Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 10
10 MiBvikudagur 1. nóvember 1978 vism Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elfas Snæland Jónsson, Gisli Baldur Garðarsson, Jónfna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóftir, Stefán Kristjánsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsínga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrif stof ur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2400.- á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 120 kr. eintakiö Prentun Blaðaprent h/f. Jókvœð þróun óvenjulegt er aö jákvæðar fréttir berist af þróun þeirra sjúkdóma/ sem helst herja á heilsu nútímafólks. Þaðgerðist þóá læknaráðstefnu um kransæðasjúkdóma, sem haldin var í Reykjavík um síðustu helgi. Þar kom fram, að ekki hef ur nú um sinn orðið aukn- ing á þessum sjúkdómum hér á landi/ og bendir því allt til þess að fram sé aö koma árangur af þeirri baráttu, sem fram hefur farið á vegum margra aðila gegn þeim áhættuþáttum, sem taldir eru vera afdrifaríkastir varð- andi kransæðasjúkdóma og dauðsföll af þeirra völdum. Bæði hér á landi og i öðrum vestrænum löndum benda niðurstöður rannsókna til þess að þrír helstu áhættuþætt- ir séu há bióðfita, hár blóðþrýstingur og reykingar. Skipulega hefur verið reynt að hafa áhrif á þessa þætti hér síðustu ár. | því sambandi má nefna hvatningar til fólks um að huga að mataræði sínu og nota sér leið- beiningar um hollara mataræði. Með tilkomu sérstakrar háþrýstingsdeildar við Landspítalann hefur eftirlit með sjúklingum, sem verið hafa með of háan blóðþrýsting aukist og nýjar leiðir verið reyndar til þess að hafa áhrif til lækkunar á blóðþrýstingnum. Ennfremur er rétt að minna á upplýsingastarfsemi opinberra aðila og áhuga- mannasamtaka varðandi skaðsemi reykinga og hættuna, sem þeim er samfara. Enginn vafi er á því að það, sem hér hefur verið nefnt hefur allt átt sinn þátt i því að dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma hefur ekki fjölgað síðustu árin. Margt f leira hefur þar komið til og eiga áhugamannafé- lög eins og Hjartavernd þar meðal annars skildar þakkir fyrir ötult starf. En við megum ekki sofna á verðinum. Það hefur ein- ungis tekist að stöðva uggvænlega þróun varðandi krans- æðasjúkdómana. Við eigum enn mikið verk að vinna áður en þróuninni verður snúið við og dánarkúrfan breytist úr láréttri stöðu og stefnir niður á við. Kransæðasjúkdómar eru enn eitt alvarlegasta vanda- málið, sem við er að glíma á heilbrigðissviðinu hér á landi. Það er hart að velmegunin og hóglíf ið skuli draga menn unnvörpum til dauða. Þegar um er að ræða sjúk- dóma eins og kransæðasjúkdóma, þar sem lifnaðarhætt- ir okkar valda mestu um sjúkdómana, ætti heilbrigð skynsemi að ráða gerðum okkar. Menn geta á þessu sviði nánast haft lif sitt i hendi sér. Hjartabíllinn Hjartabíllinn svonefndi, sem Blaðamannafélag Islands gaf Rauða krossi islands á sínum tíma hefur verið rek- inn frá Slökkvistöðinni í Reykjavík. Margir efuðust um það að með þeim hætti væri hægt aö hafa full not af bíln- um við flutning hjartasjúklinga. I Ijós hefur llka komið að hann er notaður til hvers konar sjúkraflutninga og tækjabúnaður hans meira og minna ónotaður. Á læknaráðstefnunni um helgina var upplýst að um helmingur þeirra, sem látast úr bráöri kransæðastíflu deyja á fyrstu klukkustundinni eftir að einkenna verður vart. Mikið er því i húf i að byrja læknismeðferðina strax og unnt er. Full ástæða er til að taka undir kröfur lækna um að hjartabíllinn verði staðsettur við sjúkrahús og rekinn þaðan, þannig aö læknir og hjúkrunarkona gætu farið með bilnum að sækja hjartasjúklinga og hægt yrði að hef ja meðferð strax á leiðinni á sjúkrahús. Misskilningur, sem ekki hefði þurft að koma til Þriöjudaginn 24. okt. birtist grein i Visi eftir Þórö H. Hilmarsson, deildarstjóra viö- skiptasviös viö Fjölbrautaskól- ann I Breiöholti. Fjallaöi höf- undur þar um viöskiptamennt- un á framhaldsskólastigi, svo og um réttindi og laun þeirra, sem útskrifast úr þeim skólum er veita viöskiptamenntun. Margt i þessari grein var at- hyglisvert og timabært aö koma á framfæri. Meöal annars telur Þóröur, aö kjör þeirra, sem út- skrifast úr verslunarskólum landsins séu verri en vera ætti, og er vissuiega ástæöa tii aö umræöu sé komiö af staö um þau mái. Þaö er þó ekki þetta sem ég ætla aö gera aö umfjöllunarefni I sambandi viö grein Þóröar, heldur nokkur atriöi sem hann minnist á er varöa viöskipta- menntun i landinu. Samkeppni við mennta- skólana Höfundur segir orörétt I grein sinni: „Hinir tveir