Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 11
VISIR Miövikudagur 1. nóvember 1978 11 Þrír af hverjum fjórum mótmœla með þögninni Grundvöllurinn brostinn Kosningar til 1. des. nefndar innan Háskóla lslands þjóna ekki lengur upphaflegum til- gangi sinum. Grundvöllur þeirra er brostinn þegar aöeins 25% háskólanema vilja hafa áhrif á hvaö fram er boriö fyrir alþjóB, i beinni útvarpssendingu á þessum hátiBisdegi. Af 673 greiddum gildum at- kvæBum, nú f afstöBnum kosningum fékk Vaka 276 at- kvæBi en VerBandi 371 og f krafti þessara rétt 370 atkv. sem eru um 10% þessa nemendafjölda sem i háskólanum er mun VerB- andi herja á þjóBina 1. des. næstkomandi meB beinni út- varpssendingu frá Háskólabiói þar sem fjallaB verBur um „Há- skóla i auövaldsþjóöfélagi,” hvorki meira né minna. Af framansögöu er ljóst aö grundvöllur 1. des. hátföahalda er hruninn. Þaö er ekki siö- feröislega rétt aö svo litill hluti háskólanema geti flutt efni i nafni hans alls þegar 3/4 hluti nemenda mótmælir meB þögn- inni. Þögull meirihluti Kjörsókn sem þessi er ekki einsdæmi innan háskólans. A seinasta ári slefaBi hún 29% i sömu kosningum en var þá rétt rúmlega 50% í kosningum til stúdentaráBs, þrátt fyrir grimmilega smölun. Ef einhvers staöar er til þög- ull meirihluti þá er hann til i háskólanum og nú er timi til kominn aö hann láti frá sér heyra, áöur en allt álit skólans meöal almennings I þessu landi veröur fokiö út I veöur og vind. Hverjar eru skýringar þess aB þessi þögli meirihluti hefur ekki treyst sér til aö halla höfö: sinu aö ööru hvoru þeirra feiaga sem á boöstólnum eru, þ.e. Veröandi eöa Vöku? Úrkynjuð pólitík Skýringin er einkum ógeö á þeirri úrkynjuöu og þreytulegu pólitik sem þessi félög hafa staöiö fyrir. Hvorugt þeirra er þar ööru verra, bæöi eru jafn slæm. Veröandi menn eöa þeir „stofukommar” sem þar ráöa feröinni, mala sifellt um alda- gamlar kenningar Marx sem hvergi hefur tekist aö fram- fylgja hvaö þá skýra. Vökuliöiö sem er samsafn „bláeygra” Heimdellinga blaörar um „óvininn í austri” eöa þá kapítalisma sem hvergi finnst ómegnaöur frekar en marxism- inn. Slikar umræöur snerta ekki málefni félags- og menningarlif skólans svo er nokkur furöa þó fólk sé þreytt á þeim fuglum sem ráöa gangi mála i félögun- um. Þaö er þvi alls ekki rétt sem Sigurlaug Bjarnadóttir sagöi i grein sinni hér I VIsi aö Vaka sé aö einhverju leiti betri valkost- ur, nema kannske siöur sé. (Ó)mynd Háskólans út á við Hvaöa áhrif hefur svo þessi spillta pólitik innan háskólans haft á viöhorf almennings gagn- vart honum. Hvaöa kenndir vakna hjá fólki þegar þaö les spilltasta og ógeöslegasta blaö landsins, Stúdentablaöiö? Hver er nú mynd þess skóla útá viö sem i upphafi var óskabarn þjóöarinnar og öllu mátti fórna fyrir. 1 dag er sú mynd þvi llkust aö litiö sé I brotinn spegil, svo margbreytilegar eru skoöanir manna. Hver hefur ekki heyrt aö skólinn hýsi vanþakklátasta „þrýstihóp” þjóöarinnar. Deil- ur vegna námslána eiga vafa- laust sinn þátt i aö skapa þetta álit og mér finnst timi til kom- inn aö hætt veröi aö krefjast af- náms visitölubindingar á þeim lánum en reyna frekar aö fá þau hækkuö þannig aö þau I raun geti skapaö jafnrétti til náms. Hvaö ætla annars þessir ágætu baráttumenn okkar stúdenta aö gera ef nú veröur samþykkt á Alþingi frumvarp um raunvexti á öll lán i þjóöfélaginu,sækja um undanþágu? Eitt er þaö enn sem hefur ver- iöþugsandi fólki mikiö áhyggju- efni en þaö er offramboö á menntuöu fólki I vissar starfs- greinar. A seinasta þingi var lögö fram tillaga um aö kanna þörfina hjá atvinnuvegunum fyrir menntaö fólk mjög vitur- leg tillaga aö minu viti. Þessi tillaga er samt eitt af þvi sem haldiö hefur vöku fyrir Veröandi-mönnum. Þeir vilja óheftan fjölda I hvaöa starfs- grein sem er engan má fella, þaö er ekki frelsi til náms. Er