Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 15
o Sjónvarp, kl. 21.20: William Powell og Myrna Loy kvikmyndum. Eftir það, eða þar til hægt var að kalla hana stjörnu, lék hún i um það bil 8 kvikmyndum á ári. Um 1930 var hún orðin mjög fræg. 1933 lek hún i „The Thin Man”, og árangurinn varð feiki-góður. Þá var hún á samningi hjá MGM og einnig William Powell. Þau áttu eftir að leika saman i mörgum myndum. Fleiri myndir um „The Thin Man” áttu eftir að koma. T.d. „After The Thin Man”, „The Shadow of the Thin Man” og fleiri. Eftir 1945 var Myrna Loy ekki lengur á neinum samningi, en hélt áfram leika. Hún átti þá eftir að koma fram i mörgum kvikmyndum. 1967 kvaðst hún gjarnan vilja leika meira — en hlutverkin sem henni buðust voru ekki nógu spennandi. 1969 fékk hún þó hlutverk, sem henni féll vel i geð. Það var i kvik- myndinni „The April Fools”. Með aðalhlutverkið fór Jack Lemmon. Einn af þeim hæst launðu Um það leyti sem William Powell og Myrna Loy léku sam- an i fyrstu kvikmyndinni sinni, var Powell einn af hæst launuðu leikurunum. Þá var hann hjá Warner Brothers. Hann hafði verið með 6 þúsund dollara á viku en launin voru skorin niður i 4 þúsund dollara. Fyrirtækið tóksiðan þá ákvörðun að Powell væri ekki launanna virði. Það var látið fréttast að hann hefði farið vegna þess að hann vildi vera laus, en það rétta var þó að launakröfur hans voru allt of miklar. Það var þess vegna sem hann léki „The Thin Man” hjá MGM. Eftir þá mynd varð hann stærri stjarna en nokkru sinni áður. — EA 21.20 Grannvaxni inaðurinn (The Thin Man) Bandarisk biómynd frá árinu 1933. Aðalhlutverk William Powell og Myrna Loy. Kunnur visindamaður hverfur á ferðalagi. Dóttir hans fær fyrrverandi lög- reglumann, Nick Charles, til að leita hans. Þýð. Krist- mann Eiðsson. 22.50 A leið til lýðræöis? Heimildarmynd um stjórn- mála-og efnahagsástand á Spáni. Rætt við utanrikis- ráðherrann, Jose Maria de Areilza, og Jordi Pujol, ieið- toga Katalóniumanna, sem berjast fyrir sjálfræði. Þýðandi og þulur Stefán Jökuisson. 23.15 Dagskrárlok 19.35 Likamsrækt skólabarna Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lögunga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliöum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 „Uimmalimm kóngs- dóttir" ballettsvita nr. 1 eft- ir Skúla Halldórsson. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur, Páli P. Pálsson stjórnar. 21.50 Kristfræði Nýja lcsta- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur tólfta erindi sitt: Spámaðurinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (42). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur" ævisaga Haralds Björnssonar leik- ara Höfundurinn, Njörður P. Njarðvik les (2). 22.40 Harmonikulög Franski harmonikuleikarinn Aimable leikur ásamt félög- um sinum. 23.00 A hljóðbergl,,The Home- coming” (Heimkoman), leikrit eftir Harold Pinter, fyrri hluti. I aðalhlutverk- um eru Cyril Cusack, Ian Holm, Paul Rogers og Vivi- en Merchant. Leikstjóri: Peter Hall. 23.55 Fréttir. Dagskráriok. Eitt vinsœlasta parið í Hollywood ó skerminum! Þriðjudagur 6. april 20.00 Fréttir og vcður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skólamál Markmið og leiðir Umræöuþáttur. Þátt- takendur Andri Isaksson, prófessor, Kári Arnórsson, skólastjóri, Heimir Steinson, rektor lýöhá- skólans i Skálholti, Páll V. Danielsson, hagdeildar- stjóri, og Helgi Jónasson, fræðslustjóri, sem stýrir umræðum. