Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Háhraðasítenging við Netið FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur undirritað samning við Malaysia Airlines Systems í Malasíu um þjónustuleigu á þremur Boeing 747 sem verða í Kuala Lumpur. Fyrsta vélin hóf flug í gær, önnur byrjar flug í byrjun nóvember og sú þriðja bætist við í byrjun mars 2003. Samningurinn er til tveggja ára með ákvæðum um möguleika á framlengingu. Andvirði samnings- ins er tæplega tíu milljarðar króna. Vélarnar munu m.a. fljúga til Hollands, Þýskalands, Japans, Ástr- alíu, Hong Kong og Taívan. Flug- liðar frá Atlanta munu manna vél- arnar og tæknimenn Atlanta ásamt öðru starfsliði sjá um viðhald og af- greiðslu. Að þessu verkefni munu koma tæplega eitt hundrað manns. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir þetta lið í þeirri stefnu félagsins að hasla sér aukinn völl á sviði fraktflugs. Fyrsti langtímasamningur um leigu Boeing 747-fraktvéla „Þetta var erfið fæðing því lönd eins og Japan, Kína og Suður-Kór- ea gera kröfu um loftferðasamning á milli þess lands sem flugrekstar- aðilinn kemur frá og viðkomandi lands þótt ekki sé um beina flug- umferð að ræða milli landanna held- ur þjónustusamning við þriðja aðila frá þriðja landi. Við áttum að fljúga til Japans frá Malasíu og er það mál enn án lausnar því enginn loftferða- samningur er milli Íslands og Jap- ans. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist skjótt við okkar beiðni um aðstoð við að ræða málið við yf- irvöld í Japan en að svo stöddu hef- ur það ekki borið árangur. Við kunnum engu að síður utanríkisráð- herra og starfsfólki utanríkisráðu- neytisins hér á landi og sendiherra okkar í Japan bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. Við erum að vonum ánægðir með að vera komnir aftur á fullt skrið í fraktflutningum. Þetta er áfangasigur og við erum að at- huga ýmsa aðra möguleika á þessu sviði. Atlanta var í fraktflugi á ní- unda áratugnum en þá með minni vélum. Þetta er fyrsti langtíma- samningurinn sem við höfum gert um notkun Boeing 747-fraktvéla og gefur hann fyrirtækinu meiri stöð- ugleika á næstu misserum,“ segir Hafþór. Flugfélagið Atlanta leigir flugvél- ar af gerðunum Boeing 747 og Boeing 767 með áhöfnum til flug- félaga víða um heim. Nú er tuttugu og ein breiðþota í verkefnum hjá Atlanta og þær fljúga m.a. frá Arg- entínu, Dóminíska lýðveldinu, Frakklandi, Írlandi, Nígeríu, Spáni og Englandi. Atlanta semur um leigu á þremur Boeing 747-fraktvélum út frá Malasíu Nær tíu milljarða samn- ingur til tveggja ára Unnið að því að ferma Boeing 747-fraktflugvél Atlanta, sem leigð hefur verið í verkefni í Asíu. Ljósmynd/Atlanta NÝJASTA James Bond myndin, Die Another Day, verður frumsýnd hérlendis 29. nóvember næstkomandi. Myndin er sú tuttugasta í röðinni og markar fjörutíu ára starfsafmæli njósnarans knáa. Veigamikið atriði myndar- innar var tekið upp hérlendis, hjá Jökulsárlóni og hjá Skála- fellsjökli en upptökur fóru fram í febrúar á þessu ári. Mun þetta Íslandsatriði vera stærsta hasaratriðið í mynd- inni og er þegar farið að spila stórt hlutverk í kynningar- herferðinni í kringum hana erlendis, þar sem m.a. bregð- ur fyrir hornfirsku landslagi. Myndin verður sýnd í Smára- bíói, Regnboganum, Laug- arásbíói og Borgarbíói á Ak- ureyri og hefst forsala mánudaginn 11. nóvember. Pierce Brosnan og Halle Berry í hlutverkum sínum. Nýja Bond- myndin í nóvember  Íslandsævintýri/48 UNDIRRITAÐUR var nýlega samningur milli Landsvirkjunar og norsku fyrirtækjanna Statoil og Statnett um gerð hagkvæmniathug- unar á lagningu rafstrengs milli Ís- lands og Noregs. Að sögn Jóhanns Más Maríussonar, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, var um frumkvæði Norðmanna að ræða sem áhuga hafa á að kaupa endurnýjanlega raforku