Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 41
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldr- aðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Samverustund fyrir 6–8 ára börn kl. 15 í kórkjallara. 910 klúbburinn kl. 16. 112 klúbburinn kl. 17.30. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Allir vel- komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn- aðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl. 17–18.30 Ævintýraklúbburinn, 7–9 ára starf. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkjunni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar kirkjunnar bjóða upp á umræð- ur og fræðslu um ýmis trúaratriði sem vakna hjá þátttakendum og hafa einnig stutt innlegg um trúmál. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngv- ar, biblíusaga, bænir, djús og kex. TTT- fundur (10–12 ára) kl. 16.15. Mennta- skólanemarnir Andri og Þorkell leiða starfið ásamt hópi sjálfboðaliða. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Bækur fyrir yngstu börnin, kynning frá Borgarbókasafninu. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og fræðsla. Umsjón sr. Örn Bárður Jonsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Óháði söfnuðurinn. Fræðslukvöld kl. 20.30. Skilnaður – endir eða upphaf? Arna Schram blaðamaður. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT- starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunn- ar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafar- vogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30– 19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17. 12-spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyrir ung- linga 14–15 ára kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bóka- kynning. Í tilefni af áttræðisafmæli sr. Jörg Zink verður bókakynning í safn- aðarheimilinu í kvöld kl. 20. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16.20 TTT, yngri hópur. Kirkjustarf 9–10 ára. Kl. 17.30 TTT, eldri hópur. Kirkjustarf 11–12 ára. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K. Hulda Líney Magnús- dóttir og leiðtogarnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Sóknar- nefndarfundur kl. 17.30. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag, miðvikudag, kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Kór kirkjunnar, æfing fimmtudaginn 10. okt. kl. 19.30. Sóknarprestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldr- aðra fimmtudag kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Sóknarprestur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsing- ar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróð- leiksmolar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkomið. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Fundur í Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl. 20 í safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30. Köllun Páls. Post. 9:1–19. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. Jónas Þór- isson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 41 Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins fjallar Víkverji um þá reynslu sína þegar hann var stöðv- aður af tveimur lögreglumönnum vegna umferðar- lagabrots. Fram kemur í máli Vík- verja að hann ber í sjálfu sér ekki á móti því að hafa brotið umferðar- lögin og því verið stöðvaður heldur finnst honum að lögreglan eigi að forgangsraða verkefnum sínum þannig að þessu broti hans hefði ekki átt að sinna. Fagna ber því að umfjöllun sé um hlutverk og útfærslur lögreglu. Al- mennt eru borgarar sammála því að lögreglan vinni að bættri umferðar- menningu og sjái til þess að farið sé að þeim leikreglum sem Alþingi hef- ur sett okkur fyrir umferðina. At- hyglisvert er þó að gagnrýni á störf lögreglu birtast yfirleitt á þann hátt að lögregla eigi að sinna einhverjum öðrum verkefnum en þeim brotum sem bréfritarar eru staðnir að. Umferðaróhöpp og -slys eiga sér stað dag hvern hér í borginni og eru engin gatnamót þar undanskilin. Lögreglumenn reyna að velja þá staði þar sem óhöpp verða helst í þeim hverfum þar sem þeir sinna eftirliti og þar sem þeir meta hættu mesta hverju sinni. Skiptar skoðan- ir geta auðvitað verið um þessi at- riði en almennt er ég sáttur við þær áherslur sem lögreglumenn hafa haft. Mér finnst hins vegar nauðsyn- legt að geta þess að hér á landi er hlutfall umferðarbrota í heildar- fjölda verkefna lögreglu mun hærra en almennt þekkist á Norðurlönd- unum, sem við berum okkur oftast saman við. Skyldi það stafa af minni virðingu Íslendinga fyrir gildandi reglum og þá verri umferðarmenn- ingu, ef nota má það orð, eða skyldi það vera vegna meiri atorkusemi ís- lenskra lögreglumanna? Ég kýs að leyfa lesendum sjálfum að svara þessari spurningu með reynslu sína í umferðinni í huga. Ljóst er að mínu mati að lög- reglumenn búa ekki til umferðar- lagabrotin, það gera ökumenn sjálf- ir með því að fara ekki eftir þeim leikreglum sem við þó teljum eðli- legt að aðrir fari eftir. Brýnt er að ökumenn hafi fulla athygli við akst- urinn og aki í samræmi við þær reglur sem settar hafa verið. Um- ferðaróhöpp má nær öll rekja til þess að þessar reglur