Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 39

Morgunblaðið - 09.10.2002, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 39 ALVEG hreint mögnuð skot hafa verið í nokkrum sjóbirtingsám að undanförnu, sérstaklega má nefna Tungufljót og Geirlandsá. Þá hafa mjög stórir sjóbirtingar verið áber- andi, sérstaklega í Tungufljóti og veiddist t.d. einn sem var vigtaður 16 pund slægður. Aldrei verður vit- að hversu þungur fiskurinn var með öllu, en um hrygnu var að ræða og því ekki ólíklegt að tala á bilinu 18 til 20 pund eigi við. Óstöðugt veðurfar á Suðurlandi er á bak við skotin, árnar hafa hvað eft- ir annað oltið upp í gruggugu flóð- vatni þannig að illveiðandi hefur verið. Þær hafa síðan verið jafnfljót- ar að sjatna og þegar þær hafa hrað- minnkað hafa skapast veiðiskilyrði sem alla veiðimenn dreymir um. Hins vegar þarf talsverðan fisk til að það veiðist og ekki er spurning að allnokkuð er af birtingi á Skaftár/ Kúðafljótssvæðinu þótt fyrri hluti vertíðarinnar hafi verið á rólegu nót- unum. Stórhvelin í Tungufljóti Í holli sem var seinni hluta síðustu viku í Tungufljóti fékkst á eina stöngina 7 birtingar á einum degi sem voru allir á bilinu 8 til 15 pund. Á aðra stöng komu t.d. 8 fiskar, en ögn lægri meðalþungi. Hollið sem var frá föstudegi til sunnudags lenti í veislu, landaði 28 birtingum og voru margir stórir, eða á bilinu 8 til 16 pund, og hópur sem tók við á sunnudeginum var kominn með 16 fiska, marga á bilinu 8 til 15 pund, eftir tvær fyrstu vaktirnar. Allir hóparnir lentu í því að hálfu og heilu dagarnir voru illveiðandi vegna vatnavaxta, 28 fiska hollið missti þannig allan heila daginn sinn. Auk þess að veiða marga boltafiska, voru tvö síðustu hollin einnig með vax- andi fjölda af björtum smærri fiski, 3 til 5 punda. Líka í Geirlandsá Gunnar Óskarsson formaður SVK sagði nokkur góð skot hafa verið í Geirlandsá að undanförnu, eitt hollið var t.d. með 22 fiska og gat þó ekk- ert veitt á heila deginum. Næsta holl á eftir var með 9 fiska á land og missti marga, en stór hluti veiðitím- ans fór þar einnig fyrir lítið. Ekki er jafnmikið af tröllum í Geirlandsá og Tungufljóti, en nokkrir mjög vænir þó og hafa veiðst bæði 15 og 16 punda fiskar. Fleiri sjóbirtingstíðindi Það hefur líka glæðst í Fitjaflóði og að sögn Gunnars var t.d. holl fyr- ir skömmu sem fékk rúmlega 40 fiska, mest 2 til 4 punda geldfiska. Í Fossálum hefur verið „alveg þokkalegur reytingur“ að undan- förnu eins og Gunnar komst að orði, holl að fá 5 til 8 fiska á tveimur dög- um. Stórir þar í bland, m.a. einn 12 punda sem veiddist á flugu í hyl númer 8 fyrir skömmu. Þá hefur Jónskvíslin verið að gefa prýðilega að undanförnu, tveggja daga holl hafa verið t.d. með 7, 10 og upp í 15 fiska. Þar er fiskurinn all- vænn, en þó ekki stærri en 8–9 punda þeir stærstu. Tvær stangir eru í Jónskvísl. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Frá Tungufljóti, Bjarnarfoss, Klapparhylur og Breiðafor. Mögnuð skot fyrir austan MARÍA Lovísa Ragnarsdóttir held- ur upp á það um þessar mundir að hún hefur hannað og framleitt föt undir eigin nafni í tuttugu ár. María Lovísa lauk prófi frá Margareta skolen í Kaupmanna- höfn árið 1979 og var með þeim fyrstu sem luku prófi í fatahönnun og þremur árum síðar, árið 1982, opnaði hún fyrstu verslunina sem hún nefndi Maríurnar. María Lovísa hefur starfað sem sjálf- stæður fatahönnuður allar götur síðan. Síðustu átta árin hefur hönn- unarstofan og verslunin verið á Skólavörðustíg 3A. María hefur haldið margar tísku- sýningar gegnum árin, bæði hér heima og erlendis. Í tilefni af þessum tímamótum hefur María Lovísa hannað nýja fatalínu sem hún kynnir í verslun sinni. „Það sem gerir mína verslun sér- staka er að ég hanna föt fyrir allar konur, litlar og stórar, ungar sem eldri. Konan