nema von aö fólki blöskri slikt hugarfar. Þaö viröist alveg lokaö Veröandi-mönnum aö litiö þjóöfélag sem okkar getur ekki leyft sér þann munaö aö mennta menn aöeins upp á „sport” og skaffaö þeim svo vinnu þegar námi er lokiö i einhverju ööru fagi en þeir hafa lært til á sam- bærilegu kaupi. Þaö er alveg ljóst aö þaö er einskis hagur aö mennta fólk i starfsgreinar þar sem ekki er þörf fyrir þaö þó vissulega eigi aö setja manngildiö ofar peningahyggju. Þjóðfélagið ekki til fyrir Háskólann Háskólinn er fyrir þjóöfélagiö en ekki öfugt. Þess vegna ber háskólanum aö laga sig aö þörf- um þess umhverfis sem hann er i. Ein leiö aö þvi marki er sú aö breyta námsfyrirkomulagi þannig aö nemendur geti stundaö einhverja atvinnu sam- hliöa. Meö þessu myndi tvennt Ólafur St. Sveinsson laganemi skrifar: Framtíðin sker úr um hvort ekki tekst að rétta Háskólann við í augum fólks og fá það á ný til að trúa því að skólinn útskrifi ekki aðeins skólagengið fólk heldur um leið menntað. ávinnast. Verkleg reynsla ekki endilega I sama starfi og viö- komandi er viö nám i og fjár- mögnun námsins yröi minna vandamál. Þaö er ekkert lög- mál aö nám i ákv. grein skuli taka t.d. 5 ár en ekki 8, þar sem yfirferö væri miöuö viö vinnu út i þjóöfélaginu samhliöa. Náms- timinn ár hvert gæti lika lengst frá þeim tima sem nú er og ýtt undir rétta þróun i þessa átt. Þessi leiö myndi á öruggan hátt tryggja jafnrétti til náms, nokkuö sem námslán geta aldrei gert fullkomlega. Ég hefi hér rætt um háskólann og þá pólitik sem innan hans er rekin. Von mln er sú aö hún breytist og hún breytist ef þeir sem hingaö til hafa setiö þöglir láta til sin heyra. Framtiöin sker úr um hvort ekki tekst aö rétta háskólann viö i augum fólks og fá þaö á ný til aö trúa þvi aö skólinn útskrifi ekki aöeins skólagengiö fólk heldur og um leiö menntaö. Jóhann J. ólafsson lögfræðingur skrifar: Vel væri athugandi að beina gömlum húsum inn á svæðið sem afmarkast af Aðal- stræti, Túngötu, Garðastræti og Vestur- götu og reyna að skapa þannig skemmtilega umgjörð um raunveru- legt lif. Húsfriöun er tiltölulega ný af nálinni hérlendis af eölilegum ástæöum og hefur þjóöin verið aö feta sig áfram I þeim efnum, án þess aö skýr stefna sé enn komin fram. Tvö sjónarmiö eru mestáberandi. 1) Verndunhúsa 1 upprunalegri mynd á safni (Arbær). 2) Verndun húsa i sem upprunalegustu ástandi aö utan á sinum staö og I notkun. Sjón- armiöin eru oft söguleg eöa byggingalist. En gömul hús bjóöa upp á marga fleiri mögu- leika. Ein stærsta ástæöan fyrir áhuga almennings fyrir görnl- um húsum er þörfin fyrir aö skipta um umhverfi, og slappa af. 1 staö þess aö skreppa út úr bænum, hverfa menn aftur I timann. Aöstæöur i sumarbú- stööum eru oft frumstæöar af þessum sökum. Gamli timinn er anzi rómantiskur, þegar viö getum brugöiö okkur aftur i timann úr nútimaþægindum, án Frá New Orleans til Árbœjarfsafns óþrifnaöar, erfiöis og strits þess liöna. Svo er alltaf hægt aö skella sér aftur inn i nútimann og fá sér heitt baö. Tvær hugmyndir Ég fer á hverju ári i veitinga- stofuna i Arbæ meö fjölskyld- una. Þaö hefur tekist meö ágæt- um aö ná hlýlegu andrúmslofti i þessu gamla húsi. Grimuball þar sem hús komu I staö bún- inga. Ég myndi fara miklu oftar ef þessi veitingaaöstaöa væri t.d. I Grjótaþorpinu, og opiö reglulega. Menn eru alltaf leitandi I þessum efnum. Tvær hugmynd- ir hafa komiö fram. önnur var sú aö flytja Arbæjarsafn i Grjótaþorpiö. Hin aö flytja fólk inn I Arbæjarsafniö. Báöar þessar tillögur eru mjög athyglisveröar og vertað athuga þær nánar. Grjótaþorpiö: Viöa um lönd eru gamlar borgir eöa þorp inni i nýjum borgum. Má þar nefna franska hverfiö I New Orleans og gamla bæinn I Genf o.fl. Franska hverfið I New Orleans er sérstaklega skemmtilegt, allt iöandi af lifi dag og nótt. Þar eru antique-verzlanir, minjagripa- verzlanir auk fjölda sérverzl- ana, markaöa, hótel, krár, veit- ingastaðir, búllur, næturklúbb- ar, nektarshow o.fl., sem ekki verður tæknivætt. Gamli bærinn i Genf er ekki svona fjörlegur en mikið ber þar á antique-verzl- unum, fornbókaverzlunum, líst- munum, tizkuhönnuöum, allar tegundir veitingarekstrar o.