Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆGT er að skýra alla samanlagða hagnaðaraukningu bankanna frá fyrra ári, og gott betur, með auknum gengishagnaði af hlutabréfaeign þeirra. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, Íslandsbanka, Kaupþings-Búnaðarbanka og Landsbanka, jókst á fyrstu níu mán- uðum ársins frá sama tímabili í fyrra um 4 milljarða króna og nam 11,7 milljörðum króna. Samanlagður hagnaður fyrir skatta jókst um 4,7 milljarða króna og nam 14,1 millj- arði króna. Samanlagður gengis- hagnaður bankanna af hlutabréfa- eign nam 6,4 milljörðum króna og jókst um 6,1 milljarð króna, eða um hærri fjárhæð en sem nemur allri hagnaðaraukningu bankanna fyrir skatta. Gengishagnaður af hluta- bréfaeigninni skýrist af hækkun á gengi hlutabréfa á markaði, en frá áramótum til loka september hækk- aði Úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands, svo dæmi sé tekið, um 34%. Vísitalan hefur haldið áfram að hækka síðan og hefur nú hækkað um tæplega 45% frá áramótum. Annar gengishagnaður bankanna, þ.e. af skuldabréfum og gjaldeyris- viðskiptum, jókst einnig talsvert og samanlagt jókst gengishagnaðurinn um 7,9 milljarða króna og nam 11,4 milljörðum króna. Gengishagnaður- inn jókst hjá öllum bönkunum þrem- ur, en mismikið þó. Aukningin var mest hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka, 3,5 milljarðar króna og nam geng- ishagnaður bankans rúmum 6,9 milljörðum króna. Gengishagnaður Landsbankans nam 2,5 milljörðum króna og gengishagnaður Íslands- banka 1,9 milljörðum króna, en gengismunur þessara tveggja banka var óverulegur á fyrstu níu mánuð- um síðasta árs. Kostnaðarhlutfall bankanna, sem er hlutfall rekstrarkostnaðar af rekstrartekjum, lækkaði samanlagt hjá bönkunum þremur, en hækkaði þó hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Lækkun kostnaðarhlutfallsins hjá bönkunum í heild má, líkt og hagn- aðaraukninguna, skýra með auknum gengishagnaði. Ef gengishagnaður er undanskilinn hækkar kostnaðar- hlutfall bankanna í öllum tilvikum. Hækkun launakostnaðar Hreinar þjónustutekjur bankanna jukust einnig töluvert, eða um 3 milljarða króna í 13,3 milljarða króna. Aukningin var mest hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka, 40%, þá hjá Landsbanka, 33%, en minnst hjá Íslandsbanka, 5%. Aukninguna má að verulegum hluta rekja til aukn- ingar í fjárfestingarbankastarfsem- inni, einkum vegna ráðgjafarverk- efna á fyrirtækjasviði. Starfsmönnum bankanna fækkaði samanlagt um 2% milli ára og stöðu- gildi voru samtals 3.149 í lok sept- ember í ár. Flestir starfsmenn eru í Kaupþingi-Búnaðarbanka, 1.245, en fækkun á samanlögðum fjölda skýr- ist að öllu leyti af fækkun hjá þeim banka, því nokkur fjölgun hefur orð- ið hjá hinum tveimur, eða um 1% hjá Íslandsbanka og um 4% hjá Lands- banka. Breytingin á starfsmanna- fjölda bankanna skýrist að hluta til af sameiningum og kaupum á fjár- málafyrirtækjum erlendis. Þrátt fyrir fækkun starfsmanna hefur launakostnaður hækkað veru- lega. Samanlagður launakostnaður bankanna er 37% hærri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma- bili í fyrra og nam 14,8 milljörðum króna. Launakostnaður eykst um fimmtung hjá Íslandsbanka og Landsbanka, en um 60% hjá Kaup- þingi-Búnaðarbanka. Hluti skýring- arinnar á hækkun launakostnaðar bankanna eru auknar kaupauka- greiðslur auk þess sem að nú er farið að gjaldfæra kaupréttarsamninga. Hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka hefur einnig fallið til töluverður kostnaður vegna fækkunar starfsmanna í tengslum við kaup á banka í Svíþjóð. Aukning inn- og útlána Heildareignir bankanna hafa auk- ist um 30% frá áramótum og námu 1.326 milljörðum króna í lok sept- ember. Eignir Íslandsbanka og Landsbanka jukust um