Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 57 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 433 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Vit 427 Sýnd í lúxussal kl. 5.30, 8 og 10.30 B. i. 16. Vit 436 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 433 AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Vit 427 Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Vit 427  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. Vit 433 Sýnd keflavík kl. 6. Ísl tal. Vit 429 Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! Sýnd kl. 4. Vit 432  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit 427 M E L G I B S O N Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal. Vit 430. 1/2 Kvikmyndir.is  MBL  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 441. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið. HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  SG. DV KEFLAVÍK AKUREYRI Sýnd akureyri kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Vit 435 AKUREYRI Sýnd kl. 6. Vit 441 Sýnd kl. 6. Vit 441 KEFLAVÍK FRUMSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit 435. AKUREYRI KEFLAVÍK Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann MaxKeeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Frumsýning … OG GREFLIGT kjaftaslit!“ Svo segir á heimasíðu færeysku pönk- sveitarinnar 200%, sem mun heiðra landann með nærveru sinni þessa helgina. Þetta er orkuríkt band og áleitið, og meðlimir eru allir eitil- harðir sambandsslitssinnar, eins og fram kemur í opnunarlagi fyrstu breiðskífu piltanna: „Vissi tú ikki ert við upp á loysing. So ert tú skíti klikkaður“ (sem útleggst eitt- hvað á þessa leið: „Ef þú ert ekki með sambandsslitum þá ertu snar- ruglaður.“) Tónlistin blómstrar í efnahagsþrengingum Í kvöld munu þeir leika á Sirkus, Klapparstíg en á morgun taka þeir þátt í Alþjóðlegri rokktónlistar- hátíð sem fara mun fram á Grand Rokk. Ku þetta vera langminnsta alþjóðlega rokktónlistarhátíð heims! Hefst hún kl. 23 og ásamt þeim mun íslenska rokksveitin De- sedia leika og írska nýrokksveitin The Dudley Corporation. Einnig ætlar sveitin að troða upp í plötu- búðinni Hljómalind á meðan hún dvelur hér og umsvifin því all- nokkur eins og sjá má. Mikael Blak er bassaleikari tríósins. „Mér líst vel á að vera að koma,“ segir hann aðspurður. „Við höfum verið í sambandi við Kidda í Hljómalind og Sigga Pönk (úr For- garði helvítis) í um ár núna og þeir eru búnir að hita okkur vel upp.“ Á þessu ári hefur eljusemin sem nú einkennir færeyskt tónlistarlíf vakið athygli hér á Íslandi og ein- herjir ættu að kannast við nöfn eins og Eivør Pálsdóttur, Click- haze og Tý. Mikael staðfestir að undanfarin fimm ár hafi verið sprenging í athafnasemi Fær- eyinga í tónlistarmálum. „Síðan efnahagsþrengingarnar miklu riðu yfir fyrir tíu árum hefur tónlistarlífið blómstrað,“ segir hann. „Tutl (sem er helsta útgáfu- fyrirtækið) stóð fyrir safndiski með færeyskum sveitum u.þ.b. ’97 sem var mikil innspýting. Svo hefur Prix Føryoar (samsvarar Músíktil- raunum hér) haft sín áhrif einnig.“ Ísland: „stærri Færeyjar“ Mikael bætir því þó við að það sé vandamál hversu mikið af tónlist- armönnum flytji frá eyjunum þeg- ar vindar fari að blása þeim í hag. Eins og áður segir leynir 200% ekki áliti sínu á sam- bandsmálunum. Mikael vill þó ekki meina að þeir séu virkir pólitíkusar. „Við höfum okkar skoðanir en við látum tón- listina og text- ana nægja. Það er okkar leið til að þoka því sem við trúum á áleiðis.“ Hann segir að viðbrögðin við sterkum boðskapnum hafi ekki lát- ið á sér standa. „Það er auðvitað markmiðið með þessu. Við viljum að umræða um þessi mál sé í gangi. Dimmalætt- ing, sem er íhaldsblaðið í Fær- eyjum, hefur t.d. brugðist við þessu með skrifum. Þá hafa sumir fras- arnir okkar lætt sér inn í tungu- málið.