Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 11

Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 11
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: Einkavæðingarnefnd. Viðskiptabankar og spari- sjóðir. Skattfrelsi lágtekjufólks. Lífeyrissjóður sjómanna. Neysluvatn. Óhreyfð skip í höfnum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 11 GUÐJÓN Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur mælt fyrir tillögu til þingsályktunar, sem miðar að því að Alþingi samþykki að fela menntamálaráðherra að láta gera áætlun um kostnað og tæknilega útfærslu á því að senda dagskrár Ríkisútvarpsins; útvarps og sjónvarps, um gervitungl svo og kostnað við búnað til að taka á móti þessum sendingum. Í áætluninni komi einnig fram stofnkostnaður jarðstöðvar til að senda dagskrár til gervitungls og árlegur rekstr- arkostnaður hennar. Í greinargerð tillögunnar segir að mörg þúsund Íslendinga búi við þau skilyrði að hafa lélegan eða engan aðgang að útsendingum Rík- isútvarpsins, sjónvarps og hljóð- varps. „Það á við um fólk í dreifð- um byggðum víða um land, þar sem móttökuskilyrði eru slæm, og Ís- lendinga erlendis, en stærsti hóp- urinn er sjómenn á farskipum og fiskiskipum.“ Í greinargerðinni segir enn- fremur að á meðan ríkið stendur fyrir rekstri sjónvarps og útvarps og skyldar landsmenn til að greiða afnotagjöld verði að leita allra leiða til að koma sendingum „þessara fjölmiðla til sem flestra Íslend- inga“. Meðflutningsmenn Guðjóns eru Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Drífa Hjartardóttir og Einar K. Guðfinnsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Útsendingar RÚV nái til sem flestra Íslendinga SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um rekstur Ríkisútvarpsins. Meginefni tillögunnar er eftirfar- andi: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd, skipaða fulltrúum allra þingflokka, til að semja frumvarp um breyttan rekstur Ríkisútvarpsins. Nefndin ljúki störfum innan sex mánaða frá samþykkt tillögunnar.“ Sverrir lagði sams konar tillögu fram á síðustu tveimur löggjafarþingum, en þær urðu eigi útræddar. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að Ríkisútvarpið sé viðurkennd stoð íslenskrar tungu og menningar. Rekstur þess sé ómissandi til að gefa almenningi kost á hvers konar fræðslu- og menningarefni sem aðrir ljósvakamiðlar vænræki. „Slíkur miðill getur ekki verið til öðruvísi en að vera í þjóðareign og fjármagnað- ur af almenningi úr ríkissjóði. Mark- aðslausnir geta ekki átt við starfsemi af þessu tagi.“ Leggur Sverrir það til að nefndin hafi það m.a. að markmiði að semja frumvarp sem kveði á um að Ríkisútvarpið verði fjármagnað að fullu á fjárlögum ár hvert, t.d. inn- an ramma áætlunar eða þjónustu- samnings til þriggja til fimm ára í senn. Útvarpið hætti að flytja við- skiptaauglýsingar í samkeppni við aðra fjölmiðla, en flytji áfram til- kynningar frá opinberum aðilum, fé- lagasamtökum og öðrum sambæri- legum aðilum. Vill frumvarp um breyttan rekstur RÚV ♦ ♦ ♦ EIRÍKUR Jóhannes Björgúlfur Eiríksson, fyrrverandi prentari, lést í gær, 78 ára að aldri. Eiríkur fæddist 27. ágúst 1924 á Akureyri. Hann lærði prentverk í Siglufjarðarprent- smiðju og starfaði þar 1940–1966. Þá hóf hann störf sem setjari hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, þar sem hann starfaði allt til haustsins 1980. Hjá POB starfaði hann jafnframt sem blaðamaður við tíma- ritið Heima er bezt í tólf ár, þar sem hann ritaði um marg- vísleg efni, þjóðleg fræði og ljóðlist voru honum sérstaklega hugleikin. Eftir 1980 starfaði Eiríkur hjá Akureyr- arbæ við frágang fundargerða nefnda bæjarins og einnig við myndasafn Minja- safnsins. Hann hætti störfum árið 1992 vegna heilsubrests og bjó í Reykjavík síð- ustu æviárin. Eftirlifandi eigin- kona Eiríks er Guðrún Rósa Páls- dóttir. Andlát EIRÍKUR EIRÍKSSON ENGIN kröfugerð hefur farið fram á hendur Dönum, segir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra vegna orða Sverris Hermannssonar, for- manns Frjálslynda flokksins og fyrrver- andi menntamálaráð- herra, í Morgun- blaðinu í gær. Þar tjáði Sverrir sig um hug- myndir Tómasar Inga um stofnun íslenskrar- danskrar menningar- stofnunar hér á landi og að Danir legðu þar til þá íslensku forn- gripi sem hafa verið á söfnum í Dan- mörku frá árinu 1930. Meðal þess sem Sverrir sagði var eftirfarandi: „...