Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 20
LECH Walesa, fyrrver- andi forseti Póllands og handhafi friðar- verðlauna Nóbels, er á leiðinni í sjónvarpið. Ákveðið hefur verið að hann hafi umsjón með þætti þar sem fjallað verður um helsta áhugamál Walesas, stangveiðar. Stjórn- málin verða þó ekki langt undan. Walesa hlaut heims- frægð snemma á ní- unda áratugnum er hann fór fyrir Sam- stöðu, samtökum pólskra verkamanna í borginni Gdansk, sem skoruðu kommún- istastjórnina í Póllandi á hólm. „Auðvitað ætla ég að veiða. En eins og allir vita lætur fiskurinn stundum bíða svolítið eftir sér,“ segir Walesa um sjónvarpsþáttinn sem hann mun stýra. „Á meðan ég bíð eftir því að hann bíti á mun ég, svo dæmi sé tekið, tala um fund minn með Borís Jeltsín [fyrrver- andi Rússlandsforseta] og baráttu okkar skipasmíðamanna.“ Walesa varð forseti Póllands eftir hrun kommúnismans í Evr- ópu og gegndi embættinu í fimm ár, 1990–1995. Útsending sjón- varpsþátta hans hefst í lok októ- ber og er gert ráð fyrir að hann verði hálfsmánaðarlega á dag- skrá. Sjálfur segist Walesa hafa ákveðið að taka verkið að sér vegna þess að honum „fannst hugmyndin fyndin“. Af Walesa er það annars að frétta að hann bauðst í síðustu viku til að fara til Íraks ásamt fleiri friðarverðlaunahöfum í því skyni að rannsaka vopnabúr Íraka og „bjarga heiminum þann- ig frá stríði“. Lech Walesa, sem hefur rakað af sér yfir- skeggið fræga, sýnir hér nýja útlitið í sumar í heimaborg sinni, Gdansk við Eystrasalt. Lech Walesa í sjónvarpið Ætlar að fjalla um stangveiðar og stjórnmál í nýjum sjónvarpsþætti Varsjá. AFP, AP. Reuters ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UPPREISNARMENN á Fílabeins- ströndinni í Vestur-Afríku segja að engir af stjórnmálaleiðtogum lands- ins hafi verið á bak við aðgerðir þeirra 19. september en þá risu þeir gegn stjórn Laurents Gbagbo forseta í höf- uðborginni Abidjan. Talsmenn Gbagbo höfðu fullyrt að fyrir upp- reisnarmönnum færi Robert Guei, fyrrverandi hershöfðingi sem eitt sinn var einræðisherra landsins. Guei var felldur í Abidjan þegar her lands- ins barði uppreisnina niður en um 270 manns munu hafa fallið í átökunum og amk 300 særst. Talsmaður uppreisnarmanna, Tuo Fozie, sagði fréttamönnum í borginni Bouake, sem er enn á valdi uppreisn- arliðsins, að Alassane Quattara, fyrr- verandi forsætisráðherra, væri held- ur ekki leiðtogi þeirra. Quattara hefur leitað skjóls í sendiráði Frakklands og segir að liðsmenn öryggissveita hafi reynt að drepa sig. „Hvorki Guei né Quattara eru á bak við okkur,“ sagði Fozie. „Ég veit ekki til þess að nokkur stjórnmálaleiðtogi sé með okkur. Við erum hermenn, þetta er ekki stjórnmálahreyfing. Við gerum kröfur ... Við viljum réttlæti.“ Ákveðið var í desember sl. að af- vopna um 700 hermenn og er upp- reisnin talin afleiðing þess en her- mennirnir höfðu krafist þess að fá að halda áfram störfum. Áðurnefndur Guei keppti um forsetaembættið við Gbagbo árið 2000 í baráttu sem ein- kenndist af ofbeldi en tapaði. Upp- reisnarmenn krefjast þess að útlægir hermenn, sem studdu Guei, fái að snúa aftur heim og þeir sem hafi verið fangelsaðir verði leystir úr haldi. Fyrir tveim árum hófust átök trúarhópa og ættflokka í landinu. Norðurhluti landsins er aðallega byggður múslímum en suðurhlutinn kristnum og óttast margir íbúanna að uppreisnin verði kveikjan að borgara- styrjöld. Franskir og bandarískir hermenn hafa verið sendir til landsins til að vernda borgara landanna tveggja á uppreisnarsvæðunum og fleiri útlendinga er hyggja nú margir á heimferð. Stjórnin í Abidjan segir að grannríkið Burkina Faso hafi stað- ið á bak við uppreisnarmenn. AP Uppreisnarhermaður í Bouake lagfærir húfu sína í gær. Að baki honum er mannsöfnuður sem hrópar slagorð gegn ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar. Uppreisnarlið