“ Færeyingar líta gjarnan til Ís- lands hvað málefni þeirra varðar; og þar er tónlistin ekki undan- skilin. „Ísland er mikilvægt í okkar augum þar sem þið hafið náð tals- verðum árangri í ykkar tónlistar- útflutningi. Við lítum á ykkur sem einhvers konar „stærri Færeyjar“ þannig að ef alþjóðasamfélagið sýnir ykkur áhuga af hverju ættu þeir ekki að sýna okkur slíkan áhuga líka?“ Færeyska pönksveitin 200% hristir upp í landanum Færeyska pönksveitin 200% leikur hérlendis um helgina, m.a. á al- þjóðlegum tónleikum á Grand Rokk á laug- ardaginn. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Mikael Blak, einn liðsmanna. Pörupiltarnir í færeysku pönksveitinni 200%. TENGLAR ..................................................... -www.tutl.com/200 -www.hljomalind.is arnart@mbl.is „Trummur, bass og gittar …“ ARI Í ÖGRI Liz Gammon leikur á pí- anó og syngur. BROADWAY Geir Ólafsson og stór- hljómsveit. Gestasöngvarar verða Harold Burr, Inga Backmann, Jó- hanna Linnet og Rut Reginalds. CAFÉ 22 Doddi litli. CAFÉ AMSTERDAM Smack. CAFÉ CATALÍNA Trúbador Sváfnir Sigurðarson. CAFÉ ROMANCE Ray Ramon og Mete Gudmundsen. CAFFÉ KÚLTURE, Hverfisgötu 18 Nicaragua-dagar Matur, tónlist ofl frá Nicaragua kl. 11.30 til 1. CATALÍNA Upplyfting. EGILSBÚÐ, Neskaupstað Trúba- dorinn Bjarni Tryggva. GAMLI BAUKUR, Húsavík Kristján Pétur og Cornelistarnir flytja lög og vísur sænska trúbadúrsins Cornel- isar Vreeswijk frá kl. 21.30. GRANDROKK Geirfuglarnir leika kl. 18 til 22 og frá kl. 23.59 spilar hljóm- sveitin Miðnes. GULLÖLDIN Stórsveit Ásgeirs Páls. H. M. KAFFI, Selfossi Hljómsveitin Mát. HÓTEL BORG DJ Stæner snýr skíf- um. KAFFI KRÓKUR, Sauðárkróki Bubbi Morthens og Hera með tónleika. KAFFI REYKJAVÍK BSG skipuð þeim Björgvini Halldórs, Siggu Beinteins og Grétari Örvars. KAFFI-LÆKUR, Hafnarf. Einar Jóns og Njalli í Holti. KAFFI-STRÆTÓ Siggi Már og Íris Jóns. KAFFILEIKHÚSIÐ Norski djass- kvartettinn Come Shine. KRINGLUKRÁIN Tónleikar með Heru Björk og hljómsveit. Gestur kvöldsins er móðir söngkonunnar, Hjördís Geirsdóttir, Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi eftir tóleika. MÓTEL VENUS, Borgarnesi Sixties. O’BRIENS Írski dúettin De 2 með ball kl. 22. ODD-VITINN, Akureyri Karoake, söngskemmtun. PAKKHÚSIÐ, Selfossi Hljómsveitin Spútnik. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Írafár. RÁIN, Reykjanesbæ Hljómsveit Stefáns P. SJALLINN, Ísafirði Á móti sól. 16 ára aldurstakmark. VITINN, Sandgerði Söngkonan og skemmtikrafturinn indverska prins- essan Leoncie með útgáfutónleika kl. 22. Kynnir hún nýja geisladiskinn sinn Sexy Loverboy. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á ÁRUM áður söng hann „Back in the USSR“ og nú er hann á leiðinni þangað, hann Sir Paul McCartney. Ekki þó beint til Sovétríkj- anna sálugu heldur til Rússlands því hann hefur hug á að leika á Rauða torginu í Moskvu. Ekki nóg með það því fyrst hann á annað borð er á leið austur á bóginn þá ætlar hann einnig að halda tónleika á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing í Kína og gerir ráð fyr- ir að allt að hálf milljón manna sæki tónleikana. Breska blaðið The Sun hefur eftir samstarfsmanni McCartneys að þetta verði tvennir af mikilvægustu hljómleikum sem haldnir hafi verið og muni færa boð um frið og ást. McCartney, sem er 59 ára gamall, er nú á tónleikaferð um Bandaríkin og kemur fram á tónleikum í 50 þarlendum borgum. McCartney til Moskvu og Peking Paul McCartney Vill syngja á Rauða torginu og Torgi hins himneska friðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.