Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 33 irmælum þínum þar sem þú frá- baðst þér allt mærðartal, en það er nú svo, mamma mín, að staðreynd- irnar tala sínu máli, þú varst svo tillitssöm og umhugsunarsöm um allt og alla í kringum þig, kannski einum of. Jólin munu alltaf vera mjög sérstakur tími í mínum huga vegna þín, því þú passaðir upp á hvert smáatriði sem gæti gert þennan tíma að meiri upplifun fyrir okkur börnin. Allar þær hefðir sem urðu til hjá þér munu lifa áfram hjá okkur börnunum þínum og munu börn og barnbörn fá að njóta þess einnig. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mun ég reyna að vinna sem best úr því í mínu lífi og gera þig stolta. Ég veit að þú munt halda áfram að passa upp á litla strákinn þinn þó svo að þú sért ekki lengur meðal lifenda. Þinni baráttu er lokið, elsku mamma mín, og er það lítið ljós í myrkrinu sem nú grúfir yfir að þú sért nú hjá Guði, laus við verki og líði loksins vel. Ég mun ætíð vera þakklátur fyr- ir að hafa dvalist hjá þér á Flateyri helgina fyrir andlát þitt. Ég hafði ekki farið í heimsókn til þín lengi en eitthvað sagði mér að drífa mig af stað sem og ég gerði. Það var yndislegt að fá faðm hjá mömmu og mömmumat í síðasta sinn. Ég mun búa lengi að þessu og þakka Guði fyrir það. Ég ætla að enda þetta á bæn sem þú kenndir, mér mamma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Góða nótt, mamma, og sofðu vel. Takk fyrir allt. Þinn elskandi sonur. Þorbjörn (Bjössi). Elsku mamma. Þegar ég fæddist bjó mamma hjá þér og þú tókst mér eins og ég væri þín eigin dóttir. Frá þeim tíma og alla tíð varstu mér sem móðir. Ég er óendanlega þakklát fyrir að fá að vera ein af þinni fjölskyldu. Það hefur auðgað líf mitt ólýsanlega mikið. Mér þykir óendanlega vænt um þig. Guð þarf engil í himnaríki. Takk fyrir tímann sem ég fékk þig að láni. Þín, Tinna Kúld Guðmundsdóttir (Litla Túdd). Elsku Kiddý. Takk fyrir allt saman, hugulsem- ina og hlýjuna sem þú sýndir mér, og ekki síst fallegu orðin sem ég fékk frá þér, þau eru mér ómet- anlegur styrkur og munu þau orð fylgja mér um alla framtíð. Ég get þó huggað mig við það að ég veit að þér líður vel núna. Einnig mun ég að eilífu vera þakklát fyrir þann tíma sem ég og Bjössi áttum með þér helgina fyrir andlát þitt. Þú gekkst með okkur um alla eyrina og lékst á als oddi. Allar myndirnar sem við tókum af þér munu ylja okkur sem eftir lifum um alla ævi. Ég er svo glöð yfir að hafa fengið að kynnast þér en ég hefði bara viljað kynnast þér miklu betur. Mér þykir svo vænt um þig. Kiddý mín, takk fyrir allt saman, þú varst einstök manneskja. Þín Erna. Við viljum í nokkrum orðum minnast Kiddýjar ömmu okkar, sem lést 24. september sl. Þú varst engri lík og dulmögnuðu sögurnar þínar, sem bæði skemmtu okkur og hræddu, munu fylgja okkur alla tíð. Að vísu grunuðum við þig stundum um að spinna upp þessar sögur, en meðal hárra fjalla í kynngimagn- aðri náttúru Vestfjarðannna, þar sem þú undir þér best í fallega hús- inu þínu á Flateyri, var létt að hrí- fast með ljóslifandi frásögnum þín- um af álfum, tröllum, kartöflupúkanum í kjallaranum, sæskrímslinu sem maraði í kafi fyr- ir utan kambinn og þegar þú náðir þér sem best á strik trúðum við jafnvel á vörtusvínið, sem skaust á milli stokka og steina á eyrinni. Svo varstu auðvitað vinkona henn- ar Grýlu, aldrei bárum við minnstu brigður á það, enda vildum við ekki lenda í því sama og Bjössi frændi um árið, sem fyrir alla Guðs mildi náði að klippa gat á pokann hennar Grýlu, hoppa út og bjarga sér á hlaupum til byggða. Þú varst ekki einungis yndisleg amma, heldur varstu líka sá uppá- tækjasamasti stríðnispúki, sem við höfum kynnst. Þú vissir fátt skemmtilegra en að reyna að hræða úr okkur líftóruna með skuggalegu grímunum þínum og hárkollunum. Alltaf tókst þér jafn- vel upp, þó að við værum komin með margra ára þjálfun í að vera við öllu búin í návist þinni. Það var gott að þú heimsóttir okkur til Svíþjóðar í sumar, hlýj- asta sumarið í manna minnum og tíðar strandferðir áttu nú heldur betur vel við þig. Að vísu áttu sænsku geitungarnir ekki eins mik- ið upp á pallborðið hjá þér og oftast leystust kvöldverðirnir úti á ver- öndinni upp, þegar geitungarnir virtust bæði ætla að éta upp þig og matinn þinn, en þú varðist hetju- lega með flugnaspaðanum með dyggri aðstoð okkar. Vissulega skynjuðum við að þér leið ekki vel, þrótturinn var þverr- andi og þú barðist við þann sárs- auka, sem ábyggilega er sárastur alls sársauka. Elsku Kiddý amma, við söknum þín sárt og í hjarta okkar varð- veitum við minninguna um þig. Við vitum að núna líður þér betur og þú ert hjá Guði, en elsku amma, reyndu nú bara í lengstu lög að draga það að hrekkja alla þarna uppi með grímunum þínum og vest- firsku tröllasögunum. Þín ömmubörn, Kristín Ásta, Irma Ósk og Örvar. