Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVEINN Andri Sveinsson, hrl. og verjandi manns, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar sl. fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs, hefur lagt fram í Hæstarétti álitsgerðir erlendra sérfræðinga, þar sem því er haldið fram að ekki hafi verið sannað með læknisfræðilegum hætti að dánaror- sök drengsins hafi verið sú sem ákært var fyrir og dómurinn byggðist á. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að valda af gáleysi dauða drengsins með því að hrista hann harkalega þannig að hann lést af völdum áverka sem höfðu einkenni þess sem nefnt hefur verið „shaken baby syndrome“. Maðurinn hefur ávallt neitað sök og var dómnum áfrýjað til Hæstaréttar. Telja að skort hafi ýmsar mælingar og rannsóknir Verjandi mannsins hefur m.a. aflað álitsgerða fjögurra erlendra sérfræð- inga á sviði læknisfræði, sem fengu sendar enskar þýðingar á niðurstöð- um krufningarskýrslu réttarmeina- fræðings. Fram kemur á álitsgerðum sér- fræðinganna til verjandans að þeir eru þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að útiloka aðrar orsakir en „shaken baby syndrome“. Telja þeir eftir að hafa farið yfir niðurstöður krufningar að ýmsar mælingar og rannsóknir hafi ekki verið gerðar, sem skipt geti sköpum og hefðu getað útilokað aðrar dánarorsakir. Dr. Alan Clemetson, fyrrv. prófessor við Tulane-læknahá- skólann í New Orleans, gagnrýnir krufningarskýrsluna og spyr m.a. hvers vegna ekki hafi farið fram blóð- rannsóknir á magni C-vítamíns og histamíns, sem hann telur mjög þýð- ingarmiklar varðandi dánarorsök. Ekkert sé heldur minnst á mögulegan ungbarnaskyrbjúg þrátt fyrir að fram hafi komið merki um blæðingar undir beinhimnu og gróið brot sem sé dæmigert fyrir ungbarnaskyrbjúg. Dr. Michael D. Innis, blóðsjúkdóma- læknir við Princess Alexandra- sjúkrahúsið í Brisbane í Ástralíu, kemst að þeirri niðurstöðu í umsögn sinni að náttúruleg dánarorsök drengsins hafi ekki verið útilokuð. Innis gerir m.a. athugasemdir við að ekki var gerð vefjafræðileg rannsókn á útbrotum sem bendi til æðabólgu- sjúkdóma er valdið geti blæðingum. Segir hann ýmsa galla vera á rann- sókninni á dauðsfallinu og leggur áherslu á það í álitsgerð sinni að það gangi ekki upp að komist sé að þeirri niðurstöðu í krufningu að um sé að ræða „shaken baby syndrome“ án þess að útiloka fyrst að um æðabólgu eða galla í blóðstorkukerfi hafi verið að ræða. Einnig hefði átt að rannsaka mögulegt lyfjaofnæmi og möguleika á lifrarbilun er valdið geti göllum í storkukerfi. Þá telur hann einnig mögulegt að ungbarnaskyrbjúgur gæti verið dánarorsökin. Innis segir að réttarmeinafræðingar eigi að vita að krufningarniðurstöður ungbarna- skyrbjúgs og „shaken baby synd- rome“ séu óaðgreinanlegar. Náttúruleg dánarorsök útilokuð of snemma Dr. Archie Kalokerinos, læknir frá Ástralíu, sem er m.a. þekktur fyrir rannsóknir sínar á ungbarnadauða meðal frumbyggja, gagnrýnir í álits- gerð sinni að allt of snemma hafi möguleikinn á náttúrulegri dánaror- sök verið útilokaður. Gerir hann at- hugasemdir við marga liði í skýrsl- unni og bendir m.a. á að lýsingar á sjónhimnublæðingum, beingerðar- breytingum og meltingarfærasýk- ingu séu í samræmi við greiningu á ungbarnaskyrbjúgi. Undanfari hans sé aukin upptaka C-vítamíns. ,,Skyr- bjúgsbreytingar sem inneitur [endo- toxín] og sýkingar leiða til, er eina rökræna skýringin á því sem fannst,“ segir Kalokerinos í álitsgerð sinni. Meðal þess sem fram kemur í um- sögn dr. Harolds E. Buttrams, læknis við Woodlands Healing Research Center í Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um, er að þrátt fyrir fagleg vinnu- brögð