Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1980, Page 12
Nú heyrir til sögunni að handmjólka, en margt í myndinni er ágæt heimild um andrúm kreppuáranna. Athygli vekur skýr framsögn Jónasar Tryggvasonar, sem hér sést og leikur bóndann á Gilsbakka. Því er stundum haldiö fram í tilheyrandi armæöutóni, aö brauöstrit og lífsgæðakapphlaup yfirskyggi flest annað. Samt rek- ur hver listsýningin aðra; ótrú- lega mörg áhugaleikfélög ráöast í uppfærslu á meiri háttar leikrit- um, bókaflóöiö varö aö hol- skeflu, svo annaö eins hefur ekki átt sér staö. Fyrir utan vel sótta kvikmynda-listahátíö er frum- sýnd á vetrinum fyrsta íslenzka kvikmyndin, sem verulega stendur undir nafni og aðsóknin viröist ætla aö veröa íslandsmet, — og á sama tíma er La Traviata flutt í tónleikauppfærslu viö svellandi undirtektir. Eitthvað skýtur skökku viö, ef allir eru svona þrautpíndir; hér er hvorki meira né minna en gullöld í listum, sem lýsir sér jafnt í framlagi á breiöum grundvelli — og geysilegri aðsókn og áhuga. Á síöastliðnu hausti var höf- undur þessa pistils viðstaddur hljómleika í Koncertgebouw í Amsterdam. Þetta fræga tón- leikahús tekur í sæti rétt liölega Ósvikin kreppuárstemmning í samkvæmislífinu: Ball í samkomuhúsinu og kvenfólkiö situr allt á bekk meöfram veggnum, en karlmennirnir standa í hnapp. ISTAHATIÐ ÁÞORRA á viö Háskólabíó og var aö sjálfsögöu fullskipað. En þess ber aö gæta, aö Amsterdam er tíu sinnum mannfleiri en Reykja- víkursvæöiö. Þegar þetta er skrifaö, hefur La Traviata verið flutt tvívegis og fullbókað á þriöju hljómleikana. Góöra gjalda vert er aö fá hingaö athyglisveröar, erlendar kvik- myndir og alþjóölegar músík- stjörnur. Hitt er þó í rauninni meira gleöiefni aö vera ekki alltaf þiggjandi og geta gert eitthvaö markvert með innlend- um kröftum. Af þeirri ástæöu er sérstök ástæöa til að geta um tvennt, sem hefur lífgað uppá veturinn. í fyrsta lagi er það kvikmyndin Land og synir, sem veröur aö teljast tímamótaverk í þá veru, aö byrjendabragurinn sem löng- um hefur einkennt innlenda kvik- myndagerö, er horfinn. Sá fjöldi íslendinga, sem uppalinn er í sveit á árunum um og fyrir stríð, hefur ugglaust séö sjálfan sig og kannast vel við andrúm þessara ára, sem var líkt í öllum lands- hlutum. Aö því leyti hefur myndin ótvírætt heimildargildi. En mér hefur skilizt aö unga fólkiö, sem þekkir þennan tíma aöeins af afspurn hafi notiö þess í ríkum mæli aö sjá myndina. Ég fæ ekki betur séö en aö myndataka Siguröar Sverris sé framúrskar- andi og kannski þaö sem ræöur úrslitum um gæöi myndarinnar. Menn voru aö vonum óhressir yfir veðrinu noröanlands í fyrra- sumar, þegar næstum aldrei sást til sólar. Þótt Svarfaöardal- ur heföi aö sönnu veriö enn fegurri á sólbjörtum degi, er drunginn einhvern veginn raun- sannari og auk þess betur í samræmi viö inntak sögunnar. Og svo falleg er myndin þrátt fyrir sólarleysiö, aö ekki þarf aö harma þaö. Sérstaka athygli vekur frammistaöa sumra þeirra, sem ekki hafa þó sérhæft sig í leiklist. Aftur á móti er lakara og nokkurt undrunarefni, þegar atvinnu- menn á sviðinu koma ekki út úr ser texta svo skiljanlegt se. Allt um þaö hefur listrænn stórsigur unnizt á vettvangi, sem hingað til hefur reynzt okkur erfiður viö- fangs. Þegar þetta kemur á þrykk, munu um 50 þúsund manns hafa séö Land og syni og aösóknin stefnir aö íslandsmeti. Myndin er fyrir nokkru byrjuö aö skila hagnaði, sem er nauösynlegt fyrir giftusamlegt áframhald í kvikmyndagerö. En ríkiö, sem heggur í staö þess aö hlífa, sér til þess aö aöstandendur myndar- innar veröa aö hella sér út í eitthvaö á árinu — bara til þess aö eyða aurunum; annars sér ríkisforsjónin til þess aö þeir standa uppi svo aö segja í sömu sporum og byrjað var. Upplýst hefur veriö aö ríkiö ver 0,46% af ráðstöfunarfé sínu til allrar skapandi listastarfsemi í landinu. Sá blómatími í listum, sem aö ýmsa leyti hefur staöiö yfir, er ekki til kominn vegna velvilja landsfeöranna, heldur þrátt fyrir nánasarskap þeirra. Sumt byggist á óeigingjarnri sjáifboöavinnu í þágu málstaðar- ins eins og til dæmis þátttaka Söngsveitarinnar Fílharmoníu í uppfærslunni á La Traviata. En þaö var í senn tignarlegt og eftirminnilegt, aö sjá þennan 120 manna söngflokk ásamt' hópi einsöngvara og Sinfóníuhljóm- sveit íslands á sviöinu í Háskóla- bíói. Sagan af Kamelíufrúnni kemst aö vísu ekki til skila í söngtextum, sem sungnir eru á ítölsku. En þaö skiptir ekki máli. Tónlist Verdis er svo hrífandi fögur, aö hjá henni verður ein- hver söguþráöur nánast sem aukaatriöi. Mest mæðir á Ólöfu Kolbrúnu Haröardóttur, sem skilar sínu hlutverki meö hrífandi glæsibrag. Þegar kórar eins og Pólyfón- kórinn og Söngsveitin Fílhar- monía leggja í aö flytja ýmis meistarastykki tónbókmennt- anna, þá er þaö gert vegna sönggleðinnar. Annan ábata er ekki þar aö hafa. Og þegar menn leggja útí gerö stórrar kvikmynd- ar — jafnvel þótt þeir fái 9 milljón króna styrk — þá er það eins og síldarævintýri; allt uppá von og óvon. Þegar svona vel tekst til, er ástæöa til að fagna þeirri upplyftingu, sem þetta veitir í skammdeginu — meö þeirri frómu ósk, aö menn láti ekki deigan síga. Gísli Sigurðsson. Söngsveitin Fílharmonía, Sinfóníuhljómsveit íslands og hópur einsöngvara flytja La Traviata eftir Verdi í Háskólabíói. 111 á sÆ Cí S . ; _ '• ;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.