heldur enn Bouake-borg Bouake á Fílabeinsströndinni. AFP. Sprengiefni fannst í flugvél Metz í Frakklandi. AFP. UM það bil hundrað grömm af sprengiefni fundust um borð í flug- vél marokkóska flugfélagsins Royal Air Maroc er hún kom til Metz- Nancy-flugvallar í Frakklandi frá Marrakesh í Marokkó í gær. Var efnið vafið í álpappír en ekki var á því kveikibúnaður. Leitarhundur fann það um borð í flugvélinni nokkrum mínútum eftir að hún kom til Frakklands. Rannsóknarlögreglumenn gátu sér þess til að annaðhvort væri um að ræða sendingu sem hefði misfar- ist, eða tilraun til sprengjutilræðis. Hefði ef til vill verið ætlunin að sprengiefnið yrði sótt í Frakklandi eða í Marrakesh, þar sem það kunni að hafa verið sett um borð í vélina áður en hún lagði upp í innanlands- flug í Marokkó fyrr um daginn. Ef um væri að ræða tilraun til sprengjutilræðis kunni að vera að einhver hafi ætlað sér að tengja kveikibúnað við efnið eftir flugtak frá Frakklandi, en vélin átti að halda aftur til Marokkó þar sem þingkosn- ingar eiga að fara fram í dag. Sprengiefnið var sömu gerðar og það sem fannst í skóm Richards Reids, sem sakaður er um að hafa ætlað að sprengja í loft upp farþega- flugvél á leið frá París til Miami í desember sl. Enginn hafði í gær enn verið handtekinn vegna málsins í Frakklandi, og að sögn lögreglu- manna hafði enginn lýst sig ábyrgan fyrir tilraun til sprengjutilræðis. Frakkland BANDARÍKJAMENN segja sann- anir fyrir því að Írakar hafi þjálfað liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna og kennt þeim að þróa efnavopn. Þá hafi stjórnvöld í Bag- dad skotið skjólshúsi yfir ýmsa liðs- menn al-Qaeda. Þetta er í fyrsta sinn sem embættismenn Banda- ríkjastjórnar reyna að færa rök fyr- ir því að bein tengsl hafi verið á milli al-Qaeda og stjórnar Saddams Husseins í Írak. Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, sagði í viðtali við Jim Lehrer í bandaríska almennings- sjónvarpinu, PBS, að fangar sem nú eru í haldi í Guantanamo-herstöð- inni á Kúbu hefðu veitt upplýsingar um tengsl Íraks og al-Qaeda. Ljóst væri að þau næðu langt aftur. „Við vitum líka vegna framburðar þeirra fanga, sem voru háttsettir [í al- Qaeda], að Írak sá al-Qaeda að hluta til fyrir þjálfun við þróun efnavopna,“ sagði Rice. Fram að þessu hafa bandarísk stjórnvöld hikað við að setja beint samhengi milli hryðjuverkaárás- anna á Bandaríkin 11. september í fyrra, sem al-Qaeda stóð fyrir, og Íraksstjórnar, en Bandaríkjamenn leggja nú drög að árás á landið. Og Rice tók reyndar fram að bandarísk stjórnvöld héldu því ekki fram að Saddam hefði verið á bak við árásirnar 11. september í fyrra. Hún sagði hins vegar að enn væru ekki öll kurl komin til grafar hvað varðaði leynileg samskipti stjórn- valda í Bagdad og al-Qaeda. „Þannig að, já, það eru tengsl milli Íraks og al-Qaeda,“ sagði Rice er á hana var gengið. „Við vitum að Saddam Hussein hefur almennt tal- að lengi stutt við bak hryðjuverka- manna. Og nokkrir liðsmenn al- Qaeda hafa fengið öruggt húsaskjól í Bagdad.“ Rice segir Íraka hafa þjálfað al-Qaeda-liða Fullyrt að fangar hafi staðfest að Írakar hafi kennt hryðju- verkamönnum að þróa efnavopn Washington. AFP. Starfsmenn hins þjóðernissinnaða hindúaflokks Bharatiya Janata á Indlandi hrópa slagorð gegn Pak- istan á mótmælafundi við skrif- stofu fulltrúa Pakistans í höfuð- borg Indlands, Nýju Delhí, í gær. Lögreglan reyndi að hafa hemil á fólkinu með háþrýstivatnsbyssum. Hindúarnir efndu til mótmælanna í tilefni af sjálfsmorðsárás sem gerð var á musteri í borginni Ghandhinagar í Gujarat-ríki á þriðjudag en þá féllu 29 vopnlaus- ir borgarar, þ.á m. konur og börn. Harðlínu-hindúar segja að Pakist- ansstjórn hafi stutt tilræðismenn- ina. Mótmæli í Nýju Delhí Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.