Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 25 LONGFELLOW Deeds er viðkunn- anlegur eigandi pitsustaðar í smá- bænum Mandrake Falls í New Hampshire. Pitsustaðurinn hans nýtur mikilla vinsælda meðal bæjar- búa, ekki bara vegna þess að hann er eini pitsustaðurinn í bænum heldur einnig vegna þess að Deeds lætur stundum fylgja með í kaupunum heimatilbúin kveðju- og árnaðarljóð sem fá hvern mann til að brosa út að eyrum. Dag einn verður heldur betur breyting á högum Deeds þegar hon- um er tilkynnt að hann sé einkaerf- ingi frænda síns, milljarðamærings- ins Prestons Blakes. Í hlut Deeds hafa komið 40 milljarðar dollara sem meðal annars felast í fjölmiðlaveldi, fótboltaliði, hafnarboltaliði og forláta þyrlu. Áður en Deeds veit af er hon- um nú svipt úr friðsældinni í New Hampshire inn í hringiðu stórvið- skipta þar sem hver hælbíturinn á fætur öðrum bíður hans á hverju horni. Þetta er í stuttu máli söguþráður gamanmyndarinnar Mr. Deeds, sem frumsýnd verður í dag, en myndin er byggð á smásögunni The Opera Hat eftir Clarence Budington Kelland. Eftir þeirri sögu var gerð kvikmynd- in Mr. Deeds Goes to Town í leik- stjórn Franks Capra með Gary Cooper í aðalhlutverki árið 1936. Mr. Deeds er lauslega byggð á handriti þeirrar myndar, en þá var handrits- höfundurinn Robert Riskin. Hand- ritshöfundur Mr. Deeds nú er Tim Herlihy og í aðalhlutverkinu er Adam Sandler. Leikstjóri myndarinnar er Steven Brill, sem sló eftirminnilega í gegn árið 1992 þegar hann skrifaði handrit myndarinnar The Mighty Ducks. Hann leikstýrði einnig og skrifaði handrit að Little Nicky, sem er síð- asta mynd gamanleikarans Adams Sandlers. Sandler er sjálfur einn af framleiðendum Mr. Deeds, en auk hans standa að framleiðslunni Jos- eph M. Caracciolo, Sid Ganis og Jack Giarraputo. Leikarar: Adam Sandler (Punch-Drunk Love, The Animal, Little Nicky); Winona Ryder (Lost Souls, Girl Interrupted, Zoo- lander); Peter Gallagher (Protection, Perfume, Other Voices); Jared Harris (Bullfighter, The Reckoning, Perfume); Allen Covert (Little Nicky, The Waterboy, Big Daddy); John Turturro (Collateral Damage, The Man who Cried, Company Man). Leikstjóri: Steven Brill. Smábæjarmaður í heim stórviðskipta Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Mr. Deeds með Adam Sandler, Winona Ryd- er, Peter Gallagher, Jared Harris, Allen Covert og John Turturro. Mikil breyting verður skyndilega á högum Mr. Deeds (Adam Sandler). SJÖTTI bekkjar strákurinn Max Keeble hefur upplifað erfiða tíma. Hann hefur þurft að þola eilífar árás- ir frá hrekkjusvínum skólans sem troða honum ofan í ruslafötur og stela nestispeningunum hans. Hann hefur líka þurft að vara sig á íssal- anum í hverfinu sem hatar börn meira en allt og hugsar sig ekki tvisvar um áður en hann svíkur út úr þeim peninga. Max hefur líka átt í basli við skólastjórann sinn, Elliot T. Jindraike, sem hefur látið æ meira af fjármagni skólans í uppbyggingu íþróttavallar og áformar nú að láta rífa niður dýrahæli skólans. Einn daginn fær Max þær fregnir að hann og fjölskylda hans þurfi að flytja í aðra borg vegna starfa föð- urins. Max ákveður þá að nota síð- ustu vikuna sína í skólanum til að hefna sín á öllum þeim, sem hafa gert honum illt. Hann fær hjálp frá vinum sínum tveimur, Megan og Robe, og í sameiningu gera þau mikil hefndaráform. En á síðustu stundu fréttir Max að faðir hans hafi hætt í vinnunni sem gerir það að verkum að fjölskyldan þarf ekki að flytja. Þegar Max sér fram á að verða áfram í skólanum þarf hann nú að hafa hrað- ann á til að freista þess að stöðva öll hefndaráformin. Spurningin er hvort hann vinnur þetta kapphlaup við tímann eða ekki. Handrit myndarinnar skrifuðu Jonathan Bernstein, Mark Black- well og James Greer upp úr eigin sögu. Að sögn framleiðanda mynd- arinnar, Mike Karz, getur vinna með með krökkum orðið nokkuð krefj- andi og því reið á að finna rétta leik- stjórann í verkið. „Við vissum að Tim Hill var rétti leikstjórinn enda er hann snillingur í að fá börn í lið með sér eftir áralanga reynslu hans af Nickelodeon,“ segir Karz. Sjálfur segir leikstjórinn Tim Hill að eina vandamálið við að leik- stýra börnum sé að þegar leikstjór- inn ætli loks að ná til þeirra séu þau undir stjórn svo margra annarra að- ila, sem haldi uppi boðum og bönn- um. „Maður byrjar því ekki á að kynna sig sem fimmta foreldrið. Maður finnur leiðir til samskipta við þessi börn ef maður vill draga fram hjá þeim frábæra frammistöðu. Þau verða jafnframt að finna fyrir því að þau séu hluti af heildarmyndinni og að leikur þeirra skipti sköpum.“ Leikarar: Alex D. Linz (Home Alone 3, One Fine Day, Race to Space); Larry Miller (Pretty Woman, The Nutty Pro- fessor, Runaway Bride); Jamie Kennedy (Scream, Three Kings, Bowfinger); Zena Grey (The Bone Collector, Snow Day, Summer Catch); Robert Carradine (The Cowboys, Who’ll Stop the Rain, Es- cape from L.A.). Leikstjóri: Tim Hill. Aumingja Max Keeble hefur upplifað erfiða tíma á stuttri ævi. Hefnd gegn hrekkjusvínum Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Kefla- vík og á Akureyri frumsýna Max Keeble’s Big Move með Alex D. Linz, Larry Miller, Jamie Kennedy, Zena Grey, Josh Peck og Robert Carradine. RITLISTARHÓPUR Kópavogs er nú að hefja sitt árlega vetrarstarf og verður fyrsti upplesturinn á morgun, laugardag, kl. 15. Helga Sigurjóns- dóttir og Pétur Sveinsson lesa upp úr nýrri bók Helgu um mannlíf og sögu í Kópavogi. Þetta er sjöunda ár- ið sem Ritlistarhópurinn býður til upplestrar. Oftast er um að ræða upplestur á ljóðum en einnig er lesið upp úr öðrum bókum. Má þar nefna smásögur, ferðasögur og ævisögur. Í vetur verður upplestur á vegum hópsins sem fyrr í kaffistofu Lista- safns Kópavogs, Gerðarsafns, síð- asta laugardag hvers mánaðar kl. 15. Ritlistarhópur Kópavogs hefur gefið út þrjár ljóðabækur: Gluggi útg. 1996, LjósMál, sem var sam- vinnuverkefni við ljósmyndara úr Kópavogi, útgefin 1997 og loks Sköp- un sem kom út 2001. Lesið úr nýrri bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.