Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 06.04.1976, Blaðsíða 12
Á ekki a& upplýsa 1176-1622 skrifar: Sennilega hafa þær uppljóstr- anir sem undanfarið hafa komið fram i þeim afbrotamálum sem nú eru á allra vörum komið eins og óþægileg köld sturta yfir flesta islendinga. Maður hélt að hér væru bara til þeir afbrotamenn sem hafa haft þau faglegu ein- kenni að vera drukknir og ákaf- lega illa undir glæpi sina búnir, þannig að þeim hefir farist verk sitt einkar klaufalega og oft á tiðum hávaðasamlega af hendi. Lögreglan þekkir og getur þvi farið beint heim til þeirra og náð i þá áður en þeim tekst að kaupa brennivin fyrir það sem afbrotið gaf i aðra hönd. Hér starfar mafía En maður hrekkur upp af vær- um blundi, hér er (var?) starf- andi skipulagður glæpaflokkur, mafia i þess orðs eiginlegu merk- ingu. Flokkur sem ryður úr vegi þeim mönnum sem eru starfsem- inni til trafala. En málið er i rannsókn hjá lögreglunni og sú rannsókn gengur hægt, vonandi af eðlilegum ástæðum. öll áhersla er lögð á að rannsaka mál nokkurra manna sem i gæslu- varðhaldi sitja, en það að upplýsa hverjir aðrir voru i þeim spira- smyglhring. sem nú hefur gægst fram i dagsbirtuna, er látið sitja á hakanum enn um sinn. Mál smá- karlanna eru rannsökuð af fullum krafti, vinnumannanna, sem unnu skitverkin, en stórlaxarnir eru bara saltaðir á meðan. Það er bara spurningin hvort þeir gleymist nokkuð i saltinu þannig að þeir geti haldið ótrauðir áfram eftir smástopp. Stórbóndinn hœttir ekki fc>að þarf enginn að halda að stórbóndinn hætti búskap þótt teknir séu frá honum fáeinir vinnumenn. Hann lærir bara af reynslunni og vandar val sitt á vinnumönnum betur næst og bæt- ir starfsaðferðirnar. Hér erum viö komin að mikilvægum punkti málsins. Hefur enginn getu né vilja til að komast til botns i mál- inu þannig að þeir sem beint og óbeint standa á bak við ódæðin verði látnir svara til saka og látn- ir sýna andlit sin? A bara að krafsa i það sem ofanjarðar er af illgresinu og láta rótina eiga sig þannig að viðbúið sé að nýtt ill- gresi vaxi og það kannski sýnu verra? Hér þarf að rifa upp með rótum jafnvel þó að ræturnar muni teygja sig inn á banka- stjóraskrifstofur eða aðra háa staði. Já eða alveg inn i stjórnar- ráðið. fc>að má ekki sýna illgres- inu neina miskunn þvi þá fer illa. t>á endar með þvi að það sem er álitið glæpsamlegt nú (lagalega og siöferðilega) verður aðals- merki þeirra sem eitthvað mega sin. Lousn ó efnahagsvandanum er: pl • • ■ rleiri born „Efnahagssérfræðingur” skrif- ar: Furðu mina hefur það vakið, að efnahagssérfræðingar rikis- stjórnarinnar skuli vera að vola yfir bágum efnahag rikisins, sérstakléga erlendu skuldunum, sem nema um 330 þúsund krón- um á hvertguðsvolað barn, sem litur dagsins ljós á þessu skeri efnahagsundursins. Til er ákaf- lega einföld lausn á þessum vanda, sem auk þess er svo yndisleg að hún býður upp á aðra möguleika til að gera undrið enn stórkostlegra en þaö er i dag. Lausnin er: FLEIRI BORN. Rfkisstjórnin getur tekið upp þá stefhu að verölauna fjöl- skyldur, sem verða barnmarg- ar, t.d. með rikisskuldabréfi upp á tiu þúsund kall pr. kjaft og hvatt alla þegnana til að fjölga i fjölskyldunum. Þaö myndi auk annars lækka hitunarkostnað manna og akureyringargæti þvi án saknaðar sent heitavatnsbor- inn burt. Krafla yrði auk þess ekki eins nauðsynleg, þvi hluta raf- magnsins, sem hún átti að framleiða var ákveðið að verja til húsahitunar. Tveir meginkostir barna- framleiðslunnar eru þó enn ótaldir: Meö stóraukinni fjölgun barna mýndu erlendu skuldirn- ar lækka á hvern haus, t.d. eitt barn á hvem ibúa myndu lækka skuldirnarum helming. Þá væri kominn grundvöllur fyrir meiri sláttu i iöndum sem meira að segja vissu, hverslags efna- hagskerfi viðgengst hér. Og sæluriki á jörð rynni upp: Eng- ar hömlur á tertu- og kven- mannsbotnr-, ferðalög eða aðrar nauðsynjar, sem hver siðmenntaður, kristinn maður getur ekki verið án. öll þessi börn myndu svo, þegar þau loksins yrðu skatt- borgarar, vera