Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 49 Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi og hefðbundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af afslöppuðum og mjúk- um hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. • Veitir sveigjanleika með óþvinguðum hreyfingum. • Vinnur gegn mörgum algengum kvillum. • Góð áhrif á miðtaugakerfið, öndun og meltingu. • Eykur blóðstreymi um háræðanetið. • Losar um uppsafnaða spennu. • Losar um stirð liðamót. • Dregur úr vöðvabólgu. • Styrkir hjartað. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún laugardaginn 28. september og hefst kl. 13. Dagskrá: Ræða formanns flokksins, Össurar Skarphéðinssonar. Almennar umræður. Vinnuhópar: 1. Evrópukosning Samfylkingarinnar. 2. Heilbrigðismál. 3. Undirbúningur alþingiskosninga. Niðurstöður vinnuhópa. Almennar umræður. Önnur mál. Fundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki. www.samfylking.is SIGURÐUR Daði Sigfússon er efstur á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur þegar tvær umferðir eru til loka mótsins. Hann hefur fengið 7½ vinning í 9 skákum. Magn- ús Örn Úlfars- son fylgir hon- um eins og skugginn og er með 7 vinninga. Í þriðja sæti er Davíð Kjart- ansson sem hefur fengið 6 vinn- inga, en hann er greinilega í tölu- verðri framför um þessar mundir. Staðan í A-flokki er þessi eftir 9 umferðir: 1. Sigurður Daði Sigfússon 7½ v. 2. Magnús Örn Úlfarsson 7 v. 3. Davíð Kjartansson 6 v. 4.–6. Guðmundur Halldórsson, Dagur Arngrímsson, Kristján Eðvarðsson 5 v. 7. Torfi Leósson 4½ v. 8.–9. Björn Þorsteinsson, Sigurður P. Steindórsson 3½ v. 10.–11. Sigurbjörn Björnsson, Jón Árni Halldórsson 3 v. 12. Halldór Pálsson 1 v. Í B-flokki, eins og í A-flokki, eru 12 skákmenn og tefla allir við alla. Þar standa efstu menn þann- ig: 1.–2. Stefán Freyr Guðmundsson, Stefán Bergsson 8 v. 3. Kjartan Maack 6½ v. 4.–5. Gísli Gunnlaugsson, Guðni Stefán Pétursson 5 v. o.s.frv. C-flokkur er opinn flokkur og þar tefla 22 skákmenn. Efstu menn eru: 1. Árni Þorvaldsson 8 v. 2. Sturla Þórðarson 7 v. + fr. 3. Skúli Haukur Sigurðarson 6½ v. 4. Þórir Benediktsson 5½ v. + fr. 5. Atli Freyr Kristjánsson 5½ v. 6.–8. Aron Ingi Óskarsson, Arnar Sigurðsson, Helgi Brynjarsson 5 v. o.s.frv. Þungur róður á Evrópumótinu Eftir að hafa mætt afar sterk- um sveitum í fyrstu tveimur um- ferðunum mætti Taflfélagið Hellir ensku liði frá Bristol í þeirri þriðju. Hellismenn voru heillum horfnir og þurftu að sætta sig 2–4 tap gegn töluvert veikari sveit. Úrslit viðureignarinnar: AM J. Sherwin (2.344) – SM Hannes Hlífar (2.588) ½ –½ SM Helgi Ólafsson (2.476) – AM Christ Beaumont (2.318) 0–1 FM G. Burgess (2.309) – FM Ágúst S. Karlsson (2.347) 1–0 FM Ingvar Ásmundsson (2.338) – David Collier (2.274) ½–½ David Buckley (2.190) – Snorri Bergsson (2.288) 0–1 Andri Á. Grétarsson (2.313) – Steve Dilleigh (2.164) 1–0 Á fyrsta borði fyrir Englend- inga tefldi bandaríski alþjóðlegi meistarinn James Sherwin. Marg- ir kannast án efa við nafnið úr bók Fischer, 60 minnisstæðar skákir, en skák Sherwin og Fischer er fyrsta skák bókarinnar. Sherwin þessi fékk yfirburðartafl gegn Hannesi og var honum vart hugað líf. Hannes var að því kominn að gefa en ákvað að leggja eina gildru fyrir Sherwin í lokin. Sherwin gætti sín ekki og Hannes náði langþráðum hálfum punkti. Íslendingarnir mættu síðan norsku sveitinni Randaberg í fjórðu umferð. Randaberg-menn eru góðkunningjar Hellis enda mættust sveitirnar einnig í Evr- ópukeppninni í fyrra á Krít. Það hafði Hellir sigur 6–0. Nú er norska sveitin reyndar heldur þéttari og Hellissveitin veikari. Fyrir umferðina var Hellir aðeins í 40. sæti af 43 sveitum með 0 stig og 4½ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson og Ágúst Sindri Karlsson unnu allir fremur örugga sigra og leiddi Hellir á tímabili 3–0. Andri þrá- tefldi skömmu síðar og fyrsti sigur Hellis var í höfn. Snorri Guðjón Bergsson og Ingvar Ásmundsson töpuðu hins vegar báðir þrátt fyrir að hafa haft vænlegar stöður. Loks þegar efri borðin fóru í gang brugðust þau neðri og lokastaðan varð naumur sigur Hellis 3½ –2½. Hellismenn hafa nú 2 stig og 8 vinninga. Þrátt fyrir slakt gengi er ekkert uppgjafarhljóð í mönn- um og menn stefna ótrauðir á að betri úrslit í lokaumferðunum. Röð efstu liða á mótinu: 1. Bosna Saravejo (Bosnía) 6 stig (13½ v.) 2. Alkaloid – Skopje (Mak- edónía) 6 stig (13 v.) 3.