Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 16

Morgunblaðið - 09.10.2002, Page 16
Morgunblaðið/Sigurgeir Í BYRJUN október var opnuð ný legudeild við Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum með alls 35 legu- plássum á einni hæð. Það var 23. mars árið 2001 sem undirritaður var samningur milli fjármálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Vest- mannaeyjabæjar um fjármögnun á endurbyggingu legudeilda við Heil- brigðisstofnunina í Vestmanna- eyjum sem þá var orðið mjög aðkall- andi. Komið hafði upp hugmynd um að sameina báðar legudeildir á einni hæð og freista þannig að ná fram hagræðingu í rekstri deildanna, sem m.a. fólst í því að ein vakt væri við störf í stað tveggja áður. Teiknistofu Páls Zophaníassonar var falið að gera frumteikningar til þess að gera Heilbrigðisstofnun opnar nýja legudeild Vestmannaeyjar mætti sér grein fyrir því hvort hægt væri að framfylgja þessari hug- mynd. Þegar fjármögnun verksins var tryggð var Teiknistofu PZ falin hönnun verksins og gerð útboðs- gagna. Útboð fór síðan fram ogg var lægsta tilboði tekið, frá Eyjatré í Vestmannaeyjum. Vinna hófst strax við verkið og er nú endanlega lokið ári eftir að samið var við verktaka. Ljóst er að vel hefur tekist til með framkvæmdir og eru starfsfólk og stjórn stofnunarinnar ánægð með hina nýju deild. Við vígslu deild- arinnar var margt gesta, m.a. heil- brigðisráðherra Jón Kristjánsson, þigmenn Suðurlands og bæj- arfulltrúar Vestmannaeyinga. Séra Kristján Björnsson sóknarprestur í Landakirkju blessaði hina nýju deild áður en hún var formlega tekin í notkun. LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ flestir burtfluttir og einn af þeim, Benedikt Jónsson, er látinn. Hinir, Pálmi B. Almarsson, Ægir Þórðar- son, Sigurður Egilsson, Eggert Sveinbjörnsson og Magnús Stefáns- son, mættu allir með fræknu aðstoð- arfólki. Jafnframt því að æfa sig fyr- ir ballið og sumir að skreppa í Þæfusteinsrétt var búnaðinum kom- ið fyrir í kirkju og safnaðarheimili á laugardag. Um kvöldið var svo ballið í Röstinni, troðfullt hús og mjög góð skemmtun. Á sunnudag var kerfið afhent sóknarnefndinni formlega og reynt í fyrsta skipti við guðsþjónustu. Að at- höfn lokinni bauð sóknarnefndin til veislukaffis í safnaðarheimilinu. UM síðustu helgi, réttarhelgina, var mikið um að vera hjá félögum í hljómsveitinni Útrás. Þessi hljóm- sveit lifði sinn frægðarferil á síðustu öld á Hellissandi. Þeir félagar í Út- rás ákváðu að halda réttarball í Röstinni og spila þar sjálfir. Þeir létu aðgangseyrinn renna til Ingjalds- hólskirkju til kaupa og uppsetningar á kerfi til að flytja mynd og hljóm frá kirkju í safnaðarheimili. Ef aðgangs- eyririnn nægði ekki til að standa undir kostnaði höfðu þeir þegar út- vegað styrktaraðila til að sjá um það sem á vantaði. Félagar í hljómsveitinni eru nú Morgunblaðið/Alfons Aðgangseyrir rann til Ingjaldshólskirkju Hellissandur NEMENDUR í Hlíðarskóla í Hörg- árbyggð héldu einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu í ferðalag, en ferðinni var heitið að Laugafelli á hálendinu upp af Eyjafirði. Alls eru 15 nemendur í skólanum, á aldrinum 7 til 15 ára, og var ætl- unin með ferðinni að hrista hópinn saman fyrir veturinn. Auk nemend- anna fóru fjórir kennarar með. Ferðin tókst í alla staði hið besta og veðrið lék við ferðalanga, sem nutu útivistarinnar til fulls. Nemendur voru í fyrstu ekki sér- lega spenntir fyrir áfangastaðnum á hálendinu, þar sem ekkert væri raf- magnið og því lítið hægt að horfa á sjónvarp sér til afþreyingar. Þessi skoðun breyttist um leið og komið var á staðinn og börnin nutu sín í náttúrunni, að sögn Péturs Guðjóns- sonar uppeldisfulltrúa. Hann sagði að krakkarnir hefðu haft virkilega gott af því að komast úr bænum og í nánari snertingu við náttúruna en þau eru vön. „Krakkarnir höfðu mik- ið gagn af ferðinni og gaman,“ sagði Pétur. Einn nemanna, Hermann Knútur Sigtryggsson, skrifaði sögu um ferðalagið, en þar segir hann meðal annars frá sundferð í laugina á Laugafelli og gönguferð að gili skammt frá Þórunnarlaug. „Þegar við vorum á leiðinni