Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sólveig Brynj-ólfsdóttir fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1950. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 17. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Klara Alexandersdóttir húsfreyja, f. 30. des- ember 1922, d. 14. september 1967, og Brynjólfur J. Brynj- ólfsson veitingamað- ur, f. 10. apríl 1907, d. 2. ágúst 1988. Systur Sólveigar eru: 1) Sigríður Margrét, f. 5. janúar 1948, gift Alexander Specker, þau búa í Zürich. 2) Ragnheiður, f. 26. mars 1949, gift Baldri Jónssyni, þau búa í Garða- bæ. Sólveig giftist 17. nóvember 1973 Vigfúsi Ásgeirssyni eðlis- fræðingi, f. 17. maí 1948. For- eldrar hans voru hjónin Ágústa Þ. Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1906, d. 31. október 1985, og Ásgeir L. Jónsson vatnsvirkja- fræðingur, f. 2. nóvember 1894, d. 13. apríl 1974. Sólveig og Vig- fús eiga tvær dætur: 1) Ágústu Þuríði, verkfræðinema í Háskóla Íslands, f. 13. júlí 1977, sambýlis- maður Jóhannes Þorsteinsson verkfræðinemi í University of Mary- land, f. 20. október 1978. 2) Klöru Írisi, viðskiptafræðinema í Háskólanum í Reykjavík, f. 6. mars 1981. Vigfús átti áð- ur Viktor Jens verk- fræðing, f. 20. júlí 1967, eiginkona Erna Sverrisdóttir bókmenntafræðing- ur, f. 23. ágúst 1967. Sonur Viktors er Stefán Andri, f. 17. nóvember 1991. Sólveig ólst upp í foreldrahús- um fyrst á Langholtsvegi í Reykjavík og á Seltjarnanesi en síðan lengst af á Sólvallagötu 61 í Reykjavík. Hún stundaði nám í Landakotsskóla, Hagaskólanum og í húsmæðraskóla í Kaup- mannahöfn. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum og síð- ar Flugleiðum að mestu samfellt frá árinu 1970. Sólveig og Vigfús hófu sinn búskap á Sólvallagöt- unni hjá Brynjólfi föður Sólveig- ar, bjuggu síðan í nær þrjú ár í Bandaríkjunum, þá á Dunhaga 17 í Reykjavík en í Löngumýri 14 í Garðabæ síðan 1986. Útför Sólveigar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Veröld okkar er breytt, hún verður aldrei söm og við fáum engu ráðið. Hún er svipul og raunaþung og rýmir ekki sorgina, kannski af því hún er líka þung af ást og hlýju. Hjartans Sulla okkar er farin, fyrirmyndin sem kunni svo vel að gefa og njóta. Konan sem umvafði alla með hlýju og örlæti. Greiðvikin, glæsileg og hnyttin. Óspör á hrósið og sem manna best fór með gæluorðin. „Við áttum eftir að gera svo margt saman.“ Þessi orð föður okkar og tengdaföður sögðu svo margt. Um það sem var og það sem átti að verða. Sulla, pabbi, Klara og Ágústa. Fjöl- skylda og vinir, gagnkvæm virðing og ást. Þau höfðu gert svo ótal margt saman. En það er líka svo fjölmargt ógert. Söknuður þess sem hefði getað orðið er óbærilegur, minningin fögur og hlý. Allt er öfugsnúið og mót- sagnakennt. Svo þegar á reynir af- hjúpast það sem er. Tilfinningar okk- ar, máttleysi og líka styrkur. Máttvana stóðum við frammi fyrir veikindum Sullu. Þá kristallaðist órjúfanleg ást milli dætra og móður og manns og konu. Daga og nætur viku þau ekki frá sjúkrabeði Sullu. Stöðugt var hjúkrað og hughreyst, gefið af væntumþykju og ást sem yf- irvann þreytu, vonleysi og kvíða. Þeg- ar allt var þrotið stóð eftir skynjun sterkrar ástar, allt þar til yfir lauk og líka umfram það. Allt í anda Sullu. Við munum alltaf minnast alls þess sem Sulla var. Hún var hluti af lífi okkar. Hluti sem við hugsuðum aldrei um að við gætum misst. Þessi útgeisl- un, væntumþykja, vinátta, hjálpsemi og húmor, allt sem gerir lífið betra. Sulla gaf og gaf. Umvafin ómetanleg- um minningum og þakklæti kveðjum við hjartans Sullu okkar. Sofðu