ég er andvígur því að við förum í kröfugerð á hendur Dön- um um forna muni eða menningar- verðmæti. Við sömdum öðruvísi.“ Var hann þar að vitna til samnings sem gerður var við Dani árið 1965 vegna afhendingar á handritunum og bókunar við þann samning frá 1986, um að ekki kæmu fram óskir um frekari afhendingu á íslenskum munum sem eftir eru í Danmörku. Tómas Ingi segir að misskilnings gæti í þessum orðum Sverris. Á fundi með danska menntamála- ráðherranum, og í bréfi til hans, hafi engar kröf- ur verið gerðar á hend- ur Dönum. Menningar- samband verði eflt „Ég hef hins vegar sett fram hugmynd um íslenska-danska menn- ingarstofnun sem stað- sett verði á Íslandi. Hugmyndin byggist á þeim vilja mínum að efla menningarsam- bandið við Dani og styrkja menningartengsl þjóðanna. Grundvöllur erindisins var því hvorki kröfugerð né skírskotun til réttarstöðu, heldur voru viðræðurn- ar byggðar á því að þróa enn frekar þau góðu samskipti sem þjóðirnar hafa ræktað með sér,“ segir Tómas Ingi. Hann lýsir yfir ánægju með já- kvæð viðbrögð Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylkingar- innar, og Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri hreyfingarinngar – græns framboðs, við hugmyndum sínum, sem birtust í blaðinu í gær. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra Engin kröfugerð á hendur Dönum Tómas Ingi Olrich Í ÁSKORUN til rík- isstjórnar Íslands frá Öryrkjabandalaginu sem birtist í heilsíðu auglýsingu í Morgun- blaðinu í gær, kemur fram að brýnt sé að ís- lensk stjórnvöld færi öryrkjum til baka þau réttindi sem þeir nutu áður. Þar segir Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, að átt sé m.a. við styrki til bifreiða- kaupa, sem hafa lækk- að að raungildi og fækkað hlutfallslega svo og niðurfellingu af- notagjalda af síma. „Núverandi samgönguráðherra ákvað að afnema niðurfellingu af- notagjalda af síma á sama tíma og símakostnaður fer vaxandi hjá fólki vegna þeirra þjóð- félagsbreytinga sem orðið hafa,“ segir Garðar og nefnir kostnað vegna Nets- ins og farsíma í því sambandi. „Sími er mikilvægara sam- göngutæki fyrir fatl- aða en aðra. Það sama má segja um bíla, þeir eru mikilvægt hjálpar- tæki.“ Þá segir Garðar sjúkrahúskostnað hafa aukist og við því megi öryrkjar sem nýta sér heilbrigðisþjónustu mikið, síður en aðrir. „Síðan er það mikill skellur að vaxandi hluti bóta öryrkja skuli vera tekinn í skatta. Lífeyrisþegar eru farnir að greiða þúsundir í skatta af lífeyristekjum sínum. Þessu viljum við að létt verði af ör- yrkjum.“ Öryrkjabandalagið skorar á stjórnvöld að færa fjárhæðir grunnlífeyris- og tekjutryggingar til samræmis við þróun lágmarks- launa frá og með 1. janúar 1995. Ef ekki, þá að minnsta kosti til sam- ræmis við þróun hinnar almennu launavísitölu. Launavísitalan góður vegvísir „Á þessu ári hafa tekið gildi skattalegar breytingar sem ráð- herrar og menn í svipuðum stöðum njóta góðs af. Við erum ekki að fara fram á sömu krónutölu. Við biðjum einungis um sama hlutfall og launafólk hefur almennt fengið samkvæmt nákvæmustu og bestu mælingu sem til er á því, þ.e. hinni opinberu launavísitölu Hagstofu Ís- lands. Hún er eini vegvísirinn sem er haldbær og á byggjandi. Við get- um ekki alltaf elt uppi lægstu við- miðun sem fyrirfinnst hverju sinni.