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um fyrrverandi tengdamóður mína, hana Kiddý ömmu eins og hún var kölluð á okkar heimili. Ég kynntist henni fyrir fimm árum. Það skal viðurkennast að ég var nú frekar hræddur við hana fyrst. Það var skiljanlegt af hennar hálfu að henni hafi nú ekki beint litist á karlinn sem dóttir hennar var að slá sér upp með. Það átti heldur betur eftir að breytast. Á stuttum tíma vorum við orðnir hinir bestu vinir og reyndist hún mér einstak- lega vel þegar erfiðleikar steðjuðu að. Þegar maður hugsar til baka hvað hún gat verið góð og skiln- ingsrík yfir málefnum sem blikn- uðu við það sem hún var að kljást við. Alltaf var hún til staðar, hringjandi að spyrja hvort allt væri í lagi. Það var alltaf veisla þegar Kiddý amma kom í heimsókn og gisti hjá okkur. Ég elskaði að elda fyrir hana. Hún var alltaf svo þakk- lát og áhugasöm um matargerðina að það glymur ennþá í mín eyru sem hún sagði alltaf: „Gunni ég er með matarást á þér.“ Eitt af aðalsmerkjum Kiddýjar var hvað hún var skipulögð þannig að það hálfa væri nóg. Hún keypti jólagjafirnar í janúar og afmælis- gjafir daginn eftir afmæli. Hrein- læti og þrif virðast hafa verið áhugamál hjá henni fremur en ein- hver kvöð. Um leið og hún kom í heimsókn byrjaði hún að skrúbba og þrífa, þótt við hefðum tekið allt í gegn deginum áður. Svona var Kiddý. Þegar ég loksins lét af því verða að fara í heimsókn vestur á Flateyri, þá var stórveisla og þá fékk ég matarást á henni. Þá sá ég að mín matargerð, sem ég var svo montinn af, var lítilræði miðað við hennar. Heimili Kiddýjar var glæsilegt og garðurinn slíkur skrúðgarður að yfirvöld á Flateyri sáu ástæðu til að verðlauna hana. Kiddý var glæsileg kona svo bar af en manngæskan og góðvild hennar til allra er það sem situr eftir. Barnabörnin voru henni allt í seinni tíð og þau voru ófá skiptin sem Björg dóttir okkar bað um að fara í heimsókn til Kiddýjar ömmu. Þegar Björg fór að sofa daginn eft- ir andlát Kiddýjar sagði hún allt sem segja þarf: „Ég er döpur.“ Það eru allir daprir og að hafa ekki get- að gert neitt við þessum veikindum sem hrjáðu Kiddý í seinni tíð. Elsku Lúlla, Sóla, Bjössi og Tinna, guð gefi ykkur styrk í sorg- inni en minningin lifir um einstaka manneskju. Samúðarkveðjur, Gunnar Kristjánsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 Ástkæri maðurinn minn, pabbinn okkar, tengdapabbi og afi Helgi, HELGI KRISTBJARNARSON læknir, Miklubraut 48, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 10. október nk. kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Birna Helgadóttir, Rögnvaldur J. Sæmundsson, Tryggvi Helgason, Ásta Katrín Hannesdóttir, Halla Helgadóttir, Andreas Michaelis, Kristbjörn Helgason, Inga María Leifsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG SVERRISDÓTTIR, Brekkustíg 33, Njarðvík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 11. október kl. 15.00. Símon Björnsson, Helga Þórhallsdóttir, Björn Símonarson, Sverrir P. Símonarson, Sverrir Jónasson, Sigrún Magnúsdóttir, Reynir Sverrisson, Helgi Sverrisson, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNAR VILBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra-Sandfelli. Gróa Jónsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson, ættingjar og vinir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar LAUFEYJAR HULDU SÆMUNDSDÓTTUR frá Draumbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólk dvalarheimilisins Hraunbúða. Sæmundur Árnason, Sigríður Guðrún Árnadóttir, Frímann Frímannsson, Ársæll Helgi Árnason, Ingunn Sigurbjörnsdóttir, Kolbrún Árnadóttir, Viðar Már Þorkelsson, Sunna Árnadóttir, Gunnar Sturla Gíslason, Helena Árnadóttir, Stefán Ólafsson, Viðar Árnason, Svandís Ósk Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ÞÓRA KOLBEINSDÓTTIR, Dalsbyggð 4, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 11. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Guðmundur K. Jónmundsson, Guðfinna Sigurgeirsdóttir, Aðalheiður D. Ólafsdóttir, Kolbeinn Guðmundsson, G. Birna Guðmundsdóttir, Aðalheiður D. Guðmundsdóttir, Hákon Åkerlund, Jónmundur K. Guðmundsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Anna B. Marteinsdóttir og barnabörn. EF MINNINGARGREIN á að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan til- tekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.