Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á SLANDSSKÓLI í Hafnarfirði er eini grunnskólinn á land- inu þar sem kennslu- þátturinn hefur verið boðinn út. Hann var einnig fyrsti skólinn þar sem einkaaðili fékk leyfi til að reka hverfisskóla. Hafnar- fjarðarbær hefur nú tekið að sér rekstur skólans eftir að deilur kenn- ara og stjórnar Íslensku mennta- samntakanna, ÍMS, sem ráku skól- ann í rúmt ár, komust í hámæli í haust. Sunita Gandhi, fram- kvæmdastjóri ÍMS, segir miður að verkefninu hafi ekki verið gefinn lengri tími, það taki 5-7 ár fyrir nýj- an skóla að festa sig í sessi. En Áslandsskóli var umdeildur áður en ÍMS komu til sögunnar og í raun eru aðilar sammála um að stefna samtakanna sé góð og gild og verður lögð áhersla á að halda henni áfram á lofti. Ágreiningur um skól- ann kom upp í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar þegar umræður um að bjóða út rekstur grunnskóla fóru af stað. Minnihlutinn sakaði meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna um að gera tilraunir á börnum og gefast upp við að reka skóla bæj- arins með því að bjóða reksturinn út. Alþingi skiptist sömuleiðis í tvær fylkingar varðandi málið. Deilt var á að Áslandsskóli væri hverfisskóli sem ekki ætti að vera einkarekinn. Tillaga um útboð samþykkt Tillaga Magnúsar Gunnarssonar, þáverandi bæjarstjóra, um útboð á kennsluþætti skólans var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í ársbyrjun 2001. Minnihlutinn var tillögunni mótfallinn og taldi útboðið m.a. brjóta í bága við grunnskólalög en undanþága á grundvelli 53 gr. grunnskólalaga, sem fjallar um til- raunastarf í skólum, var nauðsynleg svo að bjóða mætti skólastarfið út. Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, veitti undan- þáguna og skyldi skólinn rekinn sem tilraunaskóli. Átti tilraunin að standa í þrjú ár og ef vel tækist til gæti sami aðili rekið skólann í allt að 23 ár. Tilboði ÍMS í rekstur Áslands- skóla var tekið, en aðeins eitt tilboð barst. Samningur við samtökin var undirritaður í maí 2001. Samkvæmt honum átti bærinn að greiða um 350 þúsund krónur á ári fyrir kennslu og þjónustu fyrir hvern nemanda. ÍMS réðu Kristrúnu Lind Birgis- dóttur skólastjóra, en hún sagði fljótlega upp stöfum. Bar hún við ágreiningi um stjórnunarhætti og völd. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrr- verandi fræðslustjóri í Reykjavík og einn ráðgjafa ÍMS, tók við stöðu skólastjóra. Hún gegndi því starfi til loka skólaársins, en þá tók Skarp- héðinn Gunnarsson við. Kennarar vilja breytingar Fljótlega eftir að skólastarfið hófst nú í haust sendu þrettán kenn- arar og leiðbeinendur við skólann fræðsluyfirvöldum í Hafnarfirði bréf þar sem tiltekin voru atriði sem þeir töldu brýnt að laga svo skóla- starf gæti verið með eðlilegum hætti. ÍMS ákváðu að ganga að öll- um kröfum kennara eftir að stór hluti þeirra sagði upp störfum. Kennararnir drógu uppsagnir sínar ekki til baka og í kjölfarið ákvað bærinn að rifta samningi við ÍMS um rekstur Áslandsskóla. Samfylk- ingin, sem nú var komin í meirihluta bæjarstjórnar, sagði kröfuna um að Hafnarfjarðarbær tæki yfir rekstur skólans styðjast við þau rö hefði ítrekað ekki staðið v inginn. Forsendur han brostnar og uppnám vær starfinu. Var þar m.a. át stjórn skólans hafði ekki svarað spurningum fræð varðandi skólastarfið og samtakanna samkvæmt sa um. Sjálfstæðismenn m samningsrofinu. Bærinn réð Erlu Guðjó skólastjóra Áslandsskóla o