frá Íslandi. Samkvæmt samningnum á athuguninni að vera lokið næsta vor. Nokkur fundahöld hafa átt sér stað hér á landi og í Noregi vegna þessa máls. Frá þessu hefur verið greint í norskum fjölmiðlum. Þar er m.a. haft eftir talsmanni Statoil að fyr- irtækið sé að kanna möguleika á að útvega endurnýjanlega orku. Vax- andi eftirspurn sé eftir slíkri orku og vatns- og gufuaflsvirkjanir á Ís- landi séu áhugaverður kostur. Ef af verði geti strengurinn fullnægt 4–5% af raforkuþörf Norðmanna. Jóhann Már segir að Landsvirkj- un muni leggja til upplýsingar um nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi, bæði með vatnsafls- og gufuaflsvirkjunum, og Norðmenn muni skoða markaðsmál fyrir sæ- streng í Noregi og jafnvel víðar, t.d. í Bretlandi. Landsvirkjun þarf ekki að eyða miklum fjármunum í þessa athugun, að sögn Jóhanns Más, þar sem upplýsingarnar liggja að mestu leyti fyrir um orkuöflunina hér á landi. „Þetta er ekkert sem mun gerast á morgun, hér er um mögulegt framtíðarverkefni að ræða sem gæti orðið að veruleika eftir tíu ár eða jafnvel síðar. Landsvirkjun hef- ur áður kannað möguleika á sæ- streng og þá komist að þeirri nið- urstöðu að flytja mætti að hámarki um 600 megavött milli landa. Strengurinn myndi að sjálfsögðu virka í báðar áttir og yrði mikið ör- yggisatriði fyrir okkur. Hann gæti þannig aukið okkar flutningsgetu á raforku. Þetta er það langt inni í framtíðinni að við getum ekki sagt til um það í dag um hvaða virkjanir við erum að tala. Ég er sannfærður um að það eigi eftir að koma á svona sambandi milli Íslands og meginlands Evrópu, spurningin er bara hvenær það gerist,“ segir Jó- hann Már. Vaxandi orkuskortur í N-Evrópu Hann minnir á að við athugun Landsvirkjunar og fleiri aðila fyrir nokkrum árum hafi lagning sæ- strengs ekki verið talin raunhæf sökum mikils kostnaðar. Það kunni hins vegar að hafa breyst og sá þáttur verði einmitt skoðaður sér- staklega nú af hálfu Norðmanna. Jóhann Már segir að á vissum svæðum í Evrópu, einkum N-Evr- ópu, sé umframgeta á orkuöflun ekki lengur til staðar. Því sé að myndast orkuskortur sem hafi orðið megintilefni áhuga Norðmanna á verkefninu. Hagkvæmniathugun hjá Landsvirkjun, Statoil og Statnett Áhugi fyrir rafstreng milli Noregs og Íslands UNGLINGAR hér á landi verða fyrir einelti í gegnum spjall- þræði á Netinu og SMS-skila- boð, sem framið er í skjóli nafn- leyndar. ,,Þetta er hið nýja tæknivædda einelti. Okkur hefur tekist ágætlega að koma í veg fyrir líkamlegt og andlegt of- beldi í skólanum, en þarna er kominn nýr flötur og við erum ekki enn búin að átta okkur á hvernig hægt er að taka á þessu,“ segir Haraldur Finns- son, skólastjóri Réttarholtsskóla. Hann boðaði foreldra á fund á dögunum þar sem hann ræddi um Netið og einelti eftir að í ljós kom að óhróðri um nemendur skólans hefur verið komið á framfæri á spjallþráðum Nets- ins. Haraldur segir að á fundi með foreldrum hafi hann fundið að fáir könnuðust við þær vefsíður sem krakkarnir heimsækja reglulega og skilja eftir skilaboð á spjallborði. ,,Það skiptir máli að foreldrar viti hvað krakkarnir eru að bauka á Netinu og ræði um þetta við þá.“ Kærur til Landssímans Landssímanum hafa borist kvartanir og kærur vegna hót- ana og óhróðurs sem sendur er viðskiptavinum í gegnum far- síma og Vit-þjónustu fyrirtæk- isins, þar sem hægt er að senda SMS-skilaboð í gegnum Netið án þess að nafn eða símanúmer komi fram, samkvæmt upplýs- ingum Heiðrúnar Jónsdóttur, kynningarfulltrúa Símans. Alls bárust 96 lögreglukærur frá áramótum til ágústloka vegna meintrar misnotkunar farsíma en á öllu síðasta ári voru kærurnar 115 talsins. Flestar kærur snúa að skilaboðum sem send eru úr farsímum. Óhróður og hót- anir á Netinu  Einelti/6 Ný tegund eineltis meðal unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.