getur komið til mín með ákveðnar hugmyndir og sér- þarfir og ég hanna og sauma fyrir hana föt við hennar hæfi. Jafnframt þessari þjónustu er ég með tilbúinn fatnað í versluninni,“ segir María Lovísa. Tískuhönn- uður í 20 ár FÉLAGSSTARF kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands hefst með haustfundi fimmtu- daginn 10. október kl. 19 í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Ýmislegt er framundan í starfi vetrarins, basar með föndurvörum og kökum verður 17. nóvember í húsi RKÍ í Efstaleiti og jólafundur verður 5. desember í Víkingasal Hótels Loftleiða. Fleiri fundir verða haldnir í vetur og er gert ráð fyrir skyndihjálparnámskeiði fyrir starfandi sjúkravini. Föndurvinna er á hverjum miðvikudegi kl. 13 í Fákafeni 11 og eru allir velkomnir. Sumarferð verður farin í lok júní, segir í fréttatilkynningu. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands Vetrarstarfið að hefjast STJÓRN Landssambands stanga- veiðifélaga hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun: „Stjórn Landssambands stanga- veiðifélaga ítrekar varnaðarorð sín vegna hættunnar sem stafar af sjó- kvíaeldi á norskum laxi við Íslands strendur. Til stendur að yfirvöld veiti fisk- eldisfyrirtækinu Sæsilfri í Mjóafirði formlega áminningu fyrir brot á ákvæðum starfsleyfis síns, þegar það með ólögmætum hætti urðaði lax sem drepist hafði í sjókvíum í slæmu veðri. En yfirvöld verða að gera fleira. Brot Sæsilfurs staðfestir að opinbert eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis hér við land verður að vera mun strangara en verið hefur. Fjölmiðlar en ekki fiskeldisfyrir- tækið sjálft vöktu athygli opinberra eftirlitsaðila á því að lax hefði drepist og verið urðaður í heimildarleysi. Sæsilfur braut ekki aðeins reglur starfsleyfisins, það misnotaði sér einnig traust stjórnvalda sem gáfu því leyfi til rekstrarins þrátt fyrir áköf mótmæli málsmetandi manna, félaga og stofnana sem vilja vernda íslenska laxinn. Stjórnvöld þurfa í ljósi þessa atburðar að endurskoða þetta traust. Framferði fyrirtækis- ins sýnir að LS hafði fulla ástæðu til að vara við sjókvíaeldinu fyrirfram. Sjóeldi á norskum laxi hér við land berst í bökkum. Samkeppni er hörð, markaðssetning fjárfrek og vísbend- ingar eru um að vaxtarhraði laxins sé minni hér en hjá helstu keppi- nautunum úti í heimi. Stjórn LS ótt- ast að í slíku rekstrarumhverfi sé freistandi að fara á svig við reglurn- ar, t.a.m. um tilkynningar til stjórn- valda, ef þær geta falið í sér aukinn kostnað fyrir fiskeldið. Stjórn LS vonast því til að þessar tilraunir verði gefnar upp á bátinn sem fyrst og áður en verður stórslys sem vald- ið getur úrkynjun í íslenska laxa- stofninum.“ Eftirlit með sjókvíaeldi verði strangara FÉLAG nýrnasjúkra heldur fræðslufund fimmtudaginn 10. októ- ber kl. 19.30 í kaffiteríunni Hátúni 10 b, 1. hæð. Fyrirlesari verður Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðing- ur og kennari. Mælst er til að fund- armenn komi með skriffæri. Kaffi- veitingar verða á fundinum. Félag nýrna- sjúkra fundar RÁÐGERT er að halda heilsudaga vikuna 27. október til 3. nóvember í Heilsustofnun NLFÍ. Á námskeið- unum er fólki hjálpað til að koma í veg fyrir og losna við streitu, með slökun, hvíld, fræðslu, hreyfingu og góðu fæði. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. Innritun stendur yfir í Heilsustofnun, netfang: beidni- @hnlfi.is, segir í fréttatilkynningu. Heilsudagar hjá NLFÍ RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum stendur fyrir rabbfundi í stofu 101 í Lögbergi fimmtudaginn 10. október kl. 12 – 13. Þar mun Auður Magnúsdóttir sagnfræðingur flytja erindið „Konur og kinnhestar. Ofbeldi og kynhlut- verk á Íslandi á miðöldum“. Auður tengir efnið kenningum Thomas Laqueur um einkynskerfi miðalda og heldur því fram að sýn okkar á hlutverk og stöðu miðaldakvenna stjórnist um of af okkar eigin hug- myndum um einkenni karl- og kven- kyns, segir í fréttatilkynningu. Ræðir um konur og kinnhesta RÁÐSTEFNA verður haldin í Bol- ungarvík um óhefðbundnar aðferðir til að viðhalda og efla andlega og lík- amlega heilsu föstudaginn 11. og laugardaginn 12. október. Dagskrá föstudagsins verður í Íþróttamið- stöðinni Árbæ kl. 19.30–21 og laug- ardaginn kl. 9.45–16 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Elías Jónatansson setur ráðstefn- una. Erindi halda m.a.: Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona, Erla Ólafs- dóttir sjúkraþjálfari, Sigurveig Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari, Hafdís Árnadóttir, Guðný Helgadóttir, Ein- ar Ársæll Hrafnsson jógakennari, Lilja Steingrímsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Margrét Hákonardótt- ir hjúkrunarfræðingur. Ráðstefnan hefst kl. 19. 30 á föstu- dag og kl. 9.45 á laugardag og er öll- um opin. Ráðstefna um heilsu í Bolungarvík HEKLA hf., umboðsaðili Volkswag- en, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli Volkswagen á Íslandi. Af því tilefni er haldin VW-örsögusam- keppni þar sem þátttakendur geta rifjað upp og sent inn Volkswagen- sögu og unnið til verðlauna. Sögurnar mega ekki vera lengri en 500 orð og er skilafrestur til 15. október nk. Sögurnar á að senda á netfangið saga@volkswagen.is eða í pósti til Heklu, Laugavegi 170–174, 105 Reykjavík, merkt „VW-sögur“. Bestu sögurnar verða valdar af dómnefnd og kynntar hjá Heklu hf. í tengslum við 50 ára afmælið. Samkeppni um Volkswagen- sögur UNGLINGADEILD Björgunar- sveitarinnar Ársæls heldur fund í dag, miðvikudaginn 9. október, kl. 20 í björgunarmiðstöðinni Bakka- vör, Suðurströnd 7, Seltjarnarnesi. Þar verður unglingadeildarstarfið kynnt ásamt því að tæki og bún- aður björgunarsveitainnar verður til sýnis. Unglingadeildarstarf er fyrir alla krakka á aldrinum 15–17 ára. Deildin sækir meðal annars nám- skeið í ferðamennsku, rötun og kortalestri, fyrstu hjálp, meðferð og notkun slöngubáta, einnig er farið í ferðalög. Unglingarnir fá að prófa og kynnast bjargsigi, ísklifri, köfun og fleiru. Allt starfið fer fram undir umsjón björgunarsveitarmanna og -kvenna, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu sveitarinnar, www.bjorgunar- sveit.is. Kynna ung- lingastarf björgunar- sveitar Seltjarnarnes NÁMSKEIÐ fyrir aðstandendur geðsjúkra eru að hefjast á vegum Námskeið fyrir aðstandendur geðsjúkra geðsviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Á fyrra námskeiðinu, sem hefst 10. október, verður sjón- um beint að þunglyndi, en á hinu síð- ara, sem hefst 7. nóvember, að geð- klofa. Þverfaglegt teymi mun ræða um hvernig stuðla megi að bættri líðan geðsjúkra og aðstandenda þeirra. Góður tími gefst til umræðna og fyr- irspurna. Námskeiðin verða haldin í sam- komusal í húsi iðjuþjálfunar á Kleppi á fimmtudagskvöldum kl. 20.00– 22.00. Námskeiðin standa í fjórar vikur og eru þátttakendum að kostn- aðarlausu. Skráning á námskeiðin fer fram á netfanginu soleydd- @landspitali.is. Unnt er að skrá sig nú þegar. Leiðbeinendur eru: Björg Karls- dóttir félagsráðgjafi, Fanney B. Karlsdóttir iðjuþjálfi, Guðfinnur P. Sigurfinnsson geðlæknir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur. Konur hafa áður teflt Ranglega var greint frá því í Morgunblaðinu á sunnudag að Reg- ina Pokorna sem tefldi fyrir Hrókinn hafi verið fyrst kvenna til að tefla í 1. deild. Það er fjarri sanni því a.m.k. þrjár konur hafa teflt í 1. deild. Í fyrra tefldu t.d. bæði Lenka Ptacn- ikova, eiginkona Helga Áss Grétars- sonar og systir hans, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, með Hellinum í 1. deild. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.