–4. Nao Chess Club (Frakkland) og Petersburg LGT 6 stig (11 v.) Enn sést ekki til Kramniks og sagði yfirdómarinn, Dirk Ridder aðspurður að hann væri ekki kom- inn og að vafasamt væri að hann kæmi. Nokkur vonbrigði reynist það rétt. Ridder sagði einnig að franski klúbburinn Clichy hefði sótt um að halda mótið næsta ár og að hann teldi líklegt að svo myndi NAO einnig gera. Það er því ekki ólíklegt að keppnin fari fram í Frakklandi að ári. Unglingameistaramót TR Unglingameistaramót Tafl- félags Reykjavíkur fer fram laug- ardaginn 28. september næstkom- andi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Hefst mótið kl. 14 og lýkur um kl. 18. Þátttökurétt hafa allir sem eru 15 ára eða yngri. Tefldar verða sjö skákir eftir Monrad-kerfi með um- hugsunartímanum 15 mínútur á skák. Sigurvegarinn verður krýndur „Unglingameistari TR 2002“ og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár, en auk þess eru bókaverðlaun og verðlaunagripir fyrir fimm efstu sætin. Það kostar ekkert að taka þátt í mótinu fyrir þá sem eru félagar í Taflfélagi Reykjavíkur, en aðrir borga 500 kr. Núverandi unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur er Guð- mundur Kjartansson. Sigurður Daði efstur á Haustmóti TR Daði Örn Jónsson SKÁK Taflfélag Reykjavíkur HAUSTMÓT TR 2002 8.–29. september 2002 Sigurður Daði Sigfússon Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll NÝÚTKOMIN skýrsla Ríkisendur- skoðunar um þátttöku skattborgara í niðurgreiðslum almannatrygginga til einkastofu- reksturs sérfræði- lækna, þar sem tölur velta í tugum milljóna árlegra greiðslna til handa einstökum læknum, hlýtur að vekja upp spurn- ingar um skyn- samlega notkun skattpeninga, því sjúklingar eru einnig skattgreiðend- ur; því ætti ekki að gleyma. Á sama tíma og hér á Íslandi skortir grunn- þjónustu við heilbrigði sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur m.a. beint til þjóða heims að sjá til þess að allir ættu kost á, gengur meirihluti landsmanna sem nú hefur flutt bú- ferlum á höfuðborgarsvæðið beint í dýrari þjónustu sérfræðilækna sem finnast með einkastofur í sérfræði- greinum frá toppi til táar. Af hverju skyldi Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin beina þessum skila- boðum til þjóða heims, nema vegna þess að fátækt er vaxandi vandamál í heiminum og grunnþjónusta við heil- brigði er ekki aðeins forvörn á þann máta að sem flestir leiti sem fyrst í ódýrustu þjónustuna sem er þjóð- hagslegur sparnaður heldur einnig spurning um að allir hafi kost á því. Því til viðbótar ættu efnahagslega vel- stæðar þjóðir að hafa ögn meira auk- reitis til aðstoðar við uppbyggingu heilbrigðis í formi þróunaraðstoðar. Valfrelsi sjúklinga og rándýrir sérfræðingar Kjarkleysi stjórnmálamanna hefur verið til staðar til þess að stýra sjálf- virku útstreymi fjármagns í heil- brigðiskerfinu ár eftir ár fram yfir fjárlög. Þær röksemdir að ekki skyldi tekið upp tilvísanakerfi á sínum tíma á grundvelli mótmæla sérfræðilækna eingöngu tel ég því miður afar veiga- lítil rök. Raunin er sú að blaðaskrifa- herferð sérfræðinga á sínum tíma var það sem stjórnmálamennirnir tóku mark á. Það getur því varla talist valfrelsi til handa sjúklingum sem leggjast þurfa inn á sjúkrahús að sjúkrahúsið geti ekki keypt inn mat að borða vegna þess að peningarnir fara allir í að niðurgreiða svæfingar og upp- skurði á einkastofum úti í bæ. Einkastofum, sem ekki þurfa að kaupa mat, og sem senda sjúklinga heim samdægurs að lokinni tiltölu- lega einfaldri aðgerð og svo einkenni- lega vill til að sjúklingur getur í ein- stökum tilvikum endað inni á sjúkrahúsunum ef fylgikvillar gera vart við sig. Þá þarf að leita uppi hinn 100% of- urstarfsmann í sérfræðingastétt, sem einnig rekur einkastofu 8 tíma á dag sem og sinnir fullu starfi á sjúkrahúsi og virðist geta náð 20 til 40 milljónun- um á ári í laun fyrir vikið þar sem al- mannatryggingar ( skattar ) og