Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 6. april 1976. vism Umsjón: Guðmundur Péturssc Ævintýramaðurinn og milljóna- mæringurinn, Howard Hughes. Milljónamæringur- inn Hermit Howard Hughes lést af hjarta- slagi i gær á leiðinni i flugvél frá Mexikó til sjúkrahúsrannsóknar i heimaborg sinni Hous- ton i Texas. Þessi dularfulli auð- kýfingur, sem ekki hef- ur komið fyrir almenn- ingssjónir siðan 1948, lætur eftir sig kaup- sýslustórveldi, sem metið er til 2.000 mill- jóna dollara. Lögfræðingur hans, Greg Bautzer, sem tilkynnti andlát hans, sagði, að liklegast yrði þetta fé látið renna til geim- tækniþróunar og læknavisinda. — Um hrið hefur verið starfandi Læknasjóður Hughes, sem hefur tekjur sinar frá flugvéla- verksmiðju hans. Bautzer lögfræðingur sagði, að erfðaskrá hins látna yrði birt eftir tiu daga eða svo. Blaðamenn náðu tali af Roger Sutton, flugstjóra einkaþotu milljónamæringsins, eftir flugið i gær, og sagði hann, að honum hefði sýnst Hughes „afar þreytulegur og afskaplega föl- ur” meðan á fluginu stóð. — ,,Hann bærði varirnar eitt sinn, en ekki gat ég heyrt hvað hann sagði.” Vinnuveitandi hans gaf upp öndina hálfri stundu áður en flugvélin átti að lenda. arskip i samvinnu við leyniþjón- ustu Bandarikjanna, CIA. Skip þetta notaði CIA til þess að reyna að ná upp af botni Kyrra- hafsins rússneskum kafbáti En aldrei kom Hughes fram i eigin persónu. — Hann var á stöðugum flótta undan sjónum manna, og hélt sig á Bahama- eyjum, i Kanada, á Englandi, i Mexikó og hann hafði búið um hrið i Nicaragua, þegar jarð- skjálftarnir miklu gengu þar yfir um jólin fyrir nokkrum ár- um. Eftir 1970 steig hann naum- ast fæti á ættjörð sina. Nokkrir hlutabréfaeigendur i ýmsum fyrirtækjum hans höfð- uðu mál til þess að krefjast þess að hann sýndi sig eða sannað yrði með öðrum hætti, að hann væri enn lifs. Það fékkst aldrei botn i það mál. Orkuðu þessir sérvitringslegu lifnaðarhættir mjög i þá átt að halda á lofti ævintýralegum sögum um manninn. Umsvifamikill Howard Hughes var prðinn sjötugur að aldri. Lengst af ævi sinnar var hann hreystin upp- máluð. James Bacon, dálkahöf- undur i Hollywood, sem stóð i. stöðugu simasambandi við Hughes, kvaðst hafa talað við hann i Acapulco i Mexikó fyrir sex vikum og hefði þá ekki verið annað að heyra en Hughes væri við bestu heilsu. Hughes tók ungur við fyrir- tæki föður sins, sem seldi áhöld til oliuvinnslu, og færði fljótlega út kviarnar uns risafyrirtæki hans náði yfir flugfélag, flug- vélaverksmiðju og margt ann- að, eins og spilaviti og fleira. Nafn hans hefur oft verið i fréttunum, þótt maðurinn sjálf- ur hafi ekki siðan 1948 komið fyrir annarra sjónir en sinna allra nánustu samstarfsmanna. Fyrir fáum árum neyddist hann til þess að gefa út yfirlýsingu um, að ævisaga hans skrifuð af rithöfundinum Clifford Irving væri ósönn. Irving var siðar dæmdur i fangelsi fyrir svik og pretti. Flœktist í Watergate Fyrirtæki hans dróst inn i eftirmála Watergatehneykslis- ins, þegar i ljós kom, að það hafði smiðað sérstakt björgun- Jeff Abrams (t.v.) og Roger Sutton, flugmenn Hughes, opna cinkaþotuna, eftir komuna til Fort Lauderdale þar sem flugvélin lenti. Hughes þurfti súrefnisgjöf eins og súrefnisflaskan inni i vélinni gefur til kynna, en það kom fyrir ekki. Howard Hughes lést f sjúkrafíugi í gœr 4-4-76 Fyrsta verk James Callaghans i forsætisráðherrastóli verður að leggja íyrir breska þingið í dag fjárlög stjórnar verkamanna- flokksins. Mun þar koma fram á hvað hin nýja stjórn hyggst leggja höfuð- áherslu i' baráttunni gegn verð- bólgunni og atvinnuleysi. Við þriðju atkvæðagreiðslu þingflokks verkamannaflokksins i formannskjörinu sigraði Callag- han keppinaut sinn Michael Foot með meiri yfirburðum, en búist hafði verið við. 39 atkvæði skildu á milli. lílisabeth bretadrottning setti Callaghan þegar i embætti i gær, en hann er 50. forsætisráðherra breta. Vænta má á morgun eða fimmtudag 'tilkynninga um þær breytingar, sem Callaghan mun gera rikisstjórninni. Þykir Foot liklegur til að hljóta þar mikil- vægt embætti eftir að i ljós er komið, hviliks fylgis hann hýtur innan flokksins. Sá sem þykir lik- iegastur til að taka við utanrikis- ráðherraembættinu af Callaghan sjálfum er Roy Jenkins, innan- rikismálaráðherra. James Callaghan, hinn nýi for- sætisráðherra hreta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.