Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 09.10.2002, Síða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMAHLYNNINGU á Akureyri voru færðar rúmlega 5 milljónir króna að gjöf á sunnudaginn, þegar haldið var upp á 10 ára af- mæli starfseminnar. Gjöfin er frá Laufeyju Pálmadóttur, sem nú er látin, en hún arfleiddi Heima- hlynningu að andvirði íbúðar sinnar. Það var systir Laufeyjar, María, sem afhenti Friðriki E. Yngvasyni lækni og Elísabetu Hjörleifsdóttur hjúkrunarfræð- ingi gjöfina en þau sitja í stjórn minningarsjóðs Heimahlynningar. Gjöfin er skilyrt; þetta er fyrsta framlag til uppbyggingar líknardeildar við FSA en í afmæl- issamsæti í húsnæði Verkmennta- skólans á sunnudaginn lögðu að- standendur starfseminnar áherslu á að bráðnauðsynlegt væri að koma slíkri deild á fót á Ak- ureyri. „Nú verðum við sem vonumst til að svona deild verði að veru- leika að taka höndum saman og halda áfram að safna,“ sagði El- ísabet í samtali við Morgunblaðið. Líknardeild er við Landspít- alann, til húsa í Kópavogi. Hún var sett á laggirnar eftir lands- söfnun Oddfellowa 1999, þar sem söfnuðust um 30 milljónir króna. Deildin í Kópavogi er ætluð landsmönnum öllum en þjónar ekki öðrum en íbúum suðvest- urhornsins, segir Elísabet. „Fólk fer ekki að eyða síðustu vikunum langt í burtu frá fjölskyldunni; það segir sig sjálft að fólk fer ekki fárveikt inn á deild hinum megin á landinu til að fá meðferð sem það getur fengið hér heima.“ Arfleiddi Heimahlynningu að rúmum 5 milljónum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson María Pálmadóttir, sem afhenti Heimahlynningu rúmar 5 milljónir króna að gjöf frá systur sinni, Laufeyju, sem nú er látin, ásamt Elísabetu Hjörleifsdóttur hjúkrunarfræðingi og Friðriki E. Yngvasyni lækni. SAMNINGUR sem þeir Halldór Jónsson forstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Ak- ureyri hafa undirritað um samstarf milli stofnana miðar að því að FSA verði háskólasjúkrahús fyrir háskól- ann. „Þetta verður framkvæmt með því að stórauka samstarf þessara stofnana um rannsóknir og kennslu,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson. Komið verður á fót rannsókna- stofnun innan heilbrigðisdeildar há- skólans, Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri, en hún mun hafa það meginhlutverk að vera sam- eiginlegur vettvangur rannsókna í heilbrigðisvísindum fyrir starfs- menn FSA og HA. Einnig er henni ætlað að bæta umhverfi fyrir rann- sóknanám við heilbrigðisdeild HA. Hin nýja stofnun getur einnig verið vettvangur rannsókna vísindamanna sem starfa utan FSA og háskólans. Er að því stefnt að ákveðnum stöð- um við FSA fylgi staða við Heilbrigð- isvísindastofnun HA. Starfsmenn FSA sem uppfylla hæfisskilyrði um stöðu háskólakennara geta sótt um stöðu við stofnunina. Menntun sem mest er þörf fyrir í dreifbýli hefur forgang Þorsteinn sagði að nýjar námsleið- ir í heilbrigðisvísindum við HA yrðu þróaðar í kjölfar samningsins. Í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu háskólans mun menntun heilbrigðisstarfsfólks í þeim greinum sem mest er þörf á í dreifbýli hafa forgang. FSA verður bakhjarl háskólans í uppbyggingu framhaldsnáms við heilbrigðisdeild og mun háskólinn taka mið af þörf- um þjónustusvæðis FSA fyrir sér- þekkingu hverju sinni. „Í fyrsta áfanga skal stefnt að námi tengdu líknandi meðferð, krabbameinsmeð- ferð, öldrun og ljósmóðurfræðum,“ sagði Þorsteinn. Halldór sagði að með samningnum kæmi fram staðfastur vilji aðila til víðtækara samstarfs en áður. Sú staðfesting að FSA verði háskóla- sjúkrahús fyrir HA undirstrikaði enn fremur sterka stöðu sjúkrahúss- ins. Þá kæmust mörg samstarfsverk- efni í ákveðnari farveg en áður. „Nú er það í okkar höndum að samstarfið verði farsælt,“ sagði Halldór. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra voru viðstaddir und- irritun samningsins og kom fram í máli þeirra að í honum fælist mikill styrkur fyrir báðar stofnanir auk þess sem hann væri til þess fallinn að efla heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni. „Þetta er þýðingarmikill samningur og gríðarlega mikilvægur fyrir alla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, “ sagði heilbrigðis- ráðherra. FSA verður háskólasjúkrahús fyrir Háskólann á Akureyri Heilbrigðis- vísindastofn- un komið á fót Morgunblaðið/Kristján Frá undirritun samnings milli FSA og háskólans, f.v. