Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 11
Svo ei drauga heyrist hark hér í bæjargöngum: Læt ég krossins Ijósa mark loka dyrum þröngum. Þessi vísa er eftir Jóhann Örn Jónsson frá Steðja á Þelamörk; hann var lengi í Neðra-Lýtingsstaðakoti — á næsta bæ viö mig. Nú heitir sá bær Árnes; enginn vill búa í koti og ræður því minnimáttar- kennd.“ „Er ofmælt sem stundum hefur veriö haldið fram, að fyrr á öldinni hafi annar hver maður veriö hagmæltur á þessum slóðum?" „Þaö er kannski nokkuð hressilega orðað. Mér finnst þó, að miklu fleiri hagyrðingar hafi veriö á stjái, þegar ég var að alast upp. /Eði margir menn höfðu það fyrir daglega iðkun að kasta fram stökum. Sumir gátu það aftur á móti ekki og ég var þeirra á meöal; drottinn er nú einu sinni svona mislyndur." „Orö hefur farið af Skagfirðingum sem kvenna- og hestamönnum, saman- ber vísuna: Skagfirzkt blóö er í þeim öllum / sem elska fljóö og drekka vín.“ „Já, þessi vísa var alltaf sungin viö Stafnsrétt og rétt er það, aö sumir Skagfirðingar trúa þessu. En ég er ekki viss um að sú trú sé byggö á haldgóðum grunni og ég er hreint ekki viss um að Skagfirðingar hafi almennt verið léttlynd- ari en aðrir, þótt því hafi stundum veriö haldiö fram. En þeir hafa verið gestrisn- ir.“ „Og ortu níðvísur þegar svo bar undir til þess að ná sér niðri á náunganum og hefna harma sinna?“ „Menn voru að senda hver öörum skeyti í ferskeytlum, sem oft gátu verið meinlegar, en ekki man ég til þess að yrðu bein illindi útaf slíku. En vísur uröu til af stórum og smáum tilefnum og stund- um fólst í vísunni orðsending, sem var miklu áhrifameiri en sendibréf heföi orðið. Einn af bændum í Lýtingsstaöa- hreppi átti krónu hjá öðrum bónda og gekk illa að innheimta skuldina. Þá kom skuldareigandinn þessari vísu á kreik: Ýmsa beygir aura þrá af sem hlýt ég skaða. Ekki kemur krónan frá kengnum Þorljótsstaða. Menn tjáðu skoðanir sínar í vísum og gátu bæöi komiö góðu og illu til leiöar. Eitt sinn veiktist bóndi, sem bjó við þunga ómegð. Óhjákvæmilegt var að flytja hann á sjúkrahús út á Krók og einn úr hreppsnefndinni haföi tröllatrú á hverskonar nýrri tækni, — þar á meðal hestvögnum, sem þá voru ný tæki. Aftur á móti vantaði vegi. í staö þess að Yiota gamla aöferö og flytja sjúklinginn á kviktrjám, réði sá framfarasinnaöi því, aö maðurinn var lagöur á hestvagn, en næstum yfir algera vegleysu aö fara. Fyrsta daginn komust þeir tæplega hálfa ieiö og gistu þar. Um nóttina dó sjúkling- urinn. Sveitungi þeirra orti þá: Þá hreppsómögum ei heilsast vel, herra Tómasi er ekki um sel. Hann keyrir þá með kerru af stað, kvillarnir batna til fulls við það. Reyndar var vísan aö því leyti villandi, að maðurinn sem lézt, var alls ekki hreppsómagi, en haföi barizt við mikla fátækt. Þorsteinn Magnússon í Gilhaga, faðir Indriða G., fór með þrjár eftirmæla- vísur viö jarðarförina og vísurnar höfðu áreiöanlega þau áhrif, að börnin voru öll tekin í fóstur á góðum bæjum. Reyndar man ég alls ekki til þess að börnum væri ráöstafaö sem niðursetningum, ef for- eldrarnir féllu frá. Aftur á móti var gamalt fólk á bæjum, sem taldist til niðursetn- inga; þar á meðal Símon Dalaskáld. Hann var á ýmsum bæjum; síðast í Bjarna- staðahlíö. Hann dó þar og var jarðaöur í Goðdölum. En gröf hans týndist. Símon orti tll síðasta dags og rétt fyrir andlátið orti hann tvær vísur og presturinn fór meö aöra viö útförina, enda var þaö falleg vísa, ákall til guðs.“ „Finnst þér að Bólu-Hjálmar hafi skapaö níðvísunni hefö í Skagafirði?