Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 4
Kjörbörn þjóöarinnar Nú tölum við landarnir saman á íslenzku Mikael Fransson auglýsingateiknari segir frá minn var látinn og móöir mín ekki heilsuhraust fékk ég undanþágu frá herskyldu eftir eitt ár og brottfar- arskírteiniö fékk ég í hendur í endaöan nóvember eöa um sama leyti og uppreisninni haustiö 1956 var lokiö. Ég fór þá aftur heim til Budapest og beiö þess hvaö viö taeki. En ástandiö var ótryggt; félagar mínir úr hinum ýmsu herdeildum, sem tekið höföu þátt í uppreisninni, hurfu einn af öðrum og engin skýring fékkst um hvaö af þeim hefði oröiö. Mér fannst óráðlegt aö bíöa þess aö rööin kæmi að mér, og f samráöi viö fjölskyldu mína ákvaö égl aö hverfa úr landi og fór yfir til Austurríkis. Og þaöan lá svo leiðin til íslands," segir Mikael. — En hvers vegna til íslands? Helduröu að forlögin hafi ráðið ein- hverju um það? „Þaö veit ég ekki. Viö vorum í flóttamannabúöum skammt frá Vínar- borg, og ég haföi látið skrá mig til Kanada. En biðtíminn þangað var um þrír mánuðir og óvissan um hvaö viö tæki var þreytandi. Þá kom dr. Gunn- laugur Þórðarson og bauö fólki að koma til íslands. Það kom í Ijós að fólk þekkti ekkert til íslands, ekki einu sinni nafnið. En ég hafði lesiö svo sem eina og hálfa blaðsíðu um þaö í skóla og var beðinn að taka að mér aö kynna landiö meöal landa minna í búöunum. Þaö virðist hafa tekist vel, því næstu daga stóöu nokkur hundruð manns í biöröö eftir aö láta skrá sig til íslands." — Og þú varst fyrsti maður á skrá? Já, en nafniö mitt féll þó aftur út af listanum og minnstu munaöi að ég kæmist aldrei til íslands. En sem betur fór tókst ekki svo illa til,“ segir Mikael. Á íslandi — Og hvernig leist þór á fram- tíðina í þessu nýja landi? „Það veröur aö hafa í huga, aö ég kom hingað viö mjög óvenjulegar kringumstæður miöaö viö það sem á undan var gengiö. Ég var ekki eins og ferðamaöur sem er aö skoöa sig um í heiminum, líst vel á landiö og fólkiö og ákveður aö verða kyrr. Eftir að ég var kominn hingað gat ég hvergi farið og allt snerist um að byrja nýtt líf og festa rætur. Ég tel aö engar torfærur hafi orðiö á vegi mínum, aö frátöldum byrjunaröröugleikum viö tungumálið; veðurfar og mataræöi fannst mér aö vísu frábrugðið. En þetta eru allt smámunir í mínum augum, þegar ég lít yfir þennan tíma frá því aö ég kom hingað tvítugur aö aldri." — Hafðir þú ekki hug á að halda áfram háskólanámi sem þú varst byrjaöur á í Ungverjalandi? „Til þess kom ekki. Bæöi var ég búinn aö missa þaö mikiö úr samfelldu námi, aö erfitt heföi reynst aö taka þráöinn upp aö nýju og svo hitt, aö þegar ég kom hingaö var aleigan ekki annað en fötin sem ég stóö í og þar aö © Mikael Fransson ásamt konu sinni, Kristjönu Birgis og tveimur dætrum þeirra hjóna. Þau búa í Yrsufelli 12 óg málverkið á myndinni er eftir Mikael og er af ungverskum fjárhirði í þjóðlegum hirðisbúningi. Hér hefur fjölskyldan brugðið sér í laxveiði í Mikael Fransson og Kristjana Birgis á brúðkaups- Haukadalsá í Dalasýslu og haft 12 laxa uppúr daginn. krafsinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.