Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 9
VTSIR Þriðjudagur 6. april 1976. 9 Þeir þurfa ekki lengur á Silhanouk prins að halda höllinni. Þeir leita hjá mér ráða og gefa mér skýrslur um störf sin. Stundum tek ég mér ferðir á hendurút á landsbyggðina ti) að kynna mér með eigin augum, hvernig þróuninni miðar. — Svo að ég hef haft ærinn starfa, sem verður meðan þeir (Khmer Rouge) þarfnast min. En ég hef sagt þeim, að þegar þeir þurfi min ekki lengur með, muni ég með ánægju draga mig i hlé og snúa mér að kvikmyndum,” sagði prinsinn. Sihanouk fursti var kunnur sem glaumgosi i fyrri valdatið sinni, og hafði hann ekki af öðru meiri ánægju en veislum, kvik- myndum oé jass. — Lon Nol-stjórnin fann áþreifanlega fyrir þvi, eftir að hún hafði velt honum úr sessi, að hann hafði verið ástsæll og vel þokkaður af alþýöu landsins, einkanlega smábændum, sem er stór hluti átta milljón ibúa landsins. f siðasta mánuði gengu kambódiumenn til almennra kosninga til nýrrar löggjafar- samkomu, fulltrúaþings alþýð- unnar. Eitt fyrsta verkefni þingsins verður að velja rikis- stjórn og rikisráð, en hið siðar- nefnda á að fara með hlutverk leiðtoga landsins. Lausnarbeiðni Sihanouks fylgir i kjölfar kosninganna og er undirbúningur þess, að hið nýja rikisráð sem væntanlega verður sett, geti tekið hans sess. Það hljómar ótrúlega, hvernig fyrrverandi einvaldur, sviptur völdum og auði að miklu leyti, tekur valdamissinum og stöðusviptingunni með mikilli auðmýkt. — Það hefur honum lærst i útlegðinni i Peking. Á sinum tima meðan hann dvaldi i útlegðinni, gestur-Kina, sagði hann i blaðaviðtali, aðspurður, hvernig hann gæti starfað með kommúnistunum fyrri fjand- mönnum sinum og furstaveldis- ins: ,,Ég held að þeir séu einlægir ættjarðarvinir, sem vilja losa föðurland okkar und- an erlendri leppstjórn.” — Lon Nol-stjórnin naut stuðnings Bandarikjanna. — Sihanouk var öfugrar skoðunar við marga aðra um það, að Khmer Rouge mundi fylgja linu kommúnista i Moskvu eða Peking eða Hanoi. Hann taldi, að þeir mundu ekki ánetjast þessum erlendu vald- höfum, þótt þeir hefðu i fimm ára striðinu verið háðir þeim um hernaðaraðstoð. Enn á timinn eftir að skera úr um það, hvort Sihanouk mat þessa bandamenn sina rétt, hvað þetta snerti. Vitað er, að innan Khmer Rouge (rauðliða) skiptast menn i tvær fylkingar: Aðra, sem sækir hugmynda- fræði si'na beint til Hanoi og Peking, og hin, sem lætur þjóðernisstefnu sitja i fyrir- rúmi. Enn sem komið er, hefur siðarnefndi hópurinn verið ofan á. peningastofnanir, bæði Seðla- banka og viðskiptabanka, sem með aðgerðum i gengis- og pen- ingamálum ráða framvindu lykilstærða i islenzkum þjóðar- búskap. Þá má nefna ýmiss al- mannasamtök og hagsmuna- hópa. Hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins geta með samningum siná milli kollvarp- að allri viðleitni til efnahags- stjórnar og þrýstihópar ýmiss konar knýja sitt fram með góðu eða illu. Einnig má nefna aukið framsal valds frá löggjafanum og til stjórnsýsluaðila, þannig að málefni sem áður hefði verið ráðið til lykta með lögum eru nú fengin ráðuneytum eða öðrum stjómvöldum til umfjöllunar og ákvörðunar. Sú þróun sem hér hefur verið rakin á sér sjálfsagt margar or- sakir og verður ekki snúið við með neinum einföldum eða auð- veldum hætti. Það hlýtur hins vegar eða vera kappsmál að leita einhverra þeirra úrræða, sem gera kleift að fella nýjar valdamiðstöðvar að