rótt, hjartagullið besta. Erna og Viktor. Í dag kveð ég hinstu kveðju mág- konu mína og yndislega vinkonu Sól- veigu Brynjólfsdóttur. Ég hitti Sullu (eins og hún var kölluð) fyrst sumarið 1973 þegar Vigfús bróðir minn kynnti mig fyrir henni, þessari glæsilegu ungu stúlku sem var tilvonandi mág- kona mín. Síðar átti ég eftir að kynn- ast hversu mikla innri kosti þessi sviphreina unga stúlka hafði til að bera. Hún var greind, ávallt glaðlynd og skemmtileg, hreinlynd og heiðarleg og vildi öllum gott gera. Hún var traustur og góður vinur sem alltaf var hægt að leita til. Hún var þeim kost- um gædd að öllum leið vel í návist hennar. Hverjum og einum í fjölskyldu Vig- fúsar varð hún strax mjög kær. Á þessari stundu ríkir í huga mér sorg og söknuður svo og þakklæti fyr- ir að hafa átt hana fyrir mágkonu og góða vinkonu. Þegar Vigfús fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna, bjuggum við í sama bæ. Það var dýr- mætt fyrir mína fjölskyldu að fá þau í nágrennið og var daglegur samgang- ur milli okkar. Kom þá enn betur í ljós hversu miklum góðum mannkostum hún var gædd og styrktust vináttuböndin, sem aldrei bar skugga á. Sulla var mínum börnum sem góð eldri systir. Þau dáðu hana og ríkti þar gagn- kvæm væntumþykja. Væntumþykja og umhyggja sem fluttist yfir til barnabarna minna. Þegar ég kynntist Sullu var hún flugfreyja. Sinnti hún því starfi af dugnaði og alúð æ síðan, sem og öðru sem hún tók sér fyrir hendur, allt þar til hún þurfti að gangast undir aðgerð þ. 14. febrúar sl. vegna þess meins er batt enda á líf hennar. Eftir aðgerð fór hún í erfiða lyfjameðferð sem hún tók með aðdáanlegri þrautsegju og þolinmæði. Ástríki og kærleikur eig- inmanns og dætra var henni mikill styrkur allt til hinstu stundar. Það er svo margs að minnast. Allra gleði- og skemmtistunda með Sullu og fjölskyldu. Í kringum aðventu byrjaði jólaundirbúningur Sullu og okkar systra, með því að tekinn var heill dagur í smákökubakstur, siður sem hefur haldist í tugi ára og fannst okkur þetta ómissandi. Ennfremur má nefna öll fjölskylduboðin á heim- ilum okkar til skiptis. Var sameigin- legur undirbúningur þeirra ekki síður ánægjulegur. Við höfðum lengi rætt um að gaman væri að fara í jólaferð til Kaupmannahafnar. Sl. vetur dreif Sulla í að þessi ferð yrði að veruleika. Sulla og Vigfús sáu um skipulag út í ystu æsar. Þetta var yndisleg ferð með mökum okkar, sem við munum ætíð minnast. Svona mætti lengi telja. Það eru ekkert nema ánægjulegar og góðar minningar tengdar Sullu. Það er mik- ill tregi að hún sé horfin úr þessu jarðríki í blóma lífsins, en einhver til- gangur hlýtur að vera með því sem við fáum ekki að vita nú. Minningin um Sullu mun lifa í hjarta okkar. Mestur er missirinn hjá Vigfúsi, bróður mínum, dætrunum Ágústu og Klöru, Viktori stjúpsyni, Ragnheiði og Sigríði systrum hennar, Jóhannesi og Ernu tengdabörnum, sem sjá á eftir þeirri bestu eiginkonu, móður, systur og tengdamóður sem hægt er að hugsa sér. Guð gefi þeim öllum styrk og stuðning á sorgarstundu. Matthildur Valfells. Vorið 1973 fréttum við að Vigfús móðurbróðir okkar væri trúlofaður ungri konu, Sólveigu Brynjólfsdóttur. Þetta þótti okkur systkinum mjög spennandi, sérstaklega vegna þess að hún var flugfreyja. Á þessum árum bjuggum við í Bandaríkjunum, en komum ávallt heim á sumrin. Þegar við komum heim þetta sumar var Sulla, eins og hún var jafnan kölluð, flugfreya um borð í vélinni. Þessi fyrstu kynni okkar af Sullu voru ein- kennandi fyrir það sem koma skyldi. Hún var með íslenskt sælgæti handa okkur börnunum, og var svo notaleg að við