Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. april 1976. 3 Ég seldi fyrstu pyls- urnor ó eina og fimmtíu - segir Kristmundur í Bœjarins bestu „Það er geysileg lifsreynsla fólgin i vinnu við pylsusölu. t gegnum söluna lærist að þekkja fólk,” sagði Kristmundur Jóns- son pylsusali i Bæjarins bestu i viðtali við Visi. Kristmundur er manna fær- astur að dæma um þetta starf, þar sem pylsusala hefur verið aðalatvinriu hans allt frá árinu 1942. „Við byrjuðum í Kolasundinu en fluttum svo hingað niður á planið hjá Eimskip. Þá kostaði pylsan eina krónu og fimmtiu og var framreidd á danskan máta. Pylsan með sinnepi var sett i bréf en franskbrauðssneið fylgdi með. Það var ekki fyrr en eftir ’49 sem farið var að selja á núverandi máta. Fjölbreytnin i meðlætinu hefur lika aukist, enda er fátt það til sem ekki passar með pylsum, jafnvel sulta.” Fyrstu tækin voru prímus og pottur „Það er orðinn meiri matur i hverri pylsu núorðið, en var fyrstu árin. Á þessu timabili hefur oft verið farið i keppni um það hver gæti innbyrt flestar pylsur. Menn komust upp i 16-18 pylsur áður fyrr, en nú er há- markið sex til átta. Vörugæðin hafa einnig aukist mikið á þessum árum. Fyrst og fremst er það hráefnið sem hef- ur batnað, en vinnslan er lika orðin önnur og betri. Pylsurnar voru fyrst reyktar með mó og við, en núna á sérstökum ofnum og með ákveðinni aðferð. Aðstaðan hjá mér hefur tekið miklum stakkaskiptum. Fyrst hafði ég prímus og pott, sfðan komu rafmagnspottarnir. Nú eru þetta sjálfvirkir pottar, sem ekkert þarf að hugsa um.” Andlitið segir hvernig pylsan á að vera... „Fólk borðar færri pylsur hvert í dag, en salan hefur hins- vegar.aukist jafnt og þétt, eftir þvi sem fjölgar i borginni. Viðskiptavinirnir eru á öllum aldri,— allt frá þvi þeir geta sagt „Eina pylsu” og upp úr. Ég er farinn að þekkja geysi- lega mörg andlit, þótt ég viti ekki alltaf nöfnin. Þetta fólk kemur aftur og aftur, sumt hef- ur komið áratugum saman. Það þarf ekki að segja hvað það vill fá, þegar ég sé andlitin veit ég hvernig varan á að vera. Annars er salan breytileg eft- ir veðri, minni ef kalt er, en mest yfir sumartimann. Ég treysti mér ekki til að segja hvaf margar pylsur fara á dag, en i gegnum árin eru þau sennilega orðin ansi mörg tonnin.” Ekki fékkst Kristmundur til að segja frá einhverju atviki öðru eftirminnilegra úr sölunni, en drap þó á það að matar- siðimir væru mismunandi. ,,Ég hef lært mikið af starf- inu, sérstaklega að þekkja fólk. Þekking er eitt af þvi sem alltaf er hægt að bæta við sig, svo ég geri ráð fyrir að halda starfinu áfram,” sagði Kristmundur Jónsson. — EB „Menn komust upp f átján pylsur áður fyrr, en nú torga þeir ekki nema átta,” segir Kristmundur Jónsson. Mynd: Loftur Hljómsveit Ingimars Eydal hœttir Hljómsveit Ingimars Eydal mun leika i siðasta sinn fyrir Akureyringa um mánaðamótin mai-júni n.k. Astæður þess að hljómsveitin hættir eru þær að þeir Sævar Benediktsson, Brynleifur Hallsson og Þorleifur Jóhannsson hyggjast hætta að spila með hljómsveitinni i sumar. En einnig kemur það til að Ingimar lenti i bilslysi fyrir 6 vikum og slasaðist mjög illa. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og telur sig ekki verða ferðafæran i náinni framtið. Til greina getur komið að hljómsveitin fari til Spánar eins og undanfarin ár, en akureyringar verða að sjá af þessari vinsælu hljómsveit i sumar. Ekkert er vitað á þessu stigi hvað verður um Sjálfstæðishúsið. Þvi hefur verið fleygt fyrir að þar verði sétt upp diskotek, en ekki hefur neitt verið ákveðið i þvi efni. —SJ Fjölmiðlar sýna börnum óhugaleysi Hörð gagnrýni kom fram á val kvikmynda fyrir börn á ráð'- stefnu sem lialdin var i Norræna húsinu s.l. laugardag um börn og fjölmiðla. Á ráðstefnunni voru flutt nokkur erindi um þetta efni. Bergþóra Gisladóttir talaði um börn og leikhús, Þorbjörn Broddason ræddi um áhrif út- varps og sjónvarps á börn, Ólaf- ur Jónsson flutti langt erindi um barnabækur og Þorgeir Þor- geirsson talaði um börn og kvik- myndir. Þá sagði Anna Thorsteinsson, fóstrunemi, frá athugun og samantekt nokkurra fóstru- nema á barnasýningum kvik- myndahúsanna. Kom fram i er- indi hennar og Þorgeirs Þor- geirssonar, að mjög illa er búið að börnum af halfu kvikmynda- húsaeigenda. Efnisval var gagn rýnt harðlega, skortur á is- Islandi boðið að halda Miss Skandi- navia keppnina Ferðaskrifstofunni Sunnu og Einari Jóns- syni hefur verið boðið að halda Ungfrú Skandinaviu fegurðar- samkeppnina hér á landi, að þvi er Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, upplýsti i sam- tali við Visi. Finnska sjónvarpið sá um þessa keppni i nokkur ár, en hætti þvi svo. Einhverjar likur eru á að finnar byrji aftur þar sem frá var horfið. En ef ekki verður af þvi, þá stendur keppn- in Islandi til boða. Sunna og Einar Jónsson hafa umboð alþjóðasambands feg- urðarsamkeppna til að velja fulltrúa Islands á hinar ýmsu keppnir. „Þetta er mikið fyrirtæki ef af verður” sagði Guðni Þórðarson. „Það verðúr ekki hægt að halda þessa keppni hér nema með miklum stuðningi borgar- stjórnar og annarra opinberra aðila. Sú er venjan erlendis og þar sjá menn ekki eftir krónu i þessar keppnir. Þær þykja svo mikil landkynning” sagði Guðni. Endanleg ákvörðun fæst lik- lega á næstu vikum um hver taki keppnina að sér. —óH lenskum kvikmyndum fyrir börn og einnig tilreiðsla mynd- anna fyrir börnin. Engin mynd- anna sem fóstrunemarir sáu voru með islensku tali og aðeins nokkrar þeirra voru með is- lenskum texta. Einnig var gagnrýnt hversu litinn áhuga fjölmiðlarsýni yfirleitt börnum. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrúum frá öllum fjölmiðl- unum, en enginn fulltrúi kvik- myndahúsaeigenda var mættur til andsvara. Hins vegar tóku fulltrúar allra annarra fjöl- miðla, útvarps, sjónvarps, dag- blaða, leikhúsa og bókaútgef- enda, þátt i hringborðsumræð- um að loknum framsöguerind- um. Mikil aðsókn var að ráðstefn- unni og komust færri að en vildu. Virðast uppalendur hafa mikinn áhuga á að rætt sé um málefni barna. Kom fram hug- mynd um að stofna til urnræðu- hópa um þetta efni og lýstu í'jöl- margir fundagesta vilja sinum til að taka þátt i slikum um- ræðuhópum. —SJ LEMON SHAMPOO FOR GREASY HAIR BY clynol 125 gr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.