þriðjung, en eignir Kaupþings-Búnaðarbanka jukust minna, eða um fjórðung. Þessi aukning þýðir að talsvert meiri eignir eru á bak við hvern starfsmann en áður var, sem er vís- bending um aukna hagkvæmni. Mestar eignir eru á bak við hvern starfsmann Íslandsbanka, 472 millj- ónir króna, næstir eru starfsmenn Kaupþings-Búnaðarbanka með 435 milljónir króna og loks starfsmenn Landsbankans með 361 milljón króna. Samanlögð útlán bankanna jukust um 23% og námu 908 milljörðum króna. Aukningin var mest hjá Landsbankanum, 33%, en 19% hjá hvorum hinna. Innlán bankanna juk- ust heldur meira en útlánin, eða um 25%, og námu 449 milljörðum króna í lok september. Þar var aukningin einnig mest hjá Landsbankanum, 36%, en 23% hjá Íslandsbanka og 19% hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Verðmæti bankanna hefur aukist mikið á árinu og samanlagt mark- aðsverð þeirra miðað við lokagengi gærdagsins er 191 milljarður króna. Markaðsverð Kaupþings-Búnaðar- banka er 86 milljarðar króna, mark- aðsverð Íslandsbanka 63 milljarðar króna og markaðsverð Landsbank- ans 42 milljarðar króna. Hækkun á gengi bréfa Íslands- banka hefur verið 26% frá miðju ári, hækkun Kaupþings-Búnaðarbanka 34% og hækkun Landsbankans 39%. Á sama tímabili hefur Úrvalsvísital- an hækkað um 30%. Hækkun hlutabréfa skýrir hagnaðinn                       !   ""  #    "$           % " # &'  ( "  )  '    *" #( " +,%- . / 0  . 1 21 3 3 2 32 4/3 2   +5 2/+ 5 // 2 1 20 3+5 6    & 7 8     9    6  : ; . 1  33  2   . 1 12 4 /0 0 .3  +5 1+5 20 02 02 +15 1 1  // . 1  3  31. 4/  0 2  +5 00+ 5  1/ 23 3+/5 haraldurj@mbl.is Bankarnir hafa það sem af er ári hagnast mikið á hlutabréfaeign sinni og til sept- emberloka nam samanlagður gengishagn- aður af hlutabréfum 6,4 milljörðum króna. Haraldur Johannessen fjallar um reikn- inga bankanna, þar með talið hvaðan hin mikla hagnaðaraukning kemur. ÚTLÁNAAUKNING innláns- stofnana er komin á fulla ferð að nýju, að því er kom fram í máli Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra á morgunfundi Versl- unarráðs Íslands í gær um hvort uppsveifla væri framundan. Hvatti hann innlánsstofnanir til að sýna varfærni í útlánum. Birgir Ísleifur fjallaði á fund- inum um ástand og horfur í efna- hagsmálum. Meðal annars sagði hann að greinileg uppsveifla í út- lánum hefði hafist sl. vor og tólf mánaða vöxtur útlána lánakerfis- ins í heild hefði í júnílok numið tæplega 10% án áhrifa frá geng- isbreytingum. „Snörpust hefur uppsveiflan orðið í útlánum til fyr- irtækja. Þau höfðu vaxið um 15% á 12 mánuðum en útlán til heimila um tæplega 7%. Vöxtur útlána til heimila skýrist fyrst og fremst af útlánum Íbúðarlánasjóðs og lífeyr- issjóða, sem jukust um u.þ.b. 12%.“ Alvarlegar afleiðingar útlánaaukningar „Í lok september sl. höfðu inn- lend útlán innlánsstofnana aukist um tæplega 14% á einu ári og hef- ur vísitölu- og gengisuppfærsla þar ekki haft umtalsverð áhrif. Í ágúst og september var vöxturinn hinn mesti frá marsmánuði árið 2001. Lán til fyrirtækja jukust um 22%, en 8% til einstaklinga. Auk innlendra útlána hafa innlánsstofn- anir haldið áfram að auka útlán sín til erlendra aðila.“ Birgir Ísleifur hvatti innláns- stofnanir til varfærni, einkum í endurlánum erlendra lána til lán- þega sem ekki hafa tekjur í er- lendum gjaldeyri. Hann minnti á að í skýrslum matsfyrirtækja sem meta lánshæfi ríkissjóðs hafi það verið talinn einn mesti veikleiki ís- lenska hagkerfisins hve erlendar skuldir þess eru miklar, ekki síst skammtímaskuldir. „Það er því full ástæða til að hvetja innlánsstofn- anir til að fara með gát í þessum efnum. Ef þær misstíga sig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir hagkerfið í heild.