Og þar sem ég var þá á þessum tíma starfsmaöur Rauöa krossins haföi ég tækifæri til aö framfylgja þessum hug- sjónum mínum, þótt sumum þætti tiltæk- iö alldjarft, þegar til tals kom aö bjóöa ungverska flóttafólkinu hingaö til lands- ins. Ég hef veriö og er enn þeirrar skoðunar, aö viö höfum vissum skyldum aö gegna viö fólk, sem af einhverjum ástæöum verður landflótta og tel aö til þess geti komið aö íslendingar sem og aörar þjóöir, veröi skyldaöir til aö taka viö flóttafólki. Þegar svo þessi staöa kom upp í Ungverjalandi haustið 1956, lagöi ég til aö því fé sem safnast haföi í Ungversku Flóttamannahjálpina sem Rauði krossinn stóö fyrir, yrði variö til þess aö fá hingaö hóp flóttafólks. Sam- þykkt var aö taka á leigu flugvél til aö sækja þennan hóp til Vínarborgar, en sjálfur fór ég þangaö nokkru fyrr til aö safna fólkinu saman og undirbúa feröina heim.“ — Hvar hittir þú þetta fólk? „Þaö var í flóttamannabúðum í Trais- kirchen skammt frá Vínarborg. Fólk haföi streymt þúsundum saman yfir landamær- in til Austurríkis og var svo enn þegar ég var þar rétt fyrir jól.“ — Reyndist fólk fúst til íslandsfarar? „Þaö var ekki beinlínis uppörvandi fyrir mig á leiöinni út, þegar þáverandi sendiherra íslands í París, Agnar Klem- enz Jónsson, lét þá skoöun í Ijós, aö þessi fyrirætlun mín væri gjörsamlega vonlaus, ég mundi ekki fá nokkurn mann til aö koma til íslands, þó ekki væri nema fyrir nafnið og stööu landsins á landa- korti. En sjálfur var ég ekki svo svart- sýnn. Ég hugsaði til móöur minnar, sem kom hingaö frá Danmörku 1908 til þess aö setjast hér aö, þegar Reykjavík var ekki fjölmennari en ein stór gata í Kaupmannahöfn, en þá þýddi þetta hér um bil sama og aö fara til Norðurpólsins eöa nyrstu byggða, miðað viö aöstööu og lífsskilyröi í landinu nú. En því er ekki aö neita, aö ekki varö séö fyrirfram hversu mikil afskipti og aöstoö þyrfti aö veita fólkinu, þegar hingaö kæmi. Þaö var okkur mikill styrkur að ríkisstjórnin studdi okkur í þessu máli. Þegar ég leitaöi álits Her- manns Jónassonar þáverandi forsætis- ráöherra sagði hann: „Ef þið hjá Rauða krossinum hafið áhuga fyrir málefninu, höfum viö þaö einnig." Hann greiddi fyrir því aö flóttafólkiö fengi svonefnd „Fritjov Nansen-vegabréf“, en heimilt er aö veita landflótta fólki slík vegabréf til bráöa- birgöa; Fritjov Nansen baröist fyrir þessu mannúöarmáli á sínum tíma og gildir þaö enn þegar svo stendur á. Ennfremur samþykkti Hermann Jónasson aö ungverska flóttafólkinu skyldi veittur ríkisborgararéttur fyrr en venja leyföi, ef þess yrði óskaö." — Hvers vænti þetta ungverska fólk af framtíðinni á íslandi? „Flestir vissu mjög lítiö um ísland og geröu sér svo til engar hugmyndir fyrirfram. Þaö kom í Ijós eftir á, aö sumir töldu sig vera aö fara til írlands vegna þess hvaö nöfnin eru lík.“ — Svo þeir hafa ekki haft beig af ís og kulda á leiöinni? „Nei, en hins vegar greip nokkur uggur um sig á flugvellinum í Vínarborg. Þegar allir voru komnir um borð og flugvélin átti aö hefja sig til flugs, kom í Ijós aö vélin var biluð, og ekki hægt aö leggja af staö Framhald á bls. 15 Til þess að geffa ein- hverja hugmynd um at- buröarás í líffi ungversku flóttamannanna, sem hér haffa búið síðan 1956 og gerst hafa íslenskir borg- arar, höffum við beðið Mik- ael Fransson að segja ffrá reynslu sinni af því, að yfirgefa ættland sitt á þennan hátt og hvernig honum tókst að festa ræt- ur á íslandi. Frásögn hans í hnotskurn verður að mestu leyti að nægja sem einskonar samnefnari fyrir aðra í hópnum, þar sem ekki gefst kostur á að ræöa við hvern einstakan. Mikael Fransson býr aö Yrsufelli 12 ásamt konu sinni Kristjönu Birgis og dætrum þeirra, Huldu Maríu og Ásdísi. Eins og títt er um ungt og ötult fólk á íslandi, hafa þau byggt sér hús; heimili þeirra er