þ.h. Eitt gleymist Vel væri athugandi aö beina gömlum húsum inn á svæöiö sem afmarkast af Aöalstræti, Túngötu, Garöastræti og Vesturgötu og reyna aö skapa þannig skemmtilega umgjörö um raunverulegt lif. Hér á aö skapa stemningu, andrúmsloft og umhverfi. Ég vara viö tillög- um um aö gera hverfiö aö safni og jafnvel aö frysta mannlifiö lika meö þvi aö viöhalda úrelt- um vinnuaöferöum i trésmiöi, bókbandi eöa tóvinnu, sem eng- an efnahagslegan grundvöll hefur. Lifandi söfn eru jafn ómöguleg og lifandi lik. Eitt viröist alltaf gleymast I umræö- um um þessi mál, en þaö er veöriö á Islandi. Rigningar- suddi og blindhrfö eru jafnan svo fjarlæg rómantiskri fram- tiöarsýn. Hinar þröngu götur Grjótaþorpsins þyrftu aö vera yfirbyggöar, eins og portiö i Fjalakettinum. Þá fyrst væri grundvöllur fyrir göngugötur og viöhald allt mikiö léttara. 1 mjög heitum löndum sunnar- lega I tempraöabeltinu tiökast yfirbygging gatna til þess aö bægja frá sólarhitanum. Viö hérna noröanlega I tempraöa beltinu veröum aö bregöast á likan hátt viö okkar lága hita- stigi og óbliöu veðráttu. Við lifum þó á tuttugustu öldinni Arbær. Jónas Guömundsson, rithöfundur, skrifar smellna grein i Timann 27. október s.l. þar sem hann leggur til aö búiö sé I Arbæ I stað þess aö reisa þar draugaborg handa túristum. Ég er honum hjartanlega sammála i þessu. Hins vegar skilst mér á Jónasi aö hann vilji flytja fólk inn I þau hús sem þegar eru komin upp eftir. Það tel ég ekki heppilegt. Hvernig væri aö skipuleggja þarna borgarhverfi meö götum og torgum og flytja þangaö gömul hús viö hliö hinna, sem fyrir eru auö en leyfa fólki aö búa i þeim viö ný- tizku aöstæöur. Smiöshús getur áfram veriö sýningargripur eins og eimreiöin þó Jón Jónson og fjölskylda búi i næsta timburhúsi, eöa steinbæ. Svæöiö umhverfis Arbæ er allt of stórt til þess aö gera þaö aö stein- dauðu safni, sem er lokaö mest- an hluta ársins. Þar mætti skapa aöstööu fyrir félagslif og tómstundaaöstööu, skemmt- analif leiki og iþróttir. Hvernig væri aö hafa Tivoli i Kaup- mannahöfn eitthvaö til fyrir- myndar eöa Walt Disney garö- ana i Ameriku svo eitthvaö sé nefnt. Viö lifum þó á tuttugustu öldinni þótt hús eldist. Þegar gengiö er um Disney garöana ber mest á þrenns konar skemmtun. Fara I leiktæki, boröa góöan mat og verzla. Rauðvínsstofurnar hans Vilmundar Ekki væri úr vegi aö flytja eitthvaö af erlendri menningu og hóflegri ómenningu inn á slika staöi t.d. rauövinsstofurn- ar hans Vilmundar Gylfasonar. Nú fer fimmti hver íslendingur til útlanda á ári og kaupir á út- söluveröi I útlöndum. Mætti ekki spara gjaldeyri meö þvi aö neyta einhvers af ósómanum heima hér? En þaö gæti skekkt Islenzkar alkóhólskýrslur ef menn drekka minna i útlöndum, smyglaö og bruggaö, en nóg um þaö. Þess ber þó að geta aö i Disney-göröunum fæst ekkert vin neins staöar, hvorki á veit- ingahúsum né á börum. Þá hef- ur nýsmiöi „fornmuna” veriö gagnrýnd all mikiö og á hún rétt á sér i vissum tilfellum. En þar sem fyrst og fremst er veriö aö skapa stemningu sé ég ekkert athugavert viö aö smiöa glæný gömul hús. ABalatriöiö er aö hiö stóra svæöi kring um Arbæ sé notaö til þess aö byggja upp alhliöa afþreyingarstaö fyrir Islend- inga, þar sem hægt er aö finna sitthvað til skemmtunar og fróöleiks allt áriö um kring, helga daga sem virka. Sem sagt lif. Þaö spillir ekki aö hægt er aö tengja Arbæjarsvæöiö einu bezta útivistarsvæöi sem völ er á, Elliöaárdalnum. Jóhann J. ólafsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.