Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 23
eru íslenzkir hestar í 20 löndum og það eru 30 þúsund manns í klúbbum og félögum, sem leggja sérstaka áherzlu á íslenzka hest- inn. Og þá er ég bara að tala um harðasta kjarnann.“ Ætlunin er að hefjast handa í Kolkuósi strax í haust og verja húsin fyrir veturinn. Þau eru tvö; íbúðarhús frá 1903 og sláturhús frá 1913. Neðri hæð íbúðarhússins verður endurgerð með það í huga að hún verði sem næst því sem var á blómatíma staðarins. Þar verður komið upp sýningu um sögu stað- arins og líf fólksins, sem byggði hann upp. Efri hæðin verður íbúðarhæð. Sláturhúsið verður gert upp sem hesthús með aðstöðu til sýningar um Kolkuóshrossin og ræktun þeirra. Skemman norðan við húsið verður tekin niður og reiðgerði sett í staðinn. „Fyrir mér er þetta þó ekki ein- göngu spurning um að bjarga sögulegum verðmætum,“ segir Valgeir, „heldur líka að hlú að stað, sem var svo ríkur af mann- gæzku.“ Áform hafa verið uppi um sorp- urðunarsvæði skammt frá Kolku- ósi, en Valgeir segir sveitarstjórn- ina áhugasama um fyrirætlanir Kolkuóssfélagsins og því megi ætla, að ekkert verði af sorpurðun á svæðinu. Forn saga og ný Kolbeinsárós er á 13. öld nefnd- ur einn skagfirzkra hafna í hópi tíu staða á landinu, þar sem getið er um skipakomur. Í Jarða- og búendatali Skaga- fjarðarsýslu segir: „Kolbeinsárós (Kolkuós) í Við- víkursveit er nyrzt í Viðvíkurlandi í hvammi sunnan Kolbeinsár (Kolku), þar sem hún fellur til sjávar. Kolbeinsárós, sem er í daglegu tali nefndur Kolkuós, sem er latmælgi eða stytting á hinu rétta löggilta nafni, var aðalhöfn og verzlunarstaður Skagfirðinga á þjóðveldistímanum og líklega allt fram undir siðaskiptin, og þar hafði biskupsstóllinn á Hólum að- aluppsátur fyrir skip sín. Þar hafa án efa verið vörugeymslur og oft hefur verið þar mannmargt í „ÞETTA er spennandi mál; að bjarga Kolkuósi og koma honum til vegs og virðingar á nýjan leik,“ segir Valgeir Þorvaldsson, for- stöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi, sem ásamt Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta, og Skúla Skúlasyni, skólameistara Hólaskóla, skipar stjórn Kolkuóss- félagsins. Valgeir segir meininguna vera þá að nota svipaðan framgang við uppbygginguna í Kolkuósi og við Vesturfarasetrið á Hofsósi. „Það komu áskoranir frá hinum og þessum um það, að fyrst það tókst að bjarga Hofsósi, þá ætti líka að vera hægt að gera eitthvað fyrir Kolkuós,“ segir Valgeir. „En það var ekki fyrr en í sumar, sem ég fór að hugsa af alvöru um þetta mál og þegar ég hafði kynnt mér sögu Kolkuóss, komst ég að því hversu merkilegur og verðmætur staður þetta er. Eftir það var ekki um annað að ræða en að gera eitthvað.“ Valgeir bendir á, að Kolkuós hafi um aldir verið höfn Hóla- staðar og verzlunarstaður og í Landnámu segi, að í Kolkuós hafi hross fyrst komið í land á Íslandi. „Málið er að taka þessa fornu frægð staðarins og vinna úr henni afurð með því að færa hlutina til menningartengdrar ferðaþjónustu nútímans.