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, Halldór Jóns- son, forstjóri FSA, og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. FJÓRIR aðilar skiluðu inn fullgild- um tillögum í samkeppni um við- byggingu og endurbætur á Brekku- skóla á Akureyri og ákvað dómnefnd að tillaga arkitektur.is yrði fyrir val- inu. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars um tillöguna: „Vel hugsuð og vel unnin tillaga, miðju- rými og aðkoma góð. Þungamiðja skólans mjög vel leyst með nýju sameiginlegu rými s.s. sal, bóka- safni, eldhúsi o.fl. og getur nýst sem hverfismiðstöð utan skólatíma. Frumleg hugmynd að breytingu á eldra húsnæði, sem aðlagar það að nútíma skólastarfi.“ Dómnefndina skipuðu Sigurður Björgúlfsson, Heba Hertervig, Gunnar Gíslason, Ásgeir Magnús- son, Guðríður Friðriksdóttir, Guð- rún Sigurðardóttir ritari og Samúel Örn Erlingsson trúnaðarmaður. Föstudaginn 11. október kl. 13.10 verður opnuð sýning á tillögunum sem bárust í samkeppnina. Sýningin verður í sal Brekkuskóla, efra húsi, og stendur í eina viku. Tillaga arkitekt- ur.is valin Viðbygging og endur- bætur á Brekkuskóla TEIGUR var valinn snyrtilegasta býlið í Eyjafjarðarsveit árið 2002 en Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur efnt til slíkrar útnefningar nokkur síðustu ár. Ábúendur að Teigi eru Þorgerður K. Jónsdóttir og Stefán Þórðarson. Laugarholt og Knarrarberg hlutu viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og fallegt umhverfi. Ábúendur á Laugarholti eru Guðrún Finnsdóttir og Aðalbjörn Tryggvason en á Knarrarbergi þau Elísabet Gerður Guðmundsdóttir og Bjarni Krist- jánsson. Þá hlutu þeir Ármann, Bjarki og Helgi Skjaldarsynir viður- kenningu nefndarinnar fyrir snyrti- legt eyðibýli, Kolgrímastaði, sem þeir hafa haft umsjón með. Loks veitti umhverfisnefnd viðurkenningu fyrir gott framtak og snyrtimennsku og féll hún í skaut þeim Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Benedikt Grét- arssyni í Jólagarðinum. Viðurkenningar voru veittar í Ís- landsbænum og fengu ábúendur á Teigi þar skjöld til eignar sem festa má á heimreið. Teigur snyrtileg- asta býlið í ár Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Ingvi Stefánsson t.v. og Selma Dröfn Brynjarsdóttir tóku við viðurkenn- ingunni fyrir hönd ábúenda á Teigi en með þeim á myndinni er Sigmund- ur Guðmundsson, varaformaður umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar. Eyjafjarðarsveit RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 25 þúsund króna sekt fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í fórum sínum 1 gramm af hassi á veitingastaðnum Góða dátanum á Akureyri fyrir réttu ári, er lögreglan handtók hann. Maðurinn mætti ekki við þingfest- ingu málsins í síðasta mánuði en hann hafði áður játað brot sitt við skýrslu- töku hjá lögreglu eftir handtökuna í fyrra og var rannsókn málsins þar með lokið. Með broti sínu rauf mað- urinn skilorð vegna annars dóms. Skilorðsdómur hans var þó ekki tek- inn upp en honum þess í stað dæmd sektarrefsing, auk þess sem hassið var gert upptækt. Fjársekt fyrir fíkniefnabrot ♦ ♦ ♦ Með vísan til 25. og 26. greina skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deili- skipulagi lóðar Náttúrulækningafélags Íslands við Kjarnaskóg, þar sem byggingin Kjarnalundur stendur. Að hluta til er um að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir orlofs- húsabyggð, sem samþykkt var í Bæjarstjórn 19. október 1993. Tillagan sýnir m.a. byggingarreiti fyrir hugsanlega stækkun Kjarnalundar til suðurs, norðurs og austurs skv. upphaflegum hugmyndum hönnuða hússins. Norðan Kjarnalundar er sýndur stakur byggingarreitur fyrir félagsheimili á einni hæð, í stað fjögurra minni húsa sem þar áttu að koma skv. gildandi deili- skipulagi orlofshúsasvæðis. Þá er í samræmi við gildandi samn- inga gert ráð fyrir kvöð um umferðarrétt yfir lóðina vegna að- komu að orlofshúsabyggð norðan hennar. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjón- ustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vik- ur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 20. nóvember 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillög- una og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Aug- lýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 20. nóvember 2002 og skal athugasemdum skil- að til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: Kjarnalundur, deiliskipulag lóðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.