ekki aöeins vistlegt heldur hlýtt og traust eins og best gerist um íslensk heimili. Svo vill til aö undirrituö minnist þess, þegar Ungverjinn, Miklos Tölgyes var nýkominn til íslands, þá ungur maöur, kvikur og léttur í spori og athugull á svip. Persónueinkenni hafa styrkst meö aldri og þroska en á 23 árum hefur háriö skipt um lit og bendir nú ekkert á erlendan uppruna. Þegar Mikael Fransson er beöinn aö lýsa uppvaxtarárunum í Ungverjalandi segir hann: „"Foreldrar mínir bjuggu í Budapest. Faöir minn var verkfræðingur hjá Ríkisjárnbrautunum, en móöir mín var heimavinnandi húsmóöir eins og al- gengast var á árunum fyrir stríð; Þaö var ekki fyrr en aö Rússar tóku aö skipuleggja stóriðnað í landinu, sem Ungverjar áttu aö gjalda meö sinn stríösskatt, aö konur og þó einkum sveitakonur fóru aö vinna eins og púlshestar í verksmiöjunum, en iön- reksturinn kom svo hart niður á landbúnaöinum aö flytja varö inn kjöt og kornvörur, sem aldrei haföi þekkst þar áöur. En á okkar heimli höföum við alltaf nóg aö bíta og brenna, vorum ekki rík og heldur ekki fátæk. Eg þekki ekki hvað er aö líöa skort, og einmitt þess vegna hef ég kannske verið áhyggjulausari um þaö, sem var aö gerast hjá okkur á mínum unglingsár- um.“ Þegar Mikael er beöinn aö nefna einhvers sérstök minningabrot sem gætu brugöiö Ijósi á bernskuárin, segir hann: „Færi ég aö nefna eitt atvik mundi það tengjast svo mörgum öörum skemmtilegum minningum sem ég á frá þessum árum, aö það gæti orðið umræðuefniö í allt kvöld.“ „Þú gætir sagt frá atvikinu meö silfurbollann,“ segir Kristjana. Hún sækir barnabolla úr silfri, dálítiö beygl- aöan. Á hann er grafiö nafn, fæöingar- dagur og ár Mikaels en bollann fékk hann í skírnargjöf. Mikael: „Ég var átta ára þegar mamma flúöi meö okkur frá Budapest til Salzburg í Austurríki vegna átaka Rússa og Þjóöverja í Ungverjalandi 1944—'45. Það flýtti fyrir okkur aö komast áleiðis, aö við fengum far spöl og spöl meö þýskum hervögnum, en þýskir hermenn voru okkur vinveittir, Einu sinni þegar viö vorum aö fara út úr bíl, sem ekki hélt lengra áfram í rétta átt, missti mamma bollann minn upp úr tösku sinni og valt hann eftir götunni fyrir annan bíl, sem kom úr gagnstæöri átt. Bollinn lenti undir hjólunum og lagöist saman, en seinna hefur mamma látiö rétta hann og laga eins og hægt var og færöi okkur gripinn þegar hún kom til okkar í heimsókn 1963.“ Kristjana: „Þetta er næstum því þaö eina, sem viö eigum til minja um bernskuheimili Mikaels, engar fjöl- skyldumyndir eöa aöra muni höfum viö getaö fengiö hingað. En þetta atvik segir einnig sína sögu um þaö, aö móöir hans hefur búist viö aö ef til vill mundu þau ekki eiga afturkvæmt, og þess vegna tekið bollann með sem minjagrip, þegar þau yfirgáfu heimili sitt í Budapest.“ — En þiö hafið þá haft góöa reynslu af þýskum hermönnum? „Þeir voru bandamenn okkar. Ung- verjar börðust meö Þjóöverjum gegn Rússum, þegar þeir réðust inn í Ungverjaland í lok síöustu heimsstyrj- aldar. Og eins og allir þekkja uröu Rússar sigurvegarar. Ungverjar hafa alltaf „veöjaö á rangan hest“ í þeim hernaöarátökum, sem svo oft hafa oröið í landinu, en vegna afstööu landsins hefur það veriö notaö sem brjóstvörn og vígvöllur í valdabaráttu nærliggjandi ríkja um aldir; og Ung- verjar hafa alltaf barist með þeim sem töpuöu. Þegar stríðinu lauk fluttum viö aftur til Ungverjalands, þó ekki heim til Budapest. Faöir minn lést 1944, og viö bjuggum nokkur ár hjá afa mínum og ömmu en þau áttu heima í allstórri sveitaborg, og þar gekk ég í barna- skóla. Eftir það fluttum við aftur til Budapest þar sem ég lauk stúdents- prófi. Eftir eitt og hálft ár viö háskóla- nám í vélfræði var ég kvaddur til herþjónustu. En vegna þess aö faöir SJÁ NÆSTU SÍÐU ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.