Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jenný LindÁrnadóttir fædd- ist í Hjarðarholti í Glerárþorpi við Ak- ureyri 8. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum – Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 21. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Jakobsdóttir húsfreyja, f. 8. októ- ber 1909, d. 6. ágúst 1992, og Árni Árna- son trésmiður, f. 23. janúar 1908, d. 19. ágúst 1990 í Glerárþorpi. Systkini Jennýjar eru Baldur, látinn; Bragi, látinn, maki Hulda Þorvaldsdóttir, látin; Þór, maki Ásta Sigurðardóttir; Óðinn, maki Gunnþóra Árnadóttir; Stefán Ragnar, látinn; Sigríður, maki Ingvi Flosason; Hörður, látinn; barnabörn. 3) Sigurður Unnar, f. 20. júní 1958, maki Ingibjörg Að- alsteinsdóttir, f. 19. mars 1963, þau eiga sjö börn og tvö barnabörn. 4) Kolbrún, f. 13. febrúar 1961, maki Harrý Samúel Herlufsen, f. 17. ágúst 1954, þau eiga fjögur börn. 5) Símon, f. 31. mars 1963, maki Dorthe Møller Thorleifsson, f. 24. júlí 1962, þau eiga þrjú börn. 6) Harpa, f. 19. maí 1966, maki Gest- ur Már Sigurðsson, f. 1. janúar 1963, þau eiga tvö börn. Jenný Lind ólst upp í foreldra- húsum í Hjarðarholti í Glerárþorpi við Akureyri til sextán ára aldurs. Hún vann á Gefjun, þar til hún flutti suður þar sem hún vann í eld- húsinu á Kleppsspítalanum. Stuttu síðar flutti Jenný Lind til Hafnar- fjarðar þar sem hún bjó síðan. Jenný Lind bjó tíu ár á Selvogs- götu 4 og þá byggðu þau hjónin Svalbarð 2 þar sem þau bjuggu næstu 39 árin. Síðastliðin tvö ár hafa þau búið á Vallarbarði 3. Jenný Lind stundaði ýmis störf ásamt húsmóðurstörfum. Útför Jennýjar Lindar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ólöf, maki Hörður Þórhallsson; Anna, látin, maki Guðmund- ur Antonsson; Hulda, maki Oddur Árnason; Sonja Lind, látin. Jenný Lind giftist Þorleifi Jónssyni rennismið, f. 10. maí 1933. Foreldrar hans voru Svanhildur Mar- grét Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1912, d. 21. október 1996, og Jón Bjarnason sjómaður, f. 31. mars 1899, fórst með Erninum 1936. Jenný Lind og Þorleifur eiga sex börn. 1) Jón, f. 15. október 1953, maki Sigrún Pálsdóttir, f. 24. nóv- ember 1956. Þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. 2) Gunnar Árni, f. 1. apríl 1956, maki Theódóra Sif Pétursdóttir, f. 11. september 1967, þau eiga sjö börn og tvö Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir það líf sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Stundirnar sem við áttum saman eru ómetanlegar og allt sem þú kenndir mér og börnunum mínum. Þegar ég var að alast upp þá kenndir þú mér heiðarleika, réttsýni og iðni. Öll ferðalögin sem við fjölskyldan fórum í sem börn eru minningar sem gleymast aldrei. Þú varst besta vinkona mín. Einn- ig varst þú vinkona allra vina okkar og þeir voru alltaf velkomnir heim til þín, hvort sem við krakkarnir vorum heima eða ekki. Þú kenndir mér handavinnu, smurbrauðsgerð, bakstur og að taka slátur og mik- ilvægi þess að halda heimili og hafa það hreint, hugsa vel um manninn minn og börnin. Það var sama hvort við hefðum litla peninga þá skyldum við vera hrein og líta vel út. Þegar ég kynnti þig fyrir kærast- anum mínum þá sagðir þú: „Kol- brún, hann er með skegg,“ og reynd- ist þú honum frábær móðir enda þótti honum afskaplega vænt um þig. Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt þá bjó ég á Akranesi og þú mættir strax til að líta á hann Árna Samúel, sem við Harry skírðum eftir honum pabba þínum. 8. janúar 1985 var lengi að líða hjá þér en þá fædd- ist eldri dóttir mín hún Didda. Hinn 6. mars 1988 fæddist hún nafna þín Jenný Lind sem þú máttir ein kalla Lillu. Þú varst mín stoð og stytta þegar Harrý var á sjónum og við áttum margar góðar stundir saman. Ég gæti endalaust talið upp þessar stundir sem eru mér afskaplega kærar. Innilegast var að upplifa þá ást og umhyggju sem þú og pabbi báruð hvort fyrir öðru og elskuðuð hvort annað mikið, og hvað þið voruð miklir vinir. Við megum öll hafa það að leiðarljósi í lífinu. Þegar árin liðu og veikindi þín urðu alvarlegri hefði ég kosið að vera búin með það nám sem ég stunda nú. En þú varst afskaplega stolt þegar ég fór í skólann fyrir ári og sagðir það öllum sem vildu heyra. Menntun mín og þekking hafa hjálpað mér í gegnum síðastliðnar erfiðu vikur, þakklátust er ég fyrir að fá að sinna þér á andlátsstundu og gera þig fína. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Kolbrún. Móðir mín Jenný Lind var sterk kona, skapmikil og fór sínu fram en á sama tíma mjög óeigingjörn og hjartahlý eins og mæður gerast best- ar. Réttlætiskennd Jennýjar var ótrúleg, það var mikilvægt fyrir hana að réttlæti ríkti innan þessarar stóru fjölskyldu og að við systkinin fengj- um alltaf jafnt. Þessi réttlætiskennd var svo sterk hjá henni að hún gat aldrei orða bundist ef réttlæti var fyrir borð borið. Þetta átti við hvort heldur sem var heima fyrir eða utan heimilisins, því rétt skyldi vera rétt. Jenný Lind sá alltaf til þess að við syskinin værum vel til höfð. Minn- JENNÝ LIND ÁRNADÓTTIR ✝ Gróa Alexand-ersdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Að- alvík, Sléttuhreppi 25. júlí 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 19. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Alexander Halldórs- son, bóndi í Neðri- Miðvík í Aðalvík, f. 5. janúar 1880, d. 13. október 1959, og Jóna Georgína Bjarnadóttir hús- freyja, f. 12. júlí 1893, d. 21. febr- úar 1933. Systkini Gróu eru Krist- jana, f. 30. maí 1923, Halldór Alexander, f. 19. nóvember 1927, d. 14. júlí 1986, maki Eygló Guð- jónsdóttir, f. 12. febrúar 1935, og Magnús f. 27. janúar 1930. Að auki voru tvö systkini sem dóu á unga aldri. Gróa ólst upp hjá for- eldrum sínum í Neðri-Miðvík til tveir: Alexander Björn, f. 2. sept- ember 1963, búsettur í Reykjavík. Hann á tvö börn með fyrrverandi sambýliskonu sinni Brynju Ósk Pétursdóttur, f. 6. febrúar 1965, þau Ara Dag, f. 8. nóvember 1989, og Hafdísi Ingu, f. 23. júní 1995, og Gunnar Hilmar, f. 20. desem- ber 1966, læknir í Kaupmanna- höfn, kvæntur Gyðu Traustadótt- ur, f. 17. desember 1965, grafískum hönnuði. Gróa lauk almennu barnaskóla- námi og stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Skagafirði veturinn 1946–47. Hún stundaði ýmis störf á ævinni, var kokkur á fiskibát, við verslunar- störf, á saumastofu, þerna á strandferðaskipinu Esjunni um skeið, rak verslunina Árbæjar- búðina, Rofabæ 7, Reykjavík, vann í Osta- og smjörsölunni og hjá Landhelgisgæslunni þar sem hún hafði umsjón með kaffistofu flugdeildar á Reykjavíkurflug- velli. Eftir að Gróa fór á eftirlaun sá hún um að gæta barna hjá Lík- amsræktarstöðinni World Class, þar