“ Garðar segir ómögulegt að að- skilja efnahagsmál og velferðarmál, líkt og ráðherrar hafi haldið fram undanfarið í fjölmiðlum. „Traust velferðar- og almannatrygginga- kerfi er einn mikilvægasti þáttur heilbrigðs og öflugs efnahagslífs og hagkerfis. Þeir sem aðgreina þetta og segja að það þurfi sterkt efna- hagslíf til að standa undir velferð, eru á alvarlegum villigötum. Um það eru hafa Norðurlöndin verið órækastur vitnisburður. Endur- reisn almannatrygginga er arðbær- asta virkjunarframkvæmdin sem Íslendingar geta ráðist í.“ Öryrkjabandalagið hefur birt áskorun til ríkisstjórnar Íslands Almannatryggingar eru arð- bær virkjunarframkvæmd Garðar Sverrisson SAMKEPPNISSTOFNUN vís- ar á bug ummælum Halldórs Blöndal á Alþingi þess efnis að stofnunin hafi látið það líðast að til mikillar hringamyndunar hafi komið í matvöruverslun og að óheilbrigðir verslunarhættir hafi fengið að dafna í skjóli Samkeppnisstofnunar. „Við erum auðvitað ekki sáttir við þau ummæli að fyrirtæki starfi í skjóli Samkeppnisstofn- unar og vísum þeim á bug,“ seg- ir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Guð- mundur segir það heldur ekki rétt að almennt sé bannað að selja vörur undir kostnaðverði í öðrum löndum, líkt Halldór haldi fram. Ekki var bannað að auka við markaðsráðandi stöðu Guðmundur segist gera ráð fyrir að þegar menn tali um að Baugur hafi fengið að stækka og bólgna út án þess að Sam- keppnisstofnun hafi gripið til íhlutunar séu þeir væntanlega að vísa til þess þegar Baugur keypti 10–11 verslunarkeðjuna snemma árs 1999. Guðmundur minnir á að á þeim tíma hafi verið nýfallinn dómur í Hæstarétti í máli sem Flugleiðir sóttu á hendur sam- keppnisyfirvöldum vegna íhlut- unar þeirra þegar innanlands- deild Flugleiða og Flugfélag Norðurlands sameinuðust. Guðmundur bendir á að Hæstiréttur hafi hnekkt íhlutun samkeppnisyfirvalda vegna þess að Flugleiðir höfðu verið með markaðsráðandi stöðu á innan- landsmarkaði fyrir og voru að auka markaðsráðandi stöðu sína; í þágildandi samruna- ákvæði samkeppnislaga hafi staðið að samkeppnisráð gæti gripið til íhlutunar við samruna ef markaðsráðandi staða yrði til. Menn hafi ekki gert sér grein fyrir að þetta ákvæði ætti ekki við þegar verið væri að efla markaðsráðandi stöðu. Að sögn Guðmundar ógilti Hæstiréttur íhlutun samkeppnisyfirvalda á þessum forsendum og þar sem Baugur hafi verið skilgreindur með markaðsráðandi stöðu hafi félagið verið að auka við mark- aðsráðandi stöðu með kaupun- um á 10–11 og samkeppnisyf- irvöld hafi því ekki talið sig hafa lagalegar forsendur til þess að grípa til íhlutunar. Eitt hafi hlotið yfir alla að ganga. Sam- keppnislögunum hafi ekki verið breytt fyrr en í lok árs 2000 og þá m.a. þessu samrunaákvæði þannig að nú geti samkeppnisyf- irvöld gripið til íhlutunar í svona tilvikum. Guðmundur Sigurðsson minn- ir á að samkeppnisyfirvöld hafi það hlutverk í þjóðfélaginu að framfylgja samkeppnislögum en það sé Alþingi sem setur lögin og hafi Baugur verið að starfa í skjóli einhvers sé það í skjóli Alþingis. Almennt ekki bannað að selja undir kostnaðarverði Guðmundur segir að fullyrð- ingar Halldórs um að í öðrum löndum sé bannað að selja undir kostnaðarverði standist ekki. Það kunni að vera bannað í ein- hverjum löndum og að einhverj- um hluta en almennt sé slíkt ekki bannað. „Menn hafa litið svo á að það myndi takmarka mjög mögu- leika fyrirtækja á markaði, s.s. þegar þau setja á markað nýjar vörur eða vilja losa sig við birgðir, eða vilja halda útsölur o.s.fr.v. Bann við slíku myndi frekar verða til þess að drepa allt í dróma.“ Guðmundur segir að eflaust séu þau tilvik til að fyrirtæki misnoti stöðu sína með skaðlega undirverðlagningu í því skyni að koma keppinautum út af mark- aði eða hindra innkomu nýrra keppinauta. En það sé þá sér- stakt rannsóknarefni hverju sinni. Samkeppnisstofnun um ummæli Halldórs Blöndal á Alþingi Engar lagaleg- ar heimildir til íhlutunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.