“ Meðal annars efnis sem Birgir Ísleifur fjallaði um var hækkandi fasteignaverð og benti hann á að í byrjun október hafi húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkað um 10,3% á einu ári sem skýrði meg- inhluta verðbólgunnar á sl. 12 mánuðum. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað stöðugt frá því um mitt sl. ár, eftir nokkra lægð sem hófst á vormánuðum árið 2001. Undanfarna mánuði hefur árshækkun íbúðaverðs numið 12 til 13% umfram vísitölu neysluverðs,“ sagði Birgir Ísleifur og bætti við að í september sl. hefði fasteigna- verð á höfuðborgarsvæðinu verið 7% hærra að raunvirði en það varð hæst árið 2001 og 45% hærra en í ársbyrjun 1996. Hætta á harkalegri aðlögun „Að fasteignaverð á höfuðborg- arsvæðinu skuli um þessar mundir vera um 45% hærra að raunvirði en í ársbyrjun árið 1996 gefur ein- dregið til kynna að það geti lækk- að til lengri tíma litið. Þar með er ekki sagt að verðið geti ekki hækkað enn frekar um hríð. Eftir því sem spennan á milli fasteigna- verðs og undirliggjandi bygging- arkostnaðar verður meiri eykst hins vegar hætta á harkalegri að- lögun að langtímajafnvægi. Því er mikilvægt að aðhafast ekkert það á uppgangstímum sem gæti magn- að þessa spennu enn frekar.“ Að lokinni framsögu seðlabanka- stjóra voru hringborðsumræður þar sem þátt tóku forsvarsmenn greiningardeilda bankanna, þeir Björn Rúnar Guðmundsson frá Landsbanka Íslands, Ingólfur Bender frá Íslandsbanka og Þórð- ur Pálsson frá Kaupþingi-Búnað- arbanka, auk fulltrúa frá stjórn Verslunarráðs Íslands sem var Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els. Umræðunum stjórnaði Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri Við- skiptablaðs Morgunblaðsins. Björn Rúnar Guðmundsson vildi ekki taka undir orð seðlabanka- stjóra um lækkun fasteignaverðs. „Ég held að fæstir búist við að sjá slíka þróun, allavega á næstu ár- um. Eftirspurnin, kaupmátturinn og vaxtaþróunin bendir til þess að fasteignaverð muni halda áfram að hækka.“ Vaxtahækkanir mikil kjaraskerðing Þórður Pálsson gerði í þessu sambandi áhrif 90% lána til íbúð- arkaupa að umtalsefni. Hann sagði marga taka slík lán nú þegar í gegnum lífeyrissjóði og banka. Til- koma 90% lána yrði því að stórum hluta tilfærsla á lánum. „Í sjálfu sér veldur hækkun á lánahlutfall- inu í 90% mér ekki miklum áhyggjum. Hins vegar dregur þetta fram annan veikleika í kerf- inu, að það skuli ekki fara fram skipulegt áhættumat, skuli ekki vera lagt í neina afskriftasjóði eða annað slíkt. Íbúðalánasjóður er ekki rekinn sem venjuleg fjár- málastofnun, með þeim varúðar- reglum sem því fylgja.“ Hörður Arnarson vakti meðal annars máls á áhyggjum fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppn- isgreinum, sérstaklega hvað varð- aði boðun vaxtahækkana hjá Seðlabankanum. „Það er gríðar- lega mikilvægt í dag að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins komi í veg fyrir það að verðbólgan fari út fyrir þau mörk sem Seðlabankinn hefur sett sér. Ef vaxtahækkanir verða að veruleika verður það mik- il kjaraskerðing, bæði fyrir lands- menn og fyrirtæki. Í dag nema lán um 1.400 milljörðum þannig að hvert prósentustig þýðir að nálægt 14 milljarðar verða teknir frá fyr- irtækjum og atvinnulífinu.“ Hörð- ur sagði því mikilvægt að ekkert hækkaði um meira en 2,5% enda gætu vaxtahækkanir og ekki síður styrking gengisins í kjölfarið verið mjög til hins verra. Ingólfur Bender spáði því að vextir mundu hækka í upphafi næsta árs um allt að 50 punkta. Hann sagðist fylgjandi því að vext- ir yrðu hækkaðir enda ætti hann von á öllu hraðari hagvexti og þar af leiðandi heldur meiri verðbólgu- áhættu heldur en Seðlabankinn reiknaði með. Seðlabankastjóri vill að bankar sýni varfærni Mesti vöxtur í útlánum til fyrirtækja frá því í mars 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.