til baka urðum við skíthræddir því við urðum svo myrkfælnir. Ég hljóp eins hratt og ég gat, en þegar við vorum að kom- ast að skálanum, kom Reynir kenn- arinn okkar og gerði mér bylt við. Við fórum inn í skálann og kennar- arnir sögðu okkur draugasögur, m.a. um Gunnar, strák sem drukknaði í lauginni,“ segir í sögu Hermanns. Nemendur Hlíðarskóla fóru í ferð að Laugafelli Höfðu bæði gagn og gaman af ferðinni Nemendur í Hlíðarskóla í Varpholti slaka á í lauginni í Laugafelli. Hörgárbyggð MIKIÐ hefur verið rætt um útivist og fíkniefni í Ólafsfirði undanfarna daga og upplýsingar sem hafa komið í ljós sýna að veruleikinn er ekki alveg eins og hann ætti að vera. Að sögn Ástríðar Grímsdóttur, sýslumanns í Ólafsfirði, hafa nokkrar „hasspípur“ fundist á víðavangi und- anfarnar fjórar vikur. Hafa þær fund- ist hér og þar í bænum, fyrir utan hús, á milli skóla og íþróttahúss, og við brúna yfir ósinn. Flestar þeirra eru gerðar úr kókflöskum. Virðist sem þessi aukning sé samfara byrjun skólanna þó svo að hass og önnur fíkniefni hafi lengi verið til staðar í Ólafsfirði, að sögn sýslumanns. Sýslumaður og lögregluvarðstjóri voru á fundi hjá foreldrafélaginu ný- lega þar sem foreldrum voru sýnd hin ýmsu tæki til fíkniefnaneyslu, auk þess sem farið var yfir útivistartíma barna. Þá voru sýslumaður og lög- regla með kynningu á þessu efni í Gagnfræðaskólanum hjá foreldrum nemenda 8., 9. og 10. bekkjar. Telja lögregluyfirvöld að hættan á því að börn byrji að fikta við fíkniefni aukist verulega ef þau fá að vera óheft og eftirlitslaus úti á kvöldin. Því er brýnt fyrir foreldrum að ganga stíft eftir því að börn séu ekki úti eftir að úti- vistatíma lýkur. Ef þau ætla að gista annars staðar en heima hjá sér þá er ráðlegt að ganga úr skugga um að foreldrar séu þar einnig heima, því eftirlitslaus og foreldralaus partí bjóða upp á misnotkun áfengis og fíkniefnaneyslu. Var greinilegt að þessar upplýsingar komu foreldrum mjög á óvart og ekki laust við að margir foreldranna væru hreinlega slegnir óhug. Ein móðirin sagðist vera „rosalega sjokkeruð“. Það er ástæða til þess, því miðað við það sem hefur fundist í bænum að undanförnu spyrja margir sig: Reykir mitt barn hass? Tilgangurinn með þessum fundum er að vekja fólk til hugsunar um það sem er að gerast í okkar nánasta um- hverfi, segir sýslumaður. Það er betra að bregðast við áður en vandinn verður of stór. Sýslumaður og lögregla fræða fólk um fíkniefni Foreldrar slegnir óhug Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ástríður Grímsdóttir sýslumað- ur og Jón Á. Konráðsson lög- regluvarðstjóri með hluta af þeim tækjum og tólum sem hafa fundist í bænum að undanförnu. NÝ deild leikskólans Hraunborgar við Bifröst var vígð nýlega að við- stöddu fjölmenni. Undanfarin ár hef- ur gamalt íbúðarhús verið notað sem leikskóli en sökum fjölgunar nem- enda í Viðskiptaháskólanum var það orðið of lítið. Á síðasta ári var bilið brúað tímabundið með því að nota kennaraíbúð til viðbótar sem leik- skóladeild. Haustið 2001 var settur á laggirn- ar vinnuhópur sem sá um að finna bestu lausnirnar við stækkun leik- skólans. Með hópnum störfuðu m.a. Sigurður Páll Harðarson bæjarverk- fræðingur og Brynja Jósefsdóttir leikskólastjóri. Leikskólinn stækk- aði talsvert frá fyrstu hugmyndum en í upphafi var gert ráð fyrir 20 börnum. Í samráði við rektor var ákveðið að byggja fyrir 30 börn. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 35 milljónum en fram- kvæmdin endaði í 50 milljónum. Ný- byggingin er samtals 240 fm með tengigangi við gamla húsið. Í hönn- Ný leikskóladeild opnuð á Bifröst Borgarnes Ljósmynd/Guðrún Vala Brynja Jósefsdóttir leikskóla- stjóri, t.h., tekur við lyklinum úr hendi Helgu Halldórsdóttur, forseta bæjarráðs. uninni er gert ráð fyrir að hægt sé að stækka bygginguna síðar ef þess gerist þörf. Aðalhönnuður var Harpa Stefánsdóttir arkitekt frá Arkís. Nemendur á leikskólanum Hraun- borg eru nú 52 og 15 starfsmenn. Bifrestingar eru að vonum ánægðir með bætta aðstöðu á þessum tæp- lega 70 manna vinnustað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.