Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 26
MENNTUN 26 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 26. sept.- 3.okt.: „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“ Sjómenn! Kynnið ykkur í dag öryggismálin um borð! Á morgun er Öryggisdagur sjómanna haldinn á miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Dagskrá hefst kl. 13.00. HINN 19. september sl.var haldin ráðstefna áHótel Loftleiðum umlýðræði í daglegu skóla- starfi á Norðurlöndum. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Lýðræði í skóla- starfi. Gildismat í málefnum barna og ungmenna á Norðurlöndum“. Ráðstefnan var ein af fimm í röð ráð- stefna sem Norræna ráðherranefnd- in efndi til á Norðurlöndum í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs á tímabilinu 28. ágúst til 19. september 2002. Verðmæt gildi Í kynningu Norrænu ráðherra- nefndarinnar á ráðstefnunni segir eftirfarandi: „Norrænn skilningur á lýðræði lýtur ekki aðeins að stjórn- skipan eða frelsi og réttindum ein- staklingsins heldur einnig lífsháttum þar sem samskipti manna grundvall- ast á gagnkvæmri virðingu og jafn- rétti og skoðanaskipti eru í hávegum höfð. Í norrænu samstarfi eru börn og ungmenni í brennidepli, eins og m.a. sést í norsku formennskuáætl- uninni, enda eru þau Norður- landabúar morgundagsins. Einelti, kynþáttahatur, ofbeldi og annars konar neikvæð samskipti, sem því miður ber stöðugt meira á, samræm- ast ekki norrænum gildum. Slíkt vekur okkur til umhugsunar um að gildismat á Norðurlöndum byggir á mikilvægum og verðmætum gildum. Það nægir hins vegar ekki að taka fram að við búum við lýðræði, heldur verðum við að tjá jákvæða afstöðu okkar til þess og standa vörð um lýð- ræðisleg gildi. Skólinn gegnir veiga- miklu hlutverki í þessu sambandi.“ Ábyrgð og umhyggja Árni Mathiesen menntamálaráð- herra, í fjarveru Tómasar Inga Ol- rich, setti ráðstefnuna með ávarpi. Aðalfyrirlesarar voru Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands. Vigdís Finnbogadóttir var aðalfyrirlesari á ráðstefnum allra Norðurlandanna. Auk þess voru styttri erindi og umræðuhópar. Nokkur ahyglisverð skólaverkefni af leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi sem snerta þema ráðstefnunnar voru kynnt. Einnig fengu stofnanir tækifæri til að kynna starfsemi sína og stefnu. Auk ráðstefnanna fimm verður samantekt á þessari norrænu um- fjöllun um lýðræðisleg gildi í skóla- starfi á sérstakri málstofu á lokaráð- stefnu sem haldin verður í tengslum við Norðurlandaráðsþingið í Hels- ingfors í október 2002. Þar munu tveir nemendur úr íslenskum grunn- skóla kynna, ásamt kennara sínum, skólaverkefni um lífsleikni í grunn- skóla. Vigdís Finnbogadóttir mun stýra kynningunni en auk íslenska verkefnisins verða kynnt skólaverk- efni frá öllum hinum Norðurlöndun- um. Menntamálaráðherra gaf tóninn fyrir ráðstefnuna í upphafi með því að vitna í aðalnámskrá grunnskóla: „Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingum og samábyrgð. Helstu gildi kristins siðgæðis, sem skólinn á að miðla og mótast af, eru ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi.“ Uppeldi til lýðræðis Segja má að námsgreinin lífsleikni hafi verið í brennidepli á ráðstefn- unni, ásamt spurningunni um hvern- ig kenna eigi manngildi í skólum og efla lýðræðisleg gildi, og kenna börn- um að tileinka sér ákveðin lífsgildi. Vigdís Finnbogadóttir fyrrver- andi forseti Íslands hóf mál sitt á því að lofa Hávamál, „það ótrúlega safn af lífsgildum sem þar er að finna“, og sýndi með því fram á, að ákveðin gildi eru sammannleg og hafa merk- ingu á öllum tímum og með öllum þjóðum. Vigdís var einhvers konar „norrænn tengiliður“ á ráðstefn- unum sem haldnar voru í öllum höf- uðborgunum. Hún sagði að litið væri til Norðurlandaþjóða sem fyrir- mynda í lýðræði, „allar niðurstöður okkar sem snerta aðferðir til að bæta lýðræði, bæta uppeldi til lýðræðis, verða um leið skilaboð út í heim, sem leggur við hlustir,“ sagði hún. Þótt þemun á ráðstefnunum í höf- uðborgunum hafi verið ólík og hvert með sínu sniði, hafa alls staðar orðið umræður um einhvers konar lýðræð- isleikni í skólauppeldi. Einnig hefur verið augljóst að samfélögin eru öll að þróast í fjölmenningarsamfélög. „Gildi og lýðræði eru lykilorðin,“ sagði Vigdís, og spurði, „og hver eru svo þessi gildi – og hvernig geta þau stutt við töfrahugsjónina lýðræðið – og öfugt: hvernig getur gildismat stutt lýðræðið?“ Lífsgildi handa kynslóð Vigdís sagði frá því að fyrrv. menntamálaráðherra Dana hefði lát- ið sér annt um að nefna þau lífsgildi – og lýðræðisleg þjóðfélagsgildi – sem draga mæti fram og þjálfa hjá upp- rennandi kynslóð: 1. Andans frelsi og tjáningarfrelsi. 2. Jafnréttishugs- un, sjálfsmat og umburðarlyndi. 3. Gildi félagsskapar og virðing fyrir einstaklingnum. 4. Samstaða og um- hyggja. 5. Sjálfsþekking og „ident- itet“. 6. Samtöl og umræður. 7. For- vitni, þátttaka og áhugi. 8. Iðjusemi og vinnugleði. 9. Skilningur og ábyrgð á umhverfinu, náttúrunni. „Sjálfri finnst mér sjálfsvirðing vera grundvöllur allra gilda. Sjálfs- virðing og þekking á umgengnis- reglum þjóðfélagsins, lýðræðisins, hlýtur að vera besta gjöfin að heim- an og úr skólanum,“ sagði Vigdís, „Sjálfsvirðing er þegar best lætur undirstaða heilsteyptrar sjálfs- myndar. Sjálfsvirðing sem leiðir af sér skilning og virðingu fyrir öðrum gildum lífsins.“ Vigdís spurði m.a. í erindi sínu: Hvernig er hægt að styrkja lýðræðið með því starfi sem fram fer í skólum? „Við getum ekki látið lýðræðið lifa nema að tryggja því áhuga ungs fólks, og sá áhugi getur aðeins komið með virkri reynslu og aðferðum sem bera keim af lýðræði,“ sagði hún. Einnig benti hún á að reynsla liðinna áratuga sýndi að lýðræði og lýðræð- islegar aðferðir verði ekki skiljanleg- ar og nákomnar með því einu að nemendur fari í gegnum námsefni um stofnanir þjóðfélagsins, kosn- ingakerfi, þingræði og fleira. Hún sagði í framhaldi af því, að sér fynd- ist nú vera ískyggilegt áhugaleysi á lýðræði og aðeins mjög lítill hópur nemenda tæki í raun þátt í því í skól- um, og spurði: Hvað skal þá til bragðs taka? Hlutdeildin; að vera með „Þegar fyrir hundrað árum fjallaði John Dewey um þessa hluti með þeim hætti að ekki hefur fallið úr gildi. Hann og fleiri ganga út frá því, að lýðræði sé það að vinna með öðrum, lýðræðisleg viðhorf hljóti að byggja á reynslu af þátttöku í sam- ráði við aðra sem jafningja.“ Vigdís sagði að lýðræði í skóla virkaði ekki ef það fælist í því að yf- irtaka vald og mannaforráð með meirihlutastyrk. „Ef menn vilja haldgott lýðræði, þá nálgumst við það með þátttöku nemendanna sjálfra í aðgerðum sem þeir bera ábyrgð á sem jafningjar. Og látum reyna á þá þætti í skólastarfi þar sem hægt er að koma slíkri aðferð að – vitanlega eftir aldri og þroska nem- endanna.