fjórði aðilinn sem gegnir ætti. ÍMS höfnuðu riftun s ins og töldu hana ólögm undirrituðu þó fljótlega s lag við Hafnarfjarðarbæ u urinn. Stefna ÍMS mun hald Reynt verður að framfyl stefnu sem ÍMS markaði starfi Áslandsskóla áfram tekið fram í auglýsingu u stjórastöðuna. Magnús Ba fræðslustjóri Hafnarfjarð segir bæinn síður en svo h ósáttan við stefnu samtaka Foreldrar barna í Ásla voru sáttir við þá stefnu Í þeim var kynnt í upphafi sk ins. Þeir telja hins vegar f stjórnendur ekki hafa náð kvæma stefnuna. „T.d. var og framkvæmdahlið aldurs ar aldrei kynnt almennil foreldrum eða kennurum Jónas Hagan Guðmunds maður foreldrafélags Ásla Áslandsskóli deildur frá up Hafnarfjarðarbær hefur nú tekið við stjórn Áslandsskóla og rift rekstrarsamn- ingi við Íslensku menntasamtökin. Sunna Ósk Logadóttir rifjar upp sögu skólans og stefnu ÍMS og spyr um framtíðina. Hafnarfjarðarbær vill a sem Íslensku menntasa HEFÐ hefur skapast fyrir því í Ás- landsskóla að skólastjórinn heilsi nemendum með handabandi við komu þeirra í skólann og síðan safnast allir saman á sal í morgun- stund. Þetta er m.a. gert til að skapa hlýlegt og kærleiksríkt and- rúmsloft í skólanum, auk þess sem morgunstundin gefur ótal tækifæri til að vekja börnin til umhugsunar um ýmis mál. Rík áhersla er lögð á þemavinnu og í gegnum hana er börnunum kennt allt milli himins og jarðar. Börn frá sex ára aldri læra ensku og tölvukennsla er almenn. Þá er starfið eftir hefðbundinn skólatíma fjölbreytt. Þetta er meðal þess sem greinir Áslandsskóla frá flestum öðrum grunnskólum á Ís- landi og byggist starfið á hug- myndafræði mótaðri af Íslensku menntasamtökunum, ÍMS. Geta barnsins hámörkuð Skólastefna ÍMS hefur það að markmiði að hámarka getu barns- ins með kennsluaðferðum sem taka mið af öllum þroskaþáttum þess. Samtökin voru stofnuð af Böðvari Jónssyni, sem er formaður stjórnar þeirra, og dr. Sunitu Gandhi. Stefna þeirra byggist á heimspeki og fyrirkomulagi alþjóðlegu menntasamtakanna „The Council for Global Education“ í Bandaríkj- unum en aðferðirnar byggjast á 40 ára reynslu City Montessori School á Indlandi sem foreldrar Sunitu stofnuðu. Skólinn er þekktur víða um heim fyrir afburða árangur og fékk 23. september sl. sérstök verð- laun Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir menntun í þágu friðar. Þótt stuðst sé við nokkrar af hugmyndum dr. Maria Montessori í starfi Áslandsskóla, er skólinn ekki Montessoriskóli, eins og margir hafa talið. Í hugmyndafræði ÍMS er lögð áhersla á að hvetja einstaklinginn og hámarka þroska hans og sam- félagsins. Skólinn byggir starf sitt á fjórum hornsteinum menntunar: Sammannlegum gildum, hnatt- rænum skilningi, að gera allt fram- úrskarandi vel og þjónustu við mannkynið. Breytt samfélag – ný stefna Sunita segir svo gríðarlega mikl- ar breytingar hafa átt sér stað á samfélögum undanfarna áratugi að nýrrar menntastefnu sé þörf. „Við þurfum nú að hlúa að fjölþættum hæfileikum barnanna og grundvall- arleikni, svo sem þeirri hæfni að geta gert hugmyndir að veruleika, finna til þess aðferðir og tæki, sigr- ast á hindrunum og búa börnin undir margbreytilegt vinnuum- hverfi,“ segir Sunita. „Það þarf að endurskoða menntun, við þurfum að spyrja nýrra spurninga, t.d. hver er sá persónulegi, félagslegi og vitsmunalegi ávinningur sem við viljum hafa af menntun einstaklingsins þegar hann útskrifast úr grunnskóla eða fram- haldsskóla.