hefð- bundinni greiningu rikisvalds- ins (löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald) og koma yfir þær lýðræðislegri ábyrgð og heildar- stjórn. Að láta að sér kveða ut- an dagskrár Verk- og valdsvið Alþingis hefur sem sé minnkað. En á þvi sviði, þar sem atbeina löggjaf- arsamkundunnar er þó 'ennþá þörf, hefur einnig orðið veruleg breyting. Frumkvæði og forysta i lagasetningu hefur smám saman horfið úr höndum þing- manna og komizt i hendur rikis- stjórnar og embættismanna hennar. Hlutfall þingmanna- frumvarpá af samþykktum lagafrumvörpum hefur stöðugt farið minnkandi. Enda kannast flestir við þá staðreynd, að öll meiriháttar frumvörp sem flutt eru á Alþingi eru stjórnarfrum- vörp. I þessum skilningi hefur Alþingi þróazt æ meir i það að verða afgreiðslustofnun. Þing- menn flytja jú fyrirspurnir, þingsályktunartillögur og frum- vörp til laga, en fátitt er að þeir flytji fullmótaðar tillögur um flókin og þýðingarmikil mál hvað þá að slik frumvörp nái fram að ganga. (Reyndar virð- ist nú orðið sem þingmenn láti einkum að sér kveða utan dag- skrár!) Þingmenn hafa náttúrlega sitt hvað sér til afsökunar. Það er ekki heiglum hent að fullvinna tillögur um viðamikla og vand- meðfarna málaflokka, auk þess sem slikt þarf helzt að fara saman við landstjórnina að öðru leyti. Ennfremur geta þing- menn bent á, að þá vanti að- stöðu og sérfræðilega aðstoð til slikrar tillögugerðar. En þetta hefur þær afdrifariku afleiðing- ar, að vald og áhrif þingmanna er nú miklu fremur að færast i það horf að geta staðið i vegin- um og synjað samþykktar á til- teknum stjórnarfrumvörpum, heldur en hitt að þeir beri sjálfir mikilgæg stefnumál fram til sigurs. 1 svipinn minnist ég ekki nema eins þingmannafrum- varps i seinni tið, um meiri hátt- ar mál, sem þannig hefur verið úr garði gert, hvað allan undir- búning snertir, að jafna hafi mátt við stjórnarfrumvarp. Það var frumvarp það, sem Guð- mundur H. Garðarsson flutti fyrr i vetur um lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Á að útvega aðstoðar þingmenn Hvað er til ráða? Eigum við að fjölga þingmönnum? Hækka laun þeirra? Koma upp sér- fræðistofnun þeim til aðstoðar? Útvega þeim hverjum um sig einn aðstoðarmann? Allt i þeirri von, að tillögum þeirra um þjóð- þrifamál fjölgi og að þeir verði þess fremur umkomnir að vega og meta kosti og galla stjórnar- frumvarpa. Sem sé að áhrif þingmanna á lagasetningu og landsstjórn færu vaxandi. Sjálf- sagt væru ailar þær hugmyndir, sem nefndar voru (utan fjölgun- ar þingmanna) til bóta. En það er vist borin von, að þær verði að veruleika i bráð. Til þess skortir allar fjárhagslegar for- sendur. Svona i lokin væri þó kannski ekki úr vegi að varpa fram einni viðbótarhugmynd, sem skoða mætti sem fyrsta skref i viðleitni til að stuðla að vandaðri og áhrifameiri tillögu- flutningi þingmanna. Þingmenn vantar oft þekkingu, fé og tima til þeirra athugana og úr- vinnslu, sem er nauðsynleg for- senda tillögugerðar um meiri háttar mál. Mætti ekki hugsa sér, að veitt yrði á fjárlögum á- kveðin peningaupphæð til laga- undirbúnings og tillögugerðar þingmanna? Peningarnir gætu myndað ákveðinn sjóð, sem yrði i umsjá sérstakrar nefndar, t.d. skipuðeinum fulltrúa frá hverj- um þingflokki. Þingmenn gætu svo sent inn umsóknir um fjár- styrk til ákveðinna viðfangs- efna, sem gerði þeim mögulegt að kaupa sér aðstoð til undir- búnings og tillögugerðar um einhver nánar