Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 42

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Brúarfoss koma og fara í dag. Þerney og Vigri koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pol- ar Siglir og Bussol fóru í gær. Brúarfoss fer frá Straumsvík í dag. Sunnuberg og Geimini komu í gær. Eridan kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur, bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: Kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar: Svanhildur, s. 586 8014, e.h. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl.14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónusta Búnaðarbanka. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mósaík, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, hár- greiðslustofan opin 9–14. Í tilefni af 10 ára opn- unarafmæli fé- lagsmiðstöðvarinnar verður afmælisfagnaður 18. október, kvöldverð- ur, skemmtiatriði og fluttur annáll stöðv- arinnar í léttum dúr. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. kl 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Miðvikud. kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði, nýtt og notað, og tréskurður, kl. 14 handavinnuhornið. Fimmtud. kl. 13 búta- saumur og málun, kl. 19.30 félagsvist á Álfta- nesi. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tré- skurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Á morgun, fimmtudag, verður bingó kl. 13.30 og gler- skurður kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45. Fimmtud.: Brids kl. 13. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Brids- námskeið hefst í í dag, fimmtud. 10. október, kl. 19.30. Þátttaka tilkynn- ist skrifstofu FEB. Föstud: Félagsvist kl. 13.30. Fræðslunefnd FEB verður með fræðslu- og kynning- arferð á Reykjalund 16. okt. Farið verður frá Ás- garði kl. 13. Þátttaka til- kynnist skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Fé- lagið hefur opnað heima- síðu, www.feb.is. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík. Kl. 14 félagsvist alla miðvikudaga. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið 31. okt. að sjá Með vífið í lúkunum. Skrán- ing fyrir 14. okt. Nánar í auglýsingum. Árlegur haustfagnað verður í Glaðheimum, Vogum, laugard. 12. okt kl. 15. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 13 bridge, búta- saumur, harðangur og klaustur, danskennsla, framhaldshópur, kl. 14 danskennsla, byrjendur, kl. 15 frjáls dans. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9 böð- un og föndur, kl. 13 danskennsla, framhald, kl. 14 danskennsla, byrj- endur, kl. 15 teikning og málun og frjáls dans. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Sviðaveisla verður fimmtudaginn 10. októ- ber og hefst kl. 18. Harmónikkuleikur og happdrætti. Uppl. í síma568 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Fé- lagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 félagsvist. Líknar- og vinafélagið Bergmál, opið hús sunnudaginn 13. okt. kl. 16 í húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Matur, skemmti- atriði, fjöldasöngur. Pét- ur Guðjónsson talar. Þátttaka tilkynnist í síma 864 4070, 822 5017 eða elfab@li.is. Hringurinn. Fundur í Félagsheimilinu, Ás- vallagötu1, kl. 18.30. Hana-nú Kópavogi. Fundur í Hláturklúbbi Hana-nú í Gullsmára í kvöld kl. 20–21.30. Stutt gaman, skemmti- legt. Allir velkomnir. ITC-deildin Melkorka, fundur í dag í Borg- artúni 22, 3. hæð. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Hulda Gísladóttir í síma 587 1712. Hallgrímskirkja, eldri borgar, opið hús í dag kl. 14–16. Erindi flytur sr. Ágúst Sigurðsson, harmónikkuleikararnir Sigríður Norðkvist og Karl Kristensen, hug- vekju flytur sr. María Ágústsdóttir. Allir vel- komnir, bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýs- ingar veitir Dagbjört í s. 510 1034 eða 510 1000. Aldraðir í Bústaðasókn. Samvera í dag kl. 13– 16.30 í Bústaðakirkju. Handavinna, spilað, föndrað. Veitingar. Kynning frá Föndru. Þeir sem vilja láta sækja sig hringi í s. 553 8500 hjá kirkjuvörðum, eða Sigrúnu, s. 864 1448. Í dag er miðvikudagur 9. október, 282. dagur ársins 2002. Díónysíus- messa. Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 snjáldur, 4 athygli, 7 fól, 8 auðan, 9 askur, 11 mjög, 13 spil, 14 klamp- ann, 15 þýðanda, 17 vætl- ar, 20 matur, 22 málmur, 23 fim, 24 bola, 25 skyn- færin. LÓÐRÉTT: 1 refsa, 2 fiskinn, 3 dug- leg, 4 giski á, 5 ávöxt, 6 rás, 10 viljugt, 12 storm- ur, 13 aula, 15 áhöldin, 16 krumlu, 18 viðfelldin, 19 blauðan, 20 mynni, 21 bylgja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 útbúnaður, 8 regns, 9 Urður, 10 aur, 11 gæran, 13 tímir, 15 skömm, 18 satan, 21 átt, 22 kjóll, 23 aflar, 24 tilgangur. Lóðrétt: 2 togar, 3 únsan, 4 alurt, 5 urðum, 6 trog, 7 hrár, 12 aum, 14 íma, 15 sekt, 16 ölóði, 17 málug, 18 stafn, 19 tældu, 20 nýra. Jóhann og einkadansinn JÓHANN skrifaði í Vel- vakanda 20. september að hann sæi eftir því að enginn næturklúbbur væri lengur í Reykjavík því að búið væri að loka þeim öllum. Þegar leitað var upplýsinga hjá lögreglu fengust þær upp- lýsingar að þótt búið væri að banna svokallaðan einkadans væru enn margir veitingastaðir opnir til kl. 5 á morgnana og að súludans út af fyrir sig hefði ekki verið bannaður, aðeins einkadans. Næturklúbbar virðast því enn starfandi og einnig súludans. Þetta veit Jóhann auðvitað, en virðist vera að slá ryki í augu les- enda. Annars var í grein Vel- vakanda, sem Jóhann vitn- ar í, aðallega verið að benda á það misræmi í störfum yf- irvalda að leyfa eigendum súlustaða með lögum að bjóða einkadans, en banna hann svo skömmu síðar, án þess að lögin hafi verið numin úr gildi! Eigendur súlustaðanna gætu hugsan- lega krafist skaðabóta upp á tugi milljóna vegna þess að þeir höfðu leyfi til þess- arar starfsemi frá sömu að- ilum. Þeir virðast því ekki hafa verið að brjóta nein lög. Hvernig er það: Veit vinstri hönd yfirvalda ekki hvað hægri hönd þeirra hefur þegar gjört? Hneykslaður borgari. Afdrif 100,7? NÚ virðist tónlistarstöðin 100,7 hætt að senda út þessa fallegu, klassísku tónlist sem ég og fjöldi ann- arra höfum notið síðustu ár. Langbesta tónlistarút- varpið. Engar fréttir hefi ég fengið um afdrif stöðv- arinnar. Er einhver sem getur frætt mig um það. Kópavogsbúi. Fiddes Payne-kryddið ÖRN hjá Heilsu ehf. hafði samband við Velvakanda vegna fyrirspurnar um Fiddes Payne-kryddið og segir hann að þetta krydd fáist ekki lengur hérlendis. Vinsamleg ábending HAFT var að orðatiltæki í Reykjavík snemma á síð- ustu öld að ekki væri furða að byggð í Reykjavík væri eins og hún hefði verið á þeim tíma. Hæfist í bráð- ræði og endaði í ráðleysu. Til skýringar: Jón Ársæll Þórðarson býr á Bráðræð- isholti en býlið Ráðleysa stóð inn við Rauðará. Og þar voru endamörk Reykjavíkurbæjar á þeim tíma. Ólafur Lárusson. Tapað/fundið Leðurjakki týndist á menningarnótt UNGA stúlkan sem fékk lánaðan svartan leðurjakka (með Nokia-síma í vasan- um) á menningarnótt er beðin að hafa samband í síma 866 1386. Rykfrakki tekinn í misgripum RYKFRAKKI (Aquascut- um) var tekinn í misgripum fimmtudagskvöldið 3. októ- ber sl. í Skrúð, Hótel Sögu. Skilin var eftir svipuð kápa í minni stærð. Sá sem kynni að hafa kápuna undir hönd- um er vinsamlegast