“ Með því að rækta ákveðna þætti í fari einstaklinga, s.s. frumkvæði og metnað, þjálfa samskiptahæfni hans og kenna honum að vinna í hópi, má bet- ur uppfylla þarfir sam- félagsins eftir fjöl- breyttu starfsafli. „Að geta unnið í hópi er mjög mikilvægt í dag og að geta unnið með fólki úr öðrum menn- ingarheimum. Við þurfum irbúa börnin okkar, þau er alþjóðasamfélaginu, hvort ur líkar betur eða verr.“ Su segir tungumálakennslu ba 1. bekk í Áslandsskóla vera þess undirbúnings. „Með m viljum við búa börn undir a á við lífið, ná árangri og set marki. Til þess þurfum við skýrari menntastefnu. Við ekki aðeins efla námsárang barnsins heldur einnig trú eigin getu.“ En hvernig er markmiðu Skólastefna Ís menntasamtak NORRÆNA SAMNINGALEIÐIN Merkum áfanga í utanríkissam-skiptum Íslands var náð ífyrradag, er Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, undir- rituðu samkomulag um mörk efna- hagslögsögu landanna. Þar með eru úr sögunni deilur Íslands við önnur ríki um afmörkun hafsvæða, 27 árum eftir síðustu útfærslu efnahagslögsögunnar. Kaldbaksdeilan svokallaða við Fær- eyjar var ein óleyst eftir að Bretar féllu frá kröfu um 200 mílna lögsögu við Rockall árið 1997 og Ísland, Græn- land, Danmörk og Noregur undirrit- uðu samkomulag það sama ár um af- mörkun hafsvæðanna á milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Saga þessara samskipta við hin nor- rænu nágranna- og vinaríki okkar sannar betur en margt annað gildi nor- ræns samstarfs og hins nána samfélags Norðurlandanna. Ákvæði samningsins við Færeyinga um sameiginlega nýt- ingu fiskimiða á svæðinu, sem áður var umdeilt, sýna til að mynda hversu ríkt gagnkvæmt traust og vinátta ríkir í samskiptum landanna. Norðurlönd hafa borið gæfu til að leysa allar innbyrðis deilur sínar um yfirráðasvæði með friðsamlegum hætti um langt skeið. Það átti t.d. við um deilu Finnlands og Svíþjóðar um Álandseyjar eftir 1917 og deilu Noregs og Danmerkur um yfirráð á Austur- Grænlandi á árunum milli stríða, en þær deilur voru leystar annars vegar að tilstuðlan Þjóðabandalagsins og hins vegar fyrir Alþjóðadómstólnum. Í seinni tíð hafa norrænu ríkin æv- inlega getað farið samningaleiðina án aðstoðar dómstóla eða sáttasemjara og í öllum deilum, sem upp hafa komið, hafa báðir aðilar verið reiðubúnir að slá af kröfum sínum þannig að ná mætti samkomulagi. Ísland og Noreg- ur hafa t.d. getað leyst með samning- um flókin og erfið mál á borð við Smugudeiluna og deilurnar um lög- sögu við Jan Mayen og skiptingu loðnustofnsins. Samningaleiðin er bezt í samskipt- um ríkja en það er því miður langt frá því sjálfgefið að hún sé alltaf farin eins og ótal dæmi sanna. Við Norður- landabúar getum verið stoltir af því hvernig við höfum getað sett niður ágreining okkar með friðsamlegum og vinsamlegum hætti. Vonandi verður aldrei breyting á því. BREYTINGAR Í NATO Á óformlegum fundi varnarmálaráð-herra ríkja Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Varsjá fyrr í vikunni var tekið vel í tillögur Bandaríkjanna um að koma á fót rúmlega 20.000 manna hraðliði, sem senda mætti hvert á land sem er með mjög stuttum fyrirvara. Hugmyndin er út af fyrir sig ekki ný af nálinni en sú áþreifanlega ógn, sem NATO-ríkin telja sér stafa af m.a. hryðjuverkastarfsemi og gereyðingar- vopnum í höndum óvinveittra afla, hef- ur ýtt henni ofar á dagskrá bandalags- ins. Bandaríkin og mörg önnur NATO- ríki líta svo á að stofnun hraðliðsins sé lykilatriði í umbreytingu bandalagsins; að segja skilið við varnarviðbúnað