tilgreind málefni. Einhver hrossakaup kynnu að eiga sérstað til að byrja með, en tilraun af þessu tagi ætti að geta orðið prófsteinn á það, hvers ár- angurs megi vænta af bættri að- stöðu þingmanna, auk þess sem hún gæti ef vel tækist til orðið liður i þvi að styrkja löggjafar- samkunduna gagnvart rikis- stjóm, embættismannakerfi og ýmsum fyrrgreindra valdamið- stöðva. BORVETURINN MIKLI aftur á rökstóla og láta „hendur standa fram úr ermum” við að finna erlenda aðila, sem nota vilja þessa orku okkar? Hliðarumræðan: Hér verður ekki leitast við að gera neina allsherjarúttekt á öllu þvi, sem ritað hefur verið um orkumálin upp á siðkastið og þaðan af siður reynt að leggja mat á það, hvað skyn- samlegast sé að gera i þessum málum. Það er ekki á færi und- irritaðs. Hinsvegar þykir höf- undi þessara lina rétt að benda lesara sinum á ýmislegt, sem fram hefur komið upp á siðkast- ið og flokka má undir nokkurs konar „hliðarumræðu”. Hefur ýmislegt skemmtilegt borið þar á góma og málin nánast þróast i þá átt, að „hliðarumræðuefnin” skipta nú orðið allt eins miklu — ef hreinlega ekki meiru máli — en „aðalumræðuefnið’ og er þar allt við hæfi og i samræmi við is- lenskar hefðir i málum sem þessum. Til „hliðarumræðu- efna” hygg ég megi telja „Bor- málið”, og „samsæris- og mafiukenninguna”. Bormálið: Fyrstu merkin um uppsigl- ingu bormálsins gat að lita i Visi 29. marz s.L: I fréttinni var vitnað i þaú ummæli bæjarstjórans, að það sé mjög „mikilvægt fyrir okkur að hafa borinn einum mánuði lengur, svo að hægt sé að ganga úr skugga um hversu mikið vatn svæðið gefur”, en á þvi byggjast áætlanir þeirra Akureyringa um hitaveitu og hönnun hennar. En það litur helst út fyrir að einn mánuður skipti ekki minna máli á öðrum stað fyrir norðan — eins og þessu ummæli Jakobs Björnssonar orkumálastjóra úr Morgunblaðinu frá 31. mars gefa til kynna: Þessum holumálum til nánari skyringar er rétt að tilfæra hér upplýsingar, sem fram komu i þessari frétt Morgunblaðsins: Siðan hafa þeir Jakob Björns- son og Bjarni Einarsson talast við i formi fréttafyrirsagna og verður ekkiséð.aðneitthafi þar gengið saman, né heldur höfum við séð fréttir af árangri ferðar þeirra Akureyringa hingað suð- ur, til þess að fá úr þvi skorið, hvor skuli hafa borinn áfram, þeir eða kröflufólkið. Þann 1. aprQ upplýsir Þjóðviljinn i smá- frétt um málið — og raunar þeirri einu, sem það blaö hefur birt um þetta mál — að endan- legákvörðun um næsta verkefni Jötuns sé á valdi Gunnars Thor- oddsen, iðnaðarráðherra. „Þetta er m jög viðkvæmt mál”, voru einu svörin, sem blaðið fékk hjá þvi háa ráðuneyti og um það hljóta allir „hugsandi” menn að vera sammála. En sé þetta blessað bormál ,.,við- kvæmt” fyrir þá i Iðnaðarráðu- neytinu, hlýtur það þá ekki að vera ennþá „viðkvæmara” fyrir þa aðila, sem verða að skipta sér i tvennt milli hagsmuna hitaveitu Akureyringa annars vegar og Kröfluvirkjunar hins vegar, með þvi að eiga sæti samtimis i bæjarstjórn Akur- eyrar og Kröflunefnd? Sanikvæml _ upþlýsfngúm i .lakohs Bjðrnssonar er nú ein full- borurt hola vió Kröflu. Hún hafói á sinum tima 70 kf- þrýsting á ferscntimetra cn sióan eldgosið varó í Leirhnjúk hefur þrýstingurinn lækkað nióur í 35 kg á fersentimetra. Ein hola skemmdist vió Kröflu og þriója holan sem hyrjað var á híður frek- < ari borunar. Samkvæmt áætlun Orkustofnunar á nú að bora 4 * nýjar holur vió Kröflu og á þvi aó < vera lokið i