Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 24
Veggspjald Listasafnsins er augnayndi að vanda. LISTASUMRI lauk á Akur-eyri fyrir skömmu, og ár-viss menningarnótt íReykjavík gekk yfir með flugeldum og fylliríi líkt og hefð er komin á um slík menningarfyrirbæri á Íslandi. Eins og listin geti ekki lifað og dafnað án þess að slíkt þurfi að koma til, sem er háskalegur misskiln- ingur, að öllu samanlögðu þverstæða, og kýs ég að vitna hér í gamla orð- speki: Listin er vímuefni en í and- stöðu við önnur veldur hún engum fráhvarfseinkennum öðrum en góð- um og mannbætandi. Þrátt fyrir að Listasumar muni hafa kvatt með braki lifir og dafnar framkvæmdagleðin sem aldrei fyrr, sem fjöldi listsýninga í Listagili er til vitnis um. Staddur norðan heiða á sunnudegi gagngert til að rýna í ein- stæða sýningu hollenskrar listar í listasafninu á Akureyri, sem lauk upp dyrum sínum daginn áður, skáskjóta svo augunum á fleiri, sá ég fljótlega að vænlegast væri að þjappa heila klabbinu í einn pistil, gera svo Rem- brandt og samtíðarmönnum sérstök skil fljótlega … – Líkast til hefði enginn að óreyndu gert ráð fyrir minnsta möguleika á að fá viðlíka samsafn hol- lenskra dýrgripa í myndlist til upp- hengingar í sali hálfkaraðs listasafns í smáþorpi yst við eilífðar útsæ. Mun sennilegra að áhættan þætti einum of, öllu trúverðugra að menn þyrðu að sjá á eftir þeim í vel vaktaða og rammgerða sali Listasafns Íslands, eftir vandlegan undirbúning og að viðhöfðum miklum varúðarráðstöfun- um. Eiginlega einungis helstu lista- söfn heimsins sem geta leyft sér að fara fram á slíkt brottnám fágætra listaverka úr sölum gróinna safna, í þessu tilviki verka sem nær ekkert mun hafa verið hróflað við í heila öld, og þá helst í skiptum fyrir önnur. Það eitt að safnstjórinn Hannes Sigurðs- son skyldi láta sér detta þessi fjar- stæða í hug mun mörgum ráðgáta, en hér sannast að hugkvæmni, útsjón- arsemi, yfirsýn og dirfska er það sem helst gengur upp í listheiminum nú um stundir, að viðbættri nokkurri ósvífni. Vissi af þessari hugmynd hans er hún var í deiglunni, var þó vantrúaður en safnstjórinn lét ekki sitja við orðin tóm og tók að banka upp á hjá söfnum ytra. Eins og lýðum er nú ljóst bar það á endanum árang- ur, en fyrst er kom að Lettneska heimssafninu í Ríga og þá aðeins vegna hinnar miklu virðingar sem þarlendir bera fyrir Íslendingum, og margtíunduð hefur verið í fjölmiðl- um. Eystrasaltslöndin hafa verið í ríf- andi uppgangi eftir að þau öðluðust sjálfstæði og meðal þess sem þau leggja höfuðáherslu á eru listir og hönnun, sjónmenntir í það heila, sem skrifari varð greinilega var við á Heimssýningunni í Hannover árið 2000. Gladdi hann mjög enda telur hann þjóðirnar náfrændur Norður- landa. Eðlilega fátt um stór verk og engin lykilverk í málverki, en hvernig gengið var frá hverju og einu í sér- umbúðum segir drjúga sögu um vægi þeirra og þá virðingu sem borin er fyrir slíkum gersemum. Umbúðirnar gátu allt eins leitt hugann að bústnum rússneskum smádúkkum, hvar lengi kemur minni í ljós er ein er tekin upp. Ekki í bókstaflegum skilningi en gef- ur augaleið að hvert einasta málverk var hólfað niður í fóðraðan þykkan og rammgerðan sérkassa, hversu lítið sem það nú var. Flutningskostnaður listaverka milli landa óheyrilegur en þó óverulegur miðað við tryggingar- kostnaðinn sem hefur klifið upp til stjarnanna á síðari árum og er höf- uðverkur allra safna. Kannski opnar þetta augu einhverra hér á hjara ver- aldar fyrir þeim borðleggjandi sann- indum, að gild list er ekki fáfengileg- ur lúxus heldur lífsspursmál. Verður svo er fram líða stundir að þjóðarger- semum, ígildi gulls og eðalsteina, jafnvel gott betur … Doktor B. Rækt nefnir Olga Soffía Bergmann sýningu sína á ólíkindatólinu Doktor