Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTA sunnudag í septem- bermánuði er haldinn alþjóðlegur baráttudagur heyrnarlausra og er þetta í fjórtánda sinn sem dag- urinn er haldinn hátíðlegur hér á landi. Á þessum degi hafa heyrn- arlausir vakið athygli á málsamfé- lagi sínu og helstu baráttumálum heyrnarlausra. Að þessu sinni efn- ir Félag heyrnarlausra til mál- þings um rannsóknir á táknmáli sem fram fer í Gerðubergi föstu- daginn 27. september. Meðal fyr- irlesara er dr. Lars Wallin, sem var fyrstur heyrnarlausra til að ljúka doktorsnámi frá háskóla í Evrópu. Dr. Lars Wallin hefur undanfarin ár unnið að þróunar- verkefni í Úganda og mun fyr- irlestur hans fjalla um uppbygg- ingu táknmálsorðabókar sem unnið er að í tengslum við verk- efnið. Einnig mun Rannveig Sverrisdóttir, lektor við táknmáls- fræðideild Háskóla Íslands fjalla um rannsóknir á íslensku tákn- máli. Það er ekki að ástæðulausu að Félag heyrnarlausra velur að vekja athygli á íslenska táknmál- inu og rannsóknum á því í tengslum við alþjóðlegan baráttu- dag heyrnarlausra. Í rúman ára- tug hefur það verið eitt helsta bar- áttumál félagsins að íslenska táknmálið verði viðurkennt opin- berlega sem móðurmál heyrnar- lausra og réttur heyrnarlausra til að taka þátt í samfélaginu á sem víðustum grundvelli verði tryggð- ur með lögum, sér í lagi réttur heyrnarlausra til túlkaþjónustu. Mannréttindi heyrnarlausra Í ávarpi Martins Luthers Kings, þegar hann veitti móttöku Frið- arverðlaunum Nóbels árið 1964, sagði hann m.a.: Ég gerist svo djarfur að trúa því að fólk um allan heim fái notið þriggja máltíða á dag fyrir líkam- ann, menntunar og menningar fyr- ir hugann og búi við virðingu, jafn- rétti og frelsi fyrir sálina. Ég trúi því að það sem hinn sjálflægi mað- ur hefur rifið niður geti hinn víð- sýni maður byggt upp aftur. Þegar Kofi Annan tók við Frið- arverðlaunum Nóbels á síðasta ári þótti honum ástæða til að rifja upp þessi orð Martins Luthers og minna okkur á þessi grundvall- aratriði mannréttindabaráttunnar. Þessi grundvallaratriði mannrétt- inda endurspegla þá baráttu sem heyrnarlausir um allan heim hafa staðið fyrir. Frá upphafi hefur barátta heyrnarlausra fyrir því að hljóta menntun, njóta virðingar og menningu og búa við jafnrétti snú- ist um það að vera viðurkenndur sem einstaklingur sem á táknmál sem móðurmál og tilheyrir sam- félagi sem á sína menningu. Það fer ekki á milli mála að heyrnarlausir eiga þennan rétt á grundvelli þeirra mannréttinda- sáttmála sem Ísland er aðili að og á grundvelli stjórnarskrár Íslands. Engu að síður hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að leiðrétta það mis- rétti sem heyrnarlausir á Íslandi búa við. Svo virðist sem pólitískan vilja eða víðsýni skorti hjá stjórn- völdum til að bæta réttarstöðu heyrnarlausra þó svo að fyrir liggi fjölmörg nefndarálit um mikilvægi þess að tryggja þátttökurétt þeirra í íslensku samfélagi. Skortur á pólitískum vilja Á tíu árum hafa fimm nefndir fjallað um réttarstöðu heyrnar- lausra og hafa þrjár þeirra verið skipaðar að tillögu menntamála- ráðuneytisins. Fyrsta nefndin sem fjallaði um túlkaþjónustu lauk störfum árið 1992. Önnur nefnd var skipuð árið 1995 og var þeirri nefnd falið að leggja fram tillögur um hvernig treysta megi rétt heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu. Nefndin