Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 18

Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölusýning í Hestheimum í dag kl. 15.00 Úrval söluhrossa – ótamin, keppnishross, fyrstu verðlauna hryssur. CHANDRIKA Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, afturkallaði í gær lög um neyðarástand eða í sama mund og hundruð þúsunda manna fagnaði heimkomu Ranil Wickr- emesinghe, forsætisráðherra og mikils andstæðings hennar frá Bandaríkjunum. Kumaratunga flutti sjónvarps- ávarp síðdegis og sagði hún þá að öryggi Sri Lanka hefði verið stefnt í „mikinn voða“ vegna þess að Wickremesinghe hefði leyft skæru- liðum tamíla að komast upp með að auka herstyrk sinn á undanförnum tveimur árum. Sakaði hún stjórn Wickremesinghes um að hafa á sama tíma neitað að tryggja nægt fé til handa sjóher og flugher Sri Lanka. Þetta væri ástæða þess að hún rak varnarmálaráðherrann í stjórn Wickremesinghes fyrr í vik- unni, sem og ráðherra innanríkis- og upplýsingamála, auk þess sem hún lýsti yfir neyðarástandi og sendi þing landsins heim í hálfan mánuð. Þrátt fyrir þessa gagnrýni for- setans á stjórn Wickremesinghes stakk hún upp á því að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka á Sri Lanka. Reuters Ranil Wickremesinghe (t.h.), forsætisráðherra Sri Lanka, var vel fagnað við komuna til Colombo í gær. Neyðarástandslög afnumin Wickremesinghe vel fagnað við heimkomuna Colombo. AFP. LIÐSMENN stjórnarandstöðuflokka í Georgíu hófu í gær að safnast saman í mörgum helstu borgum landsins til að mótmæla því hve hægt gengur að telja atkvæðin í þingkosningum um sl. helgi. Flokkur Eduards Shevardnadze forseta tapaði miklu fylgi en stjórnarandstæðingar segja að talningin tefjist vegna þess að verið sé í ör- væntingu að falsa niðurstöðurnar, stjórnarliðum í hag. Erlendir eftirlitsmenn segja einnig að mörg dæmi hafi verið um misfellur á fram- kvæmd kosninganna. Ætlunin var að mótmæla á útifundum í gær og enda aðgerðirnar með stórfundi í dag í miðborg Tbilisi, höfuðborgar Georgíu. Stjórnarandstæð- ingar krefjast þess margir að Shevardnadze segi af sér þótt enn séu tvö ár eftir af kjörtímabili hans. Óánægja vegna spillingar ráðamanna og bágra kjara almennings hefur aukist hratt. Segja sumir fréttaskýrendur að örlög Shevar- dnadze geti ráðist um helgina. En aðrir efast um að þátttakan verði mikil og benda á að stjórn- arandstaðan sé margklofin. Shevardnadze er 75 ára gamall og hefur verið áhrifamestur í stjórnmálum Georgíu í þrjá ára- tugi, hann þótti beita andstæðinga sovétvaldsins mikilli hörku er hann var að klifra upp met- orðastigann. Hann studdi hins vegar Míkhaíl Gorbatsjov sovétforseta í umbótaviðleitni hans og varð utanríkisráðherra Sovétríkjanna en sagði af sér 1990. Ári síðar leystust Sovétríkin upp. Georgía hlaut sjálfstæði 1991 en ári síðar var þar alger ringulreið, forseti landsins, Zviad Gamsakhurdia, var hrakinn frá í vopnaðri upp- reisn og uppreisnarmenn í héruðunum Abkhaziu og Suður-Ossetíu börðust við stjórnarherlið. Shevardnadze varð í reynd leiðtogi landsins og var síðan kjörinn forseti 1995. Honum tókst að koma á ýmsum umbótum, jók frelsi í efnahags- málum og lét setja saman stjórnarskrá þar sem staðfest voru grundvallaratriði vestræns lýðræð- is. Lífskjör betri á sovéttímanum En lífskjör í Georgíu voru mun betri á sovét- skeiðinu og gagnrýnendur forsetans segja að hann hafi í reynd svikið landsmenn síðustu árin með því að láta spillingarfursta fara sínu fram gegn því að fá pólitískan stuðning þeirra. Glæpa- fár þjakar Georgíumenn, mikið er um mannrán, skattar eru ekki innheimtir, efnahagsumbætur hafa stöðvast og ríkið er nær gjaldþrota. Bandaríkjamenn og fleiri vestrænar þjóðir hafa lengi stutt stjórn Shevardnadze, m.a. vegna orðspors hans í tíð Gorbatsjovs en einnig vegna þess að verið er að leggja mikilvæga olíuleiðslu frá Kaspíahafi um Georgíu til Tyrklands. En fyrr á þessu ári bundu Bandaríkjamenn enda á aðstoðina, þeir gáfust upp á forsetanum og spilltum liðsmönnum hans. Dagar Shevardnadze á for- setastóli í Georgíu