“ Tilgangur Kolkuóssfélagsins er að endurbyggja og eiga húsin í Kolkuósi, halda til haga sögu- legum verðmætum er tilheyra staðnum og setja af stað aftur skipulega ræktun hrossa af Kolku- óssstofni. Til þessa er blásið til samstarfs Hólaskóla, Vest- urfarasetursins, Byggðasafns Skagfirðinga, Söguseturs íslenska hestsins og Fornleifaverndar Ís- lands. Valgeir segir að leitað verði eft- ir stuðningi fjölmargra aðila við verkefnið og síðan verði stofnað um það sérstakt vinafélag. Fornminjarnar og sagan eru sterkir bandamenn. „En hvers virði er til dæmis sá staður, þar sem fyrsti hesturinn kom í land?“ spyr Valgeir. „Hann er ekki ein- asta fyrir okkur Íslendinga, held- ur tengist hann líka þúsundum hestamanna um allan heim. Það kauptíðum. Talið er, að nokkru fyrir siðaskipti hafi kirkja eða bænhús verið reist í Kolbeinsárósi og hafi það verið eina bjálkakirkj- an, sem reist var hér á landi. Telja má víst, að skemmdir á höfninni, sennilega af völdum landbrots, hafi valdið því, að verzl- unin fluttist þaðan til Hofsóss, lík- lega snemma á 16. öld. Árið 1881 var Kolbeinsárós löggiltur verzl- unarstaður. Verzlun mun þó ekki hafa hafizt þar fyrr en um og eftir 1890, voru það verzlanir á Sauð- árkróki er höfðu þar útibú og ráku þar verzlun að sumrinu. Stóð svo fram yfir ... aldamót. Í Kolbeins- árósi höfðu fyrst búsetu svo kunn- ugt sé Tómas Ísleiksson söðla- smiður og kona hans, Guðrún Jóelsdóttir ljósmóðir. Fluttu þau þangað 1891. (Þau fluttu til Vest- urheims 1903 – innsk.) Um alda- mótin 1900 reisti Hartmann Ás- grímsson íbúðarhús í Kolbeinsárósi og stofnsetti þar verzlun. Árið 1901 tók hann sér þar fasta búsetu ásamt konu sinni, Kristínu Símonardóttur frá Brim- nesi.“ Fyrir aldamótin 1900 voru fjög- ur verzlunarhús í Kolkuósi, sem kaupmenn á Sauðárkróki áttu, og eitt í eigu Pöntunarfélags Skag- firðinga. Þarna var verzlað yfir sumarið meðan kaupskip lágu við Kolkuós. Hartmann Ásgrímsson hóf verzlun í Kolkuósi í félagi við Ein- ar Jónsson, bónda og hreppstjóra í Brimnesi, og keyptu þeir félagar grindina af kirkjunni að Miklabæ í Óslandshlíð, klæddu hana, settu þak á og hófu verzlun. Þetta félag stóð aðeins í ár. 1903 reisti Hartmann hús yfir verzlunina og neðri hæð íbúðar- húss yfir hlaðinn kjallara og efri hæðina næsta ár. Þetta voru timb- urhús; verzlunarhúsið er horfið, en íbúðarhúsið stendur enn. Árið 1913 reisti Hartmann slát- urhús úr steinsteypu og áfast rétt- arhús árið eftir. Hartmann Ásgrímsson andaðist 1948, en Kristín lifði mann sinn í átta ár. Hartmann og Kristín eignuðust þrjá drengi og tók einn þeirra; Sigurmon, við búi í Kolkuósi og bjó þar til 1985. Þá fluttu hann og kona hans, Haflína Björnsdóttir, á dvalarheimilið á Sauðárkróki og þar með lagðist búskapur af í Kolkuósi. Sigurmon lézt 1991 og Haflína er nú 97 ára. Þau eignuðust þrjár dætur. Kolkuós komið til vegs á ný Ljósmynd/Valgeir Þorvaldsson Í Kolkuósi standa nú tvö hús; íbúðarhús frá 1903 og sláturhús frá 1913. Sjálfseignarstofnun um verndun og upp- byggingu í Kolkuósi í Skagafirði hefur verið komið á fót og er ætlunin að bjarga menn- ingarverðmætum, hampa verzlunarsögu staðarins og hefja hrossarækt á nýjan leik. Freysteinn Jóhannsson kynnti sér málið. freysteinn@mbl.is Í LANDNÁMU segir frá skipakomu í Kolbeinsárós. Skipið var hlaðið kvikfé, „en þeim hvarf í Brimnes- skógum unghryssi eitt; en Þórir dúfunef keypti vonina og fann síðan; Það var allra hrossa skjótast og köll- uð Fluga.