svo mörgaö þau yrðu þess umkomin að greiða til baka rikisskuldabréfin, sem foreldrar þeirra fengu fyrir að framleiða þau, auk þess sem þau greiddu einnig rikisskulda- bréfin, sem gefin verða út á næstu árum til að greiða rikis- skuldabréfin sem falla i gjald- daga áður en langt um liður. Ekki þyrftu börnin að verða atvinnulaus þegar þar að kæmi, t.d. gæti fjóröungur þeirra fengið vinnu við að útskýra efnahagsstefnuna, fjórðungur færi til sjós, bæði til að veiða þorsk og verja þorsk, og helm- ingurinn af afgangnum yrði svo atvinnulaus til þess að afgang- urinn gæti oröið félagslegir ráöunautar. Ef þetta fyrir- komulag yrði ekki nægilega hagstætt mætti virkja nokkra til að eignast börn til að greiða hugsanleg lán ríkisins sem þá verða slegin hjá þjóðum, sem ekki vita hvar og hvernig tsland er. Velvakandi pressa Nágrannar okkar i vestri hafa nývaknað upp af blundi. Það skeði með þeim alkunna hætti að pressan gat fylgt eftir sakamál- um sem yfirvöld höfðu engan áhuga á, heldur þvert á móti, að upplýst yrðu. Arangurinn varð sá að ekki einasta voru vinnu- mennirnir sem skitverkin unnu teknir, yfirvöldin hnepptu þá i fangelsi þegar þeir voru augljós- lega staðnir að verki, heldur tókst blaðapressunni að afhjúpa stór- laxana, mennina sem lögðu á ráðin og i raun báru ábyrgðina frekar en þeir sem keyptir voru til skitverkanna. Og stórlaxarn- ir? Jú, ráðherrar urðu tukthús- limir og sjálfur rikistoppurinn fauk, oni djúpan nálægan dal. Silkihanska- meðferð En nú eru komin upp ljót mál á tslandi, svo ljót að flestum hefur orðið bylt viö. Maður sér fyrir sér afskræmingu samfélagsins ef þetta er stefnan. En spurningin er hvort stjórnendur afskræmingar- innar eigi að fara ósnertir leiðar sinnar? Eða fá þeir bara silki- hanska meðferð? Það er alkunna að allskyns smásvindl og svokall- að sukk er stundað af þeim sem potað hafa sér hátt, menn hafa lag á að láta bilana sina ganga fyrir grænum baunum sem rikið borgar o.s.frv. En ef menn sem eru komnir i valdamiklar stöður (ekki bara pólitikusar heldur bankastjórar og aðrir slikir) mis- nota það vald sem þeir hafa, eins og kjaftasögurnar sem hafa reynst ótrúlega sannar hingað til segja, og árangurinn er glæpa- starfsemi af þvi tagi sem við nú þekkjum, ef slikt hefur skeð segir þjóðin örugglega hingað og ekki lengra. Það er alveg sama þó að meintir baktjaldastjórnendur hafi ekki hugsað sér að hlutirnir gengju svona langt, þeir gerðu það og gera það aftur ef ekki tekst að grafast fyrir meinið. Það er bara barnaskapur ef menn gera sér ekki ljósa grein fyrir þvi að svona glæpahringir teygja sig alitaf i margar áttir. Beint og óbeint. Huldufólk til hjólpar Eitt atriði i sambandi við tið- rædd afbrotamál langar mig að drepa á að lokum. Fyrir fáeinum árum frétti ég að lögreglan is- lenska hefði i Kaupmannahöfn það sem þeir kalla huldumann. Þetta er einn þeirra manna sem nú sitja inni. Hann bjó þá i hippa- hverfinu Kristjaniu, verslaði þar með fiknilyf áð þvi er sagan sagði, en sendi lögreglunni hér heima jafnframt upplýsingar um þá islendinga sem versluðu með fiknilyf þar ytra. Maðurinn þáði laun fyrir og/eða fékk loforð um að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þvi að fá fikniefna- dóm hér heima, sem hann átti yf- ir höfði sér. Lögreglan semsagt samkvæmt þessu kaupir menn sem hún hefur tekið fyrir fikni- efnabrot til að vinna með sér til að handsama aðra gegn þvi að þeirsleppi. Sjálfsagt árangursrik starfsaðferð, en vafasöm. Almenningur er kvíðafullur Rannsóknarlögreglumenn kvarta sáran yfir þvi að þurfa að fjalla um mál þessi á vettvangi fjölmiðlanna, en það er ekki nema von að menn fjalli um þessi mál opinberlega. Almenningur vill fá þessi mál á hreint og er kviðafullur yfir að rannsóknir og dómar fari alltaf i manngrein- arálit. Atvinnuglæpamenn þurfa þá bara að koma sér vel fyrir, eiga góða vini og verða þá óhultari fyrir truflunum i starfi sinu heldur en maður á eyðieyju. Réttvis. smyglmólið ; |j|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.