beðin/n um að snúa sér til móttöku Hótels Sögu sem fyrst. Gallajakki týndist GALLAJAKKI, DKNY, dökkblár að lit týndist á Broadway á busaballi Menntaskólans við Sund 19. september sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 551 9098 eða 862 9058. Tvær tíkur í óskilum ÖNNUR lítil brún fannst í Mosfellsbæ, hin svört, fannst við Hafravatn. Uppl síma 566 8366 og 698 4967. Hundahótelið Leirum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Glatt á hjalla í Tjarnarborg. Víkverji skrifar... ÞÁTTURINN Músík að morgnidags, sem heyra má í Ríkisút- varpinu árla á laugardagsmorgnum, er áheyrilegur. Finnst Víkverja ástæða til að hæla Svanhildi Jakobs- dóttur, stjórnanda þáttarins, fyrir notalegt spjall og ágætt lagaval. Spiluð eru í þættinum lög úr ýms- um áttum, innlend sem erlend, og er hann því fjölbreyttur. Er ágætt að hafa þáttinn malandi yfir sér við morgunkaffið eða morgunverk. Vík- verji verður þó að viðurkenna að hann nennir ekki að vakna sérstak- lega til að hlusta á þáttinn ef hann þarf ekki að sinna neinum skyldum á laugardagsmorgni. En hafi hann á annað borð druslast framúr fyrir klukkan níu kveikir hann gjarnan á rás eitt af þessum sökum. Og úr því fjallað er um útvarpið leyfir Víkverji sér að varpa fram ósk eða fyrirspurn til dagskrárstjóra. Væri nokkuð úr vegi að endurvekja gamlan og góðan þátt sem nefndur var dagskrárstjóri í klukkustund? Allmörg ár eru síðan hann var við lýði og gerður þokkalega góður rómur að. Nú hefur hann legið í dvala um skeið. Er þá ekki gráupplagt að kanna hvort einhverjir eru ekki til í að spreyta sig í þessu efni. Víkverji er nokkuð viss um að margir væru til í slaginn. x x x OG ÚR því verið er að fjalla um út-varp er alveg eins hægt að halda því áfram til enda. Nýlega kom fram í fréttum óánægja hjá íbúum á norð- austurhorni landsins með hlustunar- skilyrði Ríkisútvarpsins. Var greint að þar heyrðist útvarp illa og sjón- varpssendingar næðust illa. Fannst mönnum hart að þurfa að greiða af- notagjöldin að fullu en fá ekki að njóta þess sem rásir ríkisljósvakans hafa að bjóða. Því það er nú þrátt fyr- ir allt ýmislegt. Víkverji hlustar svo sem ekki mjög mikið á útvarp en honum finnst ósköp skiljanlegt að menn vilji hafa örugg- an aðgang að útvarpinu. Og sjónvarp- inu líka. Við borgum afnotagjöldin og viljum fá að neyta og njóta í staðinn. Krafa íbúa á landsbyggðinni sem ekki heyra eða sjá almennilega það sem Ríkisútvarpið býður er ósköp eðlileg. Þetta leiðir líka hugann að byggða- málunum í víðara samhengi. Menn gætu sagt sem svo að það hafi enginn beðið þetta fólk að búa á þessum stöð- um eða svo afskekkt að það sé utan við öll venjuleg þægindi nútíma sam- félags. En er það ekki löngu úrelt sjónarmið? Viljum við ekki byggja allt landið? Viljum við ekki fara um allt landið hvar sem við búum? Viljum við ekki geta gengið að ákveðinni lág- marksþjónustu hvert sem við förum? Auðvitað eigum við að geta búið þar sem við viljum og geta búið við nokkurn veginn sömu skilyrði hvar sem er í landinu. Nokkurn veginn. Eða á kannski bara að skipta landinu alveg upp eftir áhugamálum? Á suð- vesturhorninu búa þeir sem vilja streitu og hávaða og stanslaust líf og fjör. Á Melrakkasléttu búa þeir sem vilja ekki horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp. Í Jökulfjörðum búa þeir sem vilja bara sigla og lifa af gæðum lands og sjávar. Á Snæfellsnesi þeir sem lifa af duldum krafti jökulsins. Þetta er kannski einfaldasta byggða- stefnan og sú ódýrasta. En eins og stundum áður er Vík- verji líklega kominn út á hálan ís og er þá mál að linni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.