Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 20
Ákvörðun um landhelgis- skatt nœstu VÍSIR Þriðjudagur fi. april 1976. VERÐUR HANN FLUGMAÐUR? Þeir eru vist ekki ófáir litlu pollarnir sem iáta sig dreyma um að verða flugmenn. Og ekki bara karlkynið, heldur kvenkynið lika. Nú fer það nefnilega óðum i vöxt að stelp- urnar læri að fljúga lika. Þessi snáði á það til að fara með honum pabba sinum út á flugvöll til þess að skoða flug- vélarnar. Og þá er nú ekkert amalegt að fá að setjast inn i þær lfka, hvað þá að setjast svona tignarlega upp á flug- vélarnar. Kannski hann eigi eftir að fá að setja eina svona Igang ein- hveni tima og bregða sér jafn- vel i loftið.? — EÁ/ljósm. Loftur. „Þessa dagana er unnið að þvi að kanna stöðu rikissjóðs eftir nýgerða kjarasamn- inga og breytt viðhorf i kjölfar þeirra, — sömu- leiðis er farið yfir pen- ingamálin, lánsfjár- áætlunina og rikisfjár- málin almennt á veg- um rikisstjórnarinn- ar,” sagði Geir Hall- grimsson, forsætisráð- herra i viðtali við Visi i morgun. Forsætisráðherra staðfesti, að tillögur Seðlabankans um ráðstafanir i peningamálum, sem Visir greindifrá i gær hefðu daga verið til umræðu á rikisstjóm- arfundi fyrir hádegi i gær, og kæmu þær hugmyndir, meðal annars um verðtryggingu hluta sparifjár til athugunar i tengsi- um við aörar ráðstafanir. Er Geir Hallgrimsson var að þvi spurður, hvenær teknar yrðu ákvarðanir um tekjuöflun til landhelgisgæslunnar, sagði hann, að rikisstjórnin hefði meðal annars fjallað um það Forsœtisráðherra segir ríkisstjórnina íhuga verðtryggingu sparifjár mál, en ákvarðamr um álögur i þvi sambandi yrðu ekki teknar fyrr en eftir nokkra daga, þegar fyrir lægi, hvaða upphæðum fjáröflun til landhelgisgæslunn- ar þyrfti að nema. Hann kvað ekki um aðrar leiðir að ræða i sambandi við slika fjáröflun en að leggja sérstakan skatt á landsmenn til þess að standa straum af auknum kostnaði við starfsemi landhelgisgæslunnar. —Olt „HANN MIÐAÐI Á OKKUR RIFFLINUM" Tveir piltor hittu þann sem skaut Guðbjörn, skömmu fyrir ódœðið — Við sáum þarna strák i tröppunum skammt frá okkur, og hann miðaði á okkur riffli, sagði Björgvin Eyjólfsson, menntaskólanemi á Laugar- vatni, við Visi i morgun. Hann og Kristberg Karlsson, félagi hans, hittu piltinn sem skaut Guðbjörn Tryggvason, skömmu áður en hann framdi ódæðið. — Við gengum til hans, og ég tók i hlaupið og sveigði það frá okkur. Ég spuröi hvert hann væri að þvælast með þennan riffil, og hann kvaðst vera að fara meðhann heim til sin, hann væri óhlaðinn. — Við áttum nú einhver meiri Orðaskipti sem ég man ekki, en svo sagðist hann vera að flýta sér og hljóp á braut. Við vorum svo á leiðinni að Laugarvatni þegar við heyrðum um manninn sem var skotinn. bá kom okkur auðvitað þetta atvik i hug og höfðum samband við lögregluna á Selfossi. Endirinn var sá að við fórum norður aftur til að bera vitni. — Hvernig okkur varð við? Tja, við erum bara fegnir að hann skaut okkur ekki. En það er nú siður ráðist á tvo en einn. og það var ekki langt i hann að ná fyrir hvorn okkar sem var, ef hann hefði skotið á hinn. —öT. HÆKKANIRNAR ENN ÞÁ UNDIR RAUÐA STRIKINU ,,Þaö er ekki úr því að draga að verðlagsþróunin hefur verið óhagstæð frá því að kjarasamningar A.S.