skilaði störfum árið 1996. Sama ár féllst ríkisstjórn Íslands, að tillögu þv. menntamálaráð- herra, á að koma á fót starfshópi til að fjalla um verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra. Voru málefni heyrnarlausra sérstaklega til meðferðar hjá starfshópnum. Eftir því sem næst verður komist hefur starfshópurinn hætt störfum án þess að fyrir liggi niðurstaða um verkaskiptingu ráðuneytanna. Í lok árs 1996 var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um viðurkenningu á íslenska táknmál- inu sem móðurmáli og þar með tal- inn rétt heyrnarlausra til túlka- þjónustu. Þegar tillagan var flutt í þriðja sinn urðu úr töluverðar um- ræður á Alþingi þar sem fulltrúar allra flokka lýstu yfir stuðningi við mikilvægi þess að styrkja stöðu ís- lenska táknmálsins. Tillagan var til umfjöllunar í menntamálanefnd þar til í mars 1999. Þá var hún samþykkt með þeim breytingum að menntamálaráðherra var falið að vinna að athugun á réttarstöðu heyrnarlausra á Íslandi í saman- burði við stöðu heyrnarlausra á Norðurlöndum með það að mark- miði að tryggja sem best stöðu ís- lenska táknmálsins. Skýrsla menntamálaráðherra var kynnt á ríkisstjórnarfundi í mars 2000 og var samþykkt tillaga ráðherra um að skipa enn eina nefndina undir stjórn menntamála- ráðuneytisins ásamt fulltrúum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og félagsmálaráðuneytis- ins. Var nefndinni falið að semja tillögur um lögbundinn rétt heyrn- arlausra til túlkaþjónustu og lauk hún því starfi seinni hluta árs 2001. Þrátt fyrir allar þessar nefndir hefur lögbundinn réttur heyrnar- lausra nánast ekkert breyst frá því árið 1992. Liðin eru rúm þrjú ár frá því að Alþingi fól þ.v. mennta- málaráðherra að láta gera athugun á réttarstöðu heyrnarlausra á Ís- landi með það að leiðarljósi að tryggja sem best stöðu íslenska táknmálsins. Á þessum þremur ár- um hafa engar tillögur verið lagð- ar fram um það hvernig tryggja eigi rétt heyrnarlausra né bent á leiðir til þess. Enn hefur íslenska táknmálið ekki verið viðurkennt með lögum eða réttur heyrnar- lausra til túlkaþjónustu tryggður. Það virðingarleysi sem heyrnar- lausum er sýnt með aðgerðarleysi stjórnvalda verður ekki rakið til annars en skorts á víðsýni eða pólitískum vilja til að bæta stöðu íslenska táknmálsins og þar með talið mannréttindi heyrnarlausra. Forsenda þess að heyrnarlausir njóti þeirra grundvallarmannrétt- inda sem Martin Luther King nefndi í ávarpi sínu fyrir tæpum 40 árum er að íslenska táknmálið verði viðurkennt með lögum. Að- eins með lagasetningu verða heyrnarlausum skapaðar forsend- ur til að fá notið menntunar og menningar og að búa við virðingu og jafnrétti. Alþjóðlegur baráttudagur heyrnarlausra Eftir Hafdísi Gísladóttur „Enn hefur íslenska táknmálið ekki verið viðurkennt með lögum eða réttur heyrnarlausra til túlka- þjónustu tryggður.