B., sem hefur verið helsta viðfang hennar um árabil, jafnvel svo að jaðr- ar við þráhyggju. Þennan lúmska vís- indamann, hugarfóstur og persónu- gerving ófreskrar þykjustu, um leið eins konar ímynd tímanna sem við lif- um á. Ónáttúrulegan sýndarveruleik og líftækniheim sem gerir raunveru- leikann óraunverulegan, jafnframt firrtan allri skynsemi og rökrænni vitglóru. Olga hefur nálgast mynd- listina eftir eigin leiðum og forsend- um, á sér trauðla beinar hliðstæður í íslenzkri list, nema hvað það snertir að höndla æðaslátt og bylgjutitring núsins, vera virk í samtímanum. Sýn- ing Olgu er í vestursal listasafnsins og litla herberginu suður af því, meg- inveigur gjörningsins eru litríkar klippimyndir í yfirstærðum sem ná yfir þrjá veggi vestursalar, og allar segja af ýmsum óræðum og tvíbent- um furðum náttúrunnar, sem hún áréttar með tveim smíðisverkum, hringlaga og aflöngu með sjónopum. Ef auga er lagt að þeim opinberast viðkomandi náttúruheimarnir á veggjunum í mikrokosmos, smá- heimi. Þetta er mjög lifandi og áhuga- verð sýning og eðlilegt framhald af hollensku meisturunum, einkum meður því að Hollendingar fundu upp ýmsar optískar aðferðir til að bregða upp lifandi sviðsmyndum með smíð- isverki og speglum, sem þeir studd- ust við er þeir máluðu sbr. hinn fræga kassa Samuels van Hoogstraten á Þjóðlistasafninu í Lundúnum. Auk annars hefur Olga drjúga tilfinningu fyrir fagurfræðilegu hliðinni og óað- finnanlegu handverki, sem er for- senda árangurs í þessum geira mynd- listar. Það er nokkur vegur frá fyrstu sýningu listakonunnar á fórum Dokt- ors B. til þessa dags, vinnubrögðin orðin til muna markvissari og vinnu- ferlið beinskeyttara. Að öllu saman- lögðu virðist mér Olga Soffía Berg- mann í góðum málum. Með ólíkindum Hópur ungmenna ásamt einum af eldri kynslóð hefur gert strandhögg í Ketilhúsinu og nefnir gjörning sinn hvorki meira né minna en: Með ólík- indum nýi septemberhópurinn. Sam- anstendur af átta Akureyringum sem allir nema aldursforsetinn hafa num- ið við Myndlistaskóla Akureyrar, sumir haldið námi áfram í listaborg- um heimsins. Fátt veit ég um framtíðaráform listhópsins né stefnuskrá, manifest, hvort hann stefni á árvisst sýninga- hald í þessum mánuði norðan heiða. En ef unga fólkið hyggst taka upp stefnu Septemberhópsins sem fram kom 1947 er það nokkuð úti að aka, þar sem hér ber öllu meira á sígildum vinnubrögðum en ferskum viðhorfum núsins og tengingu við nýmiðla. Hins vegar getur verið að hópurinn sé að skírskota til ástandsins, að sígild vinnubrögð eru víða utangarðs í sýn- ingarsölum er svo er komið, og þá á ferðinni nokkurs konar framúrstefna á öfugum forsendum. Hin viður- kennda framúrstefna og grasrót hins vegar „in“ í sýningarsölum og þannig opinber list, salonlist, sem áður var grófasta skammarorðið á tungunni meðal ungra og róttækra listamanna! Vinnubrögðin bera hins vegar vott um að unga fólkið er jafn trútt sínum afmarkaða skólalærdómi og hinir er leggja fyrir sig hugmyndafræðilega list, svona eins og hlutirnir gerast í dag. Er þó ekki jafnaðarlega skólun- um að kenna heldur þeim skólarann- sóknarmönnum mjúkpúðasósíalism- ans, sem hafa tekið fyrir hendurnar á lærimeisturunum og þykjast vita allt betur, fletja út allan lærdóm og setja í hólf og kvíslir, áfanga og brautir. Í það heila bera vinnubrögðin með sér að nemendum hefur ekki verið haldið nægilega að miðlum sínum til að þeim hefi tekist að höndla innri líf- æðar þeirra, en slíkt útheimtir aga og ósérhlífni. Á því hefur ekki orðið nein breyting, þrátt fyrir að líkast til sé hver og einn betur í stakk búinn til að skilgreina innihald myndverka sinna en áður gerðist, enda virðist slíkt oft- ar en ekki meginveigur kennslunnar. Þetta er það sem margur hefur lengi haft áhyggjur af