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Sigrún B jörnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla I spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. Kvikmyndastjörn- umar William Powell og Myrna Loy voru eitt af þeim pörum sem hafa orðið til á hvita tjaldinu. Þau léku sam- an i mörgum myndum, og þá oftast nær gamanmyndum. Ein af myndunum sem þau léku saman i, er ,,The Thin Man”. Þá mynd sýnir sjónvarpið i kvöld. „Grannvaxni maðurinn” heitir myndin einfaldlega á is- lenskunni. Hún er bandarisk og er frá árinu 1933. Myndin segir frá kunnum visindamanni sem hverfur á ferðalagi. Dóttir hans fær fyrrverandi lögreglumann, Myrna Loy og William Powell f hlutverkum sinum i myndinni „Love Crazy” árið 1941. Flestar myndir sem þau léku saman i voru gamanmyndir. Niik Charles, til að leita hans. Myrna Loy fer með hlutverk dótturinnar, en William Powell með hlutverk lögreglumanns- ins. Myndin „The Thin Man” varð feiki-vinsæl og parið varð eitt af þvi vinsælasta á árunum i kringum 1930. Það var lika kominn timi til þess að Myrna Loy sæi árangur af erfiði sinu. Hún lék i meira en 60 kvikmynd- um áður en hún varð stjarna. Ein af vinsælustu kven-stjörnunum i Hollywood Um það leyti sem Myrna Loy lék i kvikmynd númer 80 var hún ein af vinsælustu kven-stjörnum i Hollywood. Hún fæddist i Helena, Mon- tana, árið 1905. Faðir hennar dó þegarhún varaðeins lOára. Fá- um árum eftir það flutti fjöl- skyldan til Los Angeles. Þar kenndi Myrna Loy dans um tima. Ljósmyndari, Harry Wax- man, kom auga á hana og i gegnum hann komst hún i reynslukvikmynd. Hún var ein af þeim sem reyndi að fá hlut- verk i,,Cobra”en fékkþaðekki. En 1925fékk hún að spreyta sig i fyrstu kvikmyndinni „What Price Beauty” árið 1925. 8 kvikmyndir á ári... Árið 1926 komst hún á fimm ára samning hjá Warners. Þaö árið fékk hún hlutverk i fimm Myrna Loy lék meö Jack Lemmon I „The April Fools” árið 1969. Þá hafði hún ekki komið fram fyrir myndavélarnar i niu ár. Útvarp, kl. 20.50: „Fró ýmsum hliðum" í nœstsíðasta skipti... „Frá ýmsum hlið- um” er á dagskránni i útvaipinu i kvöld i næst siðasta skipti á vetrin- um. Fyrst heyrum við harðort er- indi nemanda i Réttarholts- skólanum. Erindiö er flutt i til- efni brottreksturs nemenda úr nokkrum skólum vegna látanna 1. april. Þessum nemanda finnst refsingin all-hörð og hefur ýmislegt við hana að athuga. Þá verður rætt við formann Kvartmiluklúbbsins, Orvar Sigurðsson. Félagar i Kvart- miluklúbbnum eru nú komnir hátt á fjórða hundrað, og meðal þeirra eru tveir kvenmenn. Tveir piltar, annar Ur Réttar- holtsskóla og hinn úr Mennta- skólanum i Reykjavik, flytja siðan frumsamin lög og texta eftir sig. Textarnir eru enskir. Piltarnir spila á pianó og gitar. Lögin eru þrjú og eftir þvi sem við höfum frétt, góð. Akveðið var að hringja i Reykjaskóla i Hrútafirði i þess- um þætti, en einhverra hluta vegna náðu umsjór.armenn þáttarins ekki simasambandi þegar þátturinn var tekinn upp. Simtalið við skólann verður þvi að biða næsta þáttar, sem er jafnframt sá siðasti á vetrinum. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.