“ „Eg skal nú ekki segja um þaö. En skammarvísur og níðvísur þóttu krass- andi og eins var ferskeytlunni brugðiö fyrir sig, ef eitthvað spaugilegt átti sér stað. Magnaöastar skamma- og níðvísur orti Sveinn frá Elivogum, sem var víst ekki á móti skapi aö láta bera sig saman við Bólu-Hjálmar. En Sveinn orti líka annarskonar vísur, eins og til dæmis þessa: Lífs mér óar ölduskrið er það nógur vandi aö þurfa að róa og þreyta viö þorska á sjó og landi. Og ekki er það lítil heimspeki, sem rúmast í henni þessari: Ef af manni ber óg blak brosir enginn kjaftur, en ef í grannans bít ég bak í bollann fæ ég aftur. Sveinn átti í útistöðum við suma samtíðarmenn sína og bjó viö fátækt lengst af og heilsuleysi síðustu árin. Vísur hans voru yfirleitt vel ortar og svo gott aö læra þær, að margar urðu fleygar. Nú hefur hagyrðingum fækkað af einhverjum ástæðum, en þó eru alltaf til menn, sem kasta fram stökum annað veifið. „Þú hefur tekið við búi af föður þínum?“ „Já, hann fékk slag 55 ára gamall, en lifði í 22 ár eftir þaö, mállaus og máttlaus á honum hægri hendin. En hann gat dundað við ýmislegt smálegt, þar á meðal garðrækt, meö annarri hendi. Ég tók við búi 1932; það var í svörtustu kreppunni, en aldrei tókst mér aö græöa á búskap, enda er hvorki gróðahyggja í minni ætt né hæfileiki til að safna fé. Meðal forfeðra minna er mikið um kotbændur, — þá skorti féhyggju og sama var að segja um mig.“ „Þú mundir kannski róa á önnur miö, ef þú værir ungur núna?“ „Búskapur er nú að minni hyggju einhver skemmtilegasti atvinnuvegur, sem kostur er á, — ætli ég legði ekki eftir sem áður stund á hann, ef ég gæti. Þó hefur í mínum huga alltaf hvílt einn dimmur skuggi yfir þessum atvinnuvegi: Skepnudrápið, sem óhjákvæmilega fylgir. Ég hætti hreinlega að hugsa á haustin, þegar ég tók sláturlömbin frá. Líka fylgdi búskapnum, aö ég varð aö skjóta skepnur heima viö og það átti mjög illa við mig. Líklega hefði ég unað betur sem kornræktarbóndi; ég haföi ánægju af allri ræktun, — og sauðburöurinn þótti mér skemmtilegasta hliðin á búskapnum; þaö var framrás lífsins. Góöir búmenn hugsa öðruvísi en búskussar. En þaö er nú ekki alveg rétt, að forfeðrum mínum hafi öllum búnast illa. Einn var aö minnsta kosti kallaður ríkur; það var séra Sveinn Pálsson í Goðdölum. Hann orti bænavísu og fór með hana af stólnum: Ó, drottinn, miskunna þú aumum lýð, einkum á Hofi og Bjarnastaðahlíð, Bakkakoti og Bústöðum, Rauðagerði og Ánastöðum — komdu seinast aö Sveinsstöðum. „Eru Sveinsstaöir góð jörð?“ „Við skulum segja að hún sé svona í meðallagi. Mikið graslendi er þar og áður fyrr þóttu slægjur góðar og hægt var aö stóla á beit. Nú eru Sveinsstaöir í eyöi og kemur þar til minn aumingjaskapur að fylgjast ekki með tímanum og byggja upp. Útihús eru léleg, en íbúöarhúsið, sem byggt var 1948, er allgott." „Varstu skepnumaður?“ „Skepnumaður? Segiö þið þaö fyrir sunnan?“ „Já, það er sá, sem hefur yndi af skepnum, en hugsar ekki fyrst og fremst um afuröirnar af þeim.“ „Eftir þeirri skilgreiningu hef ég víst ekki verið skepnumaður." „En fjárglöggur?" „Alls ekki. Eg þekkti aldrei. kollóttu ærnar mínar, þótt ég hirti þær og sæi daglega." „Þú hefur bara litið á þær sem framleiðslutæki." „Ekki beint. Ég fann tii með þeim, — til dæmis í vondum veðrum." „Einhverntíma sagðir þú mér, að þú stefndir að því að deyja ríkur.“ . „Sagði ég það? Kannski á ég fyrir svo sem einu horni af herbergi, svo ég verð bæði að lifa lengi og herða róðurinn, ef það á að takast. Það er verst, að maður verður ekki einu sinni ríkur af því að skrifa greinar í blöðin." „Það er víst einhver lakasti gróðaveg- ur sem hugsast getur. Hvenær fórst þú að skrifa í blöð?