heföbundnu r T ^ Svavar Lárusson yfirkennari við framhaldsdeild Samvinnuskólans Lí Reykjavík skrifar: ^ ---------y--------- um, þá eru tveir fyrstu bekkir Samvinnuskólans starfræktir aö Bifröst i Borgarfiröi. Skólinn er meö þvi aö fá gesti til fyrir- lestrahalds, og er sérstakur timi ætlaöur til þess i hverri viku. Nemendur i 3. bekk heimsækja jeinnig fyrirtæki i sambandi viö starfskynningu. Þá hefur og veriö aukin kennsla I kerfis- fræöi. Margt bendir til, aö þessi kennsla, þ.e. I sambandi viö tölvur hverskonar, eigi eftir aö skipa enn stærri sess á náms- skránni. Nemendur geta út- skrifast úr 3. bekk meö n.k. „meira próf” i verslunargrein- um, en flestir stiga þó skrefiö til fulls og ljúka stúdentsprófi eftir tvær annir i viöbót. Á þessum tveimur síöustu önnum er lokiö námi til stúdentsprófs i þeim al- mennu greinum námskjarna sem krafa er gerð til, svo nem- endur eigi kost á að stunda al- mennt háskólanám. Aö framangreindu ætti að vera ljóst, aö sú fullyröing Þóröar, aö I Framhaldsdeild Samvinnuskólans fari aöallega fram heföbundiö menntaskóla- nám, fær alls ekki staöist. Þaö eraöeins á siöasta námsári sem þaö gerist, eins og á viöskipta- sviöi Fjölbrautaskólans og af sömu ástæöum. verslunarskólar landsins, Sam- vinnuskólinn aö Bifröst og Verslunarskóli Islands, eru i auknum mæli farnir aö veita kannslu i almennum greinum til stúdentsprófs á kostnaö viö- skiptagreinanna. Þeir eru þvi fremur menntaskólar en versl- unarskólar. Framhaldsdeild Samvinnuskólans 1 Reykjavik ætti þvi aö heita Menntadeild Samvinnuskólans og Verslunar- skóli íslands aö heita Mennta- skóli verslunarmanna”. Stuttu slðar segir Þóröur svo: „Istaöinn hafa þeir einbeitt sér aö hinu almenna námi, og tekiö upp samkeppniviö menntaskól- ana”. Af þessum tilvitnunum viröist augljóst, aö höfundur hefur ekki kynnt sér aö neinu marki þaö námsefni sem lagt er til grundvallar viö Framhalds- deild Samvinnuskólans i Reykjavik eöa Hagfræöideild Verslunarskólans. Þar eöundir- ritaöur starfar viö Framhalds- deild Samvinnuskólans ætla ég aö vikja nokkrum oröum aö þvi sem Þóröur fullyröir varöandi námsefniö þar. (Reyndar á þaö sama viö aö mörgu leyti hvaö snertir námsefni Hagfræöi- deildar V.I., en ekki skal fariö nánar út I þaö hér.) Röng ályktun Eins og flestum er kunnugt sem afskipti hafa af skólamál- fyrst og fremst viöskipta- og fé- lagsmálaskóli, og er þvi höfuö- áhersla lögö á námsgreinar er tengjast þessum sviöum. Nem- endur aö Bifröst njóta einnig starfsþjálfunar og margvislegr- ar starfskynningar, og hefur þessi þáttur verið aukinn hin siöustu ár. Nemendur frá Sam- vinnuskólanum aö Bifröst út- skrifast meö almennt versl- unarpróf og hafa einnig nýlega fengiö réttindi sem félagsmála- kennarar. Eins og fram kemur I tilvitn- unum úr grein Þóröar, þá virö- ist hann álita, aö Framhalds- deild Samvinnuskólans, sem starfrækt er i Reykjavik, sé fremur almennur menntaskóli en verslunarskóli. Þetta er aö sjálfsögöu alveg röng ályktun. I 3. bekk Framhaldsdeildarinnar er höfuöáhersla lögö á viö- skiptagreinar og námsgreinar skyldar þvi sviöi. Kynni af atvinnulífinu Námiö er meö öörum oröum mjög I anda þeirra tillagna um viöskiptanám á framhalds- skólastigi sem drög hafa veriö birt aö. Auk þess hefur verið lögö aukin áhersla á aö koma nemendum I kynni viö hina margvislegustu þætti hins al- menna atvinnu- og viöskiptalifs, Endurskoðun nauðsynleg Hitt er annaö mál og liggur I hlutarins eöli, aö um mikla sér- hæfingu eöa margar valgreinar getur ekki veriö aö ræöa I fá- mennum skóla. Þar veröur aö reyna aö finna þann meöalveg sem heppilegastur þykir á hverjum tima, enda mjög svo umdeilt hvort mikil sérhæfing er æskileg snemma á kostnaö almennrar þekkingar. Aö sjálfsögöu er stööug endurskoöun námsefnis nauö- synleg, ekki sist á timum mik- illa breytinga og hraörar tækni- þróunar, sem svo endurspeglast I hinum ýmsu þáttum þjóölifs- ins. Af sömu ástæöum er stööug umræöa um skólamálin lika nauösynleg, m.a. til aö ekki komi stöönun I starf skólanna. Aukin samvinna skóla sem starfa á svipuöum grundvelli, a.m.k. á vissum sviðum, ætti einnig aö vera sjálfsögö. Mér er nær aö halda, að sá misskilningur sem fram kemur i grein Þóröar, og snertir m.a. Verslunarskóla Islands og Sam- vinnuskólann, heföi ekki komiö til, ef nánara samband heföi rikt milli hinna görtilu verslunar- skóla og nýju fjölbrautaskól- anna sem nú hafa tekiö upp viö- skiptanám. Undirritaöur lætur þá von i ljós, aö þetta geti oröiö tilefni til þess aö slik samvinna veröi efld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.