til á síðasta ári. Útför Gróu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. níu ára aldurs, en þá lést móðir hennar og var hún því send í fóstur til föðursystur sinnar, Guðnýjar Halldórsdóttur, og eiginmanns hennar, Kristins Grímssonar bónda á Horni. Gróa eignaðist fjögur fóst- ursystkini á Horni, þau Guðveigu, Maríu Ólínu, Guðrúnu Elínu og Magnús Elías, auk eins uppeldisbróður, Snorra Júlíussonar. Gróa bjó á Horni fram til um 18 ára aldurs, er hún flutti til Reykjavíkur. Hinn 20. nóvember 1954 giftist Gróa Gísla Hilmari Hansen vél- virkja, f. 2. júní 1927, d. 28. ágúst 1969. Foreldrar hans voru Sophus Hansen, f. 4. desember 1893, d. 13. ágúst 1943, og Guðrún Gísladóttir Hansen, f. 22. mars 1894, d. 31. júlí 1968. Synir Gróu og Gísla eru Í dag kveð ég elskulega móður mína, Gróu Alexandersdóttur, sem lést, eftir stutta baráttu við ill- kynja sjúkdóm, hinn 19. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Mér finnst ég hafa búið við ein- stök forréttindi að hafa fengið að hafa hana mömmu mér við hlið, það sem af er ævinni. Hún hefur kennt mér ótrúlega mikið og búið mér veganesti sem ég kem til með að njóta alla ævi. Mamma var alltaf kát og hress og ótrúlega lífsglöð og smitaði því í kringum sig. Hún var hrókur alls fagnaðar og átti stóran vinahóp á öllum aldri. Mamma sá alltaf já- kvæðu hliðarnar á öllum málum og gafst aldrei upp þótt á móti blési. Hún var alltaf reiðubúin að að- stoða þá sem þurftu á hjálp hennar að halda. Það eru margir sem koma til með að sakna þess að geta ekki rætt málin við mömmu, því hún var alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Mamma var hógvær og lítillát, en samt alltaf tilbúin að taka af skarið ef með þurfti. Þó að mamma væri ekkja, ein með okkur tvo bræður, og ekki há- tekjumanneskja sá hún til þess að við liðum aldrei skort. Hún taldi ekki eftir sér að vinna á þremur til fjórum stöðum til þess að endar næðu saman. Hún vanrækti þó aldrei fjölskylduna og gaf sér alltaf tíma fyrir vini og kunningja. Hún lagði mikla áherslu á trygglyndi og að vera vinur vina sinna. Eftir að ég kynntist Gyðu minni, tók mamma henni eins og dóttur sinni. Við gátum alltaf leitað til hennar og fengið góð ráð og leið- beiningar. Þegar við Gyða fluttum út á land og síðar til Danmerkur, hafði mamma reglulega samband í síma og kom í heimsóknir. Það var alltaf gaman að heyra í mömmu, enda alltaf svo jákvæð og glöð. Við vor- um mjög heppin að mamma gat verið hjá okkur í mánuð síðasta sumar og síðan um jól og áramót, þar sem við áttum yndislegar stundir saman. Mamma var alltaf heilsuhraust og kenndi sér aldrei neins meins, hvorki andlega né líkamlega. Hún hafði unnið hlutavinnu við barna- gæslu í líkamsræktarstöðinni World Class, eftir að hún fór á eft- irlaun, þar til fyrir um ári. Það kom því á óvart þegar hún sagði mér um miðjan júlí sl., að hún ætti að leggjast inn á Land- spítalann í rannsókn vegna gruns um krabbamein. Sem betur fer höfðum við Gyða tök á að koma til hennar og vera hjá henni til stuðn- ings í þessu erfiða ferli. Er mömmu var tilkynnt um að hún hefði langt gengið krabbamein sem ekki væri hægt að fjarlægja, tók hún því með æðruleysi, ró og yf- irvegun, eins og henni var einni lagið. Mamma vissi að hverju stefndi, þó að okkur hefði ekki grunað að það gengi svo hratt sem raun bar vitni. Við reyndum