október þannig að þær yróu tiihúnar til tengingar i * desember. A Laugalandi er búió aó bora tvær holur. Sú fyrri gaf 70—80 « litra á sek. af 90 gráðu heitu vatni, en sú síðari gaf ekkert vatn 1 en rcyndist hins vegar 90 stiga , heit. Talió er aó um 250—300 Iftrar af 90 gráóu heitu vatni á sek. dugi fyrir hitaveitu á Akur- eyri i náinni framtió. i Hola nr. 2 var oróin 1870 metra djúp þegar starfsmenn fóru i frí < fyrir skömmu. en þegar þeir komu aftur varö þcss vart aö mikió hrun hafói oróió i holunni og ágeróist þaó næstu daga svo aö nú hafa menn að mestu misst vonina um að hún komi aö nokkru gagni. Aætlaó var aö hún yrði 1600 m djúp og kostaói um 50 millj. kr. en ljóst er aó hún er nú orðin mun dýrari og verkió senni- kleea iinnið til ónýtis. - Samsæirs- og mafiukenningin Samkvæmt þessari kenningu upphefst „samsærið” með grein ettir Baldur Guðlaugsson i þessu blaði fyrir réttri viku sið- an. Þar gerir Baldur m.a. Kröfluvirkjun og lagningu byggðalinu að umtalsefni, vitn- ar óspart i dr. Jóhannes Nordal, en kemst m.a. að þessari niður- stöðu varðandi þær fram- kvæmdir, sem hér voru upp taldar: ráðherra, en segir siðan: - - nú eru þessir 'þöttF^ » piltar farnir aö leita aö nvjué fórnarlambi. Nú á aö sauina^ aö Gunnari Thoroddsen iön-4 1 aóar- og orkumálaráöherra. sem á að hafa gerzt sekur um* margvlsleg glappaskot, svoí alvarleg, aö taliö er óverjandi. aö hann sitji lengur I ráö-< herrastól. báöum drottnar iönaöa , herra og er þvi eini aöilinn, gera veröur þd kröfu til, aö i orkumálalega og fjárhags yfirsýn yfir máliö i heild. ' stjórn hans viröist hafa bru{ > gjörsamlega , og hægri hö: ekki hafa vitaö hvaö sú vir ► geröi. - . Þá gerir Baldur einnig póli- tiska ábyrgð og siðmenningu að umræðuefni, en framhaldsins var ekki lengi að biða. Þann 1. april bar Davið Oddsson fram þrjár fyrirspurnir á fundi Borg- arstjórnar Reykjavikur, en borgarstjóri svaraði og birti Morgunblaðið svar, hans i vik- unni. Var þar hvergi rætt um „árásir” né heldur samsæri, en blaðamaður Timans var ekki lengi að finna „blóðþefinn”, sbr. þessa fyrirsögn. - ÍÚ ER REITT TIL HÖGGS AÐ GUNNARI THORODDSE J Samsæirskenningin var siðan þróuð i Timanum daginn eftir og var þar einn fremsti sam- særissérfræöingur blaðanna um þessar mundir a.þ. Viðavangs- höfundur, að verki. Hann ræðir fyrst hina „misheppnuðu árás Visismafiunnar” á dómsmála- Og nánar útfærð litur kenn- ingin þannig út: l»aö er unnars athygllsvert, aö þaö er aö meslu leyti saini hópurinn og stóö aö aöförinni aö Olafi Jdhannessýni, sem veitlst aöGunnari Thoroddsen , nú. þó aö hlutverkaskipti hafi átt sér slaö i nokkrum tilvik- um. Pannig hefur Buldur Guö- ( laugsson tekiö aö sér hlutverk N'ilmundar á Vlsi og Pavift < ► Oddsson hlutverk Sighv meö því aö ílytja máliö inn i * ► borgarstjórn meö sérstæöum j . Iiætti. Þorsteinn Pálsson, rit- " stjóri N'Isis, sprellar á bak viö^ k tjöldin ásamt Heröi Kiuars-. ögfræöingi. Já, þaðersvo sannarlega ekki á þessa bansetta „Visismafiu” logið og gott að til eru menn. sem sjá i gegnum þessa kauða og fletta ofan af þeirra vondu verkum! En með tilliti til þess arna, bormálsins, sem áður var getið og ennfremur þess, ’að allt mun vera i óvissu um framhald Járnblendiverksmiðjunnar, er setning vikunnar valin. Hún er úk fyrrnefndri grein Baldurs Guðlaugssonar og hljóðar þann- ig: „IÐNAÐARRÁÐ- H E R R A E R VORKUNN”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.