“ Hún nefndi að samræður og sam- ráð nemenda og kennara væru með- al höfuðatriða þegar kenna ætti um gildi lýðræðis. Hún nefndi verkefni sem kölluðu á breytt vinnubrögð af hálfu kennara, m.a. við mat á frammistöðu nemenda. T.d. í þá veru að hverjum nemanda fylgi mappa (portfolio) þar sem inn kæmu upp- lýsingar um námsferli og hlutdeild í verkefni (prójekti) bekkjarins, bæði um það hvað hver og einn gerir sjálf- ur og það sem hann gerir í samvinnu við aðra. Virkni sem hnoss Áherslur á mati á nemandanum verða að vera lýðræðislegar. „Ekki er reynt að gera alla eins, heldur skoða alla sem jafningja,“ sagði Vig- dís um lýðræðislegt mat, „það er hlustað með virðingu á það sem hver og einn hefur fram að færa.“ Hún var ekki að tala um töfralausnir, heldur að lykilorðið væri virkni. „Virkni er það hnoss sem marga vantar á skólagöngunni. Reynsla af eigin virkni og þátttöku í prójekti leiðir til bjartsýni á eigin getu, og jafnvel þótt bjartsýnin sé ekki endi- lega raunsæ, þá getur hún eflt getu hvers og eins.“ Hún sagði að jafnvel áherslan á virkni og samstillingu krafta leysti ekki allan vanda, en myndi vissulega bæta stöðu hvers og eins, styrkja stöðu nemandans. Vigdís nefndi svo nokkur dæmi um kjörin verkefni fyr- ir nemendur sem felast í því að rann- saka, draga ályktanir, gera tillögur um aðgerðir og fylgja þeim eftir, t.d. aðbúnaður aldraðra í skólahverfinu. Annað væri til dæmis ytra hlutverk skólans í hverfinu: hvað geta nem- endur lagt af mörkum til að bæta hverfið sitt? Að bæta (um)hverfið sitt Lýðræði tengist þekkingu, við- horfum, menntun og virkri þátttöku hvers og eins, og að mati Vigdísar á skólastarf að vera uppeldi í lýðræði. Það „á að venja skólanemendur á umræðu, á að taka tillit til annarra, á að taka þátt í að mynda meirihluta og minnihluta, láta þá spila saman, á að velja einstaklinga í hlutverk sem tengjast við hlutverk sem aðrir fara með, efla bæði samvinnu og samstill- ingu krafta.“ Vigdís leggur til að skólinn opni sig og verði útleitinn, því þegar skól- inn gerist meðábyrgur á umhverfi sínu taki hið félagslega umhverfi þá líka með virkum hætti meðábyrgð á skólanum. „Útleitni skólans getur t.d. sótt inn á pólitísk svið. Nemendur halda sitt þing um hverfið og það sem þeir vildu helst breyta eða bæta úr. Og byrja kannski á því að fylgjast með bæjarstjórn að starfi, og fá að spyrja í þaula bæjarstjórnarfólk um t.d. það sem þau vilja að gert verði í sveitar- félaginu.“ Nefna má að lokum að í anda þess sem Vigdís lagði til var sérstakt ung- lingaþing haldið í Gerðubergi 13. september sl. með 30 fulltrúm frá nemendaráðum grunnskólanna í Reykjavík. Þema þess var „ungling- ar, kynlíf og fjölmiðlar“. Unglingarn- ir ályktuðu m.a. „Við viljum að fjöl- skyldur séu meira SAMAN – og noti tímann til að GERA eitthvað sam- an.“ (Morgunblaðið 21/9.) Í október verður sagt frá erindi dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, pró- fessors við Háskóla Íslands, hér á menntasíðu. Lýðræði í skólastarfi I/ Hlutur Íslands í ráðstefnuröð á Norðurlöndum um lýðræði var að skerpa á umræðu um lýðræðisleg gildi í skólastarfi. Gunnar Hersveinn hlýddi á og segir hér frá erindi Vigdísar Finnbogadóttur, sem velti m.a. fyrir sér hvernig gera mætti lýðræði að djúpri reynslu í skólastarfi. Síðar verður sagt frá öðru efni. Útleitni skólans í lýðræði Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenningarkórinn í leikskólanum Lækjarborg söng nokkur lög fyrir gesti á ráðstefnunni. Lýðræði verður að kenna í verki til að það verði að reynslu, að mati Vigdísar Finnbogadóttur.  Nemendur þurfa að fá ný hlutverk í skólahverfum sínum  Lýðræði og vinnubrögð þess þarf að kenna í verki í skólum guhe@mbl.is TENGLAR .............................................. www.menntamalaraduneyti.is www.norden.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.