Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 43 DAGBÓK ÞVÍ fylgir þægileg tilfinning að spila geimsögn þegar annar mótherjinn hefur opnað og þar með staðsett meirihlutann af varnar- styrknum. En sú tilfinning veitir stundum falskt ör- yggi. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD92 ♥ 953 ♦ K6 ♣Á742 Suður ♠ K10654 ♥ Á4 ♦ 103 ♣KG53 Vestur Norður Austur Suður – – 1 hjarta 1 spaði Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með hjartatvist, þriðja hæsta í lit makkers, og austur lætur drottninguna. Hvernig er best að spila? (Trompin liggja 3–1 og austur á eitt.) Austur á væntanlega hjónin í hjarta og alveg örugglega tígulásinn. Þetta eru aðeins 9 punktar og því eru góðar líkur á því að aust- ur sé líka með drottninguna í laufi. En það er þó alls ekki öruggt. Austur getur átt opnun með KD í hjarta og ÁDG í tígli. Svíningin í laufi gæti misheppnast: Norður ♠ ÁD92 ♥ 953 ♦ K6 ♣Á742 Vestur Austur ♠ G87 ♠ 3 ♥ G82 ♥ KD1076 ♦ 98754 ♦ ÁDG2 ♣D9 ♣1086 Suður ♠ K10654 ♥ Á4 ♦ 103 ♣KG53 Og reyndar er hún óþörf ef rétt er spilað. Til að byrja með dúkkar sagnhafi hjartadrottningu til að tryggja að vestur komist ekki inn á hjarta. Austur spilar væntanlega hjarta áfram og nú tekur sagnhafi trompin og stingur þriðja hjartað. Að því loknu toppar hann laufið. Í þessari legu fellur drottningin önnur í vestur, en hitt er líka í lagi þótt austur hafi byrjað með Dxx. Þá lendir hann inni og verður að spila tígli eða hjarta í tvöfalda eyðu. Þessi leið misheppnast því aðeins að austur hafi byrjað með drottningu fjórðu í laufinu, en það er nánast útilokað, því þá ætti vestur einspil og hefði kom- ið þar út. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 dxc4 5. e3 e6 6. Bxc4 Bd6 7. e4 Rd7 8. 0–0 Rb6 9. Bb3 0–0 10. e5 Be7 11. a3 Bd7 12. Dd3 Ra5 13. Bc2 g6 14. b4 Rc6 15. Re4 Rd5 16. Hb1 a6 17. Rfg5 f5 18. exf6 Bxf6 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Grikk- landi. Teimour Radjabov (2.618) hafði hvítt gegn Andreas Tzermiad- ianos (2.440). 19. Rxh7! Rce7 Svartur yrði mát eftir 19... Kxh7 20. Rg5+ SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Bxg5 21. Dxg6+. Í fram- haldinu verður hann skipta- muni og peði undir án nokk- urra bóta. 20. Rexf6+ Rxf6 21. Rxf8 Dxf8 22. Dg3 Dg7 23. Bg5 og svartur gafst upp. 2. umferð Mjólkur- skákmótsins hefst kl. 17.00 í dag á Hótel Selfossi. LJÓÐABROT FYLGD Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni um sinn, heiður er himinninn. Blærinn faðmar bæinn, býður út í daginn. Komdu, kalli minn. Göngum upp með ánni, inn hjá mosaflánni, frammeð gljúfragjánni, gegnum móans lyng, – heyrirðu, hvað ég syng, – líkt og lambamóðir leiti á fornar slóðir innst í hlíðahring. Guðmundur Böðvarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert ástríðufullur og hæfi- leikaríkur og getur valið um margar leiðir í lífinu. Á kom- andi ári verða nokkrar mik- ilvægar breytingar í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur komið miklu í verk í dag. Hugsun þín er skörp og þú ert tilbúinn til að tak- ast á við hluti sem þú reynir yfirleitt að forðast. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður fyrir óþægilegri gagnrýni sem gæti jafnvel leitt til svartsýni og þung- lyndis. Minntu þig á að þú stjórnar sjálfur huga þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ábyrgð og skyldur hvíla þungt á þér í huga í dag. Láttu ekki hugfallast. Við eigum öll okkar erfiðu daga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir orðið fyrir harka- legri gagnrýni einhvers þér eldri eða sýnt einhverjum yngri lítilsvirðingu. Reyndu að sýna umburðarlyndi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver þér eldri og lífs- reyndari gefur þér góð ráð í dag. Hugsaðu málið og til- einkaðu þér það sem fellur að lífssýn þinni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Yfirmaður eða annar yfir- boðari reyndist þér erfiður í síðustu viku. Reyndu að sýna þolinmæði ef þú verður fyrir sama viðmóti í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það ekki á þig fá þótt aðrir gagnrýni trú þína og lífsgildi. Þú getur gert fólki ýmislegt til hæfis en ekki breytt trú þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gamalt vandamál kemur upp á yfirborðið að nýju. Viðræður við rétta aðila geta leyst málið í eitt skipti fyrir öll. