Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Side 6
 _____________________ Kjörbörn þjóðarinnar Stutt símtöl við þrjá Ungverja, sem komu hingað 1956 og hafa gerst góðir íslendingar Fjölskylda Stefáns Jóhannssonar er bæði stór og myndarlegur hópur, en þau hjónin, Stefán og Kristín Þórðardóttir, eiga sjö börn og eina sonardóttur. Stefán við bílinn sinn. — Kunni ekki við sig í landi og flýtti sér til Eyja eftir gosið. Ljósm: Óskar Björgvinsson, Vestmannaeyjum. Ungverji eða Islendingur? „Eg er ánægður með að vera bara Vest- mannaeyingur", segir Stefán. Stefán við vinnu sína í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum, þar sem hann hefur unnið í 19 ár. Verst var Eva Jóhannsdóttir hjúkrun- arkona er búsett í Reykjavík. Maki; Gunnar Ingibergsson húsgagnaarkitekt. Þau eiga þrjú börn, níu ára og tvíbura á 16. ári. Eva læröi hjúkrun í heimaborg sinni, sem er um 140.000 manna há- skólaborg skammt frá Rúmeníu. Hún fór strax eftir komuna hingað aö vinna á sjúkrahúsum í Reykjavík og hefur haft þaö aö aðalstarfi auk húsmóðurstarfa. Hún segist öðru hvoru hitta ungverskar æskuvinkonur sínar, sem komu til lands- ins um leið og hún. Einu sinni á þessu tímabili hefur hún fariö í heimsókn til systur sinnar í Ungverjalandi. Einna erfiöast fannst Evu aö þurfa aö breyta nafni sínu þegar hún geröist íslenskur ríkisborgari, vissi varla hvaö hún hét fyrst eftir nafnaskiptin og þurfti aö hafa nafnskírteinið viö hendina til þess aö fullvissa sig um sitt nýja föðurnafn. Þó var hún heppnari meö nafnbreytinguna en margir aðrir þar sem skírnarnafn hennar hélst óbreytt. Næstum ógerlegt var aö vita um þau nöfn sem aörir landar hennar í hópnum höfðu hlotiö og varö þaö til að aðskilja fólkið enn frekar. Aö ööru leyti er Eva fáorö um þjóðernis- og bústaðaskiptin: „Hér er verðlag svo mikiu hærra en í Ungverjaiandi, þaö er stærsta vandamál- iö. En ég álít aö okkur hafi samt liðið eins vel eöa betur hér en hefðum við veriö kyrr heima. Þar höfðum við ættingjana, lægra verö á nauösynjum og hlýrri veöráttu — en frelsið er fyrir öllu“ segir hún. Enginn mynd er af Evu og ástæðan er sú, að hún færöist eindregiö undan því. © Mikael Þóröarson hefur búið á Húsavík síðan 1961. Kona hans, Aöalbjörg Birgisdóttir er frá Húsavík. Börn þeirra eru þrjú, 10, 16, og 17 ára. Mikael fór strax til sjós, þegar hann kom til íslands, var fyrst á togara frá Reykjavík, fór þá til Akureyrar og vann þar í smiðju í eitt ár, en á leiðinni suöur haföi hann viödvöl á Húsavík og hefur ekki farið þaðan síöan. Nú hefur hann verið starfsmaður Mjólkursamlags K.Þ. þar á staðnum í 16 ár. Aöspurður segir hann að þau hjón eigi íbúö og bíl, og í fyrra keypti hann sér bát. Því miöur var þá tregt fiskirí, segir hann og vonar að nú verði betra aflaár. Hann kveöst aldrei hafa komiö um borö í annað en árabát. Þar til hann kom hingað og réði sig á togara. Mikael segist hitta landa sína þegar hann fer til Reykjavíkur eöa þeir líta inn, ef þeir eiga leið um Húsavík. Hann hefur tvisvar farið til Ungverjalands að heim- sækja móður sína og tvo bræöur þar. Þau búa í 4.800 manna bæ norður undir Tékkóslóvakíu, en þar átti hann einnig heima. „í fyrra skiptið fór ég einn, en 1974 fór ég meö fjölskylduna. Nei, þau hafa ekki komið hingaö aö heimsækja okkur, en gætu það ef þau vildu. Við getum öll farið og komiö aö vild. Ungverjar búa nú viö góö lífskjör og hafa ekki yfir neinu aö kvarta. Mér hefur líkað vel á íslandi og aldrei hefur mér veriö kalt hér. En þaö er veröbólgan, dýrtíðin, sem er aö eyöi- leggja lífskjörin á íslandi" segir Mikael Þóröarson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.