í sameiningu að búa sem best um hnútana, þannig að hún gæti verið sem lengst heima, en það var erfitt að fara frá henni aftur, vitandi að hverju stefndi. Sem betur fer eigum við góða að sem af óeigingirni, fórnfýsi og eljusemi heimsóttu mömmu daglega, aðstoðuðu hana og tryggðu að hún hefði það sem best varð á kosið. Hjúkrunarþjónustan Karitas vann einnig ótrúlegt starf, án þeirra hefði þetta aldrei gengið. Þegar mamma gat ekki lengur verið heima tók starfsfólk líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi við og sá til þess að henni liði sem best síðustu tvær vikurnar. Við Gyða gátum verið hjá mömmu síð- ustu vikuna og var hún andlega hress, þó að líkamlega væri af henni mjög dregið. Þegar maður býr erlendis, langt frá heimahögum, er erfitt að vita af foreldri sínu að glíma við erfiðan sjúkdóm og þurfa á hjálp manns að halda. Ég vil því þakka Hjúkr- unarþjónustu Karitas og starfs- fólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Ég vil einnig koma fram sér- stöku þakklæti til Guðlaugar og Jónu fyrir allt það sem þær gerðu fyrir mömmu, sem er okkur Gyðu ómetanlegt. Elsku mamma, minning þín lifir alltaf í hjarta mínu. Þinn Gunnar. Elsku Gróa mín, það er erfitt að skilja að þú sért farin frá okkur eftir svona stutt veikindi, en þú verður alltaf efst í hjarta mínu. Þú varst mér sem móðir sem ég gat alltaf leitað til, hvað sem á bjátaði. Þú varst alltaf reiðubúin að hjálpa, gefa góð ráð og styðja mann ef á móti blés. Þú varst svo ósérhlífin og hafðir alltaf tíma fyrir aðra og gafst svo mikið af sjálfri þér, án þess að hugsa um þig sjálfa. Þú varst svo skilningsrík og ráðagóð og alltaf varst þú sú fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég þurfti að fá góð ráð og alltaf komu þín ráð sér vel. Ég kem til með að sakna hversu úrræðagóð þú varst alltaf, til dæm- is hvernig þú gast töfrað fram glæsilegustu kjóla og dragtir úr sama sem engu, fyrir mig og hvernig þú gast alltaf gert ótrú- lega mikið úr litlu. Þú varst svo ung í anda, alltaf svo hress og kát og það var aldrei að merkja kynslóðabilið á milli okkar. Ég minnist, til dæmis 35 ára afmælisins hans Gunna um síð- ustu jól, þú varst hrókur alls fagn- aðar í veislunni og enginn trúði að GRÓA ALEXAND- ERSDÓTTIR Faðir okkar, tengdafaðir og frændi, RAGNAR JÓNSSON, Húnabraut 23, Blönduósi, sem lést miðvikudaginn 18. september, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 28. september og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Minningarsjóð Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi njóta þess. Skarphéðinn Ragnarsson, Halldóra Björnsdóttir, Ársæll Guðjónsson, Stefanía Ármannsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA KRISTJÁNS LÍNDAL KARLSSONAR, Nýbýlavegi 98, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknunum Tryggva Ásmundssyni og Guðbrandi Kjartans- syni og öðru starfsfólki á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda S. Eiríksdóttir, Karl Gíslason, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Stefán Örn Magnússon, Súsanna Gísladóttir, Einar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar og mágkona, GUÐRÚN VILBORG JÓNSDÓTTIR, frá Stóra-Sandfelli, verður jarðsungin frá Vallaneskirkju laugar- daginn 28. september kl. 14.00. Gróa Jónsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.