austan hafs sem vestan og minnist þá stundum þeirra sanninda, að hin miklu skáld fornaldar ortu af yfirhöfnu andríki en gátu ekki útskýrt ljóð sín (!), því síður eðli snilldarinnar að baki. Í stuttu máli er útfærslu verkanna víða ábótavant, svonefnd pensilskrift ómarkviss, teikning loðin, skuggar andvana, þá er best að fara fæstum orðum um sýningarskrána. Hins veg- ar merki ég nóg af hæfileikum að baki myndverkunum, en það er annað mál … Mér skilst að gestur sýningarinnar sé hinn aldni Jóhann Ingimarsson (f. 1926), með viðurnefnið Nói, sem er sjálfmenntaður myndlistarmaður er starfaði lengstum við húsgagnagerð, verslun og innréttingahönnun. Lág- myndir hans í anddyrinu bera af á sýningunni fyrir klára og markvissa framsetningu, einkum verkið Naglar 150 ára. Nói er einnig höfundur úti- listaverksins Heimur vonar, sem stendur fyrir framan Menntaskólann á Akureyri og fellur merkilega vel að umhverfi sínu og mikil prýði er að. Hugmyndin að baki hvortveggja jarðbundin sem módernísk, ef ekki postmódernísk. Stallurinn stingur þó við fyrstu sýn eilítið í stúf við hið ein- falda opna hnattarform, eins og hús- gagnasmiðurinn gægist þar fram, en svipað má einnig heimfæra um ýmsar höggmyndir okkar kunnustu mynd- höggvara … „Portrait of Iceland“ Akureyringurinn Jónas Viðar var með sýningu á 10 stórum olíumál- verkum í Deiglunni, sem lauk 22. september. Allt mjög dökkar myndir og afar einkennandi fyrir þann sér- staka stíl sem hann hefur tileinkað sér á síðustu árum. Jónas nálgast við- fangsefni sín, sem eru stílfærðar hug- myndir af íslenzku landslagi, af mik- illi alúð og með yfirveguðum hár- nákvæmum tæknibrögðum sem hann hefur verið að þróa á undangengnum árum og drjúga athygli hafa vakið. Jafnt föng hans sem sjálft vinnuferlið segja okkur hve mikið við höfum að sækja til nærtækra jarðbundinna náttúruskapa og að hér þurfi lista- menn ekki að leita langt yfir skammt. Mögulegt sé að yfirfæra jafnt íslenzk- an hvunndag sem landið sjálft í hvaða tjáform og nústíl sem er, jafnvel bæta einum eða fleirum við. Tuggan um að íslenzk myndlist þurfi nýtt blóð utan úr heimi löngu úrelt, mun frekar á dagskrá að hér séum við gefendur, miðlum heiminum af einstakri sjón- rænni auðlegð andans. Af sjálfri sýningunni að segja nutu myndirnar sín engan veginn í salar- kynnunum fyrir hina hörðu gervi- birtu sem í þeim mæli endurkastaðist af myndunum að hún villti gestinum sýn og jafnframt óvinnandi vegur að taka ljósmyndir. Slík málverk þurfa náttúruljós eða mjúka gervibirtu sem framkallar síður viðlíka endurkast … Innlit Tilviljun bar mig inn á vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, sem stendur svo þétt við Listasafnið að komið hefur fyrir að útlendingar hafa villst á inngangi! Mikið kraðak hvers konar hluta og varnings þar inni, enda einnig aðsetur Kompunnar, eins konar sölumarkaðar á einu og öðru hagnýtu til brúks. Aðalheiður er menntuð listakona frá LA og með- limur í Dieter Roth-akademíunni, segir sig sjálft að manneskjan fetar ekki alfaraleiðir í listsköpun sinni. Ýmsar sjónrænar furður verða á vegi gestsins, undirtónn þeirra falslaus ánægjan af lífinu, að gaman sé að vera til.Bravó … Hið einfalda og hrifmikla útilistaverk Nóa. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á vinnustofu sinni. Síðsumarsdagur í Listagili Í miðjum septembermánuði var margt að gerast á listavettvangi beggja vegna há- lendisins í suðri og norðri. Ástandið minnti Braga Ásgeirsson fyrir sumt á stórborgir Evrópu, þá óperuhallir og leikhús opna dyr sínar aftur, sýningarsalir taka við sér með sérsýningum og listamenn sletta úr klauf- unum eftir sumardvöl fjarri heimaslóðum. Þessa fallegu hönnun getur að líta í hillum Samlagsins. LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.