Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 7
7 Sigruðu Þetta eru sigurvegararnir i söngvakeppni sanitaka sjónvarps- stööva i Evrópu (Eurovision), bresk söngsveit sem nefnir sig „Brotherhood of men”. Söngvakeppnin var haldin i Haag á sunnu- dag. Söngvararnir fjórir sigruðu meö laginu Save your kisses for me. Óneitaniega minnir samsetning sveitarinnar á sænsku söng- sveitina ABBA. Fjöldaflótti úr spœnsku fangelsi Þrjátiu og einn fangi slapp úr Segovia fangelsinu fyrir noröan Madrid i gær. Fangarnir voru flestallir fclagar i ETA, sam- tökum skæruliða i Baskahér- uöum Spánar. Þetta er mesti fjöldaflótti úr spænsku fangelsi siðan i borgarastríöinu 1936-39. Talið er að fangarnir hafi komist undan með þvi að klifra niður þakrennu á hliðarálmu fangelsisins, og hlaupa burt, yfir akrana. Siðan hafi félagar þeirra fyrir utan tekið þá upp i bila á þjóðveginum. Fangarnir sluppu á tveggja klukkustunda timabili milli eftirlitsferða varðanna. Nokkrir fanganna höfðu hlotið 20 ára fangelsisdóma fyrir þátttöku i aðgerðum skæruliða. Yfirvöldum verður varla skotaskuld úr að fylla i skarðið. Aðeins nokkrum klukku- stundum fyrir flótta fanganna, hafði innanrikisráðuneytið til- kynnt að 50 félagar og stuðn- ingsmenn ETA skæruliðasam- takanna hefðu verið handteknir i Baskahéruðunum. ETA samtökin hafa nú i haldi iðjuhöld nokkurn, og er krafist 540 milljón króna lausnargjalds fyrir hann, ella verði hann drep- inn. Hótanir við amerískan diplómat í Moskvu llópur rússa veittist aö liátt- settum bandariskum sendi- ráösstarfsmanni i Moskvu i gær. Reymond Benson menn- ingarráðgjafi var aö fara út úr bil sinum fyrir utan Tjækovski bljómleikahöllina, þegar stór og stæðilegur rússi gekk i veg l'yrir hann. „Hann spurði mig hvort ég væri bandariskur” sagði Ben- son frá. Hann sagði að um leið hefðu sex eða sjö aðrir menn umkringt hann. „Þetta voru allt stórir menn. Einn tók i kragann á jakkanum á mér, og þá tók ég i hann. Við streittumst nokkra stund.” Benson sagði að meðan á nuddinu hefði staðið, hefðu rússarnir sagt við hann: „Þú býrð i friði hérna. Hvers vegna leyfirðu okkar fólki ekki að búa i friði i New York? Ef eitthvað meira kemur fyrir það þar, þá gerist það sama hér. Segðu sendiherra þinum það.” Rússarnir áttu augsýnilega við skotárás sem gerð var ný- lega á rússneska sendiráðið i New York. Þegar rússarnir höfðu haft i hótunum við Benson, slepptu þeir honum, og fór hver i' sina áttina. - Ætla enn að mata krókinn á lestarráninu Mennirnir, sem dæmdir voru fyrir „lestarránið mikla”, frægasta afbrot, sem framið hefur verið á Bret- landseyjum, hafa tekið saman höndum um að reyna að fá glæpinn til að borga sig. Sjö lestarræningjanna, sem höfðu með sér 2,6 milljónir sterlingspunda úr póstlest 1963, segjast nú hafa myndað með ser félag með blaðafull- trúa og biða nú aðeins eftir til- boðum i sögu þeirra „eins og hún raunverulega var”. Ellefu lestarræningjanna náðust og voru dæmdir fyrir þrettán árum i samtals 365 fangelsisár. Sjö hafa verið látnir lausir til reynslu, þrir biða lausnar siðar á þessu ári, og einn, Ronald Biggs, sem slapp, býr i Rio de Janeiro. Forseti Hafréttarráðstefnunnar varar þingfulltrúa við: Harðnandi afstaða gegn rétti strandríkja stofnar ráðstefnunni í hœttu Forseti Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóöanna i New York varaöi þingfulltrúa viö þvi i gær aö harðnandi afstaða gegn yfir- ráöum strandrikis yfir cfnahags- lögsögu, gæti stofnað ráðstefn- unni í hættu. Falsaðir forn- gripir Scotland Yard vinnur nú að rannsókn á þeim grun manna, að forn stjarnfræðiáhöld, sem seld hafa verið i Bretlandi, Frakklandi óg Sviss, séu föls- uð. — Hér er um að ræða gripi, sem hafa verið sagðir vera frá 15. og 18. öld. Rannsóknin hófst, þegar fornmunasali taldi sig hafa orðið þess áskynja, að 21 forn- gripur stjarnfræðinga frá þessum timum hafi verið fals- anir. Taldi hann að einhverjir sérfræðingar í Bretlandi hefði smíðað gripina. Grunur þessa forngripasala er sá, að um fjörutiu slikar falsanir til viöbótar séu á markaðnum, og telur hann, að sami maðurinn hafi gert þær allar. Hann sagði að flestir þessara 21 fölsuðu forngripa, sem hann vissi um, hefðu ver- ið seldir á virðulegum uppboð- um eins og hjá Sothebys og Christies, og heföu þeir verið slegnir á verði allt frá 400 pundum upp í 3,400 sterlings- pund. Shirley Amersinghe, forseti ráðstefnunnar, sagði að andstaða gegn sérréttindum strandrikja hefði aukist á ráðstefnunni. Hann hvatti þingfulltrúa til að ræða málin óformlega, til að .auka skilning hvers annars á mismun- andi sjónarmiðum, i stað þess að standa i málalengingum i nefnd- um. Vonir manna höfðu staðið til að samstaða næðist um þær tillögur sem legið hafa fyrir um 200 milna efnahagslögsögu. Óbreyttar eru þær tillögur mjög hagstæðar is- lendingum. Sú harka sem virðist nú færast i málin getur valdið þvi að sitthvað verði dregið til baka af tillögunum. mæla seladrápi i Noregi og Kanada. Ekki svo að sendiráðs- starfsmenn væru að fleygja i hana kæstu selakjöti, heldur höfðu margir i göngunni mun meiri áhuga á leikkonunni heldur en þvi sem mótmælt var. BARDOT VARÐ EKKI UM SEL Birgitte Bardot þurfti lögreglu- broddi mótmælagöngu að norska vernd, þegar hún skálmaði i sendiráðinu i Paris, til að mót- BY clynol 125 gr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.