eru brotnar. Á liðnu ári hafa á annan tug umferð- aróhappa orðið á því svæði þar sem Víkverji ók, sjálfsagt öll vegna þess að ökumenn höfðu ekki fulla athygli við aksturinn og ekki voru virtar þær reglur sem þarna gilda. Um þann þátt hvort lögreglu- menn eigi að liggja í leyni er ég sammála Víkverja að hluta til. Sjálf- ur kýs ég að lögreglumenn vinni ávallt með það markmið að leiðar- ljósi að hinum almenna borgara sé ljóst að þar sé lögreglan við störf. Það sé ekki nema í undantekning- artilvikum sem annað sé réttlætt. Í flestum tilvikum er ekki þörf á því að lögreglutækjum sé þannig fyr- irkomið að það sé ekki vel sýnilegt. Í tilviki Víkverja var um merktan lög- reglubíl að ræða, sem að mínu mati er ekki hægt að flokka sem bíl sem liggur í leyni. Merktir lögreglubílar eru vel sýnilegir og eiga að vera þannig staðsettir að ökumenn verði þeirra varir. Um lagningu lögreglu- tækja vil ég nefna að lögreglumenn eiga að haga henni á þann hátt að til fyrirmyndar sé. Því miður er það ekki alltaf tækt, meðal annars vegna þess að við mannvirkjagerð hefur ekki verið tekið mið af þörfum lögreglu við skyldustörf og borið við aukakostnaði sem af því hlýst. Forgangsröðun á verkefnum er vel þekkt hjá lögreglunni í Reykja- vík. Markmið okkar hefur undan- farin tvö ár verið að leggja mesta áherslu á ölvun við akstur, réttinda- leysi við akstur og hraðakstur. Ástæða þessara áherslna er sú að þessi brot teljum við þau alvarleg- ustu í umferðinni. Tekist hefur að fækka þeim sem stöðvaðir eru af lögreglu vegna gruns um ölvun við akstur og það þótt eftirlitið hafi ekki minnkað. Það er jákvæð þróun sem vonandi tekst að viðhalda. Lengra er í land með hin tvö markmið okkar því árlega eru rúmlega 400 öku- menn stöðvaðir við akstur án þess að þeir hafi til þess tilskilin réttindi og hraðakstursmálum fjölgar ár frá ári. Þótt við höfum sett okkur þessar áherslur sem hér hafa verið til- greindar vænti ég þess að flestir ökumenn séu okkur sammála um að slíkt merkir ekki að við lítum framhjá öðrum brotum í umferð- inni. Slíkar áherslur myndu ekki vera umferðinni í borginni til fram- dráttar. Að lokum vildi ég nefna að það er í raun einföld leið til að komast hjá afskiptum lögreglu af ökumönnum. Það er að sýna skynsemi og virða umferðarreglur, alltaf. KARL STEINAR VALSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Víkverja svarað Frá Karli Steinari Valssyni: Karl Steinar Valsson UNDIRRITAÐUR hefur margoft hringt í síma þann sem fyrrgreind samtök vísa á í símaskránni. Þar er svarað í dag 8. október, „Skrif- stofan er lokuð til 12. septem- ber“. Það er af- mælisdagur Freymóðs tón- skálds. Nú er sá dagur löngu lið- inn. Á síðastliðnu sumri tókst mér að ná símasam- bandi við starfs- mann Hollvinasamtakanna. Ung viðtalsvæn stúlka svaraði í farsíma sinn í Kaupmannahöfn. Ég bað stúlkuna að koma fyrirspurn til verndara samtakanna frú Vigdísar Finnbogadóttur, hvort hún teldi það sæmandi að happdrætti Há- skóla Íslands auglýsti í sjónvarpi með engilsaxneskum söng. Bað um skriflega skýringu formannsins. Stúlkan tók málaleitan minni vel. Ekkert svar hefur borist. Seinna hringdi ég til vinkonu formannsins og óskaði svara. Þögn er eina svarið til þessa. Nýverið var tilkynnt að frú Vig- dís hefði fengið eina milljón króna utan fjárlaga til stuðnings gælu- verkefni sínu Íslenskri þjóðtungu. Hún var þá í Japan. Á sama tíma er unglæknum neitað um vökulög sambærileg þeim sem togaraháset- ar fengu árið 1921. Það er víðar en í Danaveldi sem ekki er allt með felldu. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Eru „hollvinasamtök“ háskólans í feluleik? Frá Pétri Péturssyni: Pétur Pétursson KIRKJUSTARF Í KVÖLD, miðvikudaginn 9. októ- ber, kl. 20, verður hið fyrsta af fjór- um fræðslukvöldum í Hallgríms- kirkju um kristin trúfélög. Einkum verður fjallað um kristin trúfélög hér á landi og leitast við að draga fram hvað þau eiga sameiginlegt og hvað greinir þau að. Byrjað verður á að ræða um sér- kenni evangelísk-lútherskrar kirkju. Séra Sigurður Pálsson mun annast fræðsluna. Fræðslan er öll- um opin án endurgjalds. Alfa-námskeið í Garði MIÐVIKUDAGINN 9. október kl. 19 verður alfa-námskeið haldið í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði. Námskeiðinu verður fram- haldið á miðvikudagskvöldum og stendur í tíu vikur. Alfa er skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Nám- skeiðin byggjast upp á sameig- inlegri máltíð, fyrirlestri, um- ræðum og stuttri samveru. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér kristindóminn og heilaga ritn- ingu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trú- ar. Reynt er að halda námskeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi og er kennslan sett fram á einfald- an og aðgengilegan hátt. Alfa-námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið gífurlega athygli enda hafa yfir fjórar milljónir sótt nám- skeiðið. Alfa-námskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hef- ur þátttaka aukist á hverju ári. Það er ástæða til að hvetja alla þá sem kost eiga til þátttöku. Sóknarprestur. Fræðsla um kristin trúfélög Hallgrímskirkja Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.