vorum öll viss um að okkur ætti eftir að líka mjög vel við hana. Um sumarið hittum við Sullu í fjölskyldu- boðum og við börnin litum aðdáun- araugum á þessa glæsilegu, skemmti- legu og hlýlegu konu. Rúmu ári seinna, þegar Vigfús fór í framhaldsnám, fluttu þau Sulla til Ames, litla háskólabæjarins þar sem við bjuggum. Nú hófst sérstaklega skemmtilegur tími hjá okkur systk- inum, enda voru þau hjón kærkomin viðbót við fjölskyldu okkar í vestur- heimi. Fjarri heimahögum urðu náin tengsl og Sulla var nær daglegur gestur á heimili okkar. Við systkinin litum upp til hennar, og þótti afar vænt um hana. Hún var einkar hug- ulsöm og hafði alltaf lag á að gleðja okkur. Hún hughreysti okkur þegar á bjátaði og samgladdist þegar vel gekk. Hún hjálpaði okkur að búa til grímubúninga og passaði okkur þeg- ar foreldrar okkar voru í burtu. Á af- mælum birtist hún alltaf með súkku- laðiköku með hvítu kremi, enda hefði það verið hálfgildings veisla án „Sullutertu“. En sú minning sem er kannski ríkust frá þessum árum er um þá hlýju sem stafaði af henni Sullu. Það var alltaf notalegt að hafa Sullu í kringum sig, jafnvel þó að hún væri bara að smyrja handa manni samloku. Allt var mest, best og skemmtilegast sem Sulla kom nærri. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar allra heim til Íslands á ný. Við hittum Sullu og Vigfús ekki daglega, en engu að síður var mjög mikill sam- gangur okkar á milli. Þegar þau eign- uðust börn vorum við viss um að það yrðu fallegustu og blíðustu börn í heimi, alveg eins og móðir þeirra. Það var því með einstakri ánægju að við pössuðum dætur hennar Sullu; við vildum allt fyrir hana gera. Sulla var einstaklega glæsileg kona að líta, en samt hafði hún enn fallegra innræti. Hún var búin þeim fágæta hæfileika að geta gefið sig að hverjum sem var af alúð og einlægni. Þetta átti jafnt við um börn sem fullorðna. Það kom ef til vill best fram í framkomu hennar við okkur þegar við bjuggum í Bandaríkjunum. Við systkinin vorum þá ýmist á barns- eða unglingsaldri, en Sulla veitti okkur ómælda athygli og gaf sér gott tóm til að sinna okkur, hverjum með sínum hætti. Greiðvikni og tillitssemi Sullu var einnig við brugðið, en hún kom þannig fram að allt var svo sjálfsagt. Manni hætti til að taka ekki eftir því sem hún lagði á sig til þess að hjálpa öðrum. Alltaf var hún kát og glaðleg. Skapgerð Sullu gerði hana einstak- lega hæfa í starfi. Þegar Helga systir flaug fyrst einsömul, 12 ára gömul, sat hún við hliðina á eldri manni. Hann hafði áhyggjur af því að svo ung stúlka væri að ferðast ein. En hún var alls ekki ein, Sulla var flug- freyja um borð. Hann sagði að það væri ágætt þar sem hún væri greini- lega besta flugfreyjan. Það var ósköp eðlilegt að honum fyndist það, því að Sulla var best. Á tíðum ferðum okkar var alltaf spennandi að vita hvort hún væri flugfreyja um borð. Stoltið og eftirvæntingin var engu minni eftir því sem við eltumst. Það var mikill kærleikur og sam- heldni hjá fjölskyldunni í Löngumýr- inni. Sulla og Vigfús sköpuðu fjöl- skyldu sinni ástríkt heimili og var gaman að koma þangað enda heim- ilisfólk ekki bara alúðlegt heldur hresst og skemmtilegt. Sulla var góð móðir og samband hennar við dætur sínar einstakt. Styrkur fjölskyldunn- ar í veikindum Sullu var aðdáunar- verður og var Sullu mikil stoð. Sulla var barngóð og ræktaði vel samband við fjölskyldu og vini. Hún samgladdist innilega hverjum þeim áfanga sem við náðum. Þegar við gift- um okkur og seinna þegar við eign- uðumst börn voru hamingjuóskir frá Sullu dýrmætar. Í garð barna okkar bar hún sama hlýhug og hún hafði sýnt okkur. Við höfum öll átt því láni að fagna að hafa átt gott samband við fjölskyldu hennar Sullu þannig að börn okkar og makar hafa notið þeirrar gæfu að kynnast henni. Það er afar sárt að kveðja hana Sullu, og fáum við henni aldrei full- þakkað hve góð hún var okkur. Þó er nokkur huggun í því að hún lifir í minningunni, og ekki síður með dætr- um sínum, sem eru búnar þessum sömu góðu kostum og hún Sulla var. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þeirri mætu konu. Blessuð sé minning Sólveigar Brynjólfsdóttur. Jón, Helga, og Ágúst Valfells. Það var fyrir næstum því 30 árum að forlögin voru mér hliðholl og leiðir okkar Ragnheiðar lágu saman. Þá komst ég í kynni við fólkið hennar á Sólvallagötu 61. Frá þeim tíma höfum við verið mikillar hamingju aðnjót- andi. Fjölskyldur okkar Sólveigar mágkonu minnar hófu á sama tíma baráttuna við lífið. Líf sem hefur fært okkur skin og skúrir, barnalán og gleðistundir. Ávallt er sál okkar ung þótt líkam- inn eldist. Það er því sárt að missa þig, elsku Sulla mín, úr hópnum, þeg- ar við öll áttum eftir að gera svo margt saman. Því verðum við að orna okkur við allar góðu minningarnar sem þú áttir þátt í að skapa með okkur. Við mun- um fara yfir þær í hugum okkar vit- andi að nú ert þú komin á góðan stað hjá Guði föður okkar allra. Við munum Sólveigu með ljúfa og góða skapið sem vildi öllum vel og hafði ávallt frumkvæði að því að hjálpa öðrum. Við munum einnig kitl- andi hláturinn og brúnu glaðlegu augun. Hún átti það til að beita fyrir sig sérstakri kímnigáfu sem var mark- viss, kankvís og glettin og minnti okk- ur um margt á Brynjólf föður hennar. Í gegnum hugann rifjast upp öll skemmtilegu jólin og áramótin í faðmi fjölskyldunnar. Útilegurnar og þorrablótin og margt, margt fleira sem við tókum þátt í með Sólveigu og Vigfúsi. Sólveig aflaði sér meiri vinsælda en hana óraði fyrir. Það var vegna þess að hún var góð manneskja sem lét fara lítið fyrir sér. Hún lagði alltaf sitt að mörkum og meira en það. Því ber vitni að fjöldi vina, vinnufélaga og ættingja hefur vottað samúð sína og staðfest hlýhug sinn í garð fjölskyldu Sólveigar síðustu daga. Við biðjum Guð að styrkja Vigfús, Ágústu og Klöru sem í marga mánuði hafa axlað þunga byrði. Við Ragnheiður vottum þeim sam- úð okkar. Guð veri með þeim. Baldur Jónsson. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín. Elsku Sólveig, það er sárt að þú skulir vera horfin en minningin um þig er dýrmæt gjöf sem ég mun aldrei glata. Ég bið góðan Guð að blessa Vigfús og börnin og alla ástvinina. Með saknaðarkveðju. Guðrún V. Gísladóttir. Ég hlýt að vera í draumi. Vondum draumi. Sulla frænka dáin. Horfin. Ég reyni að vakna. Get ekki. Grákald- ur veruleikinn blasir við. Svo grimm- ur. Hún sem var gleðigjafinn okkar allra. Hún sem stráði fræjum góðvild- ar og ljúfmennsku í kringum sig hvar sem hún kom. Hún uppskar líka sem hún sáði. Allir sem komust í kynni við hana elskuðu hana og dáðu. Kom það glögglega í ljós í veikindum hennar. Ég svíf til baka í minningunni. Ég sé tvær litlar hnátur hoppa og skoppa um stræti og torg. Sú eldri heldur þéttingsfast um hönd þeirrar yngri. Veröldin er björt og þær brosa á móti sólinni. Þær hafa þegar inn- siglað vináttu sína og verða óaðskilj- anlegar. Alltaf. Mæður þeirra eru systur og verða því heimili þeirra beggja sem þeirra eigin því samgang- ur var mikill. Þær fara í sömu sveit á sumrin. Hvor á sinn bæinn þó en geta alltaf hist. Þar una þær sér vel í frelsi og fegurð náttúrunnar. Sulla ekki al- veg áhyggjulaus þegar ég þeytist um móana með kýrnar