“ „Ætli frumraunin hafi ekki verið 1944, — greinarkorn um félag framsóknar- manna þarna í sveitinni og birtist aö sjálfsögðu í Tímanum. Síðan hef ég oft stungiö niður penna og fengiö inni í Lesbókinni og víðar. Núna er ég að taka saman greinarkorn um slys, sem varð í Drangey á dögunum. En það er ekki von að árangurinn sé markverður, þegar litið er til undirbúningsins. í barnaskóla gat ég aldrei reiknað og þótti skrifa vonda rithönd. Annars gekk mér vel og tók fullnaðarpróf með hárri einkunn. Síöar lærði ég eitthvað í ensku, dönsku, þýzku og íslenzkri málfræði hjá séra Tryggva á Mælifelli. Án þess væri ég ugglaust ekki sendibréfsfær. En þetta var ekki formlegur skóli; ég hirti fé hjá séra Tryggva jafnframt náminu og ekki tók ég neitt próf. Tryggvi þótti góöur kennari og að jafnaði voru tveir eöa þrír nemendur hjá henum á hverjum vetri. Hann var kvæntur Önnu Thorarensen frá Kirkjubæ, systur Egils í Sigtúnum. Hjá þeim var mannmargt. menningarheimili og mikið sungið." „Hvernig lízt þér á nútíma Ijóðagerð?" „Fyrst þegar þessi órímuðu Ijóð fóru að sjást, þótti mér þau dálítiö undarleg og hef alltaf talið, aö þessi aöferð væri mest í hag litlum skáldum. Rímgáfa er ekki öllum gefin. En það getur rúmast mikil speki í órímuðu Ijóði og ég hef lesið mörg slík, sem mér líkar vel og þykir mikið til um. Það er nefnilega hægt að vera gott skáld án þess að hafa rímgáfu, — og eins kann það að reynast tómt rugl, sem vel er rímað." „Hverskonar bækur lestu?“ „Ég er hættur að lesa skáldsögur eins og ég gerði áður fyrr á árunum, en les nú frekar þjóölegan fróðleik og ævisögur. Af því sem ég hef fengið smjörþef af uppá síðkastið, þykir mér skara framúr' bók Jóns frá Garðsvík, sem búinn er að vera nokkuð lengi á Akureyri, en bjó áður á Svalbarðsströndinni. Fyrir kemur aö vísu, að ég lesi skáldsögur; helzt þá eftir Halldór Laxness og ég hef lesið ailar bækur Indriða og Guðmundar Halldórs- sonar frá Bergsstöðum, sem er einn af meiri háttar höfundum í Skagafirði. Ég sótti Ijósmóðurina, þegar Indriði fæddist og þekkti hann sem barn og öllu meira þó síðar, þegar hann var mjólkurbílstjóri í sveitinni. Þegar Indriði var um tvítugt, skrifaði hann leikrit, sem upp var fært í sveitinni, en mæltist misjafnlega fyrir, enda voru hreppsnefndarmenn teknir fyrir í leiknum og hermt eftir þeim. Strax þegar Indriöi fór aö skrifa, þóttist ég sjá, að eitthvaö byggi í honum. En það er ekkert einsdæmi að mönnum gengur oft illa aö verða spámenn í sínu fööurlandi." „Og nú ert þú fluttur á Krókinn. Kanntu vel við þig þar?“ „Nokkuð svo. Þar er dugandi fólk, sem leggur mikið á sig í þeirri viöleitni aö koma yfir sig húsi. En þetta er samt töluvert ólíkt fólk og þeir eldri Skagfirö- ingar, sem mér hafa veriö samtíða. Ég hef nú fjögur ár um sjötugt og er vel hraustur. Á Króknum er læknamiðstöð og ekki alls fyrir iöngu voru allir frá 30 til 60 ára aldurs boðaðir í hjartarannsókn; þaö framtak kostar gjafasjóöur Guðrúnar Sveinsdóttur frá Bjarnastaöahlíö. Ég var orðinn of gamall til þess að lenda innan rammans, — hvaöa máli skiptir líka hvernig hjartað gengur í nærri hálfátt- ræöum karli. Ég fór nú samt á eigin spýtur og bað um rannsókn, enda þarf ég aö hafa hjartað í lagi, ef ég á að veröa langlífur og deyja ríkur. Nú, ég fékk úrskurðað, að hjartað mundi endast til aldamóta, en meiri óvissa meö heilasell- urnar og Friðrik héraðslæknir vinur minn byggði það á því, hvað ég væri búinn að skrifa mikla vitleysu í blöðin uppá siðkastið." Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.