Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 21 FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur sent frá sér síðustu árlegu matsskýrslurnar á frammistöðu umsóknarríkja í aðild- arundirbúningi áður en tíu þeirra fá fulla aðild að sambandinu, en það gerist 1. maí á næsta ári. Í skýrslunum segist fram- kvæmdastjórnin allviss um að stækkunin gangi eftir samkvæmt áætlun, en hún beinir eindregnum tilmælum til stjórnvalda í tilvonandi aðildarríkjunum að þau taki sig á í ýmsum málaflokkum. Lengst í land með að ganga frá lausum endum er Pólland sagt eiga, þar sem gera þurfi skurk í alls níu málaflokkum. Varar framkvæmdastjórnin við því að standi löndin sig ekki í því að kippa því í liðinn sem hún bendir á að sé enn ábótavant kunni það að koma þeim illa fjárhagslega. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði er hann kynnti skýrslurnar fyrir Evrópu- þinginu, að í þeim væri vottað hve miklum umbótum stjórnvöld í um- sóknarríkjunum hefðu áorkað að hrinda í framkvæmd. Betur mætti þó ef duga skyldi. „Ríkisstjórnirnar tíu eru vel meðvitaðar um að hvers konar misbrestur [á framkvæmd umbótanna] gæti svipt þau ávinn- ingnum af fjárstyrkjum og bættum markaðsaðgangi,“ sagði Prodi. Segist framkvæmdastjórnin í skýrslunum vera „hæfilega bjart- sýn“ á að takast muni að leysa öll þessi vandamál í tilvonandi aðildar- ríkjunum tíu áður en stækkunin kemur til framkvæmda. Auk ríkjanna tíu sem eiga að fá að- ild á næsta ári birti framkvæmda- stjórnin matsskýrslur um þrjú önn- ur lönd, sem bíða aðildar, þ.e. Rúmeníu og Búlgaríu, sem vonast til að geta lokið aðildarsamningum 2005 og að fá aðild 2007, og Tyrk- land, sem sækist eftir því að fá að hefja aðildarsamninga sem fyrst. Kýpur-málið íþyngir Tyrkjum Mat framkvæmdastjórnarinnar á framvindunni í Tyrklandi er tæpast til þess fallið að auka líkur á því að í sjónmáli sé að landið teljist uppfylla skilyrðin fyrir aðildarviðræðum, s.s. um mannréttindi. Tregða Tyrkja til að hjálpa til við sameiningu Kýpur bætir heldur ekki úr skák. Matsskýrslur framkvæmdastjórnar ESB um væntanleg aðildarríki Sum ríkin þurfa að taka sig á Brussel. AFP. HOWARD Dean, einn af frambjóð- endum demókrata í forvali vegna forsetakosninganna í Bandaríkjun- um á næsta ári, hefur beðist af- sökunar vegna ummæla sem hann lét falla ný- verið. Dean var spurður af blaðinu Des Moines Register á laugardag um afstöðu sína til þess réttar almennings að eiga skammbyssur. „Ég er enn staðráð- inn í að verða frambjóðandi gaur- anna sem flagga Suðurríkjafánanum á pallbílnum sínum. Við getum ekki sigrað George Bush nema með því að höfða til ólíkra hópa,“ svaraði Dean en hann er andvígur mikið harðari löggjöf um byssueign, ólíkt flestum keppinautum hans um útnefninguna. Þóttu ummælin móðgandi fyrir svertingja – en Suðurríkjafáninn var tákn þeirra afla í Bandaríkjunum sem ekki vildu afnema þrælahald – og jafnframt fyrir efnaminna hvítt fólk í Suðurríkjunum sem Dean var þó einmitt að reyna að höfða til. Þrátt fyrir þetta hefur Dean for- ystu í keppni níu demókrata um út- nefningu vegna forsetakosninganna. Dean biðst afsökunar Los Angeles Times. Howard Dean JAPANSKT fyrirtæki hefur smíðað fyrsta armbandssímann en í hann er talað með því að stinga vísifingri í eyrað. Verður skýrt frá þessari uppgötvun í vísindatímaritinu New Scient- ist á laugardag. Frumsmíðin, sem kallast Fingratal (Finger Whisper), er armband, sem breytir stafræn- um boðum í titring, sem berst síðan niður eftir handarbeinun- um. Þegar hringt er í símann stingur eigandinn vísifingrin- um í eyrað og þá breytir hljóð- himnan titringnum í hljóð- merki fyrir heilann. Svarað er með því að tala í hljóðnema á armbandinu. Símtal er hafið eða því lokið með því að láta vísifingur og þumalfingur snertast en arm- bandssíminn er raddstýrður og þarf því ekkert talnaborð. Það er fyrirtækið NTT Do- CoMo, sem vinnur að síma- smíðinni, en ekki er vitað hve- nær hann kemur á markað. Fyrsti armbands- síminn Hlustað á fingurinn París. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.