Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 17 Hverfisgötu 18, s. 530 9314 NICARAGUA DAGAR Matur, tónlist o.fl. frá Nicaragua Matseðill: - Tostones - Tajadas Pollo Asado - Enchillada - Gallo Pinto - Bunuelos - Fresco de Zanahoria - Leche de Banano ÞEGAR smalað var yst í Hjalta- staðaþinghánni um helgina var veður eins og ákjósanlegast getur orðið; milt og bjart svo að eggjar Dyrfjallanna sáust langt að. Féð rann sitt skeið niður á milli klettabelta, sem einkenna lands- lagið svo mjög á þessu svæði, og niður í rétt sem stendur við bakka Bjarglandsár. Þar var dregið í sundur og hver hirti sitt fé. Bændum þótti það ágætlega fram gengið þótt lömb væru nokkuð misjöfn vegna slaks ár- ferðis í vor. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Það er gott að halla sér fram á réttargirðinguna og spekúlera dálítið með yngri kynslóðinni eftir vel heppnaðan fjárrekstur úr fjöllum. Ungur nemur, gamall temur Egilsstaðir HÚNAÞING vestra veitti árleg um- hverfisverðlaun í fjórða sinn þann 18. september á Gauksmýri. Oddviti sveitarfélagsins, Heimir Ágústsson, sagði við það tækifæri, að viðurkenn- ingar fyrir góða umgengni á bújörð- um og við fyrirtæki, svo og fagra garða í þéttbýli, væru mikilvægar nú á tímum mikillar umræðu um um- hverfismál. Sumt í umhverfi fólks hefði gengið í arf, en annað væri áunnið. Benti hann á að í umhverfi Gauksmýrar væru staðreyndir sem blöstu við. Þar var í einu vetfangi ræst fram mikið af votlendi um miðja síðustu öld, nú væri unnið að end- urheimt þess og einnig hafin skóg- rækt. Arnar Birgir Ólafsson nýráðinn umhverfisfræðingur og garðyrkju- stjóri Húnaþings vestra lýsti störf- um umhverfisnefndar, en hana skipa auk hans Hulda Einarsdóttir, Ár- borg Ragnarsdóttir og Sigríður Hjaltadóttir. Auglýst var eftir ábendingum og fór nefndin vítt við skoðun á stöðum. Þá skýrði oddviti frá vali þeirra aðila sem hlutu viðurkenningar. Þeir voru hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Hreinn Halldórsson fyrir garðinn á Garðavegi 17 á Hvammstanga. Sparisjóður Húnaþings og Stranda sem fékk viðurkenningu fyrir snyrti- legt umhverfi og gott aðgengi fatl- aðra. Lögbýlið Vatnshóll sem fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt um- hverfi og smekklegt viðhald húsa. Ábúandinn á Vatnshól, Halldór Lín- dal Jósafatsson, var fjarverandi. Að lokinni athöfninni var gestum boðið kaffi og meðlæti. Morgunblaðið/KÁ.S. Fremri röð frá vinstri: Hreinn Halldórsson, Guðrún Jóhannsdóttir og Páll Sigurðsson sparisjóðsstjóri. Aftari röð frá vinstri: Heimir Ágústs- son oddviti, Arnar B. Ólafsson og Hulda Einarsdóttir. Umhverfisverðlaun Húnaþings vestra Hvammstangi Morgunblaðið/LíneySéð í Skoruvík. TÍMAMÓT urðu í ferðamálum á Langanesinu þegar Mercedes- Benz-fólksbifreið renndi í hlað á eyðibýlinu Skoruvík og er það trú- lega í fyrsta skipti sem „drossía“ kemur þangað. Það skal þó skýrt tekið fram að vegurinn er í raun alls ekki fólksbílafær en ágætlega fær stærri bílum og „jepplingum“ Þórshöfn Nýr vegur út á Langanes svo segja má að Benzinn kæmist þetta meira af vilja eigandans en mætti og algjörlega á hans ábyrgð. Vegabætur hafa staðið yfir í sumar á Langanesveginum allt út að Skoruvík sem er um 40 kíló- metra leið en Þórshafnarhreppur gekkst fyrir því að fá fjárveitingu frá Vegagerðinni til endurbóta á veginum, sem raunar gat varla tal- ist vegur heldur grýttur og hálf- ófær fjallajeppaslóði. Um sex milljónir fóru í upp- byggingu þessa ferðamannavegar út á Langanes en ferðafólk sækir sífellt meira í sérstæða náttúru Langanessins svo nú er betri tíð framundan þegar leiðin er orðin greiðfærari. ÞEGAR fréttaritari stóð fyrir í smalamennsku á Götum í Mýrdal varð hon- um litið í spegilinn á bílnum sínum og þar blasti við Rauðifoss sem er upp af án- ingarstaðnum á þjóðvegi nr. 1 í Gatnabrún. Rauði- foss er sérkennilegur vegna litarins. Hann er allt- af rauður vegna mikils mýrarauða sem kemur frá mýrlendinu fyrir ofan. Hann er mjög misjafnlega vatnsmikill, stundum nán- ast þurr en í mestu rign- ingum breytist hann í stór- an foss, og á veturna myndast oft mikil klaka- brynja kringum hann. Rauður foss Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mynd tekin í Gatnabrún við þjóðveg 1 í Mýrdal með Rauðafoss í speglinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.