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. HÚSNÆÐISMÁL stúdenta eru eitt brýnasta hagsmunamálið sem Stúdentaráð Háskóla Íslands sinn- ir. Stúdentaráð undir forystu Röskvu sinnti ætíð þessum mála- flokki vel og á síðustu árum hefur íbúðum fyrir stúdenta fjölgað til muna. Stefnt er að því að taka í notkun fyrsta hluta stærsta stúd- entagarðsins til þessa í haust en bygging hans hófst á síðasta starfs- ári. Þá er fullnýtt það lóðapláss sem Félagsstofnun stúdenta hafði undir byggingu stúdentaíbúða á háskóla- svæðinu. Árangur þjóðarátaks Röskvu Einn stærsti liður þjóðarátaks í þágu Háskóla Íslands sem Röskva ýtti úr vör á síðasta starfsári var að leita annarra úrræða þannig að uppbygging íbúða fyrir stúdenta gæti haldið áfram. M.a var leitað til nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur um uppbyggingu stúdentaíbúða þar og umræður hafnar við forsvars- menn Reykjavíkurborgar um lóðir annars staðar en á háskólasvæðinu. Þessar samningaumleitanir eru nú komnar vel á veg og árangurs að vænta fljótlega. Frumkvæði að bættum úthlutunarreglum En það er ekki nóg að byggja íbúðir fyrir stúdenta, það verður líka að tryggja þeim sem búa á Stúdentagörðum góða þjónustu og tryggja gott upplýsingaflæði milli Garðsbúa, Stúdentaráðs og Félags- stofnunar stúdenta. Röskva átti frumkvæði að því á síðasta starfsári að úthlutunarregl- ur Stúdentagarða voru endurskoð- aðar og mörgum mjög brýnum breytingum hrint í framkvæmd. Allt umsóknarferlið er nú tölvu- vætt og geta umsækjendur nú fylgst með hvar þeir eru í röðinni á Netinu og sótt alla þjónustu þar. Þjónustuaukning við íbúa á Stúdentagörðum Eftir Ingva Snæ Einarsson „Röskva leggur til að komið verði á fót reglu- legum sam- ráðsvettvangi Stúd- entaráðs og Garðsbúa.“ K æru lesendur. Það er sænski kokkurinn sem skrifar. Ég veit að þetta kann að hljóma ótrúlega, sérstaklega fyrir þá sem þekkja til áhuga míns á matseld, en engu að síður virðist þetta nú samt vera satt. Ég komst nefni- lega nýlega að því að innræti mitt er hið sama og þessa klaufalega prúðuleikara sem átti alltaf í svo miklum erfiðleikum með að halda á spöðunum. Ég uppgötvaði þetta í gegnum eitt af þessum heimskulegu sjálfs- prófum sem verða á vegi manns af og til í gegnum lífið: Hvernig for- eldri ertu, hvernig ást- kona, hvernig vinur? Þetta próf kom til mín í gegnum Netið og bar yfirskriftina: Hvaða prúðuleikari ertu? Og þar sem ég hef alltaf verið afskaplega svag fyrir þessum fjölskrúðuga sýningarhóp stóðst ég ekki mátið og dreif mig í að svara þeim spurn- ingum sem fyrir mig voru lagðar. Seinna lagði ég prófið fyrir betri helming minn og roðnaði af stolti þegar niðurstaðan sýndi að hann var enginn annar en sjálfur frosk- urinn Kermit. Grænn og vænn. Aðalhetjan. Sjálf er ég ekkert ósátt við að vera sænski kokkurinn því ég og bróðir minn þreyttumst aldrei á því í denn að fá lánaðar sleifar og önnur eldhúsamboð hjá móður okkar til að geta leikið eftir snilld- artakta hans. Eftir að hafa raulað fyrir munni okkar: „Hurdibíd- urdibí…“ hentum við þessu dóti aftur fyrir okkur og enduðum svo með því að veltast um gólfin af hlátri. Reyndar fór oftast frekar lítið fyrir eldamennsku þessa þekkta náfrænda okkar Íslend- inga og enginn skildi hvað hann var að fara með sínu sönglandi þrugli. En öllum þótti okkur vænt um hann. Já, mér er bara býsna hlýtt til prúðuleikaranna. Það rifjaðist upp fyrir mér eftir að hafa tekið prófið atarna að það fyrsta sem ég sá í litasjónvarpi voru einmitt þeir. Ég var fimm eða sex ára þegar vin- kona mín bauð mér með sér heim til ömmu sinnar gagngert til að horfa á undrasjónvarpið hennar og hvílík dýrð. Þessi skemmtilegu kvikindi liðuðust um skjáinn í öll- um regnbogans litum sem voru svo mikilfenglegir að ég hefði aldr- ei trúað því að svona fallegt sjón- varpsefni gæti verið til. Ég var