réttarmeinafræðingsins hafi verið litið framhjá möguleikum á sjálfsónæmisheilabólgu af völdum bólusetninga eða Barlow’s-sjúkdómn- um. Verjandinn leggur einnig fyrir Hæstarétt mikinn fjölda erlendra fræðigreina og rannsóknarniður- staðna um einkenni „shaken baby syndrome“ og ýmsa þætti sem geta valdið skyndilegri blæðingu undir ytri heilahimnu. Heldur hann því fram í greinargerð ákærða fyrir réttinum að álitsgerðir sérfræðinga sýni að dán- arorsökin hafi verið önnur en sú að drengurinn hafi verið hristur með þeim hætti að blæðingar hafi orðið í heila. Ekki sé unnt að slá neinu föstu þar sem aðrar mögulegar orsakir hafi ekki verið kannaðar til fulls. Telja dánarorsök ekki vera sannaða Erlend sérfræðiálit lögð fyrir Hæstarétt í máli manns sem var dæmdur vegna dauðsfalls barns HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, opnar Skálann, nýja þjón- ustubyggingu við Alþingishúsið, klukkan 15 í dag. Í Skálanum er aðalinngangur í Alþingishúsið og í honum er margháttuð þjónusta fyrir þingmenn, starfsmenn Al- þingis og gesti. Alþingi og Skál- inn verða opin almenningi á morgun frá kl. 10 árdegis til klukkan 16. Morgunblaðið/Júlíus Skáli Al- þingis tek- inn í notkun HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir umræðuna um hvort hagsmunum Íslands væri betur borgið í Evrópusambandinu (ESB) en á grundvelli EES-samningsins óhjákvæmilega. Spurningin um Evr- ópuaðild Íslands sé ekki aðeins á dagskrá, heldur hljóti að vera kosn- ingamál eins og allar aðrar spurn- ingar sem snerta lífskjör og aðstöðu þjóðarinnar til lengri tíma litið. Þetta kom fram í máli Halldórs á ráðstefnu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um Evrópumál í gær. „Þetta er ein stærsta spurning sem íslenska þjóðin mun standa frammi fyrir á næstunni, umræða um hana verður ekki umflúin og henni verður að svara að lokum,“ sagði ráðherra. Halldór sagði áhrif sjávarútvegs- stefnu og landbúnaðarstefnu ESB á landsbyggðina án efa verða umtals- verð. „Ef við höfum ekki yfirráð yfir nýtingu auðlinda sjávar innan okkar lögsögu er ljóst að við eigum ekki er- indi inn í Evrópusambandið. […] Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða fyrirfram um niðurstöðu samninga- viðræðna, en ljóst er að Evrópusam- bandið hefur í aðildarviðræðum við ný aðildarríki sýnt grundvallarhags- munum þjóða mikinn skilning.“ Mikilvægt að skýra kosti og galla aðildar Halldór sagði mikilvægt að kostir og gallar aðildar að ESB fyrir land- búnaðinn yrðu skýrðir til fulls. Aðild hefði í för með sér breytingar á um- hverfi innflutnings landbúnaðar- afurða. Matvöruverð yrði lægra fyrir neytendur og samkeppni við inn- lenda framleiðslu ykist. Í aðild felist ekki bara hættur fyrir landbúnaðinn, heldur líka sóknartækifæri með auknum markaðsaðgangi og stuðn- ingi við búháttarbreytingar. Hann sagði vísaði í þá umræðu sem nú á sér stað innan Heimsvið- skiptastofnunarinnar um að fella niður innflutningstolla á landbúnað- arafurðir. Sagði að það hljóti að kalla á umræðu um það hvort auðveldara væri að verja þann stuðning sem ís- lenskur landbúnaður þurfi á að halda, þróa hann til betri vegar og hugsanlega efla hann, ef Ísland væri aðili að ESB. Rúmlega 75% af útflutningi Ís- lands fari á markað ESB og þeirra ríkja sem eru í aðildarviðræðum við sambandið. Þetta hlutfall hafi vaxið um 7,6% á síðustu þremur árum og megi gera ráð fyrir enn meiri aukn- ingu eftir stækkun sambandsins til austurs. Ekki sé ólíklegt að á þessum markaði verði innan fárra ára einn gjaldmiðill sem afkoma Íslands muni í verulegum mæli byggja á Ekki hægt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram Halldór sagði nauðsynlegt að Evr- ópuumræðan