taldir? Reuters Eduard Shevardnadze á fundi í Tbilisi. Mót- mælafundir gegn honum eru boðaðir í dag. Tbilisi. AFP. SKRIFSTOFA Karls Bretaprins í Clarence House í London vísaði því á bug í gær að hann hefði orðið uppvís að alvarlegu sið- ferðisbroti fyrir nokkrum árum en breskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að starfsmaður konungsfjölskyld- unnar hafi orðið vitni að umræddu atviki. Ekki hefur enn verið upplýst hvers eðlis meint siðferðisbrot var. Prinsinn var í gær staddur í Óman. Í yfirlýsingunni frá skrifstofu hans segir að binda þurfi enda á vanga- velturnar um meint siðferðisbrot. „Látið hefur verið að því liggja að prinsinn af Wales hafi tengst þessu atviki. Þessar ásakanir eru uppspuni. Atvikið, sem starfsmaðurinn fyrrver- andi segist hafa orðið vitni að, átti sér aldrei stað.“ Dómstóll í Lundúnum bannaði á sínum tíma Mail on Sunday að birta frétt þar sem nánari upplýsingar komu fram um atvikið. Einnig bann- aði dómstóllinn dagblaðinu The Guardian að upplýsa hver það var sem lagði fram lögbannskröfuna gegn Mail on Sunday. Þessum úr- skurði var hins vegar breytt á fimmtudag og The Guardian upplýsti þá á vefsíðu sinni, að heimildarmaður Mail on Sunday væri Michael Fawc- ett, fyrrverandi starfsmaður hirð- arinnar. Hann sagði af sér í mars sl. sem aðstoðarmaður Karls enda þótt hann hefði þá verið hreinsaður af ásökunum um fjármálamisferli. Ásakanir Smiths um nauðgun Í yfirlýsingunni frá skrifstofu Karls segir að ásakanirnar hafi verið bornar fram af fyrrum starfsmanni konungsfjölskyldunnar sem hafi þjáðst af áfengissýki og afleiðingum geðsjúkdóms sem hann hafi fengið í Falklandseyjastríðinu 1982. Mail on Sunday hafði í nóvember sl. eftir fyrrverandi þjóni við hirðina, George Smith, að hann hefði tjáð Díönu heitinni prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, árið 1996 að nokkr- um árum fyrr hefði einn af aðstoð- armönnum Karls nauðgað sér. Um- ræddur Smith barðist á sínum tíma í Falklandseyjastríðinu. Einn af talsmönnum Karls sagði í tilefni af þessum ásökunum í nóv- ember að málið hefði verið rann- sakað af lögreglunni en engar sann- anir hefðu verið lagðar fram um að frásögn Smiths væri á rökum reist. Karl prins sakaður um sið- ferðisbrot London. AFP. Karl Bretaprins. UMHVERFISSTOFNUN Samein- uðu þjóðanna (UNEP) hefur boðað fulltrúa tuttugu og þriggja Afríku- og Suðaustur-Asíuþjóða á neyð- arfund í París til að ræða til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að koma í veg fyrir yfirvofandi útrým- ingu mannapanna. Frá þessu var greint í Financial Times í vikunni. „Klukkuna vantar eina mínútu í miðnætti hvað mannapana varðar,“ sagði Klaus Töpfer, fram- kvæmdastjóri UNEP, en umræddur neyðarfundur verður haldinn í Par- ís 26. nóvember nk. Mannapar – þ.e. górillur, ór- angútan-apar og simpansar – eru skyldari manninum en nokkur önn- ur dýr í lífríkinu. Er erfðaefni manna og mannapa 96% það sama. Umhverfisverndarsinnar segja nú að mikil hætta steðji að mann- öpunum og raunar eru hinar ólíku tegundir ýmist skilgreindar sem „í útrýmingarhættu“ eða „í bráðri út- rýmingarhættu“. Hyrfu mannap- arnir með öllu yrði tilteknum vist- kerfum einnig stefnt í hættu en t.a.m. leika mannapar mikilvægt hlutverk við að tryggja heilbrigt og fjölbreytt líf í regnskógunum. Á fundinum í París er stefnt að því að leita leiða til að spyrna við fótum. Verða þjóðirnar, sem boð- aðar hafa verið á fundinn, beðnar um að framfylgja áætlunum, sem ákveðnar verða í París, en um er að ræða 21 Afríkuþjóð og tvö ríki í Suðaustur-Asíu. Vegagerð er meðal þess sem ógn- ar mannöpunum en hún leiðir til aukinna tækifæra í námu- og olíu- vinnslu, veiða á villtum dýrum og skógareyðingar. Benda nýlegar rannsóknir til að górillur í Afríku sjái árlega á bak sem samsvarar 2,1% sinna vaxtarstaða. Sambæri- leg tala fyrir órangútan-apa í Mal- asíu og Indónesíu er 5%. Mannapar í útrýmingarhættu Boðað til neyðar- fundar í París 26. nóvember nk. Mannaparnir eru nánasti ættingi mannsins í dýraríkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.