bókstaflega agndofa. Seinna, þegar mesta glýjan var farin úr augunum á mér, gerði ég mér þó grein fyrir að snilld þessa sjónvarpsefnis lá ekki í ytra útliti þess heldur fyrst og fremst í inni- haldinu, í persónunum sem voru hver annarri stórkostlegri og svo meitlaðar að annað eins hefur varla sést í sjónvarpssögunni. Þarna var kjarnakvendið Svínka, sem þrátt fyrir nánast óbærilegan kvenleika var margra manna maki og lét ekkert hindra sig í áformum sínum – fyrir- myndarfeministi, án þess þó að vera að gera sér rellu út af því. Þarna var helsti aðdáandi hennar, Gunnsi, antihetjan sjálf sem þrátt fyrir ólögulegt útlit og veim- iltítulega burði missti aldrei von- ina um að ná ástum þeirrar sem hann unni. Í millitíðinni fékk hann útrás fyrir umhyggju sína og kær- leik með því að annast flokk hænsna, sem létu ekkert tækifæri ósnert til að valda usla í sýning- arhópnum. Þarna var Fossi með misheppn- uðu brandarana, djassvirtúósinn Hrólfur sem var ótrúlega svalur, illgjörnu svalagagnrýnendurnir Waldorf og Statler, siðferðispost- ullinn Sámur og hver man ekki eftir hinum ógæfulega Bikar sem aðstoðaði einn brjálaðasta vísinda- mann sögunnar við tilraunir sínar. Límið í þessu öllu saman var svo hinn góðhjartaði Kermit, leik- hússtjórinn sem þátt eftir þátt stóð í örvæntingarfullri baráttu við að koma í veg fyrir að metn- aðarfull sýningin hryndi til grunna – ávallt með jafn misheppnuðum árangri – samfara því sem hann reyndi að gera öllum til geðs, ekki síst hinni kröfuhörðu kærustu sinni. Þar fór froskur sem átti óskipta samúð milljóna mennskra áhorfenda. Þá má ekki gleyma föstum lið- um eins og geimsvínunum, skurð- stofunni, hljómsveitinni, æsi- fréttastofunni, dansgólfinu og tilraunastofunni svo eitthvað sé nefnt. Prúðuleikurunum var ein- faldlega ekkert mannlegt óvið- komandi. Reyndar endurspegluðu þættirnir mannlegt samfélag svo snilldarlega á svo mörgum sviðum að það væri efni í mörghundruð síðna doktorsritgerð ef gera ætti því sómasamleg skil. Og miðað við vinsældir þeirra um allan heim eru allar líkur á því að sú ritgerð hafi einhvern tímann verið skrifuð. Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér af hverju fólki þótti svona vænt um þessa þætti. Kannski var það af því að skepn- urnar, sem komu fram í honum, voru ofurmannlegar í öllum sínum breyskleika því það voru jú veik- leikar þeirra og brestir sem ein- kenndu þær fyrst og fremst og voru drifkrafturinn í gerðum þeirra. Auðvitað gat það aldrei endað öðruvísi en með allsherj- arklúðri en eftir stóð þó hinn göf- ugi ásetningur sem nánast alltaf var með í för því prúðuleikararnir voru fyrst og fremst góðar sálir. Líklega höfum við öll fundið fyrir prúðuleikaranum í sjálfum okkur, hvort sem hann var frekur og for- gengilegur eins og Svínka, tauga- veiklaður úr hófi eins og Kermit, nú eða óskiljanlegur og ómögu- legur til verka eins og sænski kokkurinn. Og sjálfsagt hefðum við öll viljað fá þá fyrirgefningu sem þessir vinir okkar fengu svo auðveldlega hjá áhorfendum sín- um. Mér finnst að sjónvarpið ætti að endursýna þessa stórkostlegu þætti! Með kveðju frá sænska kokkinum „Reyndar endurspegluðu þættirnir mannlegt samfélag svo snilldarlega á svo mörgum sviðum að það væri efni í mörghundruð síðna doktorsritgerð ef gera ætti því sómasamleg skil.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.