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver setur sig upp á móti áætlunum þínum. Sýndu viðkomandi þá kurteisi að hlusta á viðhorf hans og gerðu svo það sem þér þykir rétt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemur miklu í verk í vinnunni. Þú gerir þér grein fyrir því að það sem þú legg- ur á þig í dag mun skila þér árangri í náinni framtíð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver er ekki sáttur við það hvernig þú hagar einka- lífi þínu. Ef þú heyrir þetta frá fleirum en einum aðila ættirðu að leggja við hlustir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Svartsýni og skortur á sjálfstrausti liggja í loftinu og því hentar dagurinn illa til sameiginlegrar ákvarð- anatöku. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. október, er sjötugur Steinar S. Waage, kaupmaður, Kríunesi 6, Garðabæ. Eig- inkona hans er Clara G. Waage. Laugardaginn 12. okt. nk. frá 17 til 20 verður opið hús hjá Steinari og Clöru að Kríunesi 6. Vonast þau til að sjá sem flesta af ættingjum, vinum, kunn- ingjum, og samstarfsfólki og félagsvinum í gegnum tíð- ina. Þeim sem vilja gleðja Steinar með gjöfum er bent á að láta Gideon-félagið eða Samband íslenskra Kristni- boðsfélaga njóta þess. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. október, er sjötugur Henn- ing Finnbogason flugvirki, Ljósheimum 18, 1.h., Reykjavík. Eiginkona hans er Sigríður Jóhannsdóttir sjúkraliði. Afmælisbarnið verður í óvissuferð í dag í boði frú Sigríðar. Sjálfboðaliða vantar í verslanir okkar á sjúkrahúsum borgarinnar. Þeir er hafa áhuga á að leggja góðu málefni lið, hringi í Auði á skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKÍ, sími 568 8188 eða í Huldísi, Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar RKÍ, í síma 551 8800, milli kl. 10 og 15. SJÁLFBOÐALIÐA VANTAR Þú ættir að lækka róm- inn þegar þú talar við blómin mín! Með morgunkaffinu Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 3. október var spil- aður eins kvölds tvímenningur hjá félaginu. Átta pör mættu til leiks, meðalskor var 84 og úrslit urðu þessi: Gísli Þórarinsson – Grímur Magnússon 99 Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Pétursson 99 Þröstur Árnason – Þórður Sigurðsson 87 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 85 Næstu þrjá fimmtudaga, 10., 17. og 24. október, verður spiluð sveita- keppni með því formi að pör verða dregin í nýja sveit á hverju kvöldi. Skráning verður á staðnum þegar mótið hefst. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar Nýlokið er fjögurra kvölda tví- menningi, spilað var á ellefu borðum. Í efstu sætum urðu eftirfarandi: NS: Sig.Björnsson – Sveinbjörn Axelsson 948 Bragi Sveinsson – Sigrún Pálsdóttir 946 Þórarinn Beck – Jón Úlfljótsson 942 AV: Ólafur Ingvarsson – Zarion Hamedi 1.047 Jón Jóhannsson – Jón Bergþórsson 973 Jónína Jóhannsd. – Ragnar Þorvaldsson 942 Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 24 pör til leiks 1. októ- ber og urðu lokatölur efstu para þessar: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 278 Magnús Halldórss. – Ragnar Björnss. 258 Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 237 Hæsta skorin í A/V: Anton Sigurðss. – Hannes Ingibergss. 252 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 244 Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 239 Sl. föstudag mættu svo 22 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnsson 244 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 238 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 236 Efstu pör í A/V: Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 276 Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 260 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 225 Meðalskor var 216 báða dagana. Íslandsmótið í einmenningi Mótið verður spilað 18.–19. okt. í Síðumúla 37. Spilamennska hefst kl. 19.00 á föstudag og lýkur um kl. 19.00 á laugardag. Keppnisstjórar eru Sveinn Rúnar og Björgvin Már. Allir spila sama kerfið, þ.e. einfalt Standard-kerfi, og er hægt að nálg- ast það á skrifstofunni eða fá það sent í tölvupósti. Keppnisgjald er kr. 2.500. Skráning í s. 587 9360 eða www.bridge.is Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á níu borðum mánu- daginn 7. október sl. Meðalskor 168. Efst vóru: NS Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 206 Bragi Salómonss. – Valdimar Láruss. 200 Auðunn Bergsv. – Sigurður Jóhannss. 167 AV Sverrir Gunnarsson – Einar Markúss. 218 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 210 Haukur Guðmundss. – Guðm. Helgas. 18645 ÁRA afmæli Í dag,miðvikudaginn 9. október, er 45 ára Kristinn Nikulás Einarsson, kafari frá Akranesi. Kristinn hélt upp á afmælið á Krít ásamt konu sinni og vinum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.