í. voru gerðir. Hins vegar teljum við að hækkanirnar hafi ekki farið yfir fyrsta rauða strikið sem kveðið var á um í samningunum, þott verðþróunin hafi verið örari en búist var við" sagði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar, i viðtali við Vísi. Að undanförnu hafa heyrst mjög ákveðnar raddir um það frá forystu Alþýðusambandsins að hækkanir á vöru og þjónustu væru nú þegar komnar yfir rauöa strikið og væru búnar að éta að mestu upp þær kjara- bætur sem náðst hefðu i samningunum. „Vegna þeirra umræðna sem orðið hafa um rauðu strikin, tel ég rétt að rifjað sé að nokkru upp livað i þeim felst” sagði Jón Sigurðsson. "Fyrir kjara- samningana var lagt fram ákveðið mat á liklegri verðlags- þróun á árinu. Akvæðin um áfangahækkanir og rauðu strikin i visitölunni eru m.a. byggð á bessu mati.” Þetta eru rauðu strikin margumræddu. „Rauðu strikin i samningunum eru þrjú og bundin við ákveðna hámarks- stigahækkun i visitölu fram- færslukostnaðar-að frádregnum hækkunum tóbaks, áfengis og þess hluta búvöruhækkunar sem rekja má til launa- hækkunar til bænda. Timasetning rauðu strikanna er 1. júni, og 1. okt á þessu ári og 1. febr. '77. Fyrsta júni er hámarkið bundið við 557 stig, sem er 9% hækkun frá þvi sem var 1. febr. s.l., visitalan var þá 507 stig. Fyrsta okt. er hámarkið 586 stig, eða 5,2% hækkun frá fyrsta júni. fari Jón Sigurðsson, forstöðumaöur Þjóöhagsstofnunar hækkunin þá fram úr 557 st. Fyrsta febr. ’77 er hámarkið 612 stig, eða 4,4% hækkun frá fyrsta okt. Fari stigahækkun visi- tölunnar, fram úr þessum há- mörkum 1. júni, 1. okt. eða 1. febr. ’77, hækka launin hverju sinni i hluttalli viö umtram- hækkun visitölustiganna.” 2-3% yfir fyrir fyrsta júní „Spáin um verðlagsþróunina var að nokkru byggð á sátta- tillögum þeim sem lagðar voru fram við kjarasamningana. Þegar eftir að samningar tókust, var útlitið þannig að búast mátti við að hækkunin fram til fyrsta júni færi 1 - 2% yfir rauða strikið.bá þegar voru i vændum hækkanir, sem ekki verða raktar til kjara- samninganna t.d. á hitaveitu, sjónvarpi og sima. Við teljum að enn séu hækkanirnar 1 - 2 % undir fyrsta rauða strikinu. að rauða striks visitalan hafi verið fyrsta april milli 545 og 550 stig. bað er um 5 til 10 stigum hærra en segja má að ráð hafi verið fyrir gert. Verðhækkanir hafa þvi reynsl heldur meiri en spáin gerði ráð fyrir og eins og nú horfir verður að telja verulega hættu a þvi að visitalan fari 2-3% yfir rauða strikið 1. júni” sagði Jón Sigurðsson. -EB Þorleifur Einarsson um Kröfluvirkjun: ,SkiÝtin haafrœðr „Það er ufskaplega gleði- legt að einn af ráðgjafasér- fræöingum Kröfluvirk junar skuli loksins koma fram i dagsljósið og segja almenn- ingi eitthvað um þessa virkj- un. En það hefði mátt vcra itarlegra” sagði Þorleifur Einarsson, prófessor i jarð- l'ræði, i viðtali við Visi i morg- un. Valdimar K. Jónsson, pró- l'essor i vélaverkfræði, einn af þeim sem stóðu að vali véla fyrir Kröflu virkjun, ritar grein i Morgunblaðið i dag, þar sem hann segir Þorleif hal'a veriö með villaiuli full- yrðingar og rökleysur um Kröflu virkjun i blaöaviðtalí nýlega. ,,1 fréttabréfi verkfræðinga hefur komið fram hjá Júliusi Sólnes,að Kröfluvirkjun verði fyrsta votgufuaflsvirkjun i heiminum, þar sem sama túrbinan er nýtt fyrir tvö suðuþrep. betta þýðir að minu viti að verið sé að gera afskap- lega dýra tilraun, þar sem engin reynsla er fyrir hendi. Talið er að orkuþörfin 1980 verði á Norður-og Austurlandi helmingi minni en orkufram- leiðsla Kröflu fullkláraðar. Þetta er skrýtin hagfræði, og nokkuð auðséð að ekki hafa verið valdar réttar vélastærð- ir fyrir virkjunina. t bréfi fimm sérfræðinga Orkustofnunar sem er i Morgunblaðinu i morgun, kemur fram að vegna gufuút- streymis á svæðinu i vetur hefur það látið mikið á sjá og tekur tima að það jafni sig. betta þýðir að ekki er hægt að búast við að fá holu sem gæfi fulla orku næstu mánuðina. bað liggur þvi ekkert á þvi að halda áfram borunum, og sjálfsagt að fullkanna vatns- veitumöguleika Akureyrar áður en Jötunn verður fluttur. Annars er það athyglisvert við Kröflumálið að þingmenn þriggja flokka virðast reyrðir fastir af pólitiskum ástæðum og þegja um þetta mál. bann- ig er nú komið lýðræði og mál- frelsi og er það illa farið” sagði borleifur Einarsson-EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.