falli ekki í hinn gamla kaldastríðsfarveg þegar menn ræddu mál með upphrópunum og einföldunum og gáfu sér niðurstöð- una fyrirfram. Fagnaðarefni sé að ASÍ kalli saman færustu sérfræð- inga til að ræða málin fordómalaust. Hafa þurfi í huga að með EES-samn- ingum, Schengen-samningnum og pólitísku samráði við ESB hafi Ís- lendingar ákveðið að taka upp yfir 80% af öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi ESB. Hvort sem Ísland eigi eftir að ganga í ESB eða ekki verði umræð- an um kosti aðildar og það val sem þjóðin standi frammi fyrir í Evrópu- málum að fara fram. „Hún á að fara fram á forsendum fólksins í landinu, þar sem hver ein- staklingur og hver samtök nálgast mál út frá sínum forsendum og með sínu lagi.“ Þá ákvörðun eigi ekki að taka fyrir luktum dyrum heldur í op- inni umræðu með þátttöku þjóðar- innar allrar. „Spurningin um Evr- ópuaðild okkar er því ekki aðeins á dagskrá – hún hlýtur að verða kosn- ingamál eins og allar aðrar spurn- ingar sem snerta lífskjör og aðstöðu okkar til lengri tíma litið.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á ráðstefnu um Evrópumál Umræða um aðild Íslands að ESB er óhjákvæmileg Fjármálaráðuneytið hyggst ekki til- nefna mann í starfshóp þann sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí í sumar en starfshópurinn átti að skilgreina hverjir teljist vera læknar í starfsnámi en hópurinn hefur ekki komið saman enn. Ráðu- neytið telur að málið snúist fyrst og fremst um faglegt mat og komi í sjálfu sér kjarasamningum ekki við. Þær upplýsingar fengust í heil- brigðisráðuneytinu að menn kynnu ekki skýringar á því hvers vegna dregist hefði að fjármálaráðuneytið tilnefndi mann í starfshópinn, fjár- málaráðuneytið yrði að svara fyrir það. Í heilbrigðisráðuneytinu teldu menn þó mikilvægt að fjármála- ráðuneytið kæmi að málinu. Þarf að liggja fyrir hverjir teljist vera í starfsnámi Gunnar Björnsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að málið sé tilkomið vegna frum- varps sem félagsmálaráðherra flutti á síðasta þingi en í því hafi verið reynt að setja í lög tilskipun Evr- ópusambandsins um vinnutíma. „Unglæknar koma til með að falla undir þá tilskipun með tíð og tíma og því þarf að liggja fyrir hverjir teljist vera læknar í starfsnámi. Eðlilega var gert ráð fyrir að heil- brigðisráðuneytið setti fram þá skil- greiningu. Frumvarpið dagaði hins vegar uppi á síðasta þingi og þá varð uppi fótur og fit vegna þess að í kjarasamningum við lækna höfðum við gengið út frá því að frumvarpið yrði að lögum.“ Gunnar segir að vegna þessa hafi verið kallaður saman óformlegur fundur og þar hafi menn helst verið á því að heilbrigðisráðuneytið með nánustu ráðgjöfum, s.s. læknadeild- ar, Landspítalans og fagaðila í heil- brigðisgeiranum, sæi um þessa skil- greiningu. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin. „Síðan kom bréf um skipun sér- staks starfshóps sem ég fékk þegar ég kom úr sumarfríi. Vegna tafa og anna dróst það að við tækjum af- stöðu til þessa máls. Niðurstaðan er hins vegar sú að við munum ekki skipa mann í þennan hóp og þá einkum á þeirri forsendu að þetta eigi að vera faglegt mat og komi í sjálfu sér ekki kjarasamningum við heldur varði fyrst og fremst með hvaða hætti menn ætli að framfylgja innleiðingu þessarar tilskipunar.“ Starfshópur vegna lækna í starfsnámi Tilnefnir ekki mann í hópinn RÚMLEGA þrítugur ökumað- ur setti heldur vafasamt met í gær er hann ók á 163 km hraða á hringveginum á Mývatns- öræfum við Biskupsháls. Lögreglan á Húsavík stöðv- aði bílinn og má ökumaðurinn búast við sekt og ökuleyfis- sviptingu. Mældist á 163 km
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.