sem reiðskjóta til að spara mér sporin. Hún alltaf svo ábyrg. Þær fara í sama barnaskóla og gagnfræðaskóla. Sitja saman og eign- ast sömu vini. Þær kaupa sér eins föt og gera allt eins. Lífið er enn bjart og fagurt og við óreyndar sálir. Smátt og smátt byrja skýjabakkar að hrannast upp í kringum okkur. Ég missi systur mína og föður með stuttu millibili. Þá verður Sulla frelsari minn ásamt Klöru móður sinni. Þær taka mig inn á sitt heimili og breiða verndarvængi sína yfir mig. Þær gera allt sem þær geta til að bjarga þessum ráðvillta unglingi. Frá þeim streymdi meiri góðmennska og hlýja en ég hef ann- ars staðar fundið. Ég sé tvær ungar stúlkur sem eiga stóran vinahóp. Þær sitja og spjalla niðri á Hressó og skemmta sér í Glaumbæ. Lífið er spennandi. Þá syrtir að á ný. Klara er orðin veik. Klara, þessi yndislega kona sem hélt svo fast utan um ungahópinn sinn. Ég man enn heiðríkju augna hennar og dillandi hláturinn. Við horfðum öll vanmáttug á líf hennar fjara út. Sárt var fyrir dætur hennar að missa hana svona unga. Hún var akkerið í lífi þeirra allra. Ekki síst fyrir Sullu sem var litla barnið henn- ar. Nú var hún sem strá í vindi og ég kunni ekki nógu vel að vernda hana og hugga. Hún fékk stórt hjartasár sem aldrei greri til fulls. Hún huggaði og læknaði alla aðra en gleymdi oft að huga nógu vel að sjálfri sér. Ég sé tvær ungar konur sem byrja að byggja upp sitt eigið líf. Þær eign- ast sína lífsförunauta og börnin koma eitt af öðru. Farið er saman í frí og glaðst saman á góðum stundum. Dætur Sullu bera foreldrunum fagurt vitni. Þær bera það glögglega með sér að hafa notið allrar þeirrar ástúðar og umhyggju sem foreldrum er unnt að gefa börnum sínum. Móð- urminningin mun ylja þeim um hjartarætur ævilangt. Ég sé tvær miðaldra konur sem halda enn þéttingsfast hvor í aðra. Þær hafa deilt saman gleði og sorgum og eru sáttar. Þær líta yfir hópinn sinn og sjá fram á góða tíma. Börnin að verða uppkomin og amstri hvers- dagsins að linna. Þá skellur svart- nættið skyndilega á. Sulla orðin veik. Alvarlega. Ég sé þjáningarglampann í augum hennar. Aldrei kvartað. Ótta- slegin fylgjumst við öll með hetjulegri baráttunni. Hún átti því miður við of- urefli að etja og varð undan að láta. Ef til vill hefur einhverjum okkur æðri fundist hún vera búin að ausa nógu miklu upp úr góðmennsku- brunni sínum hér á jörðu og fundist tími til kominn að aðrir fengju að njóta. Eitt er víst að ef heimurinn væri fullur af fólki eins og Sullu þá væri gott að lifa. Mér er sem ég sjái hana núna líta yfir öxlina á mér og segja með sínu kankvíslega glotti: „Skelfing er kerl- ingin orðin væmin.“ Svo má vera en það er alveg sama hversu mörgum fögrum orðum ég færi um hana, þau yrðu aldrei nógu mörg. Elsku Sulla mín. Líf mitt hefði ver- ið svo snautt án þín. Þú bættir og kættir, lagaðir og líknaðir. Nú er skarð í hjarta mínu sem ég mun fylla af fögrum minningum um þig. Nú svífur þú vonandi brosandi um him- inhvolfin í fylgd Klöru, mömmu og Lönu. Sé svo hafa orðið þar miklir gleðifundir og engum mun leiðast í námunda við ykkur. Takk fyrir vin- áttu þína, tryggð og traust alla tíð. Þú verður í hjarta mínu. Alltaf. Íris. Okkur langar til að minnast Sullu frænku. Hún var eiginkona móður- bróður okkar en kallaði sig alltaf Sullu frænku og þannig munum við minnast hennar sem eftirlætis frænku. Sulla var falleg kona og kom sú fegurð ekki síður að innan. Hún var hlý, glaðvær og bjó yfir einstakri kímnigáfu. Tilsvör hennar voru hnyttin en aldrei særandi. Minningar SÓLVEIG BRYNJÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.