þjón- ustugjöld sjúklings telja þessa upp- hæð. Mín almenna mannlega skynsemi sem mér var gefin fær mig ekki til þess að samþykkja slíka aðferðafræði og margsinnis hefi ég í störfum mín- um fyrir Samtökin Lífsvog lagt til breytingar í þessu efni og m.a varð- andi lagasmíð laga um réttindi sjúk- linga þar sem orðavalið sjúklingur á rétt á „fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu“ virtist eiga að standa eitt og sér var tillaga okkar (e.t.v. fleiri) að þar stæði með „sem á hverjum tíma er völ að veita„ því heilbrigðisþjónusta veitt af hálfu hins opinbera hlýtur á hverj- um tíma að ráðast af því að hægt sér að reka hana fyrir það fjármagn sem til er að dreifa. Gæði heilbrigðisþjónustu Árangursmat á framkvæmd lækn- isverk í einstökum læknisgreinum er ekki fyrir hendi af hálfu hins opinbera mér best vitanlega og eftirlit og að- hald almennt alla jafna fremur slakt enda engu kostað til og því oftar en ekki í kjölfar mistaka eða óhappa ell- egar kvartana sjúklinga. Ekki hefur tekist að stofna emb- ætti Umboðsmanns sjúklinga hér eins og t.d. á Norðurlöndum. Lög um réttindi sjúklinga kveða m.a. á um að sjúklingar eigi rétt á samfelldri þjón- ustu sem og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofn- ana sem hana veita. Því miður eru þetta fögur orð á blaði því togstreita, einkum um kjara- deilur til dæmis heimilislækna annars vegar og sérfræðilækna hins vegar, hefur verið öllum almenningi ljós í lengri tíma sem líkja má saman við sams konar deilur í skólum milli kennara og skólastjóra sem koma börnum ekkert við frekar en deilur heilbrigðisstarfsmanna sjúklingum í ríkisreknu kerfi. Von mín er sú að stjórnmálamenn fái sér til ráðgjafar erlenda sérfræðinga ef þörf er á til þess að endurskipuleggja kerfið og einfalda, þar sem byrja þarf á byrj- unni og sjá til þess að allir landsmenn hafi greiðan aðgang að grunnlæknis- þjónustu, sem er forsenda alls er á eftir kemur. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, stjórnarmaður í Samtökunum Lífsvog. Réttindi sjúklinga og heilbrigðiskerfið Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: Guðrún María Óskarsdóttir Í MORGUNBLAÐINU hinn 19. september birtist grein sem fjallar um mótmæli Flugleiða við Sopranos- þættinum þar sem íslenskar flug- freyjur eru sýndar fáklæddar í vafa- sömum gleðskap. Í greininni segir meðal annars að Flugleiðir hafi sent tilkynningu til allra helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið fordæmir það hvernig starfsfólki ís- lensks flugfélags sé lýst í þættinum. Mótmæli þessi eru án efa á hæpn- um forsendum, vegna þess að mark- aðsfólk Flugleiða hefur lagt sig í líma við að markaðssetja Reykjavík með slagorðum á borð við „One night stand in Reykjavik...“ og „Dirty weekend...“ Þar hafa íslensk- ar konur verið markaðssettar sem fallegar og auðfengnar eða með öðr- um orðum ókeypis lúxushórur. Þeir hafa ef til vill getað réttlætt sín háu fargjöld með þessu móti? Það flokk- ast því beinlínis undir hræsni að nú þegar markaðsskilaboðin hafa skilað sér til framleiðenda bandarískra sápuópera, skuli Flugleiðir sjá ástæðu til að senda út fréttatilkynn- ingar og leiðrétta þann misskilning sem þeir hafa eytt milljónum í að boða í mörg misseri. Þess má geta að nýlega gáfu Flugleiðir út tölvuleik í auglýsingaskyni. Leikurinn gengur út á það að Dóri sem er aðalhetjan, safnar stigum með því að kippa bik- inibrjóstahöldum af konum í Bláa lóninu. Haft var eftir talsmönnum félagsins að samskonar leikur væri væntanlegur þar sem kvenhetja ætti með sama hætti að kippa sundskýl- um niður um karla í lóninu, en við gerð þess leiks komu upp tæknilegir örðugleikar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Flugleiða, hefur ekki verið tekin ákvörðun um fram- vindu Soprano-málsins, en hann tel- ur að þetta muni tæplega skaða hagsmuni félagsins. Enda getur það varla verið skaðlegt þegar markaðs- setning fyrirtækis skilar sér að lok- um til 13,5 milljón sjónvarpsáhorf- enda og það án endurgjalds! EDDA JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 34, Reykjavík. Íslenskt, já, takk Frá Eddu Jónsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.