og skipulag sem miðaðist við að verjast ógn kalda stríðsins, árás af hálfu Sov- étríkjanna og fylgiríkja þeirra, en tak- ast þess í stað á við „ógnir 21. aldarinn- ar“ eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, orðar það, t.a.m. hryðjuverk, stað- bundin átök, þjóðernisdeilur og út- breiðslu gereyðingarvopna. Engar formlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum í Varsjá. Hins vegar má gera ráð fyrir að á leiðtogafundi NATO í Prag síðar í haust verði ákveð- ið að koma hraðliðinu á fót. Fyrir flest evrópsku NATO-ríkin mun slík ákvörð- un þýða að þau verði að auka útgjöld sín til varnarmála. Sum þeirra hafa þegar hafið að breyta herafla sínum þannig að hann verði hreyfanlegri, sveigjanlegri og viðbragðsfljótari. Það á t.d. við um nágrannaríki okkar Bret- land og Noreg. Önnur evrópsk NATO- ríki þurfa að taka sig verulega á til að geta lagt sitt af mörkum með árangurs- ríkum hætti. Full ástæða er til þess að íslenzk stjórnvöld íhugi hvernig þau bregðist við þessum væntanlegu breytingum í NATO. Ísland hefur frá upphafi stefnt að tveimur markmiðum með aðild sinni að bandalaginu; annars vegar að tryggja varnir Íslands og hins vegar að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra varna Vesturlanda. Í kalda stríðinu var báðum markmiðum náð með sömu leið- inni, að leggja hér til aðstöðu fyrir varnarlið. Eftir að kalda stríðinu lauk dró úr mikilvægi aðstöðunnar á Íslandi fyrir hinar sameiginlegu varnir NATO- ríkjanna. Við því hefur m.a. verið brugðizt með því að Ísland hefur tekið virkari þátt í starfsemi bandalagsins og hagnýtt sér þá breytingu, sem orðið hefur á starfsemi þess. Ísland hefur engan her en vægi borgaralegra stofnana hefur aukizt með hinum nýju verkefnum NATO á borð við friðargæzlu, leitar-, hjálpar- og björgunarstörf, vernd mannréttinda og eflingu lýðræðis. Á þessum sviðum getur Ísland nýtt styrk sinn í öðrum efnum en hermálum. Efling íslenzku friðargæzlunnar hefur verið snjöll stefna við þessar aðstæður og eftir henni hefur verið tekið innan NATO. Hún hefur t.d. haft þau áhrif gagnvart Bandaríkjunum að þau eru fremur reiðubúin að viðhalda varnarviðbúnaði sínum hér á landi þar sem þau sjá að Ís- land er tilbúið að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra verkefna bandalags- ins. Vegna vaxandi vægis hryðjuverka- ógnarinnar og væntanlegrar áherzlu NATO á varnir gegn henni, m.a. með þróun hraðliðsins, má gera ráð fyrir að friðargæzluverkefni bandalagsins fái hlutfallslega minni athygli en undan- farin ár. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að Ísland sé ekki í aðstöðu til að leggja neitt af mörkum varðandi þróun hrað- liðsins, en muni halda áfram að efla ís- lenzku friðargæzluna. Það er rétt stefna, en Íslendingar verða þó að vera vel vakandi fyrir því hvort þeir geti með einhverjum hætti stutt við þau verkefni NATO, sem líklegt er að fái mestan forgang á næstu árum. Þáttur í þeirri viðleitni getur verið að Íslendingar taki í auknum mæli að sér verkefni við varnir landsins sem borgaralegar stofnanir geta annazt og beri af þeim aukinn kostnað, m.a. til að létta fjárhagslegum byrðum af Banda- ríkjamönnum sem telja sig þurfa á öllu sínu að halda í baráttunni gegn hryðju- verkum. Það væri óeðlilegt ef Ísland, eitt evrópsku NATO-ríkjanna, axlaði enga fjárhagslega ábyrgð á baráttunni gegn hryðjuverkum og öðrum nýjum ógnum sem að okkur steðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.