“ Hryssa þessi átti svo hestfolald, sem hét Eiðfaxi. Saga hrossaræktar í Kolkuósi hófst snemma á 20. öldinni, þegar Hartmann Ásgrímsson leiddi saman að ráði Theodórs Arnbjarnarsonar Sörla 71 frá Svaðastöðum og Nönnu, sem var út af Hólagránu. Þar kom Hörður 112, sem var notaður ævi- langt í Kolkuósi. Sigurmon Hart- mannsson hélt ræktuninni áfram og stóð hún hæst með Herði 591. Þegar Sigurmon brá búi tvístr- aðist hrossastofninn, sem Gunnar Bjarnason sagði 1980 einn bezta gæðingastofn landsins frá því um 1930. Að sögn Margrétar Sigurmons- dóttur, sem nú býr í Mosfellsbæ, halda þær systur þrjár allar arf- hrein Kolkuósshross. Gæðinga- stofn LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 23 ...fegurð og ferskleiki Pantið tíma í Lyfju Smáralind í síma 530 5800. Á sama tíma veitum við 20% afslátt af allri Karin Herzog línunni. www.lyfja.is Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir Víkinga- spjót Í SUMAR fór fram forkönnun á Kolkuósssvæðinu til að kanna hvað væri þar af minjum og hvort hægt væri að tímasetja þær. Jafnframt hófst fornleifaskráning á næstu jörðum. Sýni leiddu í ljós að á svæð- inu er að finna fornar mannvist- arleifar; frá 11. öld að minnsta kosti. Fornminjar á svæðinu eru í mik- illi hættu vegna sjávarágangs og er meiningin að ráðast á næsta ári í uppgröft mannvistarleifa, sem að öðrum kosti hverfa í sjó. Neðansjávarrannsóknir hefjast á næsta ári og verður Kolkuós ná- kvæmlega kannaður. Þá verður fornleifaskráningunni fram haldið. Jarðirnar í grennd við Kolkuós, sem verða skráðar eru Brimnes, Marbæli, Melstaður og Ósland. Í landi Melstaðar fannst fyrir 15 árum í plógfari gripur sem nú hefur verið staðfest, að er spjót frá víkingaöld, vafalaust úr kumli, því að bein munu hafa fundizt í flaginu líka. HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur standa nú yfir æfingar á hinu þekkta verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. Í leikritinu verða örlög venjulegs manns að harmleik sem er dæmigerður fyrir vanda- mál samfélags okkar. Pétur Einarsson fer með titil- hlutverkið, hann leikur sölumann- inn Willi Lohmann, en Hanna María Karlsdóttir leikur eiginkonu hans. Á mánudaginn var skotist út fyrir æfingasalinn í Borgarleikhús- inu og upp í húsgagnaverslun HP í Ármúlanum til að taka upp á myndband senu sem sýnir heim- ilislífið hjá syni Willis, Howard, en það er Ellert Ingimundarson sem leikur hann. Leikritið Sölumaður deyr verður frumsýnt í síðari hluta október. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Sigurjón Jóhannsson gerir leikmynd og búninga. Sölumað- ur deyr í húsgagna- verslun Morgunblaðið/Kristinn Leikararnir Ellert Ingimundarson og Sigrún Tryggvadóttir við upp- tökur á myndbandinu í húsgagnaverslun HP í Ármúlanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.